Norðlingur - 27.03.1877, Blaðsíða 1

Norðlingur - 27.03.1877, Blaðsíða 1
Kemur út 2—3 á mánuði, 30 blöð als um árið. þriðjndag 27. Marz. Kostar 3 kránur árg. (erlendis 4 kr.) stöK nr. 20 aura. 1877. UPPÁSTUNGA. um stofnun þjóðskóla á Norðurla’ndi. (Framhald). þar það í erindisbréíi nefndarinnar er tekið fram, sem eitt af ætlunarverkum liennar, «að taka til yíirvegunar, sér í lagi kostnaðinn við stofnun nýrra (einkum gagnfræðis- o: real)skóla», vill nefndin þó ekki skorast undan því, oð reyna til að fara þessari spurningu svo nærri sem kostur er á. Einn nefndarmanna heflr í þessu skyni ráðfært sig við 2 vana og duglega húsasmiði hér syðra, og eru þeir, með hlíðsjón til þess oss léða uppdráttar af Möðru- vallahúsi og því sem húsabyggingar vanalega kosta í og í kringum Reykjavík, á þeirri skoðun, að endurreisn Möðruvallastofu í sinni fyrverandi mynd, með kvisti þaki, og ofnum o. s. frv., ekki þurfi, að meðtöldum aðflutningskostnaði að kosta meira en frá 10,000 til 12,000 krónur auk þeirrar upphæðar, sem þegar er veilt í fjárlög- unum 1876—77, eða í alt 20,000- 22,000 kr. Gæti þá bæði skól- inn sjálí'ur haft einn stóran eða 2 minni kenslusali, skólastjóri og annar kennari, annar 4—5, en hinn 3—4 herbergi niðri, en þriðji kennari og Íærisveinar nægilegt húsrúm, hinn fyr nefndi á kvistin- um og sveinar svefnhús þar í nánd, eins og líka bókastofu. Yið- unandi klefum mætti einnig koma fyrir á loptinu handa vinnuhjú- um; el’ þess þyrfti á þeim stað, sem að sögn fylgja nægileg íslenzk jarðarhús. Nær getur nefndin að svo stöddu ekki komizt, og þó að þessi áætlun ef til vill, sö nokkuð of lág, þá er það engin frá- gangssök þó meira fé gengi til, þar sem um annað eins fyrirtæki og þetta er að ræða. Enn fremur ætlast nefndin til, að skólastjóri, auk liúsnæðis og ábýlis kauplaust, fái 2000 kr. í árleg laun, að annar kennari, auk húsnæðis, hafi sömu laun en engin jarðar afnot, og að þriðji kenn- ari, auk húsnæðis, fái 1500 kr. árlega. Nefndin stingur framvegis upp á, að 2 ölmusur séu veittar handa lærisveinum skólans livor upp á 200 kr., en skipta má til heiminga eða fjórðunga eptir þörf- um og ástæðum. Enn fremur er svo til ætlazt, að 300 kr. sé varið á ári hverju til bóka og verkfæra, en einu sinni fyrir öll mun nauð- synlegl að ætla 2000 kr. til þessara þarfa, þegar skólinn hefst. Aptur á móti ætlast nefndin til, að skólastjóri ókeypis sjái um ræstun og lýsing lestrar- og svefnherbergja, einnig hafi áhyrgð á meðferð jarðarinnar, sem hann ætti að taka við og cinnig skila af sér með réttri og reglulegri úttekt. Með þessu fyrirkomulagi. mundi kostnaðurinn við búfræðis- skóla á Möðruvöllum verða þessi: A. Kostnaður einu-sinni fyrir öll. 1. Endurreisn hússins (með ofnum og svo frv.) . . 22000 kr. 2. Til áhalda og bóka . . .. , . .__2000 — samtals 24000 — B. Kostnaður á ári hverju. a, laun embættismanna. 1. Skólastjóri (auk bújarðar og húsnæðis), . . . 2000 kr. 2. Annar kennari (auk húsnæðis) . , . . 2000 — 3. þriðji kennari (auk liúsnæðis) .... 1500 — samtals 5500 — b, önnur útgjöld. 1. Árlegt viöhald . 2. Til bóka og áhalda . 3. Til ljósa og eldiviðar 8. Tvær ölmusur á 200 kr. 400 — 300 — 400 — 400 — Als 7000 — Nefndin játar, að hún hefir ekki lagt ríflega í, en með spar- semi má þetta duga, og sé áhugi landsmanna á þvílíkri stofnun al- varlegur, mun þykja tilvinnandi að fá skólann, þó.ekki sö fyrirkomu- lag hans sem dýrast og glæsilegast að ytra áliti, ef séð er fyrir því verulega, nægri og nytsamri uppfræðingu, og sér í lagi góðum og nýtum kennurum. Nefndin hefir einmitt þess vegna sett laun kenn- aranna í hærra lagi að hún hefir augastað á mönnum, sem færir eru um að standa vel í sinni slöðu Iíensluna hefir nefndin eins og áður er á vikið, hugsað sér á þá leið, að vetrartímanum, frá haustnóttum til vordaga, sé eink- um varið til bóknáms. Er skólastjóra þá ætlað að taka að sér sumar þær kenslugreinir, sem lielzt gætu fallið úr sumarlangt; sömu- leiðis er svo til ætlazt, að hlé verði á kenslu hinna kennaranna um sjálfan heyskapartímann, að minsta kosti um túnaslátt en að skóla- stjóri þá, jafnframt vinnunni, verklega leiðbeini aveinum í þá stefnu, sem erfiðið sjálft hnígur að. Sjálfsagt þykir að skólaveran sé 2 ár og bekkir 2, einnig að pillar séu útskrifaðir úr þessum skóla, eins og annars er títt, og að opinber próf séu haldin, sér í lagi burtfararpróf, því þó lítið kunni að bjóðast þeim, sem skólann sækja, í aðra hönd, þegar það- an er horfið, þá er það samt bæði meðmæling yfir höfuð fyrir hinn unga mann, að hafa varið vel pundi sínu og tíma, enda geta ýms- ar stöður opnazt fyrir dugandismanninn, þegar fram líða stundir, sem tilvinnandi er að verðskulda, má þar bæði til nefna verkstjórn við vegabætur og brúargjörðir, uppmælingar á túnum og engjum, sléttanir og vatnsveitingar, en þó sér í lagi forstjórn búnaðarskóla, þegar þeir komast smámsaman á og fjölga í landinu. þessar bendingar um fyrirkomulag skólans álítur nefndin að svo komnu nægilegar, að því einu viðbættu, að eins og áherzlan í latínuskólanum er og á að vera á gömlu málunum, eins á í þess- um skóla búfræðin að vera í fyrirrúmi, en málin að undanskildri íslenzkunni, heldur mæta afganginum. Reglugjörð um skólann í Salvadora. (Úr dagbdk eptir þýzkan lækni). (Framh.). Hve undarlegt er ekki margt í heimi þeesum ? Hún hafli vis8ulega þekt menn, er bún bafti reynt aí hugrekki, sem meb undan- gengnu lífi 8|ru hafa getab ábyrgst henni, ab þeir mundu halda eiba þá er þeir ynnu henni. — þab hefbi verib óhætt ab vinna þess dýran eib, ab hún var ekki ábur búin ab veita neinutn vináltu sína, þvf hún myndi þ<5 jafnan hafa baft vantraust á þeim. — En hinura ókunna manni, sem benni var als óþektur, sem hún í fyrsta sinni sá fyrir fáum stundum, setn hún vissi ekki annab um, en ab bann í Columbres hafbi læknab bntfsting meb nokkrura dugnabi, honum trú- ir hún vib fyrstu samfundi fyrir öllu hinu óttalega launungarmáli lífs síns, vib hann segir bún: frelsib þér roig; og þab sem enn meiri undran veldur, bún gleymir kvöl sinni, hinu diinma dauba hugbobi sfnu, — og lítur meb fullu trausti til ókomna tímans, er bann lofar benni, ab hann skuli taka hana ab sér og ekki yfirgefa bana. þab var einkum þetta skyndilega útakmarkaba traust, sem fleygbi mér ab fótura hevnar, því von sd töfrabi mig ab gaddurinn skyldi þibna um hjarta mitt, sem snjórinn fyrir vorsólunni, ab eg skyldi finna mig ungan ab nýju, og hraustan til ab framkvæma hvaba þraut sem væri, en hjarta mitt svall af nýjum hugmóbi, þar scm eg dag- inn ábur ætlabi ab eg blyti ab miba alt bvab eg hugsabi ebur gjörbi vib hina köldu skynsemi. En nú ætla eg aptur ab hverfa ab sögu minni. Nokkrir dag- ar voru libnir frá því eg mætti el Sueco og gekk eg og leiddi Salva- doru fram og aptur um gangstigana í skemtigarbinum, þar sem Pepe Lopez hafbi mibab á hana biesukjaptinum f einu horninu, Vib vorum bæbi sokkin nibur í hugsanir okkar og höfbum varia talast vib. Loksins sleit hún sig frá hugsunum sfnum og hinum sæta draumahjúp sem vib gengum í; hún strauk hárib frá enninu, sem var skygnt sem raarmari og mælti: Erub þér ekkert kvíbafullur dt af burtveru raarquíans ? Eg veit ekki hvab eg á ab hugsa um bana, svarabi eg, og þrýsti um hönd hennar, mér finst þab alt vera gáta. þessi skyndilega ó- hjásneibanlega ferb til St. Jago de Compostella — án þess ab gefa sér ttma til ab kvebja mig og þab sömu nóttina, er vib höfbum átt saman -—. já, hvab á eg ab kalla þab — fræbaudi og skýrandi sam- ræbu. Ura hvab tölubu þib ? þér skuldib mér einlægt svar upp á spurningu þessa, sem eg optsinnis er búin að spyrja ybur. Eg þagbi; eg fann ab blóbib streymdi upp í kinnarnar á mér; því bverju átti eg ab svara, sannleikanum ? sýndi þab veglyndi ab heimta þegar í stab laun fyrir vernd þá er eg ætlabi ab veita hcnni? 139 140

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.