Norðlingur - 22.02.1879, Blaðsíða 1

Norðlingur - 22.02.1879, Blaðsíða 1
IV, 23-24. Kemur út 2—3 á mánuði 30 blöð aJs um árið. Laugardag 22. Febrúar. Kostar 3 krónur árg. (erlendis 4 kr.) stöK nr. 20 aura. Nokkur landsmál eptir Arnljót Ólafsson. (Framh.). Áður liefi eg vikiö að því að óhægra muni að lækka embættiskaupið en fækka embættum. Örðugt mun með nýum lögum að ætlun minni og að öðru leyti naumast tiltækilegt að færa niðr kaup þeirra embættismanna er virðast hafa það of hátt eftir hinum nýu launalögum. Annað mál er hitt, ef svo er sem eg hygg að nokkrir embættismenn hafi kaupbætr, er eigi eru lögskyld- ar, heldr eingöngu komnar undir fjárveitíngaratkvæði alþíngis. í slíkum efnum hefir þíngið fult fjárforræði; en annars kostar er ijárforræði þíngsins bundið við landslögin þannig, að það má eigi auka landstekj urnar né heldr vana landsgjöldin fram yfir það er landslögin ákveða. Hin almennu launalög 15. okt. 1875 eru næsta torskilin og því misskilníngi undirorpin, og munu naum- ast vera fullskilin enn. |>að er þó einkanlega viðauki minna hluta þingnefndarinnar við 7. gr. laganna er valdið hefir mestum vafa og vafníngi, og vil eg því minnast lítið eitt á skilníng viðauka þessa. 1 15. gr. laganna segir svo: «Lög þessi öðlast giidi 1. janúar 1876». J>essi orð laganna eru undantekníngarlaus, og eru þau svo að skilja, að lögin gildi engu síðr fyrir alla þá embættismenn er sátu 1. janúar 1876 í embættum þeim er lögin um hljóða heldr en um nýa embættismenn er fá embætti þessi eftir þenna dag. |>essum skilníngi til styrkíngar er og það að í sömu grein eru af- tekin þau tvö lagaboð er sett hafa verið um skrifeyri og laun handa íslenzkum embættismönnum, það eru lög 21. janúar 1857 og lög 19. janúar 1863. í annan stað segir svo í miðklausu 7. greinar launalaganna: «Launaviðbót sú um stundarsakir og eftir embættis- aldri sem híngaðtil hefur verið lögð þeim islenzku embættismönu- um sem nefndir eru í þessum lögum, fellur burtu frá þeim tíma er lögin öðlast gildi». Eftir þessu eru þá úr lögum teknar frá 1. janúar 1876 að telja launabætr þær eðr hundraðs- aukar er íslenzkir embættismenn notið hafa síðustu árin eftir 9. gr. í dönskum lögum 26. marz 1870, svo og kauphækkun eftir embættisaldri, samkvæmt frumvarpi til launalaga handaíslenzk- um embættismönnum, er lagt var frain á ríkisþíngi Dana vetrinn 1862—63. jþó er svo fyrirskilið í fyrstu klausu 7. greinar, að sé embættismaðr búinn að fá hærri laun þá er lög þessi ganga í garð 1. janúar 1876 en í lögum þessum* lögð eru embættihans, þá skuli hann halda þvi er hann hefir sem eiginkaupi. Fyrirskilníng þessi er réttlát, og er um hana enginn ágreiníngr. En nú kemr hin þriðja eðr síðasta klausa 7. greinar, hún hljóðarþannig: «f>eirem- bættismenn, sem eftir eldri ákvörðunum hafa aðgang til að fá hærri embættislaun en ákveðin eru í lögum þessum, skulu einskis í missa við þau». Klausa þessi, sem þó samin er af þeim eina lög- "vitríngi neðri deildarinnar og primsignd af prófastlegum framsögú- manni málsins, er sannarlega enginn þægr ljár í þúfum lag- anna. Hún virðist í snöggu bragði vera í beinni mótsögn við 15. gr. og miðklausu 7. greinar, vera sem já gegn neii og sem nei gegn jái þeirra, 0g gjöra með því gildi laganna að einberri lok- leysu. Á alþingi 1875 urðu menn og þegar í vafa um hvernig samrýma skyldi klausu þessa við lögin, og urðu um það ýmsar get- ur. J>ess er að geta, að framsögumaðr launamálsins, annarr af höfundum hennar, sagði um klausu þessa (alþt. 1875, 161. bls. fyrra dálk): «Yið 7. gr. hefði minni hlutinn stúngið uppá meiri og lengri breytíng, sem þóí raun og veru væri engin breyt- ing». En þýðendunum hefir eigí orðið svona hægt fyrir með klausugreyið. Landshöfðinginn hefir viljað leysa mótsagnarhnútinn með þeim skilníngi, að embættismönnum þeim er hér um ræðir væri heimilt um að kjósa, hvort þeir heldr vildi taka kaup sitt eftir lögum þessum eðr eldri ákvæðum. Landshölðínginn hefir auðsjá- anlega fundið til afls mólsagnarinnar, og það svo mjög, að hann gjörði í raun réttri lögin að samníngs tilboði. lláðgjafinn var ó- *) I greininni Btenár: „í þeBBnrn eba öí)rum launai8gum“. Skyldi þab vera Bllnm Öfermn iaunalögum? svo, þá hafa veriíi bundnar laglega löggjafar- hendr alþíngis. samþykkr skilníngi þessum. Hann segir um klausu þessa í bréfi sínu 8. nóvbr. 1875 (sbr. bréf hans 28. febr 1876) að sú sé lík- legust hugsun hennar «að embættismenn þeir er þegar eru skip- aðir skuli halda rétti sínum, samkvæmt lögum þeim er hingaðtil hafa verið, til að fá launaviðbót eftir embættisaldri sínum . . . ., og getr ráðgjafinn eigi séð hvaðan heimild geti fengizt. fyrir því að þeir, þrátt fyrir hina ljósu ákvörðun í 15. gr. laganna, ætti að sleppa lilkalli því til launahækkunar er leiðir af hiuum nýu lögum». það má sannarlega heita merkilegt, að ráðgjafinn skuli eigi bera við að mýkja úr mótsögninni, hvað þá heldr að hefja hana um eitt hænufet. Nei, ráðgjafinn stekkur alveg yfir miðklausu 7 . grein- ar en ryðr 15. grein um koll; hann hirðir eigi þótl hin eldri launa- lög, launabætr og launahækkanir eftir embættisaldri sé með berum orðum afteknar í lögunum sjálfum; hann heldur dauðahaldi um síðustu klausu 7. greinar og leiðir hana, horfandi hvorki til hænri né vinstri sér við hönd í sigrhrósi fram á launaskrána er fylgir bréfi hans 28. febr. 1876. Eftir þessari aðferð ráðgjafans, gilda launalögin sem lög aðeins svo lengi sem launin eru drýgri eftir þeim, en jafnskjótt sern launin verða drýgri eftir eldri ákvæðum og tiltekníngum, þá eru þau eigi lengur launalög, þau þrjóta, þau hætta að vera til. Til þess að samþýða síðustu klausu 7. greinar við launalögin tjáir eigi að gjöra miðkiausuna í 7. grein né heldr 15. greinina að markleysu, svo sem ráðgjafinn gerir, því miðklausan er aðalsetn- íng, en síðasta klausa viðsetníng eða undantekníng og getr því eigi innibundið í sér það efni er gjöra hljóti aðalsetníngar laganna að lokleysu. |>að hlýtr því að standa stöðugt, þrátt fyrir ummæli si&ustu klausu 7. greinar, að laúnabætr eftir 9. gr. laga 26. marz 1870 og launahækkanir eftir embættisaldri, samkvæmt lagafrumvarp- inu frá 1862—63 og kóngsúrsk. 29. júní 1872 og 31. janúar 1874, sé afteknar sem lögákveðin laun; svo og að lögin 21. jan. 1857* og 19. janúar 1863 sé úr lögum tekin, hvorttveggja frá löggildíng- ardegi launalaganna að telja. jþessi «aðgangr» embættismanna eftir launaukum, er síðasta klausa 7. greinar getr um og er ráðgjafinn kallar «tiIkail» og «rétt» er þess vegna enginn «aðgangr» að lög- um, heldr «aðgaugr» að fjárveitíngavaldi þíngsins, og því sama eðlis sem »aðgangr» kennaranna við prestaskólann um eigin kaup- bætr þeirra. J>að er því undir frjálsu atkvæði alþíngis komið, hvort áböglar þessir skuli haldast á launum aðeins fáeinna embæltis- manna og fara vaxandi eðr eigi, því hér er eigi um nokkra laga- skyldu og heldr eigi um neina réttarsviftíng el'tir almennum löggjaf- arreglum aö ræða, heldr um «aðgang» þann er embættismenn þessir hafa að fjárveizludyrum þíngsins, er þeim skulu standa engu minnr opnar síðan launalögin komust á 1. janúar 1876 en áðr. Annarr skilníngr á þessari innskotsklausu í lögin getr eigi, að minni hyggju staðizt, það er samrýmst lögunum, og finst mér enda því síðr ástæða til að vera að kreista á síu úr henui meiri þýðíng, þar það er viðrkent sem og er, að engin eiginleg iauna- lög hafi til verið handa þessum embættismönnum áðr launalögin 15. okt. 1875 voru sett. Alþíngi gat eigi hvort heldr var, verið hundið við lagafrumvarpið irá 1862—63, er ríkisþíngið umskap- aði og sneið uppúr skekium þess stundarlögin 19. jan. 1863, né heldr við þessi stundarlög, er einlægt átti og einlægt var frestað að endrsmíða. Dönsku lögin 26. marz 1870 þarf naumast að nefna. Eg vil nú engum getum að því leiða hversu siðferðis- sterkr þessi «aðgangr» embættismanna verði að þínginu 1879, en harðr «aðgangr» mun það eflaust verða. (Framhald). Brauða- og kirkna-raálið. Fyrir fáum dögum fengum vér að sjá álitsskjal nefndar- innar** í þessu höfuðmáli, og hröðum vér oss að byrja á út- *) Litguin þessuin var annars búib mjög svo ab breyta meb konúngBÚrsk. 3ð. Júní 1872 og 31. janúar 1874. ’*) í nefndinni voru þessir alþingismenn: Bergur amtmaður (formaður), biskup Pétur, séra þórarinn í Görðum, örímur 90 89

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.