Norðlingur - 23.09.1878, Blaðsíða 4

Norðlingur - 23.09.1878, Blaðsíða 4
81 32 Verið getui’ að \ðr heimtum of mikið eða oflítið af lögunum, en tilgangi vorum með línum þessum er að vísu náð ef alþýða vaknar tii meðvitundar um þörf sína á að athuga efni þeirra hvort sem dómur hennar á því verður með eða mót skoðun vorri á því. Að endingu kveð eg þig nú nafni minn góður, og óska þér allra heilla á hinni tilvonandi 4. árs ferð þinni, guð geíi þðr djörf- ung, sannleiksást og glöggsæi. þá muntu standast dóm þjóðar vorrar. Ritað í júií 1878. Norðlingur. VINARBRÉF til íslenzka frðttaritara Morgunblaðsins. Eg er brjóstgóður maður og má ekkert aumt sjá, og því tekur mig sárt til þín vesalingurinn I — Náungarnir kalla þig «rógbera» og «hatursmann» og öllum illum nöfnum, og þó heör þúekkigjört annað en margir aðrir; þú hefir bara svívirt nokkra heiðarlega menn. Náungarnir segja að það sö ódrengilegast að þú skulir svívirða landa þína í augum útlendinga og segja, að það séu rógs-einkenni; en mðr fmst það svo skiljanlegt, enginn íslenzkur biaðstjóri hefir viljað taka greinar þínarj og hvað var þá annað að gjöra, en flýja á náðir útlendra blaða. En þú ert misskilinn eins og fleiri. Fyrst byrjar hún Skuld fyrir austan — hún segir sig vel tenta kindin, þótt ung sð — og þar kemur sjálft réttlætið fram (Justitia) og dæmir þig sekan um rógburð og persónulegan fjandskap, og svo er sóma- konan hún ísafold svo meinleg að hafa upp aptur dóm systursinn- ar—slæmur er Grímur. Norðanfari hnýtir í þig og ekkierNorðl- ingur barnanna beztur. Eg vildi ekki fá utanundir af hnefanum sem Norðlingur reiddi til höggs yör höfði þér. það var Ijóti suopp- ungurinn, mér datt í hug skrattans karlinn hann Styrbjörn í Nesi. En ekki er nóg með það, merkustu blöðin í Danmörku þjóta upp til handa og fóta og skamma þig; einhver Reykvíkingur ríður gand- reið á þðr í Föðuiiandinu, og íslendingar í Höfn leggja út úr ís- lenzku blöðunum skammirnar um þig og setja þær í Dagblaðið. Hvergi er þér vært auminginnl, en eg skal kenna þér holt ráð; eg veit að þú ert föðurlandsvinur, og fósturjörðin þín býst við einu góðverki af þér, sem þú og getur gjört. Hún vonar að þú sem góður sonur hættir að lasta hina nýtustu menn hennar, að þú hætt- ir að halda í fjárkláðann og sakna hans, að þú hættir að hugsa um stjórn lands og skóla, i einu orði: ísland vonar að þú gjörir bið einasta þarfaverk, sem þér er hægt að vinna, það er að segja, aö þú framvegis ekki gjörir neitt. Heilráður. FRÉTTIR L’TLENDAR. Ekki gengur Rússum margt í haginn. þegar þeir eru búnir með styrjöld, svo kostnaðarsama, að landið bíður þess ekki bætur í inargar aldir, þá ler að koma í ljós hin megna óánægja þjóðar- innar með harðstjórnina og alt það ásigkomulag, sem þar afleiðir. Óvíða í álfn vorri mun vera meira um jafnaðarmenn en í Rúss- landi, og hvergi vinna þeir meiri fólskuverk en þar Núna nýlega var Mesenlzef hershöfðingi veginn; hann stýrði öllum lögreglumál- um Rússlands og þótti nýtur maður og góður drengur, svo að það lá í augum uppi að hér var embættinu en ekki manninum veitt til- ræði. feim er skin bera á, þykir annars ólíklegt að Rússland geti staðið leDgi með þeirri austurlenzku og þeim förnaldarbrag, sem þar er í lögum og landsljórn allri. En hitt getur verið vafamál, hvernig sú breyting kemst á, sem hlýtur að koma þar, en ekki lætur það að líkindum að það verði með spekt og friði; þar sem meinin eru svo djúp sem i Rússlandi er lækning litt hugsanleg nema með því að «opna æðar». Nú er Vilhjálmur keisari gróinn sára sinna, en ráðgjafar hans, eða réttara að segja Bismarck þreytir hug sinn með að semja lög gegn jafnaðarmönnum og stemma stigu fyrir að þeir nái meiri framgang en komiun er á þýzkalandi. Bismarck heör nú setið á fundi við sendimann páfans; hinn nýji páö vill fara friðarveginn við Bismark og reyna til að koma einhverju samkomulagi á á þann háit og þykir ekki ólíklegt að eitthvað kunni að jafnast svo, en engum er kunnugt hvað farið hefir milli þeirra Bismarcks og páfa- boða, þott ekki vanti getur um það mál. Fyrir sköramu aDdaðist í Frakklandi María Kristín, forðum Spánardrottning, fædd 1806. Hún var dóttir Frans 1. Sikileyjar- konungs, og gekk 23. ára að eiga Ferdinand 7. Spánarkonung. Með fegurð sinni og yndisleik náði hún brátt alveg ráðum yör hin- um veiklaöa og svallsama manDÍ sínum og fékk hann til að breyta $vo rikiserfðum Spánar, að ísabella dóttir þeirra erfði ríkið að hon- um látnum. En þetta varö orsök til hínna voðalegu Karla styrj- alda, er síðan hafa gengið yfir Spán um hálfa öld. Eptir dauða Ferdinands konungs gekk María Kristín að eiga óbreyttan iiðsmann ‘ er Munoz hét; gerði hún hann að herloga og veitti ýmsan heiður. Seinni ár æfi sinnar var hún útlæg af Spáni; sat hún þá í París- arborg við glaum og skemtauir því a-ð hún var gleðikona mikil. Lík hennar var flutt til Spánar með vegsemd mikilli. Nú er verið að framkvæma Berlínarsamningana. Austurríkis- menn eru að taka Bosníu og Herzegowina og hafa þegar náó höf- uðborginni Serajlvo. En «dýrt er spaugið», og ekki veitir Austur- ríkismönnum af 150 þúsundum hermanna, en fjárhagur ríkisins er ekki með miklu lagi og mun veita fullörðugt með að standast kostnaðinn. — þann 24. ágúst lézt í Edinbourgh hinn lærði og elskaði skólakennari Gísli Magnússon; hann hafði farið þangað i sumar til þess að leita sér lækninga. Burtfararpróf af prestaskólanum tóku dagana 17.—24. f. m. 1. Jóhann Lúther Sveinbjarnarson lilaut 1. aðaleinkunn 43 stig. 2. Grímur Jónsson hlaut 2. aðaleinkunu 39 stig. 3. Ólafur Ólafsson hlant 2. aðaleinkunn 37 stig. 4. þorsteinn Benidiktsson hlaut aðra aðaleinkunn 35 stig. 5. þorleifur Jónsson hlaut 2. aðaleinkunn 33 stig. Spurningar í skriflega prófinu voru: Trúarfræði. Hvaða gildi hafa kraptaverkin sem sönmm fyrir guðdómlegleika kristindómsins og í hverju sambandi standa þau við kristilega opinberun? Siðafræði. í liverju er sannarlegt frelsi fólgið samkvæmt krist- indóm, og hvers þarf einkum að gæta til að gela öölast það og haldið því? Bi f 1 í uþýðing : Ephes. 4, 11.—16. incl. Ræðutexti: Fil. 2, 1.—5. Prestvígður sunnudaginn 28. júlí næstl. kand. theol. Skapli Jónsson til Hvanneyrar í Siglufirði. Brauðaveitingar. 3. f. rn. veitti landshöfðinginn Kvíabekk síra Magnúsi Jósepssyni á Halldórsstöðum og 10 s. m. Stað í Grinda- vík, síra Oddi V. Gíslasyni á Lundi. 27. s. m. Sandfell í Öræfum síra Sveini Eiríkssyni á líálfafelli. 29. ágúst Presthólar á Sléttu cand. theol. þorleifi Jónssyni. Aðrir sóttu eigi um brauð þessi. Óveitt brauð. Lundarbrekka í Bárðardal í Suður-þingeyjar- prófastsdæmi, auglýst 5. þ. m. metin 477,41 kr. Lundur í Borg- ariirði, auglýst 12. þ. m. metin 51G kr. Kálfafell ú Síðu metið 236 kr. 85 aura. Auglýst 2. þ. m. Arnarbæli í Ölvesi metið 1438 kr. 72 aura. Auglýst í Danmörku til veitingar 31. okt. Uppgjafaprest- ur nýtur æfilangt f af föstum tekjum þessa brauðs og prestsekkja J. Embættaskipun. Bæjarfógetaembættið í Reykjavík veitt Egg- ert Theodor Jónassen syslumanni í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu; Gullbringu- og líjósarsýsla veitt cand. jur. Sigurði Jóns- syni frá Gautlöndum; til kennara við lærðaskólann er settur Jón A. Sveinsson fyrrum kennari í Nykjöbing á Falstri. Lausn frá embætti, Sýslumanni í Árnessýslu þorsteini Jóns- syni er veitt lausn frá embætti með eptirlaunum. Eru nú 2 upp- gjafasýslumenn í þeirri sýslu, sem muuu kosta landsjóðinn hér um bil 5000 kr. á ári hverju. Sömuleiðis hefir síra Páll Matthiesen í Arnarbæli fengið lausn. Lög um búsetu fastra kaupmanna, og lög um llskiveiðar þegna Danakonungs, sem eigi eru búsettir á íslandi, verða ekki staðfnst af konungi, og finnast ástæðurnar í Stjórnantiðindunum 1878, If 17. Ný prentsmiðja. Síra Sigurður Gunnarsson á Hallormstað hefir fengið leytí til að setja upp prentsmiðju á Seyðisfirði. (ísafold). þAKKLÆTI. Með því að margir Sunnlendingar, sem hafa dvalið liér á Ak- ureyri, og í greud við kaupstaðinn, hafa nolið margs góðs af herra faktor Eggert Laxdal sem útVegismanni og kaupstjóra, þá finnum vér okkur skylt að votta honum hér fyrir vort innilegasta þakklæli, og einkum tínn eg undirskrifaður, sem hefi verið hjá herra E. Lax- dal í þvi nær heilt ár, mér skylt að votta drengskap hans við mig mitt sérlegt þakklæti. Jón þorkelsson. Auglýsingar. — 1. þ. m. tapaðist mansétta með hnapp í, á veginum frá Hrafnagili að Akrreyri, scm sá er finnur er beðinn að skila mót sanngjörnum fundarlaunum til ritstjóra Norðlings. Eigandi og ábyrgðarmaður: §ka)iti tlósepsson, cand. phil. Alcurepri 1873. Prentarii B. M, Stephánsson.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.