Norðlingur - 04.05.1877, Blaðsíða 2

Norðlingur - 04.05.1877, Blaðsíða 2
181 182 girni, með því að landeigendr vildu koma tíundarskyldunni afherð- um sér yfir á bak leiguliðum, og eins vildu sumir tíundartakendr einskis ímissa af fornum rðtti sínum, en gátu þó séð að aðrir bæri skarðan blut frá borði, og varð það enda hlutskifti konúngs eigi síðr en annarra manna og stofnana. Svo nú er hér á bætist, að þótt alþíng væri alsherjardómþíng og meðfram alsherjar-lögþ/ng, þá sjáum vér þó að landinu er oftlega, enda fram í lok 17. aldar, tvískift í löggjöfinni eftir bískupsdæmum, efbiskupar sátu eigi báðir, svo og lögmenn báðir í sinn stað, að lögdómum og lögsamþyktum Alþíngis. liér vil eg drepa á það eitt hvernig greiðsla jarðar- tíundar þokaðist smárnsaman frá landeigendum yfirá leiguliða. Á því getr enginn efi leikið að eigandi fjárins en eigi leigu- nautrinn átti að gjalda tíundina. Tíundarstatútan byrjar á þessum orðum: «þat er mælt í lögum hér at menn skulu tíunda fé sitt allir á landi hér lögtíund. þat er lögtíund at sá maðr skal gefa í5 áina eyri á tveim misserum, ef hann á tiu tigu fjár 6 álna aura». Sama segir alstaðar í statútunni. En nú var landinu þá skift í kirkjusóknir og í hreppa, svo sem enn er títt, og skyldu allirmenn gjalda hálfa tíund sína, þ e. presls og kirkjutíund, af öilum bæjum í sókninni, hverr til sinnar kirkju, hvort sem á bæjunum bjuggu landeigendr sjálfir eðr landsetar. Sama er og að segja um hrepp- ana. Nú er, sem vér vitum, oft svo ástatt að landeigendr búa ut- an sóknar og utan hrepps og enda í mikilli fjarlægð ; þar af leiddi að þeir hlutu að semja ví& landseta sinn eðr þá einhvern annan í sókninni eðr hreppnum um að inna fyrir sig tíundina af hendi, og lá þá næst að landsetinn gerði það gegn endrgjaldi í landskuldinni. Kristinréttr Árna biskups gjörir í rauninni hér á enga breytíng; hann segir aðeins, að ef þeir menn sé í Noregi eðr í öðrum lönd- um, er eignir eiga á íslandi, þá skuli það tíundast þar í sókn og hrepp er eignin liggr, hvort sem greiðir sá er jörð á eðr hinn er á býr, eðr sá er eigandi um býðr, og bætir svo því við, «en á þeim er lögleg heimta sem á jörðu býr», Héðanfrá var að- gangrinn að landsetanum ef landeigandi var sjálfr utanlands, og hiaut iandseti þá sjálfr að sjá sér fyrir endrgjaldinu hjá landeig- anda, og var því komið fyrir honum í sama horfið sem nú hefir verið að undanförnu með alþíngistollinn. Fóru menn nú að færa sig uppá skaftið, svo sem vottar skipun Gyrðs biskups 1854, er hann fyrirbýðr ábúendum í kirkjusóknum að Stað á Ölduhrygg og á Kolbeinstöðum, eftir þeirri grein í Kristinrétti: »en að þeim er lögleg heimta er á jörðu býr», að ílytja tíundargjaldið til prests og kirkju burt úr sóknunum til jarðareigendanna, enda sé þeim auðið »að lúka þeim leigu (jarðarleigu =* landskuld) því minni sem þeir lúka kirkjunum þetta góz (þ. e. tíundina) undir þeirra nafni». (Finns kkjus. II. 109. bls.). Eftir siðaskiftin, þá er tíund- arfrelsið skyldi aftekið, kom fram á leiksviðið fyrir alvöru sú spurn- íng, hverr greiða skyldi tíundina af jörðum þeim er áðr voru tí- undfrjálsar, hvort það skyldi biskup gera sem umráðamaður stóls- jarðanna, prestar sem umráðamenn staðakirkjujarðanna, konúngr sem eigandi sinna jarða og kirkjubændr sem eigendr sinna, eðr þá hvort smokka mætti tíundargjaldinu uppá landsetana. Landslögin skylduðu eigendrna að gjalda; en þeir sáu að hér var eigi um smá- lítið fé að ræða. Reyndar var nú, svo sem áðr er ávikið, eigi nema um preststíund og fátækra að tala. Ur þessu vandamáli leysti inura á Hólum er veitt mell Kgsbr. 29. marz 1560 kóngstíund í Eyafjarbar og Skagafjarbar sýslu skólanum tli framfæris. aiþíngi svo á dögum Odds biskups Einarssonar: »En fáist þess- ar jarðir (þ. e. kóngs og kirkna) ekki bygðar, þá færist ’aftr (= færist niðr) leiguburðr (= leigumáli) á þeim jörðum sem áðr voru fullbygðar; en sektalaust þó fram sé fært um þá tíund (þ. e. prests- tíund og fátækra) á þeim jörðum, sem lítt leigðar eru — "g hvort þessar jarðir eru ofieigðar eðr vanleigðar, það sé undir góðra manna virðíngu í hverri sveit — Skai sjálfr landsdrottinn gjalda þessar tíundir af þeim jörðum , sem áðr eru full-leigðar« (alþ- dómr 30. júní 1604). Sama segir í alþíngisdómi sumarið eftir. í dómi þessum er jafnt tekin fram skylda Iandeiganda að gjalda jarðartíundina, hvort sem hann gerði það sjálfr eðr léti iandseta sinn gera það gegn afslætti í landskuidinni, sem og réttr land- eiganda að fá fulla leigu eftir jörð sína, sé jörðin annars eigi úr sér gengin af náttúrunnar völdum (sbr. alþíngisúrsk. 4. júlí 1671). Iígsbr. 21. apríl 1619, bendir til þess að landeigandi eigi að greiða tíundina; en á alþíngi s. á. er svo að sjá sem lögréttumenn hafi misskilið konúngsbréf þetta svo, sem eigandi skyldi endilega inna sjáifr jarðartíundina af hendi, því þeir bera fyrir sig gegn bréfinu þau orð úr kristinrétti Árna biskups, »að tíund sé rétt heimt af þeim sem á jörðu býr«. þetta er og hártogun, því lögréttan vill gera þá lagagrein almenna er var alveg sérstakleg. Yandinn og með honum haitrið á báðar hliðar óx að alvöru, þá er Brynjólfr biskup afsagbi á alþíngi 1641 að greiða sjálfr preststíund af jörðum stað- arins í Skálholti. I þessum vaudræðum svöruðu lögmenn og lög- réttan að það skyldi standa til úrskurðar konúngs, »hvort það (þ. e. preststíundin) skyldi setjast uppá þá sem á kirkjunnar jörðum búa, eðr það (þ. e. preststíundin) skyldi korta landskuldina, og verði þeir prestarnir því samþykkir«. j>ví deilan var og um það, hvort lúka skyldi preststíund af kirkjujörðum (sbr. alþíngisúrsk. l.júlí 1647). Fyrir þessa sök voru engar tíundir greiddar af Skálholtsjörðum né öðrum kirkjujörðum í Sunnlendínga- og Austfirðíngafjórðúngi (sbr. Ilæstaréttardóm 1. nóvbr. 1842 og um ástæður þessa dóms sbr. rkbr. 18. maí 1843). En það er líklegt, að af því að Skálholts- staðr átti þá eigi nema einajörðí Vestfirðíngafjórðúngi, Skálholts- vík í Strandasýslu, þá hafi andmæli biskups eigi náð þangað, og því sé flestar kirkjnjarðir þar tíundaðar. Miklu liðugra gekk með tíundargjaldið af kóngsjörðunum í Skálholtsbiskupsdæmi. Svo segir í alþíngisályktun 8. júlí 1687 um allar fjórar tíundir af konúngsjörðum í Helgafelssveit, að tíundirn- ar sé að vísu rétt heimtar af jarðarábúanda; »en þar sem sann- reynast kann með skynsamra manna og kóngsvaldsins viröfngu, að jarðirnar kunni ei sannsýnilega að bera bæði t í un d a rgj a ldi ð, landskuldina og kvaðirnar, þá gangi fyrr aftr (= gangi niðr) landskuldar og kvaða upphæðin en tíundirnar, svo fátækum al- múga sé í engu, mót réttinum (þ. e. landslögum og rétti), ofþýngt». Enn er þá játað að landeigandi væri skyldr að gjalda tíundina, en landseti að inna hana af hendi. Sama kemr og fram í konúngsúrsk. 22. marz 1784 og 13. júní 1787, nema hvað tí- undarskylda eiganda (konúngs) verðr þar enn Ijósari, því konúngr kaus heldr að halda kvöðunum á jörðum sínum í Gullbríngu og Iíjósarsýslu en greiða aftr sjálfr allar tíundir. En í Yestflrðínga- fjórðúngi inna landsetarnir tíundina af hendi gegn afslætti í kvöð- unum og landskuldargreiðslunni, er þeir hafa ogjafnan fengið, sem og sanngjarnt er. Nú voru, sem fyr er sagt, stólsjarðirnar seldar með því tíundfrelsi er þær höfðu á söludegi, og þýðir það í raun Verið þér rólegur, beyri eg el Sueco segja, hún er skotin og líkami bennar liggur sundurmarinn neðan vib klettinn, Eg hljótabi upp I örvæntingu og misti alla mebvitund. * * * Eg vaknaði — — — eg leit upp döprum augum og sá þá hina mjóu og óhreinu hlibar á skipalokrekkju; eg var allur hristur og skekinn; og skildi það að eg væri kominn út á haf, og væri sjó- gangur mikill, Eg var öldungis búinn að gleyma öllu þvf, sem seinast hafði fyrir borib. Eg hafði brunaverk f höfbinu, allir limir minir voru aumir, en eg sofnati aptur í hugsunarleysi. Eg veit ekki hve lengi eg svaf, en eg vaknati vlð samtal, er eg heyrbi af hvert einasta orð; en augunum gat eg þó ekki litib upp. þab var tölub engelska Eg segi þab enn, kapteinnl þér þurfib ekki ab óttast neitt, sagb) rödd ein, og þekti eg þegar, ab þab var el Sueco, látib þér flytja okkur á báti í land og þá er þab mfn sök ab útvega hinum sjúka húsbónda mfnum hjúkinn þá sem hann þarfnast. Og ef eg verb spuríur um þessa tvo farþega, sem eg flyt á skipinu án þess ab hafa tekib þá á þab f nokkurri höfn, hverju á eg þá ab svara? spurbi hin röddiD. Fyrst og fremst getib þér nú svarab þvf, ab þab komi engum vib; en ef þér sjálfir viljib skýra betur frá því, þá þurfib þér ekki annab, en ab segja, ab þér hafib fiskab upp sérvitring einn ásamt mcb þjóni sínum í spæuska flóanum, sem hafbi vebjab um þab, ab hann skyldi BÍgla á báti frá Santander til Bordeaux yfir þveran öó- ann, og mundi hann hafa fcngib vebmálib borgab er hann sjálfur hefbi verib geymdur í kvib stórfiskanna,. ef þðr heföub ekki tekib þá upp og frelsab þá. Vib erum nú í Englandi og þar veröur þessari sögu trúab betur en á nokkrum öbrum stab. Já, þetta er nú altsaman gott og satt ab nokkru leyti, en eg vildi þó gjarnan vita — — — Fjandinn haíi ylur, kapteinn Grosvenorl og alla forvitnina í ybur. Ilvenær hefir þessi náttúra flogib f ytur. Eg er nú búinn ab þekkja ybur í mörg ár, og þér bafið márgsinnis fengib mér stranga út á reginhafi sem þér bafib flutt á skip í Englandi, án þess ab spyrja ab því, livað þeir hefbu inni ab halda, Eg eegi þab enn a& þab var eina björgin okkar, ab þér stýrbub okkur til bjálpar. Á skelinni sem vib vorum á hefbum vib ekki flotib stundu lengur, hún Iak eins og sokkur — bátekriflib, sem bann Antonio digri fékk okk- ur, ■— Og þab segi eg ybur satt berra kapteinn, ab þó eg verbi hundraía ára gamall, þá gleymi eg aldrei þeirri nótt. þér vlljib þá ekki segja mér, hver herran er, og hvernig hann er kominn út á sjó meb ybur á svo ónýtum báti meb lamib böfub og kúlu í handleggnum. Nú , látum þá svo vera, fyrst þér ekki viljib þab; eg er engin gömul kerling. sem þurfi ab vita alt, svo ab eg springi ekki af forvitni; þér hafib borgab mér betur en nokkur annar farþegi hmgab til; eg segi því „allriglu* l en eg ætlabi einungis

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.