Norðlingur - 31.03.1876, Side 2
181
182
cn þýðir þó vanalega daginn fyrir eðr hinn 14. nísan, með því og
að dagrinn (sólarhríngrinn) hjá Gyðíngum byrjaði á miðaptni hjá
oss. En Markús tekr hðr af öll tvímæli, er hann segir svo í 14.
k. 12. v. ollinn fyrsta dag ósýrðu brauðanna, þá er inenn voru
vanir að slátra páskalambinu». En páskalambinu var ætíð
slátrað frá nóni til miðaftans kvöldið fyrir páska, hinn 14. nisan1.
Er þá, eftir íslenzkunni «fyrsti dagr» hér 14. nísan eðr föstudagr-
inn. En þá heíir og, eftir þessari útleggingu á Mark. 14. k. 12.
v. og Matt. 26. k. 17. v., Jesús átt að neyta páskalambsins með
lærisveinum sínum á föstudaginn og vera krossfestr á laugardaginn,
fyrsta páskadag og hvíldardag Gyðínga. En það er óhugsandi. Og
hvenær átti hann þá að rísa upp? |>að gat eigi orðið fyrr en á
mánudag. En nú segja allir guðspjallamennirnir einum munni, að
Iíristr hafi risið upp fyrsta dag vikunnar. En þá hefir hann eigi
risið upp á þriðja degi. En þó er eigi alt búið enn. Hinn
sami guðspiallamaðr, Markús, segir svo í 15. k. 42. v. o. s. frv :
• Og sem þegarkvöld2 varkomið, en þá var aðfangadagr, það
er dagrinn fyrir hvíldardaginn»3 fór Jósef frá Arimaþæu á
fund landshöfðíngjans, til að biðja hann um «líkamann Jesú». Eftir
augljósum orðum þessarar greinar og eftir þýðíngunni á 14. k. 12.
v. hefir þá Jesús átl að hafa neytt páskalambsins ineð lærisveinum
síuum í hinum «stóra loftsal» sama kvöldið, sem hann var kross-
festr um daginn, en aðeins litlu síðar en líkami hans var tekinn and-
vana af krossinum og lagðr í gröfina. þýðíngin: «fyrsti dagr» getr
því eigi staðizt; hún hlýtr að vera röng, og erþaðlíka. Allr galdr-
inn er, að eg tek próte hemera í sömu merkingu sem protera hemera,
og verðr þá þýðíngin þannig (Mark. 14. 12. og Matt. 26.17): «Dag-
inn fyrlr (dag) hinna ósýrðu brauða»; það er dagrimi fyrir
14. nísan, fyrir aðfangadaginn, fyrir föstudaginn, það er fimtudagrinn.
Verið getr að menn komi með það á móti þýðíngu þessari,
er Lúkas guðspjallamaðr segir í 22. k. 7. og 8. v.: «Nú kom
dagr ósýrðu brauðanna, þá er slátra skyldi páskalambinu, og Jesús
sendi þá l’étr og Jóhannes og mælti: «Farið og matrciðið oss
páskalambið» o. s. lrv. En þar til svara eg fyrst, að guðsjalla-
maðrinn segir þó eigi með skýlausum orðum, að dagrinn væri
kominn4 Ef hann hefði viljað það segja, þá mundi liann lík-
1) Um pátkahald Gybíiiga sjá: 2. Mós. 12. I,—20 ; 13. 1.—9.; 23. 15., og 34.
18. 3 Mós. 23. 5.-14. 4. Mós. 28. 16,—25. 5. Mós 16. 1.-8.
2) Hjá GyWnguiu liafbi orfcib kvöld etír aftan tvicr merkingar, þat) þýddi bætii
eyktina frá nóni til mitaftans og í annan stab eyktina frá mibaftni til náttmála
etr þá fram í myrkr. Vife hina fyrri þýtíng orbsius hlýtr her at) vera átt. Orl)a-
tiltækit) í 2. Mós. 12 6. og 5. Mós. 16. 6. „milli tveggja aftua" þýhir eigiulega: á
standandi mitlaftni. Milll 6. og 9. stuudár hjá oss, 1,—3. stundar hjá Gyb-
íngom, neyttu þeir páskalambins. Mitaftau == mitir aftau mun sem nónhelgin
fíga hingab kyn eitt at) rekja.
3) petta kemr alveg heim v|l) frásögn Jóhannesar, aþ Jesós var krossfestr á at)-
fangadaginn, þ. e. föstudaginn.
4) At) vísn mnu fnlt svo rétt, eftir ortalagi málsgreinar þessarar, at) þýta
grlska ortlit) elþeu svo: var kominn, og þannig ætla eg vafalanst at) þýba
ætti samsvarandi orb exelþeu I Jóh. 18. k, 1. v., og segja: Nú sem Jesós
hafbi þetta mælt VAR HANN KOMINN meb iærÍ6veinum sínuin út (úr borginui), „yflr-
nm“ o. s. frv. þannig er og sama ortib þýtt hjá Jóh. í 13. k. 31. v. Mör fmst enda
sjálfsagf, ab Jesús hafl eigi flntt ræbu sína i 15. 16. ng 17. k. yflr borbnm
heldur einmitt á leibinni gegnnm vínvibar- og pálmaskóginn á Olínfjallinn.
þenna skilnfng miun sannar samlíkfngin í upphaö ræbunnar f 15. k., er aubsjá-
anlega er tekin, sem svo viba í ræbnm Krists, af náttúrunni umhverfls liann, og
þá eigi síbr þessi nibrlagsorb 14. kap.: „Staudib npp, látum oss fara héban".
jiá fyrsta verba og bábar ræbnr Krists eblilegar: hin fyrri frá 13. k. 31. v. og 14.
legast haft hafa annað orð, svo sem egeneto (sbr 14. v.), eðrpamt.
í annan stað segir hann, sem Markús, að Jesús hafi verið kross-
festr á aðfangadaginn eðr föstudaginn (23. k. 54. v.). En því er
áðr svarað, að hvorttveggja gat eigi átt sér slað sama daginn,
kvöldmáltíðin og krossl'estíngin. Auk þessa eru nokkur önnur orða-
tiltæki hjá guðspjaliamönnunum, 'er benda til þess að Jesús hafi
neytt páskalambsins á fimtudagskvöldið (13. nísan), það er að segja,
kvöldinu fyrr en alvenja var að neyta þess, svo sem Matt. 26.
k. 18. v : «minn tími er nærri» er þýðir: eg hefi stuttan tíma, eg
þarf að flýta mér. Til hius sama benda og vissulega þessi orð
Lúk. 22. k. 15. 16. v.: «Af hjarta hefir mig langað til að neyta
þessa páskalambs með yðr áðr en eg líð; því að það segi eg
yðr, að aldrei mun eg þess framar neyta, fyrr en það fullkomnast
í guðsríki». Ilvers vegna er nú Jesús að koma með þá ástæðu,
að tími lians sé stuttr? Til þess að húsbóndinn skyldi eigi taka
til þess að hann neytti páskalambsins svona snemma. Hví er Jesús
að segja lærisveinum símim frá því, að sig hafi langað af hjarta til
að neyta páskalambsins með þeim? Af því að liann vildi þó hið
síðasta sinn fá að neyta hinnar helgu minníngarmáltíðar þjóðar
sinnar uin lausn hennar úr útlendum þrældómi; af því að hann
vildi tilskipa hina heilögu endrminningar og friðþægíngarmáltíð sína,
en vissi gjörla að hann gat það aldrei síðar, eigi svo mikið sem
hið næsta kvöld, hið rétta kvöld páskalamhsins eptir lögmálinu, því
að það kvöld átti hann að fiafa sjálfr vígt og helgað hið sanna
fullkomna páskalambið, er allir kristnir menn skyldi af neyta sér
til andlegs og eilífs frelsis í ríki Jesú Krists, í Guðsríki. En ef
nokkrum kynni enn þykja óviðkunnanlegt, að skuggamynd hins forna
sáttmála skyldi þannig hljóta að rýma sess fyrir Ijósmynd hins nýja,
þá vil eg lionum tjá til hugarstyrkingar, að það var eitt af því er
Gyðíngar juku við helgisiðu og helgihald Mósesar eftir herleiðíng-
una, að í Jerúsalem var dagrinn fyrir páska haldinn mjög svo helgr;
og í Galíleu var hann alhelgr, svo ekki verk var unnið þann dag,
heidr voru sýrðu brauðin flutt burt kvöldið fyrir, svo ekki hefir neitt
verið hneyxlanlegt í því að neyta páskalambsins það kvöld, kvöld
liins 13. nísan-mán., allra sízt fyrir menn úr Galíleu.
þótt eg nú sé orðinn miklu langorðari en eg ætlaði með fyrsta,
er eg bið lesendr blaðsins fyrirgefa, þá verð eg þó að leyfa mér
að taka enn bara eitt dæmi um þýðíngarvillu, því að það er stutt.
þau orð eru höfð um Krist í Kól. 1. 15., að liann sé «frumget-
níngr (prótotokos, eiginl. frumburðr) allrar skepnu*. Eftir
orðunum þýðir það, að Krlstr sé getinn eðr borinn fyrstraf öllu
hinu skapaða. En á það nú að vera þýðíngin, ef annars þýðíng
skyldi kalla, að skepnurnar sé getnar af Guði, eðr hins vegar að
Kristr sé skepna? Eðr með öðrum orðum, er hér nokkurr hina
minsti skyldleiki milli getníngar eðr fæðíngar Sonarins af Föðurn-
um og sköpunar ailra hluta? Eigi hinn allra minsti, svara allir
rétttrúaðir guðfræðíngar, þvíað Sonrinn er «getinn en eigi
gjörðr», þ. e. skapaðr. En hví leggja guðfræðíngarnir þá svona
rangt út ? Eigi er þó annarr vandinn en að taka orðið prótotokos
í sömu merkíngu sem proterotokos, fyrrgetníngr fyrir frumgetn-
íngr, og leggja svoút: getinn ádr en nokkuð var skapað.
Allr þessi rangskilíngr þýðendanna er því undarlegri sem þeir
sjálfir vita, að talshættir þessir eru eigi annað en hebreskubragr
kap. út, er bann flutti jflr borbum, og hin síbari, er tekr jflr 15. —17. k. er hann
flutti á leibinui til grasgaibsins.
þvi með endalausum þvættingi, hvernig ljúka skyldi vagninum upp
svo að eigi væri neitt brotið. Lögreglumennirnir stóðu hvor um
sig með stafinn á lopti í annari hendi og bissuna í hinni, búnir
til að höndia og hepta strokumanninn úr örvitahúsinu, er átti, ept-
ir frásögn bæjargreifans, að hafa numið jungfrúna í burt með
skemmilegu vjelræði, og skyldi þó enginn maður í þessari sögu,
þar sem meyjarránið hafði fram farið fyrir augum allra og svo, að
þau bæði horfðu sjálf á, bæjargreifinn og kona bans.
Gáið þið nú að og missið hans ekki I æpti bæjargreifinn í
hörðu skapi og herralegur í máli. þið takið fyrst af lionum tösk-
una og fáið mjer hana tafarlaust, þið takið frá honum alla hnífa
og hvert það tól, sem á er oddur eða egg. þið megið binda
hendur hans á hak aptur, ef hann veilir mótstöðu. — það var
undarlegt, að jeg skyldi eigi þekkja hann fyr enn í þeirri svipan,
sem hanu fór upp í vagninn, mælti hann um leið og leit til heima-
manna sinna, er stóðu umhverfis. Jeg hugsaði að hann væri sá
maður, sem hann sagðist vera. — Veslings jungfrúin! llann hef-
ur lika meinlega vjelað hana.
Eptir nokkra erfiðismuni náðist nú vagnhurðin opin. Lög-
reglumennirnir höfðu gætur á sjer og hörluðu lítið eitt frá, því
þeir óttuðust það, að hinn óði maður mundi slökkva á þá, eður
skjóta af smábissu út úr vagninum.
Komið þjer út, jungfrú Straum! mælli bæjargreifinn. Vesl-
ings stúlkan, að vera svona svikin og verða að silja i vagninum
hjá villausum manni I Hún liggur nú þarna í óviti fyrir hræðslu
sakir. Reynið þjer að rakna við, kæra jungfrú! yður er við engu
hætt. Lofaðu okkur nú að sjá þig fífldjarfi strokumaður og vit-
firringur! kallaði hæjargreifinn og ljet digurbarklega. þúertkom-
inn í kví, Rlokk minn I Hjer duga engar varnir.
Allir voru svo sem á glóðum; en allt var hljótt og kyrrt inni
í kerrunni og enginn kom út. það var nokkuð skuggsýnt í garð-
inum og í kerrunni var koldimmt. Loksins kom húskarlinn með
skriðljós. Iiann gekk að hinni upploknu hurð mjög svo gætilega,
en missti Ijóskerið af hræðslu, því honum heyrðist eitthvað þruska
inni fyrir, en það var eigi annað enn köttur, sem skauzt fram hjá
honum. Sá lögreglumaðurinn, sem hraustari var, herti nú hug-
inn, þreif Ijóskerið og leit inn í vagninn. lljer er allt tómt; gæs-
irnar eru fiognar sína leið , hljóðaði hann upp yfir sig, og allir
tráðust nú að forviða til að líta inn. Hinn aðkomandi vagnstjéri
hafði þegar leyst hestana frá kerrunni og ætlaði að gjöra sig svo
heimakominn , að stinga þeim inn í hús; en er hann sá þetta,
sleppti hann hestunum og tók tveim höndum á brjósti sjer, því
hann þoldi ekki við fyrir hlátri.
Að hverju hlær kauðinn? — mælti bæjargreifinn, er sjálfur hafði
tekið sjer áræði lil að ganga að vagndyrunum og orðið þess vís,
að kerran var tóm. — llann hlýtur að vita það, mannfýlan, að hann
ekur tómum vagni og þá líka livað orðið er af þeim, sem í vagn-
inum voru.