Norðlingur - 25.05.1877, Blaðsíða 4

Norðlingur - 25.05.1877, Blaðsíða 4
200 210 og Suður Carolína. {>au voru talin fyrir Ilayes samkvæmt opin- berum skýrsium talnanefndanna í hverju ríkii.u fyrir sig, öðrum var ekki gaumur gefinn. |>að ræður að ðkindum, hvernig demo- krötum hafi líkað þetta. f>eir kváðust öornir ofurliði með svikum og rangindum og í hvert skipti seni eitt eður annað af vafa-ríkj- unum var lýst fyrir Hayes, iýsti öulltriiaþingið úrskurð svikanefnd- arinnar, sem það kallaði svo, ómerkan, en fðkk ekki að gjört. All- ur febrúarmán. gekk til þess. Hinir svæsnustu af demokrötum gjörðti ait sitt til að Mta fullnaðardóm nefndarinnar dragast fram yfir 4. marz, í þeirri von að þá yrði að kjósa að nýju, eu þeir sem ráðsettari voru af þeim flokki sögðu að þótt rangindum væri við þá beitt hefðu þeir enga heimild til að beita röngu í móti, svo að talningin gekk fram hindrunarlaust. 1. dag marzm. var seinasta rikið falið fyrir Hayes, þá var eins og ofviðrinu lysti fyrst verulega á. Týokkrir af demokrötum ruddu hörðustu álölum yfir gjörða- nefndina, kváðu brotin lög og rélt á þjóð o. s. frv. Loksins tókst forseta fulltrú.vþingsins (Randall) að kalla til reglu og hélt snjalla ræðu um, að úr því að það hefði einu sinni verið samþykt á þing- inu, að setja gjörðarnefnd í málinu, þá yrði menn að sætta sig við úrskurð heunar, og liét á alla góða menn að gæta sóma síns, þings og þjóðar. Síðan var gengið á sameiginlegan fund, ráðs og fulltrúaþings, stóð hann aila nóttina og kl. 4 um morguninn var öllu lokið og Hayes lýstur forseti og Wheeler varaforseli Banda- ríkja. Margvíslegir dómar hafa komið fram um gjörðanefndina, yfirhöfuð þykir luíri ekki tiafa farið rétt fram að hafna múlsgögnum demokrata skoðunarlaust, en hins vegar er þess að gæta, að hér var við svo flókið mál að eiga, að ef til vill hefði verið ómögulegt að komast að liinu sanna, ef hefði átt að elta ;öll atriöi málsins. Aðalatriðið var að ráða máliiiu sem fyrst .til lykta, hvor sem tign- ina hlyti Hayes eða Tilden. Allur landslýður fagnar því, að þessi rnálafiækja, sem svo óvænlega áhorfðist með, er nú heppilega á enda kljáð, þótt ýmsum æstum demokrötum fulli þungt að hafa orðið undir. 2. marz kom IJoyes til Washington og ógrynni manna safnaðist þar til að fagna lionum. 5. marz tók hann við forseta- dæminu. J>á voru mikil hátíðahöld í Washington, borgin var prýdd á skrautlegasta hált. Margar þúsundir manna fylgdu Hayes að þinghúsinu í skrúðgöngu með söng og hljóðfæraslætti. Síðan var gengið inn, og sæti skipuð. Grant liinn fráfarandi forseti afhenti Hayes forsetadænrið. Hayes tók á móti því og hélt ræðu. í henni mintist hann á hin helztu mál, sem þyrftu bráðra bóta, hversu á- ríðandi væri að koina reglu á í suðurríkjunum og öflugum innun- ríkissíjórnum, síðar á embættaskipanir, að embætti yrðu veítt eptir hæfilegleika og duguaði en ekki eptir stjórnlegum flokkum, eins og áður hefir átt sér stað, í þriðja lagi á fjárhagsmálið og lýsti hve á- ríðandi væri að koma peningagildi á fastan fót. í lok ræðu sinn- ar mintist hann á hina nýafstöðnu vafninga með forsetavalið. Hann segir það náttúrlegt að dómar manna séu misjafnir um úrskurð nefndarinnar, en hins vegar megi allir föðurlandsvinir fagna yfir, að málið hafi oröið friðsamlega á enda kljáð. Að síðustu heitir hann á þingmenn, dómara og alla góða borgara fjær og nær að vinna með sér að andlegum og verklegum framförum lands og þjóðar. Síðan helir llayes skipað nýtt ráðaneyti, í þvi sitja menn, sem reyndir eru að drengskap og dugnaöi, og eru þeir nú þegar teknir að starfa að umbótum í ýmsum greinum. í Suður Caro- h’nu og Louisiana stendur en við hið sama og fyr, að þar eru tvær stjórriir í hverju ríkinu fyrir sig. Eptir ýmsar ráðfærslur við ráð- gjafa sína og sendimenn frá þeim ríkjum hefir Hayes fyrir fám dögum senl nefnd manna til Louisianu undir forustu Wheeleis varaforseta til að ransaka málið og koma sættum á ef hægt er, en ríkisstjórana í Snður Carolínu heílr hann boðað á fund sinn í Washington. Tíðarfar hefir verið milt mjög allan febrúarmánuð, síðan harðn- aði aptrir nokkuð í marz, en nú hefir síðan hinn 20. verið blíðasta vorveður og varla sézt snjór á jörð. Fjöldi manna í þessu ríki er að búa sig til ferðar til gullnámanna í Black-Hills (Svarthólum) vestur í Dakota. Margir eru þegar farnir en fleiri eru í undirbún- ingi og skiptir það þúsundum. það má nærri geta að það er blandaður skríll margt hvað er þangað fer, enda fréttast opt morð- sögur þaðan og álilaup af Indíönum, en nú er í ráði að koma þar á reglubundinni stjórn. 25. dag marzm. var dauðadómi fullnægt á Mormonabiskupin- um Lee fyrir morð á veslurfórum í Mountain Meadon 1857. Á aftökustaðnum lýsti hann því yfir, að hann hefði einungis verið nauðugur verkfæri i höndum Brighams Youngs og annara Mormona- höföingja, sem nú létu þau hryðjuverk bitna á sér, er þeir sjálfir væru valdir að. Margt ófagurt hefir komizt upp um Mormona í þessu máli, sem hingað lil hefir verið hulið, og þetta er eitt hið harðasta högg sem yfir féiag þeirra hefir dunið, og hætt við að það eigi sér ekki langan aldur hér eptir. Frá Nýja-íslandi er að írélta góða tíð og vaxandi áhuga meðal landa vorra að vinna að framförum fyrir ókomna tímann. Yega- gjörðinni er að mestu lokið gegnum nýlenduna; bólan alveg af- staðin, úr henni dóu 90 als, mest börn og unglingar þaraf, 9 af af hinum eldri nýbýlingum. Landar hafa nú samið sér frjálsa stjórnarskrá, sem síðar verður lögð fyrir þingið í Ottawa til sam- þyktar. Enn fremur hafa þeir stofnað félag i þeim lilgangi að halda úti blaði löndum hér til mentunar og fróðleiks. Blaðið skal heita Framfari og mun byrja að koma út í næsta mánuði. Nú vinna menn þar í óða önn að því að höggva skóg til húsaviðar og ryðja lönd sín og búa undir sáningu í vor. Minneapolis 30. dag marzm. 1877. Haldór Briem. — BRÉF ráðgjafans fyrir ísland til landshöfðingja um pen- ingabreytinguna. — Eptir að fjárhagsstjórn ríkisins liafði verið sent þóknanlegt bréf yðar, herra landshöfðingi frá 27. október f. á., hefir ráðgjafinn fengið vísbendingu frá nefndri stjórn um, að hún sé fyrir það sem frá sé ský/t í bié.fi yðar, fús á að veita viðtöku í aðalfjárhirzlu ríkisins hinum eldri peningum þeim, er getur um í tilsk. frá 17. marz f. á., er sendir yrðu hingað úr jarðabókarsjóði íslands eigi síðar en með síðustu ferð póstgufuskipsins frá íslandi á þessu ári, í skiptum fyrir nýja peninga. þetta lætur ráðgjafmn eigi undan falla aðtjáyður, herra lands- höfðingi, til þóknanlegrar leiðbeiningar og birtingar. — AUGLÝSING um innköllun skildingapóstmerkja. Samkvæmt bréfi ráðgjafans f'yrir ísland frá 7. desember f. á., eru með þess- ari auglýsingu hin eldri íslenzku ríkismyntar-póstmerki (skildinga- póstmerki) innkölluð með misseris fyrirvara, og verða þann tíma lát- in í skiptum fyrir þau ný krónumyntar-póstmerki (aura-póstmerki) á viökomandi póstslöðvum. Að misseri liðnu skulu öll þau skildinga-póstmerki, er ekki hafa verið innleyst, vera ógild og ónýt. Landshöfðinginn yfir íslandi, Reykjavík 27. marz 1877. Ililmar Finsen. Jón Jónsson. FRÉTTIR. — Síra Arnljótur Ólafsson að Bægisá er koslnnþing- maður fyrir Norðurmúlasýslu með miklum atkvæða fjölda, — Sunnanpóstur kom loksins hingað 21. þ. m., sagði hann ó- færð og vatnavexti hafa soinkað mjög ferð cinni. Viðdvöl liafðí hann haft skamma í Rvík því póstskipið sem nú er, Og »ValdÍ- mar« heitir, hafði verið fljótt i förum. Póstur sagði bágindin sömu syðra, aflalitið, nema á fáum stöðum, og það mjög misjafnt. Skip- skaðar höfðu orðið miklir og nokkur erlend skip farizt alveg, en fjöldi útlendra fiskiskipa laskast. Um páskaleytið höfðu þar geng- ið harðviður eins og hér, en nú kominn fyrir nokkru góður bati. Af kláðamálinu er ilt eitt að frétta; hver hendin uppi á móti ann- ari, ber það annar aptur sem haugalygi, er hinn segir heilagan sannleika, en kláðagrunað ekki óviða þar syðra af lögreglustjóra og skoðunarmönnum, en aptur hafa bændur borið það fastlega til baka, og jafnvel hinir lærðu læknar sannað sögu þeirra, að minsta kosti á einum stað. — Póslur sannar sögu þá er hingað barst með fskipst. Nielsen á gránufélagsskipinu frá Englandi, að Rússar hafi sagt Tyrkjum stríð á bendur og telja menn all líklegt að Persar, Svartfellingar og jafnvel Grikkir muni veita Rússum. Ætla menn að hin stúrveldi álfu vorrar muni silja hjá, að minsta kosti fyrst um sinn. Bis- marck, hinn nafnfrægi ráðgjafi Vilhjálms keisara heíir fengið 4. mánaða hvíld frá einbættisstörfum sínum. — þareð ekki gekk saman með fiokkunum á ríkisdegi Dana um fjárlögin, þá hefir kon- ungur vor eptir tillögum ráðgjafanna gefið út fjárlög ríkisinsog una vinstrimenn þessu öllu saman stórilla, og horfir til hinnar verstu illdeilu með flokkunum. — Á annan í Hvílasunnu e. m. var að Esihóli haldinn fundur af kosnurn mönnum úr 3 hreppum (Hrafnagils, Öngulstaða og Saurbæjar) til þess að ræða um skattamálið, komst fundurinn ept- ir nokkrar umræður að líkri niðurstöðu og fundurinn á Laugalandi, sem auglýstur er í 25. tbl. Norðl., hefir skattamáls n e f n d i n á öllum þeim fundum er hér hafa verið haldnir ekki fengið fleiri en hæst 2 atkvæði með sínu máli um lausafjárskatlinn, en víðast eitt og sumstaðar ekkert. — Ilúnavatnssýsla veitt Lárusi Blöndal Dalasýslumanni; Eggert Briem er veitingu tékk fyrir henni í haust, leyl't að sitja kyrrum í Skagaljarðarsýslu, eptir ósk hans. Auglýsing. Almennur prentsmiðjufundur verður haldinn á Akureyri 6. dag næstkomandi júnímánaðar. í umboði prentsraiðjunefndarinnar. þorgrímur Johnsen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Skajkti «4se|»ssoi», cand. phil. Akureyii 1877. Pmulari: B- Aí. 5 t ep h á n s s o /*.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.