Norðlingur - 02.08.1876, Blaðsíða 1

Norðlingur - 02.08.1876, Blaðsíða 1
Kemur út 2—3 á m.ínuði, „ r , Kostar 3 krónur árg. (erlendis 30 blöð als um árið. MlOVlIíQuag 2. agUSt. 4 kr.) síök nr. 20 aura. 1876. ÚTLENDAR FRÉTTIR, Kmh. 9. júní 1876. Norðurlönd. Vorið hefir verið með kaldara móti, en þetta hefir gengið jafnt yíir ílest lönd Evrópu, nema hvað hin suðlægu löndin eiga þvf sjaldnar að sæta. í Kaupmannahöfn hefir hitinn aldrei komi/.t yfir 15 stig, og hefir það staðið að eins skamma stund. — Ilér urðu þingslit til nýrra kosninga (sem vér síðast gátum) , en við þær fjölgaði vinstri mönnum um hérumbil þriðjung. jþann 15. maí var þingið sett aptur og setti þá stjórnin fyrir sömu lectíuna — um landvarnir, eða sérílagi um nýja sjóvarnarkastala við Katipmanna- höfn. Kefndin í fólksþinginu situr nú yfir málinu, og þykir eng- um líkindi til, að meiri hlutanum verði auðlærðari lectían en fyr. Stjórnin býst ekki heldur við meiri greiðleik af vinstri manna hálfu, en blöð hægri manna eru nú komin á nýja niðurstöðu. þau segja: «það er nú útséð um það, að varnarlögin ná ekki fram að ganga. Hörmung er til slíks að vita, því við höfum sjálfir sagt, að undir þessu væri forræði og velfarnan ríkis og þjóðar komin. En hvað á að segja? Hitt yrði þó enn verra, ef varnaruppástungur vinstri manna kæmust fram. Við yrðum engu nær um landvarnirnar, en kostuðura miklu fé til; þetta er munurinn. Ráðaneytið hlýtur því það af að taka, sem hyggilegast er, sem nú er komið, og það er: að láta frumvörp sín fara veg allrar veraldar og sitja svo við stýr- ið sem áður. |>að er líka fleira en fallbyssur og fjandaaðfarir, sem geta riðið okkur að fullu. llinar þinglegu kenningar vinstri manna eru ríkinu engu hættuminni; þeir vilja nú beint landi voru «með ólögum eyða». Hið sterkasla lýriti hér til varnar er það, að ráða- neytið lætur sig engu skipta , hver úrslit verða á varnarmálinu i fólksdeildinni eða öðruin nýmælum, en situr við sinn keip og send- ir þrjóta sína beim við svo búið. Með öðrum orðum: við ætlum ráðaneytinu að stjórna, hlítandi þeirn lögum, sem hlitt hefir verið, og láta svo fara um nýmælin, sem fara gerir, því hitt er víst(?), að fjárhagslögúm má fram aka, svo að við megi sæma». þetta eru nú huggunarhugleiðingar hægri manna, og margir fullyrða, að þær muni eigi vera fjærri ráðherranna skapi. það virðist því, sem liér eigi að þreyta vinstri menn, en hver getur vitað, að þaulsætni þeirra eða þrái lúki við það, að þeir gefist upp og leggi árar íbát? Líklegast þykir oss hitt, að ráðið gefist hvergi nærri svo vel sem sem ællað er. — Georg Grikkjakonungur er nú, ásaml drottningu sinni og börnum, í heimsókn við hirð föður síns. Georg konung- ur hefir verið veikur um tíma, en er nú nær því heill heilsu. — Drottning Oskars Svíakonungs er til heilsubóta suður á Svísslandi, og kvað henni vera nokkuð í apturbata. Móðir hans Jósefína, sem hefir legið þungt haklin síðari hluta maímánaðar , andaðist í fyrra dag. — Varnarlög Svía gengu ekki fram á þessu þingi, en svo er um það mál talað, að því hafi vel skilað fram , og að því í næstu þingsetu muni komið til skaplegra úrslita. Frá útlöndum. «Aukizt hafa nú vundræðin heldur, kerling*, sagði Björn i Mörk, og svo mega þeir undir taka, sem verða að fjalla um «Austræna málið». í miðjum maímánuði komu þeir tií Berlinar Rússakeisari og ráðherraforsetinn GortschakoíT, og þar kom Andrassy greifi, og má vita að allir áttu erindið við þá Yilhjálm keis- ara og Bismark. Rússum þótti sýnt orðið — sem fleirum — að þær greinir um grið og lagabætur, sem Andrassy hafði samið og hinir bandamenn Austurríkis höfðu beðið hann halda að Tyrkjanum, mundu ekki einhlýtar til neinna málalykta, og því hafði Gort- schakoff tekið saman viðaukagreinir, en í þeim var það , að laga- bæturnhr (sérílagi um jafnrétti kristinna manna við Tyrki eða Ma- hometstrúarmenn, og fl.) skyldu varða öll lönd Soldáns (ekki ein- göngu uppreisnarlöndin). Um þetta skyldi nú þinga, og allt þótti sem vænlegast horfa framanaf. Meðan á fundinum stóð kom sú óhappa fregn að austan, að Tyrkir hefðu unnið á tveim konsúlum til bana í Saloniclji (7. maí). J>að voru konsúlar Frakka og f>jóð- verja*. J>að getur verið, að þetta hafi valdið nokkru um, að upp- ástungur Rússa komust í fyrirrúmið á fundinum. Samþyktirnar eru að eins kunnar að nokkru leyti, en hitt eigi, sem ráðið hefir verið til vara, ef stjórn Tyrkja skoraðist undan að fylgja því fram, sem keisaraveldin réðu til. Sagt var, að Frakkar og ítalir hefðu tekið líklega undir það ssin undir þá var borið og heitið sínu fylgi í ') þettíi bar meb þelm atTlkum aí>: kristuir menn f borginni höfiu heyrt gotib nm, ab þangab væri von nngrar stúlku frá Bulgariu, sem vildi giptaat tyrkneskum manni, en hofhi hloti% aí> heit.a því ab ganga af kristinni trú. þeir köllubu henni nm þetta naubnngarkosti setta, og sátn nm ab ná henni á sitt vald, þegar hún kíömi á járnbrantarstöb borgarinnar. Hör hafbt konsúll Norburameríkumanna átt bint ab máli, og í vagn hans komu hinir kristnu stúlkunni og lötn henni heim til hans ekib. Tyrkjalýbur varb vib þetta mjög sefor og heimtabi, ab stúlkan yrbi lans látin. Borgarstjórinn reun hafa heitib nm þetta góbri nmsjá, en lýburinn — eba 6kríllinn krafbist skjútustu skila og túk þegar ab flokka sig og gera ab- súg ab ennm kristnu. Mestur þorrinn streyindi ab einu tyrknesku gnbshúsl og heimtabi ab þangab skyldi færa stúlknna. pangab fúrn konsúlarnir og ætlubu ab stilla til fribar og heita gúbum áflausnnm þessa máls, en þá varb skríllinn hinu úlœasti og drúg þá inn í gnbshúsib og barbi þá þar í hel. Fröttirnar þúttu alstabar hinar verstu, og nú túkn flestar Evrúpuþjúbir ab senda herskip til borg- arinnar til ab vera til taks ab hjáipa krístnu fúlki ef í þab skærist. Stjúrn Tyrkja löt þegar efla varblib bæjarins og gekk ötnlt eptir ransúknnm, og löt taka þá af lffl, sem sannir nrbu ab tilræbnnnm. Síban heflr verib kyrt I bænnm, því núgir hafa verib til varbgæzlu, bæbl Tyrkir og útlendlr, hvab af stúlknnnf heflr orblb hafa sagnirnar ekki hermt. Annars búa í þeim ba (á aosturströnd Macedouín) floirí kristnir reenu en Tyrkir. Æskiibrögð liristius Blolliks. (Franih.). Stærsta myndin, sú er mest var vönduð, sýndi bæjargreif- ann prúðbúinn í hálsjárnunum upp við dyrastafinn á vatnsbissuhús- inu, í þeirri svipan sem járnsmiðurinn var að sverfa hengilásinn af hálsi honum. Á þessum uppdrætii sást allur hópurinn úr dans- veizlu borgaranna og margir alkunnugir mcnn í bænum. Drætt- irnir voru hrcinir og glögg greining ljóss og skugga. það var náttmynd, en sló á bjarma frá tjörukagganum loganda. J>ar var eigi gleymt götustrákunum, sem rjeðu ekki við sig fyrir kæti, nje leikurunum, er bljesu á söngtól sín. Kokkrar konur voru þar mjög auðkenndar, og í opnum glugga mátli jafnyel eygja húsfreyju bæjargreifans með skeið í hendi og lyfjaöskjur. En mesta birt- una lagði þó á sjálfan bæjargreifann og andlit hans var allra á- gætast. Járnsmiðurinn kom og prýðilega til sýnis, en þó sá mað- ur eigi nema utan á annan vangann. Meðal áhorfendanna, er skipað var rneð ýmsum hætti í skoplega stöðu, hafði og hinn gam- ansami karl dregið sjálfan sig, og það nauðlíkt því sem hann var. Hann hjelt tveim höndum framan á kviðnum, og var auðsjeð að hann hló af öllum hug. Blokk gat eigi að því gjört, að harin skelldi upp og hló, þá er honum varð litið á þessa mvnd. Og þar sem menn heyrðu 9 allopt þvflíka hlátra inni í kompunni, er menn vissu að hann var þar inni einn saman, þá var það nóg til að styrkja menn í þeirri trú, að hann væri eigi stundum með öllu viti og hefði hvorki orð- ið jafngóður í örvitahúsinu, nje. á ferðum sínum utanlands. En hann var iðjumaður mikill og átti lítil skipti við bæjar- menn. Hanh- hafði kynnzt viðt húsasmið nokkurn, vel metinn mann í höfuðborginni, og ráðgazt við hann um kirkjusmíð, er átti að fara frain næsta vor, en Blokk að hafa umsýslu við það starf, sem yfirsmiður. Hann vann kappsamlega heima hjá sjer og kom iðuglega til Soffíu og Langa. Á brúðkaup sitt minntist hann aldrei einu orði og eigi heldur á það óefni, sem fjárfar Langa var í komið. Hinn geigvænlegi eindagi í desember tók nú mjög að nálg- ast, enda kom og bráðum sá dagur, þá er kvíðinn reyndist sann- spár og þraut allar vonir. þá bárust Langa með póstinum þau hin ógleðilegu tíðindi, að engra bóta væri að vænta af eptirlátn- um eigurn hins strokna bæjargreifa fyrir föðurarf Emilíu, sem var í fyrstu allmikið fje, en nú eyddur. Með sama pósti kom brjef frá skiptadómendunum. Langi braut það upp síðast brjefa sinna með skjálfandi hendi. En honum brá í brún, er hann tók þar innan úr kvittanarbrjef fyrir því, að þegar væri greitt það lánsfje , sem Bækidalsgarður stóð í veði fyrir. Langi og Emilía sáu nú að þeim hafði verið hjálpað án vit- undar þeirra og vilja. |>au þurftu engum getum um ‘það að leiða, 10

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.