Norðlingur - 15.11.1877, Blaðsíða 4

Norðlingur - 15.11.1877, Blaðsíða 4
05 9G IJYAÐ EITT SKADAR SEAI ER LAI OF. I 24—26 blaði þínu, Norðlingur iniun, er ritgjörö um vestur- lieimsfarir og er þar og útlegging af ritgjörð eptir Chrislensen, lióflega og skynsamlega samin, en fyrir og eptir er ritgjörð, sem vér vitum ekki hvað vðr eigum að segja um, livort hún sé frem- ur gjörð til að efla eður ríra, styrkja eða veikja vesturfarir. því þar fer höfundurinn svo hörðum og fúlum orðum um Sigtrygg Jónasson, llkt og hann þekti hjórtun og nýrun, líkt og hann vœri sá er dæma skyldi. þessi óþörfu og gífurlegu orð geta ekki vakið annað hjá þeim sem lesa þau, en cinhverja hugsun á þessa leið: annaðhvort er sá sem ritar svona í sannana þroti, eða það er orðhákur sem eigi er svaraverður. Hvað hefir nú Sigtryggur gjört sem gefi höf. leyfi til að líkja honum við Júdas, drottins svikara, eða Heródes barnamorðingja, og segja jafnvel að Ileródes hafi farið betur með ráð sitt. Yér setjum — þó vér vitum það ekki — að Sigtryggur hafi livatt menn til vesturferða. Eru nú þetla dæmafá undur? Hafa ekki mímargir gjört slíkt hið sama. J>orir höf. að kalla alla þá t r stult liafa að mannflutningum til Yesturheims, landráðamenu, svikara og manndrápara. þorir hann að kallaJón Ólafsson á Æsu- stöðum, agent útflútnings sinna, þessum nöfnum, Krieger o. fl. ]>orir liann að vefengja föðurlandsást hins góðfræga mentamanns, nlþingis- og dannebrm. Einars Asmundssonar í Nesi? En varliann þó ekki sá fyrsU er lðt rita hjá sér og safnaði, nöfnum vestur- fara? og að því er goði þingeyinga eittsinn sagði, hvatti til vest- urfara. Nei, höf. þorir ekki að standa við þetta og getur það ekki lieldur. J>ví fyrsl Jiarf hann að sacna að Siglryggur og aðrirgjöri þetta gagnvart sannfæringu sinni og samvizku, og það mun hann trunðlega gela með röttum gögnum og sönnunum, því hjörtun og nýrun þekkir höf. ekki. Eða ú að kenna Sigtryggi, að ferðin gekk ógreiðlega, sem vér reyndar ckki vitum með l'ullum rökum. Ilefir höf. sannanir fyrir að Sigtryggur hafi ckki gjört hvað í hans valdi stóð til að greiða lörina. En höf. virðist kenna Sigtryggi barnadauðann cða manndauð- ann og segir »hann einan sekan um alt það saklaust blóð er uthelt heflr verið í þessari eptirminnilegu vesturför«. Getur nú nokkur skynsöm vera tekið svona ósvífið og ósanngjarulega til orða? hver dauðlegur n>aður fær vurnað sjúkdómum? hver vanmátt- ugur maður gat varnað því, að einhver vesturfarinn keypti föt af bólusjúkum manni 1 Treystir höf. sér til að sjá það á fötunum hvort þau eru af sóttveikum eða heilum manni? Vér þorum að fullyröa að hann er ekki fær um það, hitt iátum vér ósagt livort haun treystir sér lil þess eða ekki. Að Sigtr. hafi verið skaðlegri en aðrir agentar látum vér liggja á milli hluta, vér vittim ekki í hverju það er fólgið. Hitt segjum vér, að það er sönnun fyrir því, að Sigtr. hefir ekki breytt gegn sannfæringu sinni fyrst hann fór sjálfur með konu sína og vildar- vini, því þann köllum vér ekki illviljaðan, sem ætíð velur öðrum það sama og sjálfum sér. Vér sem ritum línur þessar, erum þó og höfum jafnan verið á móli úlflutningum lil Vesturheims; en eins og vér viljum ekki láta iíkja oss við Júdas fyrir þetta álit vort, né segja að vér verð- um sekír um saklaust blóö sem úthell kann að verða, ef hung- nrsneyð — líkt og 1784 — kæmi á gamla íslandi, þannig viljum vér ekki ræna þá sem eru á gagnstæðri skoðun öllum heiðri og þvt Bíður dæma þá fyrir tímann, því það cr tíminn og sagan sem getur skorið og á að skera úr þrætum þcssum. Folst höf. á rithátt séra Jóns Bjarnasonar í 37.—38. blaði Nf., þykir honum það rétt, meðai margs annars ófagurs er þar er á borð borið, að setja aJJnngismennina í gapastokk fyrir það, þó þeir séu ekki á hans máli, eða væri rétt að kalla þá Júdasa og Heródesa lyrir það, þó kláða- og launalögin hefði mistekist? eða æltu þeir flokkar sem nú hafa ólikar skoðanir á skatlamálinu, að bannfæra hvorir aðra, í staðinn fyrir að þokast nær hvorir öðrum með skyn- samlegunt ransóknum og ályktunum? l'áfinn eiDn otar þessum bannfæringarskeytum en þau hrífa ekki á vorum tímum ; eins fer með þessi gífurmœli, skæting og skammir, j>ær hrína á þeim er þeim beitir, en að beita slíkum vopnum er alveg ósæmandi mcntuðum mönnum, er eiga að leita sannlcikans með skynseminni. Er ekki mál tii komið að menn aðgreini málefnið frá mann- inum og segi ólit sitt og skoðaDÍr með skynsemi, en ekki skömmum. U endingu getum vér þess, að eins og vér áiítum engan vest- urfara framar íslending meðan hann er í Vesturbeimi, og álítum þvi skakt og raDgt að fylla blöð vor með 6kæting um þá, eins vild- um vér kjósa að fyrverandi landar vorir, sem nú eru í Ameríku, létu oss hlutlausa og afskiptalausa, þvf eins og vér höfum nóg með að liugsa um oss sem kúrum kyrrir heima, þannig munu þeir, úr því þeir sögðust úr lögum og landsvist með oss, hafa nógu öðru að sinna þar sem þeir nú eru niður komnir. J>essa kveðju biðj- um vér Norðling að færa bæði J. S. og scra Jóni Bjarnasyni. 3—1. VÖRUVÖNDUN. Kaupstjóri Gránuföl. hefir á fundum félagsins hvað eptir annað brýnt fyrir mönnum hér á landi hina miklu nauðsyn á meiri vöruvöndun yfir höfuð og tekið skýrt fram iiver afdrifin yrðu ef nienn gildu eigi varhuga við í líma og hefir þetta verið brýnt fyrir mönnum fyrir löngu í Norðlingi. — Nú auglýsa allir fjórir kaup- mennirnir hér á staðnum þannig: »Er nú ráð vorhog fast samkomu- lag að kaupa eigi nema mjög vandaða og vel unna tvinnabands- heilsokka sem þvegnir og þurrir eru minst J pund að þyngd og munum vér jafnvel þótt það sé mjög tvísýnt að vér fáum það fyrir þá aptur, alt til nýárs komanda gefa fyrir þá 66 aura fyrir parið; en tii þess að stuðta til þess að sokkar eigi verði léttari en vér hér tilgreiudum, munum vér gefa nokkuð hetur fyrir þá, sem lóð- inu eru þyugri, en léttari sokka en 16 lóð tökum vér als ekki. Ilálfsokka og vetlinga viljum vér ráða mönnum frá að húa til að sinni, og vaðmál tökum vér als ekki framvegiso. FEGURD OG FÖLNUN BLÓMANNA. Sólheiða kvöldið sutnar blíða, sat eg í blóma þókturn lund, fagurt leit skrautið í'jaHahliða, fanst mér þá engin sælli stund verið gæti í heimi hér, hún svo margbreytta skemtun lér. Fjals-bunu-lækjar fagur niður frábæra skemtun auka vann, þar næst söngt'ugla sætur kliður og suðandi loss í gljúi'ri rann, og ótal fögur aldin blóm ástar þar kváðu snjöllum róm. Hlýddi’ eg á ástar óminn sæta aleinn um kvöldsins þóglu stund, sorga kiljan ei gjöröi græta, glaður því var, og iiress < lund, og hóf svo tal við hlóinin blið scm blikuðu’ í grænni dalahlíð. Ó þú mín fjólan fagurbláa, fagnandi þig eg greipti mund, mér unun veitti ekki smáa, eg þegar reis af værum biund, að sjá þig skrýdda’ í geisla glans og grátperlum fögrum daggarrans. Á Garðarshólma flötum fríðu fegra má ekkerl blómið sjá, líkt er sem ástar brosin blíðu blöðunum fögru sprikli á er gullbjartan sendir geisla krans gleðirik sói um brautir lands. Óðfluga tíminn áfram liður, eins var um þessa sumarstund, því rósa-kransinn röðulfriður og reirinn bliknaði skjótt á grund, þegar að kulda kiljan hörð hvítum sveipaði hjúpi jörð. Reikaði’ eg einn um auða sali, um þenkjandi hin fögru blóm, sem fyr með ástar helgu hjali böfðu mér skemt og snjöllum róm, en ekkert þeirra eg þar fann, angráður síðan mæla vann: »Nú ertu falin, fjólan bláa, í fjallahlíð und hvítri mjöll, því fanga’ eg unun yfrið smáa opt þó að reiki um blómstravöll, því alt er þögult, alt er hljótt og eilíf dauðans ríkir nótt. |>ó vaknar aptur vonin blíða við þá liugsun i brjósti mér, að þegar vorið fagra’ og fríða færist oss nær, og blómgun lér öllu sem dauðans dái f dvaldi, það lilnar upp á ný«. Magnús. ,8 n 6 t“ er til sölu h)á verzlunatstjóra Eeeert Laxdal. Eigandi og ábyrgðarmaður: Skaptl Jtisepsson, eand. phil. Akureytí 1877. Prentari: B, M. Stephdnaaon.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.