Norðlingur - 04.05.1877, Qupperneq 4

Norðlingur - 04.05.1877, Qupperneq 4
185 186 bruni í Brooklyn 5. dag desembcrm. f>að alvikaðist þannig að það var verið að leika, og leikhúsið fult af fdlki, þá lagði, loga af gasljósi á olíumálað tjald á leiksviðinu; óðara læsti Ioginn sig um Ieiksviðið; fólkið varð frá sðr numið af ólta og ték að ryðjast út, en í troðningnum varð það hvað fyrir öðru, og komst þannig hvergi áfram, en eldurinn bálaði meir og meir. Að eins fáeinir sluppu út, en meir en 300 manns letu lífið. Að klukkustundu liðinni var hin stórkostlega og skrautlega bygging brunnin til ösku. Annað stórslys vildi til á járnbraut 29. desemberm., í ríkinu Obio. Gufuvagnalest gekk yfir b,rú á á sem beilir Ashtabula Creek; brúin þoldi ekki þungann heklur brotnaði niður, vagnarnir féllu á ísinn og brotnuðu snndur, og brutu ísinn frá sðr, ofnarnir i vögn- unum köstuðust til, og kveyktu frá sér, svo að vagnarnir stóðu í ljósum loga niðri í vatninu. Farþegjarnir í vögnunum sumpart lemstruðust lil bana eða druknuðu í ónni eða brunnu upp; rúm- lega 70 manns létu þar lífið, en örfáum varð bjargað. þetta or- sakaðist af fjarska miklu frosti þann dag, svo að járnið í brúnni varð svo stökt að það þoldi ekki þrýstinguna. Yeturinn hefir verið snjólílill hér í þessu ríki, en frosthörkur miklar um áramótin; í austurríkjunum þar á móti liofir fallið mlk- ill snjór og það svo, að gufuvagnar tepfust víða. Fljótið Alissi- sippi lagði suður í Louisiana og í Texas frusu skepnur í hel úti á víðavangi seint í desember. Hér í Minneapolis hefir í nokkra daga verið blíðviðri og sólskinshili um miðjan daginn, bvað lengi sem það kann að standa. Minneapolis 7. febr. 1877. Ilalldór Briem. S KÝ R S L A um framfarir búnaðarfélagsins í Svínavatnshreppi frá 1857—1876. Eins og kunnugt er af búnaðarritinu »IIúnvetningi» sem var prent- að á Akureyri 1857, og gefin út af jarðabótafélaginu í Svínavatns- og Bólslaðablíðarhreppum, starfaði félagið í sameiningu, að ýmsum jarðibótum eptir lögum þess, sem prentuð eru í sama ársriti bls. 16—22, og sést þar skýrsla yfir jarðabótavinnu félagsins árið 1857, ó bls. 24—25. En sökum þess að stjórn félagsins virtist hægra þá aðskildust félögin eptir þann tíma, og hélt jarðabótafélagið í Svínavatnshreppi áfram störfum sínum eptir sömu lögum þangað til 1864 að sú breyting var gjörð á lögum félagsins að hver félagsmaður var skyld- ur til að leggja í sjóð 1 rd. eður 2 kr. árlega, auk þess sem hann lofaði að vinna árlega að nytsömum jarðabótum ekki minna en 6 dagsverk á ábýlisjörðu sinni. Sjóðurinn var einkum ætlaður til að kaupa hentug jarðyrkjutól, til að úthluta sem verðlaunum til fé- lagsmanna fyrir dugnað og vandvirkni við jarðabætur, því eins og víðast á landi voru skorti menn nauðsynleg verkfæri lil jarðyrkju- starfa, úr þessu bættist nokkuð með því að um sama leyti fékk einn félagsmaður vor gefins verkfæri frá binu danska landbústjórnarfé- lagi, svo sem járnplóg, herfi, hestaskóflu, valtara og aktýi sem hafa síðan árlega verið brúkuð í félaginu og orðið því til ómetanlegs léttis og verkflýtis við túnasléttun. Fyrir árið 1842, áður enn fé- lag þetta var stofnað, höfðu engar jarðabætur verið unnar hér í Svínavatnshrepp, og átti því félagið erfitt uppdráttar með fyrsta, en nú er svo komið að flestir hreppsbúar unna félaginu og hafa fengið fasta sannfæringu fyrir nytsemi jarðabótanna, og þær séu það vissasta tii að auka búsæld hvers einstaks og sveilarfélagsins yfir liöfuð. Félag þetta hefir einkum lagt mesta stund á þúfnasléltun, af þvi flest tún f hreppnum voru meinþýfð, og einnig á framskurð i kringum tún og í mýrum, og á nokkrum stöðum vatnsveitingar á engi og á slöku stöðum túngarðnhleðslu með fl, og hefir þetta ver- ið viðurkent með því að 2 menn í félaginu fengu verðlaun fyrir jarðabætur af búnaðarfélagssjóði Húnavatssýslu árið 1875. Búnaðarfélag vort, eða stjórn þess, hefir séð að oss skorti næga þekkingu og vcrklega kunnáttu í jarðyrkjustörfum svo sem að þekkja jarðefni, beita haganlega verkfærum, mæla haila rneð II. og sjá hvað við á á hverjum stað til endurbóta, eptir jarðefnum, landslagi og öðrum kringumstæðum. þess vegna virtist oss mjög nauðsynlegt að útvega mann sem leiðbeint gæti í þessum efnum og láta ein- hvern læra búfræðislega jarðyrkju erlendis meðan eigi er kostur á þesskonar námi innanlands, og af því svo stóð á að vér áttum kost á Pétri Péturssyni í Sólheimum, sem hafði sérstaka löngun til að kynna sér og nema það er að jarðyrkju og búnaði lýtur erlend- is, og sem vér manna bezt álitum fallinn þar til, þá sóktum vér um styrk til téðrar ferðar, og þóknaðist landshöfðinganum yfir fs- landi að veita nefndum Pétri 200 kr. af Iandssjóði, og sigldi hann því til Noregs seinastl sumar til að nema þar á búnaðarskóla land- búnaðarfræði. Auk þess áðurnefnda styrks gaf framlarafélagið, er stofnað var í Svínavatnshreppi 1874téðuin Pétri 40 kr., og búnað- arfélag vort hefir heitið honum öðrum 40 kr. styrk, og gjörum vér oss von um meiri styrk úr landssjóði svo þessi efnilegi maður geli haldið áfram námi sínu, og bann geti orðið félagi voru og ættjörðu sinni til framfara þegar hann hefir lokið náminu. Á undanförn- um árum hefir félagið fengið nokkra jarðyrkjumenn til að starfa að því að plægja og íl , Björn Erlendsson, er andaðist á bezta aldri og Jakob Espólín, er flutlist til Vesturheims fyrir 3 árum, og liöfðu báðir þessir menq lært jarðyrkju hjá Jóni sál. Espólín eptir að hann kom úr utanferð sinni. Seinastl. sumar fékk félagið Ólaf Sveinsson jarðyrkjumann er starf'aði að ýmsum jarðabótum í Svínavatnshrepp og fl. stöðum, og var hann liinn nýtasti maður í ment sinni. í bóklegu tilliti hefir það mjög leiðbeint félagsmönnum, að hið danska landbústjórnarfélag í Danmörku, veitli því geflns um 40 bindi af þarflegum búfræðisbókum.— þess skal ennfremur getið, að sjóður félagsins gefur nú af sér í vöxtnm í ár 20 kr., og tillög frá félagsmönnum 30 kr. En vegna laga félagsins má eigi skerða höf- stól sjóðsins, en einuugis verja vöxtum til búnaðarframfara í hreppn- um, þess vegna hefir félag/ð eigi séð sér fært að kaupa jarðyrkju- vorkfæri til verðlaunaútbýtingar fyrri en síðastl. ár, að það keypti 8 slálskóflur og gaffal, sem það úthlutaði 9 félagsmönnum sem verðlaunum fyrir jarðabætu.r og hefir ásetning á því framvegis ept- ir kringumstæðum. Búnaðarfélag vort, sem þannig er orðið 34 ára gamalt, hefir auk þess sem áður er getið komið til vegar miklum jarðabótum, sem sjá má af 3. ári Reykjavíkurpóstsins, bls. 44., Norðra 9. blaði 1854, og sem áður er getið í llúnvetningi 1857, bls. 24—25. þó félag þetta hafi eigi á seinni tímum auglýst á prenti aðgjörðir sinar, heíir það þó haldið áf'ram ætlunarverki sínu, þannig hefir félagið samkvæmt skýrslu þeirri, er samin hefir verið yfir aðgjörðir þess, aðeins árið 1875 sléttað í túnum 4244 CJ faðma, og grafið 1591 faðma af skurðum til vatnsveitinga, og auk þeirra áðurnefndu jarðabóta hefir félagið eptir skýrslum þess slétl- að í túnum 36,213 O og grafið 7265 faðma af skurðum til vatns- veitinga, og hlaðið 1798 faðma af túngörðum; kálgarðar eru í rækt- un 8; grafnir 7 brunnar, bygðar 14 heyhlöður,.auk bæjar og penings- liúsa sem tekið hafa miklum framförum á þessum tíma, síðan fé- lagið hófst. Auk þessa er nú ótalin jarðabótavinna félagsins vorið og sumarið 1876 sem þá varð með meira móti. Hér við er at- hugandi að nokkrir íbúar hreppsins sem eru fálækir og leiguliðar, hafa ekki að mun getað gjört jarðabætur, og eru því hinar töldu jarðabætur mestar unnar af 18 búendum, og mismunandi eptir á- huga og kringumstæðum félagsinanna, og eru þess dæmi í félag- inu aö einstakir menn, hafa með jarðabótum auhið svo toðuana á ábýlisjörð sinni á nefndu tímabili, að nú fæst árlega 100 —150 hest- um meira af töðu, óg sýnir það að túnrækt í landi voru getur tek- ið miklum endurbótum, ef viija, fé og kunnáttu vantaði ekki, og «hið opinbera» vildi stuðia til þess með ýmsum uppörfandi kvötum, svo sem styrk til að nema landbúnaðarfæði, verðlaunaútbýtingum, og alþingi veitti meira fé en að undanförnu jarðyrkjunni til efling- ar. Sömuleiðis ættu landbúnaðarlög vor að innihalda ákvarðanir um aé engum jarðeiganda eða leiguliða héldist uppi að láta jarða- bætur, hvers kyns sem væru, eyðileggjast, heldur halda þeim við, og ætti það að vera ætlunarverk bygginganefndanna, sem stungið hefir verið uppá, að sjá um það, ásamt húsabyggingum með fl. Svínavatnshrepp dag 16. marzm. 1877. E. Pálmason. Auglýsingar. — þeir, sem vilja og þurfa, geta fengið hjá undirskrifuðum kvið- slitsbönd fyrir sjö krónur hvert. þorgrímur Johnsen. — Nálægt miéjum vetri fanst sunnarlega f fjörunni á Akureyri hvítnr léreptsstrangi, er eigandi má vitja á prentemi&ju Norðlings. Fjármark Jóhannesar Kristjánssonar á Hrafnagili í Eyjafiréi: sneitt fr. biti apt. bægra, tveir bitar aptan vinstra. .— Brennimark Jónasar Jónassonar á Möðrufelli: IX + IX. — þann 29. f. m. hafnaði sig hér verzlunarskip þeirra Guð- manns og Höpfners «Zampa», skipstjóri Ivrogmann, liafði það haft harða útivist, og hrakið frá Langanesi suður um land og kom svo vestan fyrir hingað. — 2. þ. m. kom hingað til áðurnefndra verzl- ana kaupskipið «Ægir», skipst. Kragh, eptir 15 daga fefð frá Höfn. Almennur friður erlendis, atvinnuskortur, baukahrun og heldur ilt í ári. — Sama stilling í veðri hér og afli hinn sami. Eigandi og ábyrgðarmaður: Sliapti «#Ó8epssoBi, cand. phil. Alcureyri 181T. Preutari: P- M. Strphdnsson.

x

Norðlingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.