Norðlingur - 13.07.1877, Blaðsíða 2

Norðlingur - 13.07.1877, Blaðsíða 2
11 12 lengi hefir verið forvígismaður vinstri- en nú er lálinn Ilansen er manna og getið er hðr áður í blaðinu að uppvís hafi orðið að óráð- vandri meðferð á almenningsfð, og cigi er örgrant um, aö.fleirisðu foringjar vinstrimanna grunaðir um sðrplægni. Rússar voru ókomnir suður yfir Dóná en húnir að dragaaltlið sitt, vistir og hernaðarföng fast að ánni, og var á hverri slundu búizt við höfnð atrennu til að komast yfir um. l’að var skipzt skotum yfir ána öðru hvoru, en mannfall orðið hvorugu megin að nokkrum mun. Engin efi þykir á því að Rússum muni takast að komast suður yflr, þegar þeir ætla sðr, en eigi öðruvísi en með miklu manntjóni. í Asíu höfðu og engin atkvæða-tíðindi orðið frá því er síðast fréttist. Rússar voru búnir að draga megnið af liði sínu sam- an í um sát um Iíars, kastalaborg allmikla í Armeníu austarlega og aðal varnarstöðvar Tyrkja, og var talið óefað, að hún ynnist innan skamms. Rússar fara að engu óðlega, og varast mest að stofua ser i nokkurn voða, en vinst það sem þeim vinst. í Montenegro var barizt af kappi, og vanst hvorugum á til muna. Serbar eru fyrir ntan ófriðinn enn, í orði kveðnu, og eins Grikkir, en Rúmenar bún- ir að steypa her sínum saman við lið Rússa, og jarl þeirra búinn að taka sðr konungs nafn. A Iírít hllt við uppreist. Með Bret- um ganga ófriðar-dylgjur talsverðar, og þykir sem lirugðizt geti til beggja vona með frið frá þeirra hálfu, þegar Rússar eru komnir suður yfir Dóná. þjóðverjar liafa sent flotadeild mikla suður í Mið- jarðarhaf, og lagt þar saman við ítali; en er Frakkar urðu þess vísari, beiddist stjórnin fjárveitingar hjá þinginu til að vlgbúa sinn flota sem fljótast. I’rakkland. þess var áðurgetið í Norðl., að í miðjum maí tók Mac Mahon forseti sér lil ráðaneytis hertogann af Broglie og nokkra hans nóta, stæka klerkasinna í stað Jules Simons og hans félaga, er honum þótti hallast of mjög að vinslrimönnum á þinginu. Síð- an frestaði hann þinghaldinu um mánnð. Og er þingið kom sam- an aptur 16. maí, lét hann bera það upp í öldungadeildinni, að fulltrúadeildin skyldi rofin, og efnt til nýrra kosninga. þjóðvalds- menn eru íáliðaðri en hinir í öldungadeildinni, og varð því meiri hluti alkvæða með forseta. En það gekk forseta til þessa tiltækis, að honum þótti fulltrúadeildin eigi nógu spaklát og leiðitöm sér og sínum vinum, klerkasinnum og einvaldsmönnum. En uggvænt þyk- ir, að kosningarnar takist nú svo, að þeim forseta og lians vinum hki betur, og þá verður síðari villan argari hinni fyrri, enda mæl- ist nú þegar hið versta fyrir öllu þessu atferli forseta. Borgarbruni. Ilinn 20. mai brann meira en helmingur af borginni St. John í Nýju-Brúnsvík í Yesturheimi, þar á meðal 12 kirkjur og 25 stórhýsi. Skaðinn er metinn 15,000,000 dollara. Um 15,000 manna urðu húsnæðislausir, og fjölda þeirra hélt við hungursdauða. FRá AMERÍKU. Fyrir hér um bil mánuði lagði eg af stað úr vetrarsetu minni i borginní Minneapolis í ríkinu Minnesota í Ameríku. Seint í gærkvöld kom eg fyrst í landsýn við ísland, á samastað og það seinast hvarf mér sjónum fyrir nærri einu ári, er eg lagði af stað af landi burt með flokki íslendinga, er flutti til að nema land og hefja bygð og bú í Ameríku. Marga mun fýsa að heyra hvernig landar uni við landaskiptin, og yfir höfuð hvernig þeim líði nú. Eg hefi þegar áður skrifaö af Nýja íslandi, hversu ferðin gekk mis- jafnlega, hversu skæð sótt dundi yfir nýlenduna í vetur og kipti burl 90 manns, og síðan frá framkvæmdum og framfaratilrannum landa, þegar þessi ófögnnður tók að renna af. Nú er komin á reglubundin nýlendustjórn með staðfestingu yfirstjórnainnar í Ottawa, og blaðið, sem heita átti »Framfari«, var um það bil að koma út, þegar eg lagði af stað 25. maí. Sigtryggur Jónasson, sem jafn- framt er þingráðsstjóri, er ritstjóri þess. þegar tók að lilýna í veðri (í marzm.) fóru landar að höggva skóg, ryðja lönd sín og koma sér upp betri húsum, lieldur en þau hreysi voru, sem þeir liölðu við að búa í velul, og sem meðal annars var orsök til veik- indanua. Undir miðjan aprílmán. tók ísinn að leysa af vatuinu, þá gátu landar betur farið að stunda fiskiveiðar en áður (í vetur var altaf ufli nokkur við Mikley, en var lítið sint végna veikindanna). Frá 25. apríl var mér skrifað að nokkuð aflist ineðfram vatninu, cinkum íramundan lækjarósum, og mikill afli sé í ísleudingafljóti, mcnn fái full net sín dag og nótt. Ekki er getið, hvaða fiskteg- und það sé helzt, en einkum mun það vera hvítfiskur. Eitt málefni, sem er mikið áhugaefni í nýlendunni er að koma á faslri safnaðaskipun og fá góðan prest. það mál hefir verið mikið rætt þessa seinustu mánuði. Komið liefir til orða að landi vor Páll þorláksson, sem er prestur Norðmanna í Shaw'ano County í Wisconsin, og sem nú er á ferð hér á landi, færi til nýlendunnar sem prestur landa, en það var alt óvfst enn. Ilins- vegar hafa landar óskað mjög eptirlandavorum Jóni presti Bjarna- syni, sem nú er ritstjóri við blaðið «Budstikken» i Minneapolis, en eins og auðvitað er vanlar mikið á að þeir geti goldið honum eins mikil laun og hann hefir nú fyrir ritstjórn sína. Eptir beiðnilanda sömdum við Jón frumvarp til kirkjulaga fyrir nýlenduna, en áður en eg fór af stað frá Minneapolis var ekki komin nein frétt um fullnaðarályktun í því efrii. Jón Bjarnason gjörði ráð fyrir að ferð- ast til nýlendunnar bráðlega, og þá verður kirkjumálinu ráðið til lykta, hver sem roálalokin verða, en Jón er svo bundinn við blaðið, að hann mun varla gcta farið alfarinn til nýlendunnar fyr en næsta ár. Eins og kunnugt er lifðu landar, sem vestur fluttu í fyrra sumar nær eingöngu á láni frá stjórninni, voru það 30—40,000 dollarar sem þeir íengu. Nú í vor lánaði stjórnin að nýju 25,000 doll. lil að kaupa fyrir lifandi peniug, útsæði og jarðyrkjuverk- færi. Meira geta menn ekki vænt að stjórnin láni enda er nú komið nokkuð, alt að því 70,000 doll. sem landar liafa rentulausa í 4 ár (3 ár hér frá) og síðan á lánið að borgast á 6 árum, á 10 árum als. þannig er löndum vorum búið í höndurnar til þess að stofna nýlendu, og nú kemur upp á þá sjálfa að leggja fram dug og dáð til að hafa sig áfram, og það ekki einungis svo að þeir liafi nóg fyrir sjálfa sig, heldur og tilaðgeta borgað stjórnarlánið smátt og smátt. Á leiðinni heim hitti eg innflutningsráðgjafann Mr. Lovve í borginni Kingston við Lavvrcnzfljót. Honum þótti mikið hafa þurft aö leggja til fslendinga, og meir en gjört helði verið ráð fyrir, en stjórnin hefði náttúrlega orðið að sjá fólkinu farborða. Alt að því 100,000 doll. hefði verið kostað til samtals, þar sem lierverði* var haldið uppi á vatni og landi umliverfis nýlenduna, til að varna útbreiðslu sýkinnar, og læknar setlir í nýlenduna, Lánið sagði hann, að ætlast væri til að nýlendumenn borguðu eptir því sem þeir gætu, harðara yrði ekki gengið eptir endurborgun þess. Ilætt er við að ýmsum verði erfitt um greiðsluna, því þótt landið sé frjóvsaml, skortir marga kunnáttu , dug og krapt til að nota kosli þess, en á hinn bóginn eru margir dugandi menn í nýlend- unni, sem sumpart liafa farið til Ameríku fyrir nokkrum árum, og lært þar akuryrkju og kynzt landsháttum, og þeir örfa hina áfram og kenna út frá sér. það er því vonandi að nýlendan komizt npp með tímanum og að landar sjái svo sóma sinn að þeir endurborgi lánsstyrkinn að svo miklu leyti, sem þeim aukast efni til. Ráð- gjafinn spurði mig síðan um álit mitt á landnáminu og nýlendunni, og það hef eg nú þegar látið í ljósi í bréfum mínum lieiin. Hon- um þótti óráðlegt að nokkrir flytti frá íslandi tii nýlendunnar þetta ár, heldur að bíða og lúta reynzluna sýna, hvernig nýlendan lán- aðist; enginn styrkur verður því veittur til vesturferða þetta ár. Að svo mæltu bað hann mig færa löndum mínum sem greiúileg- astar fréttir af nýlendunni, og síðan skildum við. í vor hafa flutt til nýlendunnar tveir landar sem áður hafa verið í Bandaríkjunum, nefnil. Ólafur snikkari þorkelsson frá Reykjavík og Árni Jónssou af Austurlaudi, auk þess nokkrir íslendingar frá To- ronto, sem eg liitti á heimleið minni í Duluth fyrir vestan Efra vatn, (Lake Superior). Um vesturfarir sem herra Krieger umboðmaður hefir boðið mönnum til nú í ár, get eg lilið sagt af eigin reynd. það er upp á það, að ganga í vist hjá bændum í Outario. Stjórnin í því hér- aði hefir skuldbundið sig til að sjá þeim íslendingum, sem koma vilja fyrir vist og vinnu. það er vitaskuld að þetta getur orðið skóli tii að læra akuryrkju og kynuast vinnubrögðum vestra og landsháttum fyrir þá, sem á annað borð ælla sér að flylja tilAme- ríku og seinna vilja koina í nýlenduna. En aptur á móti er þess eð gæta að vinnulaun hafa verið lág, bæði i Bandaríkjunum og Canada síðastliðin ár, og óvíst hvort þau verða hærri nú í ár, og auk þess inörgum erfiðleikum að mæta , fyrir menn sem koma í annað land, vankunnandi í málinu og ókunnugir landsháttum, þótt á þeim megi sigrast. En i þessu cfni verður hver að sjá ráð fyr- ir sér sjálfur, og fullkomið frelsi að eiga sér stað með vesturferð- ir sem önnur fyrirtæki. Haldór Briem. SJÓllETJAN. Kvæði þetta er miðað við siglingu skipstjóra Petersens fyrir llorn- stittndir í aprílm. 1876. Óttast hauður og haf, því að Ilræsvelgur forn kemur heimskauti norðlægu frá; hliknar svipfögur sól, dynur kafaldið kalt yfir klakað og hrímsollið strá. *) Uervurburiun BtOÍ) euui be8ar ®6 Or af stab, cu átti ab burttakast iunan EkammB.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.