Norðlingur - 01.03.1879, Blaðsíða 3

Norðlingur - 01.03.1879, Blaðsíða 3
101 102 inu að ganga i þfóðvlnafelagið, með ®. kr. til- lagi og vér sliornm sér i lagi á alla sem í bók- inentafélaginu eru, að ganga úr þvi og eyðl- leggf a það, en verja krö|»tunuui til að efla þjóðvlnafélagið. Aðalefninu í þessari áskorun svaraði eg, að mðr þætti það runnið af meira miskilningi, en góðu hófi gegndi «er þér skorið á menn að eyðileggja bókmentafélagið, en verja kröptunum — sem víst mun eiga að þýða: efnum bókmentafélagsins — til að efla þjóðvinafélagið, þegar búið er að gjöra það eptir uppástungu yðar, að alþýðu-uppfræðingarfélagi». þenna skilning leiddi eg beint út úr orðum yðar, eins og þau liggja fyrir: Meðal allra «6em unna fósturjörð sinni og vilja efla uppfræðing í landinu», hlutuð þér að telja meðlimi bókmenta- félagsins, og það er eins skýrt eins og hádegissól í heiðríkju, að þessi orð yðar fá með engu móti útilokað einn einasta þeirra. Á þá skorið þér þvi að ganga með 2. kr. tillagi í þjóðvinafélagið ásamt öilum öðrum er unna fósturjörð sinni og vilja efla uppfræðingu í landinu. Með þessari áskorun hafið þér nú kraflð «alla sem unna fósturjörð sinni, o. s. frv.», bókmenta- félags meðlimi sem aðra, þess styrks er yður þykir þjdðvina- félagið þegar það er orðið að alþýðu-uppfræðingarfélagi eiga til- kall til hjá þeim. En svo bætið þér við sérstakri viðauka- áskorun til þeirra sem í bókmentafélaginu eru, og hún fellur í tvent: 1. að eyðileggja bókmentafélagið, 2. að verja kröptunum til að efla þjóðvinafélagið. Að eyöileggja félagið getur víst með engu skynsamlegu móti þýtt hér annað en að gjöra enda á því, svo að það hættiaðveratil. Núer það svo sem sjálfsagt, að úr því þetta skal gjöra til þess, sem þér takið fram með skýrum orðum, að «reyna að ná þannig þeim tilgangi, sem bókmentafélagið með sinni stjórn hefir sýnt sig óhæfllegt til», þá gat yður sízt af öllum hlutum dottið í hug að skora á nokkurn mann með viti að eyðileggja efni félagsins: höfuðstól, bóka, hand- rita og landabréfa söfn o. fl. Hitt var heldur tiltökumál (og leiðir beint af áskoruninni: að eyðileggja lélagið til þess, að ná þeim tilgangi er það með sinni stjórn hefir sýnt sig óhæfilegt til), að eggja menn á að verja kröptum þess, efnum þess, til að efla þjóð- vinafélagið, sem einmitt skyldi fá því framgengt, er bókmentaíélag- ið með illri stjórn hafði vanrækt að framkvæma. þetta liggur svo beint í orðum yðar, að ekki verður á því villzt, enda fæst með þessum eina skilningi nokkurt vit út úr áskoran yðar það sést bezt á því, að þér haldíð fast við það alt í gegn, að bókm.fél. eigi, eptir lögum Og statútum sínum að vera alþýðu-uppfræðingarfélag. það sést lika glögglega á því, að sé alt rétt með bókmentafélagið eins og það er getur víst enginn skynsamur maður ætlað, að það standi nokkru alþýðu-uppfræðingarfélagi með nokkrum móti I vegi En eigi það að réttu lagi, að vera alþýðu-uppfræðingarfélag, eins og þér segið, þá liggur opið fyrir, að þér verðið eptir yðar hugs- unarhætli, að skora á menn að verja kröptunum, o: efnum bókmentafélagsins sem eiginlega lieyra til alþýðu-uppfræðingarfélag- inu, í þarfir þess félags. Og enn glöggvast sést þetta á svari yðar sjálfs í nefndri neðanmálsgrein. þér segist «skiljanlega» hafa tal- að um, «að verja því af sínum eigin efnum til hags þjóðvina- fél. sem menn áður hafa lagt til bókm.fél.» Nei, herra ritstjóril þetta dugar ekki. þetta nefnið þér hvorki né hugsið i allri grein- inni; enda má eg til að taka svari yðar hér móti yöursjálfum, því xneð skýringu yðar gjörið þér áskorunina að þeirri nautsheimsku sem sæti illa á ritstjóra Skuldar. Hvaða rétt hafið þér eða nokkur annar til að stofna félag og heimta að félagsmenn annara félaga styrki yðar félag einungis af samskotum þeim er þeir leggja fram lil þeirra félaga? Menn gætu ekki annað en hlegið að jafn fífia- legum alsherjar fjárhaldsmanni alþýðu, er kveddi hana fjárfrainlaga en fyrirbyði henni að hafa frjálsan vilja og vit um það hvaðan hún tæki þau. þðr hafið skorað á menn, að eyðileggja bókmenta- félagið. Hvað ætluðust þér til þá að gjört yrði við efni þess? Að eyðileggja það til þess, að ná í tvær krónur hjá liverjum íélaga þess — og þó ekki fleirum, býst eg við, en vildu góðl'uslega slá til að láta þær úti — handa alþýðu-uppfræðingarfélaginu, rniunir á orð Boiatíusar: parturiunt montes, nascetur ridiculus mus*; en livað neyðarlega heimskulegt það er, að stofna nokkurt félagáþann hátt, er óþarfi að eyða prðum að. Nei, herra ritstjóri! þaðerauð- séð, að þér viljið ekki standa við áskorun yöar, og það er eðlilegt. En það er ekki af því, að eg hafi misskilið hana eða lesið grein yðar «afar-lauslega» eins og þér segið. fleldur af því, að eg liefi skilið hana rétt og rakið hugsun yðar beint eptir því sem yðar eig- in orð og réltar hugsunarreglur til vísa. Með því móti fæst þó hugsun með viti úr áskoruninoi, þó hún sé, eins og eg hefi áður eagt, dauðans gálaus. En skýringar-tilraun yðar sem ekkert á að •) FJöllin taka fablngarhríbir, fæbist mjsla kátleg um tíbir. E. M. styðjast við f yðar eigin orðum, gjörir áskorunina að óviti einu og fíflaskap. það er ódrengilegra bragð en eg bjóst við af yður, að kenna mér um misskilntng og iausa-lestur, þegar engin önnurhæfa er fyrir því en sú, að yður verður bylt við, að sjá réttan skilning minn og athugulan lestur fletta ofan af gáleysi hugsunar yðar og sýna hana f allri sinni nekt; því að hverju sem líður um yðar greinilegu hugsun, þá eruð þér í þessari grein er hér ræðir um, svo bermáll, að hvorki verju né vafningum verður við komið nema enn verr fari. (Framhald). B R É F frá Eiríki Magnússyni, M. A. til frú K. K. Iíjerúlf að Ormarstöðum í Fellum. (Framh). Hið Norræna fornm enjasafn hefir fengið Dönum verðugrar frægðar meðal állra fornfræðinga um mentaðan heim. Hvergi sjá menn söfnum af þessu tagi betur niðurskipað en hér. Salnið byrjaði fyrst árið 1807, en þegar það var átta ára gamalt varð það svo lánsamt að fá fyrir forstöðumann þann, sem eiginlega má segja að hafi gjört það það sem það hú er. þessi nafnfrægi mað- ur, C. J. Thomsen, stóð fyrir safninu frá 1815—1865, þá var það orðið auðugra að íornmenjnm en nokkurt annað safn af sama tagi og úr því sem þá skorti á um vísindalega niðurskipun fornmenj- anna hefir eptirmaður Thomsens, hinn víðfrægi fornfræðingur Wor- saae ágætlega bætt Ekki fæ eg nðgsamlega þakkað þessum ágæt- ismanni og þeim herrum aðstoðarmönnum hans justitsráðum Strunk og Herbst velvild þeirra og greiövikni við mig. Eg vildi lita yfir rúnstafa-safnið, og fann að það var gagnauðugt og að það mundi laka mig lengri tíma að gjöra það til nokkurs gagns, en eg gat mist frá sænsku rúnaríms-stöfunum, ef eg sætti að eins þeim dög- um er safnið væri opið. En Worsaae bauð mér að koma hvenær sem eg vildi og lét tína saman það að stöfunum er mér lék helzt forvitni á í eitt herbergi og þangaö mátti eg ganga hvern tima dags og rýna í rímstaurana eins og eg vildi. það eru margar tegundir góðgjörða til, en eg þekki fáar notalegri en slíkar viðtök- ur þegar manni riður mest af öllu á að nola tíma sinn sem bezt. Safn Dana af rúna-rímum er allmerkilegt, og vona eg að eg verði því einhverntíma gagnkunnugri en eg er nú. þar fann ég rím á löngum staf dagsettum 1457, og voru sunnudagsbókstafir ekki rúnir, heldr settaskriptar stafir. það er sá elzti rimstafur sem eg hefi íundið með dagsetningu. Annan rímstaf fann eg þár með daga- tali hins heiðna árs, 364 dögutn. Tíminn leyfði mér ekki að viuna annað né meira við þetta safn en að fara fljótt yflr hvérn staf og kynna mér aðaleinkenni merkidaga-merkja sér í lagi, og rúnanna, til þesa að komast fyrir það með timanum, hvaða óbrigðul einkenni til væru að sanna að stafr væri danskur, en hvorki sænskur né norskur. Meðan við slóðuin við í Höfn var frístundunum varið til að sjá íslendinga. Meðal þeirra seih eg tíðast sókti heim var Jón Sig- urðsson. Eg hitti hann hressari en eg hafði búizt við, en óhress- ari miklu en eg vildi hafa kosið. í viðræðu var hann mjög að vanda; glaðmáll og gagnorður, skemtinn og smákíminn. Andlitið var líkt því sem það átti að sér, á því öllu lék hinn sami glað- væri höfðingssvipur og augað var hvast og mannúðiegt að venju. En nú brá meira til fölva af og til á kinn hans en eg mundi til að hafa áður séð. Sem við mátti búast var hann nú eigi sá göngu- garpur sein hann var áður. En þótt hann að ásýndum væri þannig líkari ósjúkum manni en sjúkum var haun ei að síður langt frá heilum manni og er það mikill skaði laridi og lýð. Til hans urðu göngur rnínar enn sern fyrri tíðastar, því engan mann getur fróð- ari en Jón, né ijúfari á að láta fróöleik sinn ítéþeim erhansleita, Hjá aðstoðarprófasti á Garði, frænda mínum og nafna og frú hans fengum við hinar beztu viðtökur, þar kyntumst við ýms- um elnilegum íslendingum, svo sem jötunvaxna snyrtimenninu frá Laufási, þórhalla Bjarnarsyni, þorvaldi Thoroddsen, sem hefir mik- ið orð á sér fyrír vísindalega þekkingu, og Guðmundi þorlákssyni, sagnamanni og fornfræðingi, glöggum og greindum vel. þar kynt- umst við líka sænsku skáldi ungu, stúdent frá Lundi, að nafni A. U. Bááth, sem mér fanst mikið um. Hann hefir gefið sig all-mjög að íslenzkum sögum og bókmentum yfir höfuð, og hefir þýtt ýms fslenzk kvæði, og þau er eg heyrði, svo sem Sigrúnarljóð Bjarna Thorarensens og sonar torrek Egils, ágætlega. Skáld þetta mun enn lítt kunnugt á íslandi, því hann hefir enn ekki safnað kvæðum sínum í eina heild. Eg heíi lesið ýms kvæða hans, og af þeim að dæma þykja mér allar líkur til að hann muni verða orðlagðast skáld jafnaldra sinna. Fyrir mig hefir að minsta kosti ekkertborið í kveðskap yngri sænskra skálda jafn mergjað og það er flest alt er eg hefi séð eptir Bááth. Eg set hér til sýnis kvæði, er hann orti 6. maí í vor er leið, við dánar-hátíð, er haldin var í Lundi í minningu Runebergs!

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.