Norðlingur - 07.04.1876, Blaðsíða 3
191
192
ist svo djarfur að tnyndast við að þvo af sðr hinn grómtekna kláða-
saur í norðlenzku blaði, notandi sðr roluhátt ritstjórans. Njáll
gamli réði Gunnari frá Hlíðarenda frá því að höggva þrisvar sinn-
um í sama knérunn, hann gat þess til, sem varð, að einn ætt-
leggur mundi reynast hetjunni Gunnari, þó frækinn væri, þungur í
skauti ef liann egndi hann til þraula — þá voru lög og lagaþekk-
ing í landi hér, en landsyfirréttinum f Revkjavík þvkir samt ekki
niikið fyrir þvi á þessum tímum að egna og særa íslenzku
þjóðina í heild sinni enn á ný með öðruin eins dómi og þeim,
er eg áður nefndi. það lítur svo út sem liann skáki í því skjól-
inu, að nú skorti lög og lagaþekking í landi hör, að réttarmeðvit-
und þjóðarinnar sé sofnuð eilifum dauðasvefni!
þó eg sé eigi löglærður, og þó ekki sé keypt í mig vitið, þá
er þó svo Guði fyrir þakkandi, að eg sé það glöggt aö þessi dóm-
ur er auðsjáaniega rangur. þetta er eius Ijóst fyrir mjer, eins
og sólargeislinn sem streymir gegnum baðstofugluggana mína, og
steypir sör yfir ísafold, og dóminn í henni, þann hinn svarta! þó
held eg hefði setið ámér og þagað, hefði ekki fyrirspurnin íNorð-
lingi I. 23. bls. 177-_i78 komið. Mér þykir það mikið, ef rænu-
leysi íslendinga er orðio SVo gjörmagnað að þeir ekki reki af
sér það sliðruorð sem á þá er varpað í fyrirspurninni, því þetta er
að mér virðist ofur hægt að gjöra pó höfundurinn aldrei sé nema
fáfróður, eins og hann lætur, þá held égrSbó ag fiann hafi hitt á
lykíiinn að skotaskríni landsyfirréttarins, heilbriega skynsemi.
það kemur nú ekki til mála um það , að þessi íykrn eengur að
vitleysunum og ósannindunum í dóminum íþeim ama, 0g
fleirum sem áður eru komnir. Eg ætla nú að reyna að bera lyk-
ilinn að; eg þori að segja , ef það mistekst að opna skriflið, þá
kemur það til af því, að eg sný iyklinum rangt en þá er það bót
i máli, að sami lykillinn er í hvers manns hendi að mig vonar. já,
niðursetníngunum er eigi einu sinni varuað tilraunarinnar, enda er
eigi líklegt að þeir dragi sig í hlé, sem ekki vilja fá kláðamaur á
diskinn sinn, kvöld, morgna og miðdegi.
Eg ætla nú að taka fyrstu spurninguna í Norðlingi bls. 178,
sem hinn forvitni höfundur kemur með og hún er sú: hefir
1 an ds h ö f ð i n gi n n skipað ritara Jón Jóns’son yfir kláða-
málið með dóni§valili eða ekki? Rétt úrlausn þessarar
spurningar virðist mér vera komin undir ýmsum atriðum, sem eg
ætla nú að raða á paþpírnum eins og eg í einfeldni minni hefi
gjört það í huganum.
1. Sú spurning stendur þá í broddi fylkingar: hafði lands-
höfðinginnvald til þessað leggja dómsvald í hendur Jóni
ritara í kláðamálinu? þetta atriði fellur í tvo liðu sem sé:
a. Hei rnila stjórnarskipuuarlögin í sjálfu sér í sambandi við rétt-
arvenjuna slíka skipun, og:
b. Hefir landshöfðinginn fengið vald til þess að beita þessari heim-
ild stjórnarskipunarlaganna, sé hún í þeim gefin? Hinn há-
vísi landsyfirréltur hefir vakið þessar spurningar með ástæð-
um sinum (fyrir dóminum), en gallinn er, að ástæðum hans er
haugað saman líkt og þegar moði er kastað fyrir gaddhesta.
Landsyfirrétturinn kemur með þetta atriði, að slík skipun sé
gagnstæð réttarvenjunni hér á landi og grundvallarreglum
stjórnarskrárinnar um stöðu dómaranna, innanum, á eptir,
og á undan öðrum ástæðum, sem röng og þýðingarlaus mælgi var
að nefna einu sinni á nafn í dómnum, hefðí þessi ástæða verið
rétt. því hefði stjórnarskráin verið því til fyrirstöðu, að setja
ritarann með dómsvaidi, þá var það ónauðsynlegt og rangt að út-
lista annað eður byggja dóminn á öðrum atriðum hreint þýðingar-
lausum, svo sem því, hvað landshöfðinginn muni hafa meint með
þeim og þeim orðum, að eg ekki fái mér til orða hréfaskriptir amt-
mannsins. Landshöfðinginn gat ekki gjört þá valdsmanns skipun,
sem kom í bága við stjórnarskrána og úr því hann gat það ekki,
skipti það engu íþessu máli hvernig skipunarbréf ritarans var orð-
að, eðá hver meining lægi í orðunum gagnvart dómarastörfum rit-
arans, því þau voru þá ógild og ómerk, hvað sem landshöfðinginn
hefði sagt?
En er þá þessi ástæða dómsins rétt? Nei, neit einmitt röng
er hún og tjærri öllum sanni. |>að lítur svo út sem hinn hávísi
landsyfirréttur, hafi glæpst á 44 gr. í stjórnarskránni en ekki samt
fyrstu málsgreininni: Dómendur skulu í embættisverk-
u m sínum fara einungis eptir lögunum. það er sjálfsagt
önnur málsgrein sem hann liefir ánetjað sig í. En hvað sýnir
hún þessu máli viðvíkjandi? jú, að visu mikið, því hún sýnir fyrir
hverjum heilvita manni að hún kemur þeirri spurningu sem hér
um ræðir als ekkert við. þessi grein, annar og þriðji málslið-
ur, sem lýlur að því að gjöra dómsvaldið óháð umboðsvaldinu,
miðar sig, sem undautekning, við 4. gr. um vald konungs til að
taka embætti algjörlega af dómendum sem ekki hafa að auki um-
boðsleg störf á hendi, enda er hún því ekki einu sinni til fyr-
irstöðu að hið æöra embættisvald, ráðgjafi eða landshöfðingi víki
þeim frá embætti um stundarsakir, og þá má og nærri geta,
að það hið sama embættisvaid, getur sett aðra menn um stund-
arsakir til að gegna embættinu, og sézi þetta ljósast af erind-
indisbréfi landshöfðingja og ákvörðunum hinna nýju launalaga. En
nú er hér eigi að ræða um slíka dómendur, heldur um embætt-
ismenn sem einnig hafa umboðsleg störf á höndum, sýslumennina;
og heldur ekki um það að víkja þeim frá embæltum sínum einu
sinni um stundarsakir, heldur að eins að leggja eitt víst tiltekið
málefni sýslumannsstörfum viðvíkjandi, upprætingu fjárkláð-
ans, um tíma, í annars manns hendi, sem eingöngu gat snúið sér
að þessu málefni, sem arntmanni og landshöfðinga á einn veg og
hinu löggefandi alþingi á hinn bóginn í heild sinni hefir komið
saman uin, og 20 ára reynzla er búin að sýna og sanna að hin-
ir reglulegu sýlsumenn ekki hafa getað leyst af hendi það er
sannmæli, að sýslumannssessinn hefir verið auður livað kláðanu
snertir um 20 ár, en að þeim liðnum, kemur blessuð stjórnarskrá-
*u> meinar landsyfirrétturiun, og ver sætið fyrir hverjum mannil
Eptir hans setningu ^gæti löggjafarvaldið, konungur og alþingi i
sameiningu ekki með einföldu lagaboði skipað um tíma sérstak-
an sýslumann yfir kláðasvæðið til að útrýma kláðanum og dæma
óhlýðnismenn að lögum: Nei, tíl þess þyrfti breytingu á stjórn-
arskipunarlögunum sjálfum. Á þessu verður hver heilvita maður
standandi hissa, en á hinu mundu menn varla furða sig, þó yfir-
dómendurnir hefðu sagt að þeir eptir sínum grundvallarreglum
hlytu að dæma þau dómaraverk ritarans ómerk, sem svona heint
áfram og bersýnilega að almennings áliti miðuðn U1 að halda uppi
löghlýðni og lögreglu í fjárkláðamálínu?
Og hvað er þá um réttarvenjuna? Allir vita að mannlegt fé-
lag er enginn steingjörfingur. Nýir tímar, nýir viðburðir leiða af
sér nýjar þarfir, nýja nauðsyn, og þessar nýju þarfir, og nauðsyn,
útheimta ný ráð, nýjar ráðstafanir og fyrirskipanir frá landsljórnar-
innar hálfu. Ef skipun og stjórn hins borgaralega félags ekki hefði
heimild lil að bæta úr þörfum sínum á annan hátt, en áður hafði
verið venja, væri það í mótsögn við sjállt sig, og tilgang sinn.
þegar þeirri spurningu er svarað: hvers er þörf, hvað er nauð-
synlegt, hvað er heillavænlegast fyrir land og líð, þá getur
hvorki gömul venja né óvenja, bundið hendur landsstjórnarinnar.
En í þessu máli kom þetta eigi til, því auk þess sem það má heita
daglegt brauð í öðrum löndum, þar á meðal í Danmörku, að skip-
aðar séu nefndir (Commissioner) og sérstakir embættismenn um
tíma til að halda uppi lögum og reglu, framkvæma yfirgripsmikið
eptirlit, uppgötva glæpi o. s. frv., og það einmitt án nokkurs til-
lits til, já meira að segja fyrir sakir hinna staðarlegu takmarka
venjulegra embætta eður lögsagnarumdæma, aukalsþess segi eg, þá
mætti fylla dálítinn ritling með dæmum og röksenidum úr réttar-
sögu íslands um sérstakar framkvæmdarráðstafanir, sérstakar nefnd-
ir og menn með dómsvaldi o. s. frv. Nei! þó lögsagnarumdæm-
um án allra skynsamlegra orsaka sé slengt saman fyrir fult og fast,
og það án atkvæða og gegn vilja bænda, er hlut eiga að máli, um
það talar enginn; en vilji löggjafarþing landsins, landshöfðinginn,
og öll þjóðin í heijd sinni, að maður, sem fær er um að halda
uppi löguin og reglu, sé settur um stundarsakir yfir fleiri en
eitt lögsagnarumdæmi til að uppræta fjárkláðann, og dæma kláða-
þrjótana að maklegleikum, þá hleypur sjálfur yfirdómurinn í streng-
inn og þrífur nátturlega íþað sem sízt átti við, réttarvenjuna.
«Ó þú skjöldur erki»> — o. s. frv. Skyldi réttarvenjan á lslandi
vilja taka þetta til sín!
það er þannig óhætt að fullyrða að heilbrigð skynsemi dregur
þjer skuluð eigi furða yður á því, herra Rlokk! «Svo lengi
lærir sem lifir». Mjer verður ætíð liðugra um mál eptir á, hvert
sinn er jeg hef heyrt einhverja ræðu til bæjargreifans. En hvað
jeg ætlaði að segja, herra Rlokk! Jeg sá að þjer stunguð ofur
litilli buddu upp undir ermi yðar, þá er lögreglumennirnir voru að
rannsaka yður. Er ekki bezt að jeg taki við henni og geymi
liana? Jeg skal standa yður skil á henni aptur ráðvandlega og
ekki farga frá yður einum skildingi. þjer megið óhætt trúa mjer.
þú ert ráðvendnin sjálf, Maðs! þó þú sjert ekki þesslegur,
hver sem sjer þig. £n «opt er dyggð undir dökkum liárum».
Jeg hef þekkt menn, sem höfðu alitað einu ljóta hrekkjakróka í
augunum, eins og þú, og voru þó svo frómir, að jeg hefði þorað
að láta þá telja peningana mína í myrkri og segja þeim öll mín
leyndarmál. Ríddu við, lijerna er buddan! Étvegaðu okkur vín
og staup I það skal vera á minn kostnað.
Ræjargreifinn sá nú að ljósið hvarl'í fangelsinu oghann heyrði
að dýfjissuvörðurinn læsti hurðinni. Ifonum kom nú í hug, að
hinn slægi bandingi, sem þekkti gægigatið , kynni að hafa orðið
þess var, að ljós var í skjalastofunni, og mundi þá líklega geta
því nærri, að staðið væri á hleri. Ilann laumaðist þá að skjala-
borðinu, bljes í ljósið, svo það slokknaði, lauk opinni huröinni og
læsti lienni aptur svo að gjörla mátti heyra, en fór þó livergi úr
herberginu. Síðan læddist hann, sem ljettfættur köttur að gægi-
hurðinni, settist hljóðlega í hægindastól sinn og lagði eyrað við
gatið.
það var víst einhver þarna inni með ljós, mælti nú Iíristinn
Rlokk nokkuð hátt fyrir munni sjer. það hefur liklega verið þjón-
ustusveinn hans, en ekki hann sjálfur. Jeg sá að hann var prúð-
búinn og ætlaði í veizlu. Ef jeg vil hefna mín á honum fyrirþað
sem liann Ijet mig gista í örvitahúsiuu, þá verð jeg nú að vera
orðvar og þagmælskur. Maður er ekki lengi að tala af sjer, þar
sem maður tekur sjer í staupinu. Maðs er nógu lymskur og læ-
vís. Skrattinn má trúa þeim, honum og hans nótum, jafnvel þó
maður beri fje undir þá og drekki sig fullan með þeim í mesta
bróðerni.
Litlu síðar var fangelsishurðinni lokið upp aptur og þar kom
ljós inn.
íljer er vín, herra Rlokk! og það úr bezta íláti, tók nú Maðs
dýflissuvörður til orða. Við getum látið á öllu ganga. Ræjar-
greifinn er, eins og jeg sagði, að dansleik með bæjarmönnum og
kemur ekki heim fyr enn eptir miðnætti.
það er eins og við hefðum hitt óskastundina, Maðs! Nú
skal jeg drekka þjer til. — Síðan tóku þeir að drekka og skraf-
ast við um hitt og þetta. Einkum var Maðs mjög spurull og hældi
bæjargreifanum í hverju orði, sem þeim ágætismanni, er allir ættu
að heiðra og enginn skyldi dirfast að hafa í háði við. Svo nef-
mæltur sem hann var, mæltist honum þó drengilega og röksam-