Norðlingur - 23.09.1878, Blaðsíða 3

Norðlingur - 23.09.1878, Blaðsíða 3
29 30 boðin r&ttarmeövitund þinni*, nö tilgangi þínum, sem sé: að gæla alþýðuréttar. Máske þú hatir gjört það til þess að við gætum séð hvar hættuna ber að hendi, og þessvegna gengið á vörð á mó'.i henni, jæja, eg ætla þá að trúa því, og þess vegna faraumþennan áminsta kafla fáeinum orðum. Iíafli þessi byrjar þannig: «Sem nú var sagt, bygði nefndin á því sem aðalreglu, að landsdrottinn og leiðuliði nytu ágóða jarðarinnar að helmingi hvor, og því virtist henni rétt að þeir tækju jöfnum höndum þátt í þeim kostnaði til jarðarinnar sem upp á kann að falia». þetta er nú sjálfsagt gott og rétt, og að allra skapi sem unna jafnrélti, en bíð- um við ekki er alt búið enn, þvi síðar í ritgjörðarkafla þessum, kemur skoðun höf. á því, hvernig landsdrottinn og leiguliði skuli hver fyrir sig leggja fé til jarðabútanna, sú setning byrjar þannig: »Hér er því að eins að ræða um hinar eiginlegu jarðabætur svo sem vatnsveitingar af engi og á (ekki túni), þúfnasléttun, túnrækt og girðingar o. 11. Ilver þessi jarðabót heflr sína tvo gjörendur efni og verk o. s. frv». Eg ætla nú lauslega að bera þetta sam- an í hverri tegund jarðabótanna fyrir sig. Tillag landsdrottins til vatnsveitinga er þá fyrst vatnið, annað efni það sem þurfa kann í stíflugarða (torf og grjdt), og þriðja lóð sú er hinn nýji farvegur vatnsins tekur upp. Nú er það auðsjáanlegt, að þetta er alt sannar leg eign landsdrottins, en engu að síður, verður að gæta hins að þetta þrent fylgir jörðinni í leigusamningnum til leiguliða og þegar hann geldur eptir jörðina geldur hann líka eptir þetta, og þegar hann liefir heímild til að nota jörðina, hefir hann heimild til að nota þetta, landsdrottinn getur því ekki reiknað leiguliða þetta sérstak- lega; þetta vil eg leitast við að sanna með einu dæmi, og tek eg þá til jörð sem leigð er fyrir 120 álnir, nú vinna 4 karlmenn í 6 daga að vatnsveitingum á ári á jörðinni, og dagsverkið á 5 álnir == 120 álnum, og er þá landskuldin fallin, eða með öðrum orðum: lands- drottinn hefir tekið 120 álnar virði af því sem hann hafði leigt leiguliða og lagt til jarðabótanna frá sér á móts við lillag leiguliða jörðin er því 120 álnum minni eða verri en hún áður var, og er þá sanngjarnt að eptirgjaidið lækki um þær 120 alnir. Nú munu menn segja: «þetta nær engri átt, leiguliðinn getur aldrei liðið svona mikinn halla af að missa þetta, sem þarf til vatnsveitinganna, og þar fyrir utan, uppsker hann það margfald- lega í afrakstri jarðarinnar», en ef lelguliði hefir ekki mist þetta, liverja heimild hefir landsdrottinn þá tii að setja það svona hátt, þegar hann virðir það á móti verki leiguliða viðvikjandi arðinum, skal eg hér við þessa tegund jarðabótanna, í eitt skipti fyrir öll geta þess að í fyrsta máta er mér óskiljanlegt að landsdrottinn hafi rétt til að segja við leiguliða um nýjan, óvissan og óséðan arð: »eg ætla að borga þér annaðhvort dagsverk skylduvinuunnar og þarua eru peningarnir! !» Nei, ókunn, óséð og óviss gæði, sem enginn hefir áður átt, verða ekki reiknuð til peninga. í öðru lagi getur svo farið að leiguliða leiðist að bíöa eptir arðinum og ann- aðhvort þess vegna eða og af einhverjum öðrum ástæðum flytji hurt og er þá mjög ósanngjarnt að hann fái ekkert að launum, fyrir mikið og þarft verk, sem ef til viil er næstum til lykta leitt, og annar getur tekið arðinn af með litlum kostnaði; og þó ekki fari þannig, þá er hitt víst, að leiguliði getur dáið frá konu, og máske ungum börnum félausum, þar sem hann hafði eitt peningum sín- um í jarðabætur (timinn er peningar), því eg er trauður að trúa, að höf. hafi í 15j ára ábúðinni hitt það tímabil sem væri úhult fyrir dauðanum, enda þótt hann telji sem aðalgalla á lífslíðarábúð- inni að hún sé allra ábúða fallvöltust. þúfnasléttun er hið annað atriði skylduvinnunnar, og má fuli- yrða að jafn þörf sem hún er, jafn ósanngjarnt er að nokkur lög heimti hana af leiguliða endurgjaldslaust, því til hennar leggur landsdrottiun ekkert efni, svo felst í henni afarmikill ójöfnuður þar sem sum tún eru frá náttúrunnar hendi rennslétt, en á öðr- um er varla hægt að fá eitt flekkstæði, er þá auðséð að sá sem hýr á jörð með þýfðu túni, er skyldaður til að vinna mörg dags- verk á ári, fram yfir hinn sem býr á jörð með sléttu túni. þetta á sér líka stað við vatnsveitingar. Túnrækt er nokkuð annars eðlis því hún er, og hefir verið um margar aldir, lifsskilyrði leiguliða, enda ber hún svo fljótan arð, að leiguliði getur sjaldan farið á mis við hann, í annan stað sannar reynslan að bændur telja hana skyidu sína, og er hún þannig sam- vaxinn réttarmeðvitund þeirra. Girðingar eru aptur nokkru ósanngjarnari, túngarðar eru að vísu æskilegir, en þó má nokkurnveginn verja tún garðlaust, sé vak- að yfir þeim á nóttum, og til þess má nota ungling, en til að lilaða garðinn þarf fullkomna kallmenn; i öðru lagi tekur leiguliði arðinn af vökunum samsumars en getur flutt burt eða veiið dáinn áður enn garðurinn er búinn, en fyrri fást hans þó ekki full not. Eg þykist nú hafa látið í Jjósi meiningu mína og sannfæringu *) Málin eiga ejáifiiagt aí) skobast frá fleiri en eínni hlib. þab mnn ekyn- temi ug írjálarasbi höfoudarína leyfa. liitst. þessu efní, og skora því á alþýðu að taka til máls í blöðunum um þetta mál og segja meiningu sína, svo þingmenn hafi við eitt- hvað að styðjast í því efni, næst þegar þeir þurfa að fjalla um það, Eg skal annars leyfa mér að geta þess hér, að mér þykir al- þýða furðu afskiptalítii um mál sín og einkum um lögin, sem al- þingi er ætlað að semja; hún er þó ekki ofgóð til að segja mein- ingu sína, því þingmennirnir sem hún kýs og launar, verða að vita hvað hún vill, svo þeir geti orðið henni að skapi, eg ætla því að fara fáeinum orðum um lög yfir höfuð ef það kynni að geta vakið athygli alþýðu á þörf sinni og velferð. Allar þjóðir sem þekkja skapara sinn játa að vísu að hann ráði kjörum þeirra en þó jafnframt hafi búið þær út, með tveim aðalöflum sem ráði lífsstefnu þeirra; þessi tvö aðalöfl, eru skyn- semi og frjálsræði, skynsemin er nokkurskonar lög frjálsræðisins, hlýði nú frjálsræðið lögum þessum, cr tilgangi lífsins að miklu leyti náð, en óhlýðnist það þeim, truflast alt líf og öll regla hverfur; þetta liafa þjóðirnar fundið jafnvel þær sem ekki þektn skapara sinn, þær hafa því fyrir mörgum öldutu leytast við að finna og gjöra sér ljósar þær reglur er skynsemin selur frjálsræði þeirra eptir kring- umstæðum hverrar þjóðar fyrir sig. lleglur þessar koma fram í lögum hvers þjóðfélags, þess vegna segjum vér: hver sú þjóð er hefur sitt eðlilega frjálsræði hlýtur og að setja sér lög, og þessi lög hljóta að svara skynsemi hennar, eða með öðrum orðum, þau hljóta að svara því fullkomnunarstigi sem andi hennar er á, en undir fullkomleik laganna er að miklu leyti komið, hvað sæl þjóðin getur orði sem við þau býr, þetta hafa þjóðirnar einnig fundið, og því með ýmsum hætti leytast við að sameina krapta sína til að fá lögin sem fullkomnust. Stundum létu þær hina beztu og vitrustu menn sína semja sér lög sem þeir síðan álitu skyldu sína að hlýða, þannig samdi Sólon lög Aþenumanna og Lykurgus Spartverja, þann- ig sendu Rómverjar 10 menn til Grikklands er kyntu sér lög og helgisiði Grikkja en hurfu síðan heim aptur og sömdu eða löguðu lög og helgisiði sinnar þjóðar, og þannig samdi þorgeir Ljósvetn- ingagoði hin fyrstu kristnilög fyrir forfeður vora. Stundum voru lögin samin af alskonar mönnum, er ýmist þjóðin öll, eða nokkur hluti hennar valdi til þess, þessi aðferð er almennust nú á tímum* enda nýtur frjálsræðið sín þannig bezt samiiliða skynseminni. |>essa kjörnu menn köllum vér þingmenn og samkomur þeirra þing, vort eigið þing köllum vör alþing og þingmenn vora alþingismenn. Yér höfum nú í þessum mönnurn reynt til að sameina skynsemi vora til að setja frjálsræði voru reglur, eða með öðrum orðum reynt til að fá skynsamleg og frjálsleg lög; vér kjósum mennþessa(að und- anteknum hinum 6 konungkjörnu, sem að vorri hyggju eiga óeðli- legt sæti á þiuginu) og vér iaunum þeim, vér eigum því heimting, á að þeir vinni oss, vér eigum heimting á að þeir semji oss lög, og fulla heimting á að þessi lög séu skynsamleg og frjálsleg, heppnist þetta ekki, er það vottur þess að oss hafi ekki enn heppn- ast að sameina skynsemi voru og úr því verðum vér að bæta með nýrri tilraun og nýum kosningum, takist oss enn ekki að fá skyn- samleg og frjálsleg lög, er hætt við að sökin sé hjá oss, annaðhvort hirðum vér ekki um hverja menn við kjósum til þings, ellegar andi vor er á of lágu stigi, og enn ekki vaxinn frelsiuu eins og skyn- semin vill liafa það. |>etta alt þurfum vér vel að athuga, en til að geta dæmt um hvort lögin eru skynsamleg verðum vér að þekkja hver einkenni þnu þurfa að hafa til þess, vér skulum því reyna að gjöra oss það ljóst með vorri eigin skynsemi og reynslu, og sýna hvað þær kenna oss í því efni, en það er þetta: 1. Lögin verða að vera almenn, þan verða að ná yfir alla, engin undantekníng sem bygð er á metorðum, veldi eða stétt, má eiga sér stað, ekkert manngreinarálit, því annars kemur upp stétta- rigur og þjóðin verður sundurlynd. 2. þau verða að vera sanngjörn, þau mega aldrei leyfa einum það sem þau ekki leyfa öðrum nema sanngirnin krefji, aldrei banna það einum sem þau ekki banna öllum, nema réttlætið krefji, aldrei gjöra frelsið dýrara einum en öllum. 3. J>au verða að vera nákvæm, ekkert óákveðið, ekkert gleymt má liggja fyrir utan veldi þeirra, engin krókaleið má vera fyrir hrekkjamanninn, engir ranglátir samningar eiga að geta sagt við lögin: «þið bönnuðuð mér ekki þetta». 4. |>au verða að vera ljós, engin tvíræð orðatiltæki mega eiga sér stað, ekkert flókið, ekkert sem gefur efni til þrætu má finnast i þeim, því þau eiga að vera leiðtogi frelsisins, eins fyrir hinn fá- fróða eins og vitringinn. 5. f>au verða að auka þjóðþrif, þvi' eins og skynsemin leiðir hinn frjálsa einstakling, til andlegra og líkamlegra framfara, eins verða skynsamleg og frjálsleg lög, að leiða þjóðina, sem hlýðir þeim til fuilkomnunar og farsældar. *) Vér vituni »í> eiuvaldar hafa fyrr og sítsar sett lög, en vér getum ekki talif) þau eem sprottinu af tilöuuing þjúbauna, og getum þeirra því ekki.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.