Norðlingur - 09.04.1879, Síða 2

Norðlingur - 09.04.1879, Síða 2
123 124 inikil þörf muni á að betla handa prestum úr landsjóði. t Suðr- múlaþíngi verðr meðalbrauð nærhæfls 1300 kr., eftir brauðatali nefndarinnar, auk þess sem þangað á að hverfa frá Norðrmúlaþíngi; í Austrskaftafelssýslu 840 kr., í Vestrskaftafelss. 1008 kr., í Arnes- þíngi 1151 kr., i Kjalarnesþíngi 1876 kr.*, í llorgarfirði um 1230 kr , í Snæfelsnessýslu 1574 kr., í Barnastrandars. 1174 kr., í Vestr- ísafjarðarspróf. 1080 kr., í Norðrísafjarðarpr. 1322 kr., í Stranda- sýslu 1124 kr., í Skagafirði 1107 kr. 50 a., í Eyafirði 1247 kr. 30 a., í Suðrþíngeyarþfngi 1160 kr. og í Norðrþíngeyarþíngi 1130 kr. 60 aura. Ef því brauðunum er haganlega niðrskift og síðan jöfn- uð í prófastsdæmi hverju, þá er auðsætt að ekki prófastsdæmi þarf styrks við, nema Austrskaftafelssýsla, og ef til vill Vestrskaftafels og Vestrísafjarðar prófastsdæmi. En þá finst mér liggja miklu nær að þau prófastsdæmi í sama amti, er vel eru aflagsfær, styði fyrr samamtsbúa sína, en hlaupið sé í landsjóð og skattr lagðr á al- menníng. í Rangárþíngi verða brauðin meðaltals 1744 kr. og gæti því prestar hæglega miðlað þaðan Skaptfellíngum. í Dalasýslu verðr meðalbrauð 1565 kr. eðr þó 9 kr. minna en meðalbrauð i Snæfelsnessýslu, er átti að fá 300 kr. úr landsjóði; en i Mýrasýslu verðr meðalbrauð eigi nema 1463 kr., og á hún þó sem Dalasýsla að komast af ölmusulaust. þó eg hafi nú leitt nokkur rök að því að eigi beri nauðsyn til að tolla prestum úr landsjóði, né heldr auka tollinn á bændum, ef brauðin væri aðeins jöfnuð hæfilega og sanngjarnlega, þáverðrþetta enn berara, ef þess er gætt, að fækka mun mega brauðunum enn meir en nefndin gert hefir. í lillögum sínum um brauðasamsteyp- ur hefir nefndin sannarlega verið í vanda stödd, því fyrst er það að tillögur héraðsfundanna munu sumar hverjar verið hafa léttvæg- ar, svo vantaði og héraðstillögur úr þrem prófastsdæmum, úr báð- um Múlaþíngum og Strandasýslu, er nefndin fékk eigi fyrr en að skilnaði. Eg em fyllilega sannfærðr um að sá nefndarmrðr, er einn af öllum nefndarmönnum þekti að gagni til á Norðr- og Austr- landi, geti hæglega gert hentugar breytíngar á brauðaskipun nefnd- arinnar norðan og austan. En þótt nú þetta er nú var sagt væri talsverð vankvæði fyrir nefndina, þá voru þar vankvæðin öllu mest, að nefndin gat eigi vitað hvernig samsteyptu brauðin yrði að tekjun- um til, nemu því aðeins að tvö brauð heil væri lögð saman. þetta kom til af því að stiftsyfirvöldin kunnu eigi að búa til forsniðið til matskýrslnanna hauda prestum, og gáfu sér cigi tóm til að athuga þíngræðurnar til þess að sjá þar það er þau eigi vissu af sjálfum sér, það er að segja til hvers aukamat þetta eiginlega gertværi.— Og aumíngja blessuð stiftsyfirvöldin, þau hafa slík ósköp að gera og launin eru svó lítill — Af þessum frumgalla á matskýrslunum hefir það leitt að um 30 brauð af þeim 140 brauðum verða óvís að tekjuhæð; en þó hefir nefndin lagt nokkrum þeirra tiltekna öl- musu úr landsjóði. þetta er undarlegt og enda hálfkímilegt. (Framhald). Brauða- og kirkna-ntálið, (Niðurlag). í sambandi við síðast talið frumvarp nefndarinnar (sjá Norðiing tbl. 29—30) íhugaði nefndin , hvort hagfelt væri að afhenda söfnuðunum fjárhald og umsjón kirknanna. Jafnvel þó að öít nefndin yrði að játa, að það væri bæði eðliiegt og æskilegt að söfnuðirnir tækju við kirkjunum og það mundi efla kirkjulegt fé- lagslíf í söfnuðunum og hafa mentandi áhrif á alþýðu, þá þorði samt meiri hluti nefndarinnar (biskupinn, Bergur amtm. og Grím- ur Thomsen) eigi að sleppa fjárhaldinu við söfnuðina nema um- ráðamaður eða eigandi vildi afsala sér umsjóninni, og meiri hluti safnaðar æski, og bar meiri hlutinn það einkum fyrir að alþýðu væri næsta óljós sú breyting er af þessu flyti, enda væri þessi hlið málsins eigi ætlnnarverk nefndarinnar. þótt minni hluti nefndar- innar (séra þórarinn Böðvarsson og Einar Asmundsson) játi að þessi hlið málsins heyri ekki beinlínis til ætlunarverks nefndarinnar þá álítur hann þó ofangreindar ástæður mæli mjög með því að fá söfnuðunum í hendur fjárforræði og aðra umsjón kirkna, enda hafi meirihluti héraðsfunda verið á því; og áleit minni hluti nefnd- arinnar að þeir sðfnuðir væru þó til, er væru vel færir um að taka við kirkjum sinum, enda mundi þetta og verða liið helzta meðal til að koma kirkjunum í prýðilegt stand. Af ofangreindum ástæð- um vill minni hlutinn greiða götu þessa áriðandi máls með þess- um frumvörpum, er nú skal greina: FRUMVARP. til laga um stjórn safnaðarmála og skipun sóknarnefnda. 1. grein. í hverri kirkjusókn landsins skal sóknarpresturinn halda al- uiennan safnaðarfund, að minsta kosti einusinni á ári, til að ræða um kirkjuleg málefni safnaðarins. *) En þar er )(ka Eeykjavík meb öllnm „BpikBÍldnnuin" og dönskn œessugjöib- ■ Bum *f íilfBtkum presti. Eitst. 2. grein. Safnaðarfundur skal ætíð haldinn í júnímánuði ár hvert, og skal á þeim fundi kjósa þrjá menn í sóknarnefnd, til að veita sameig- inlegum málum safnaðarins forstöðu ásamt sóknarprestinum, á því fardagaári, er þá fer í hönd. 3. grein. Ilver sóknarmaður, sem geldur til prests og kirkju, hefir at- kvæðisrétt á safnaðaríundi og kostingarrétt og kjörgengi til sóknar- nefndar. 4. grein. Hver sóknarmaður, sem kjörgengi hefir, er skyldur til að vera í sóknarnefnd, að minsta kosti annaðhvort ár, ef hann er til þess kosinn með meira hlut atkvæða á safnaðarfundi. 5. grein. Sóknarnefndin skal vera sóknarprestinum til aðstoðar í því, að viðhalda og efla góða reglu og síðsemi í söfnuðinum, einnig í uppfræðing ungmenna og í því, að samlyndi og friðsemi hald- ist á heimilunum og meðal allra í söfnuðinum. Nefndarmenn skulu kvetja sóknarbúa til að sækja helgar tíðir, vera með hjálp- arar prestsins við guðsþjónustugjörðina í kirkjunni, stuðla til þess, að hún fari sómasamlega fram, og söfnuðurinn færi sér hana sem bezt l nyt. 6. grein. Sóknarnefndin hefir á hendi að innheimta sóknargjöld til prests og kirkju, og standa prestinum og kirkjuráðandanum skil á þeim. 7. grein. Ef fjemál kirkju eru fengin söfnuði í hendur, skal það einnig vera ætlunarverk sóknarnefndarinnar, að hafa á hendi umsjón yfir kirkjunni og eigum hennar, og standa fyrir byggingu hennar eður aðgjörð, þegar þörf gjörist. FRUMVABP til laga um, að söfnuðirnir taki að sér umsjón og fjárhald kirkna. 1. grein. þegar meiri hluti sóknarmanna, sem gjalda til kirkju í ein- hverri kirkjusókn, óska að söfnuðurinn taki að sér fjárhald og um- sjón kirkjunnar, og eigandi eður umráðamaður hennar er fús til að láta þetta af hendi, skal kirkjan afhent söfnuðinum, að fengnu sam- þykki stiptsyfirvaldanna. 2. grein. Hver söfnuður á heimting á að fá kirkju sína til umsjónar, þegar kirkjan er eigi einstakra manna eign. þó má eigi svipta presta þá, er hafa kirkjur að iéni, þá er lög þessi öðlast gildi, kirkju-fjárhaldinu að óvilja þeirra, nema stiptsyfirvöldin álíti prest- inn óhæfan til að sjá um fé kirkjunnar. 3. grein. Nú vill eigandi eða forráðamaður einhverrar kirkju afhenda fjár- hald hennar og umsjón söfnuðinum, og er kirkjuráðanda rétt, að bera það mál upp við héraðsprófastinn. Skal þá prófastur sjá um, að haldinn verði almennur safnaðarfundur í kirkjusókninni og mál- ið borið upp fyrir söfnuðinum. Verði meiri hluti atkvæða sóknar- manna, þeirra er til kirkju gjalda, móti því, að söfnuðurinn taki við fémálum kirkjunnar, er það mál þar með fallið að sinni. 4. grein. þegar kirkja er afhent söfnuði, skal prófastur með tveim óvil- höllum úttektarmönnum, er valdsmaður nefnir, gjöra nákvæma út- tekt á kirkjunni, áhöldum hennar og gripum. Skulu þeir meta sanDgjarnt álag á kirkjuna og það, sem henni fylgiCj ef þeim virð- ist þess þörf. Greiðir sá, er kirkjuna hefir lialdið, álagið, að þeim hlut, er sjóður kirkjunnar eigi vinst til, í hendur sóknarnefndinni er tekur við kirkjunni og fé hennar fyrir hönd safnaðarins. Nú er kirkja í skuld og skulu úttektarmenn þá meta hve mikið af skuldinni skuli endurgjalda. það sem ber að endurgjalda, skal greiða af þeim tekjum kirkjunnar, sem hún hefir afgangs út- gjöldum. Hafi lán verið tekið af almanna fé, til að byggja kirkju, greiðir sörnuðurinn það sem ógreitt er af rentum og afborgun. Ef hinn fyrverundi forráðamaður kirkjunnar eða söfnuðurinn er óánægður með úttektargjörðina, má skjóta henni til yfirúttektar. Heimilt er sóknarnefnd að taka við kirkju, án þess að reglu- leg últekt sé gjörð. 5. grein. Söfnuðir þeir, sem taka að sér umsjón og viðhald kirkna, gangast undjr allar þær skyldur viðvíkjandi kirkjum, sem hvílt hafa 4 eigendum þeirra og forráðamönnum. Kirkjur þær sem eru afhentar söfnuðum eru undir hinu sama eptirliti og yfirstjórn og áður. Sóknarnefndir hafa fyrir hönd safnaðarins á hendi reikninga og umsjón yfir fé kirkna, og gilda um það hinar sömu reglur, og hingað til hafa gilt. » * * ¥

x

Norðlingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.