Norðlingur - 20.05.1879, Blaðsíða 2

Norðlingur - 20.05.1879, Blaðsíða 2
145 146 hafði sýnt þeim og sendiherrum þeirra óvirðingu og grunuðu Eng- lendingar Rússa um að ríða undir jarlinn, og héldu menn að Rúss- um mundi þar að mæta, er að jarli krepti, en sú hefir eigi orðið raunin á, þó jarl knúði fastan á með hjálpina. Engiendingar fundu litla vörn fyrir í landinu og lögðu skjótt undir sig mikinn hluta þess, svo að mönnum heima á Englandi hefir þótt nóg um, og er sagt að Vísikónginum á Indlandi hafi verið boðið að stöðva herinn um háveturinn, enda eru þá herferðir þar í landi hinar örðugustu, því vetrarríki er þar mikið, þó landið liggi sunnarlega, því það er mjög hálent. Eptir því sem að Englendingar nálguðust meir höfuð- borgina, Kabul, fór jarl að verða órórri í sessinum og flúði loks norður í land með skyldulíð sitt. J>ar veiktist hann og dó, voru þá margir frændur jarls er ætluðu sér að mata krókinn og kom- ast til valda, mynduðn þeir flokka og börðust innbyrðis, en þeirrá hlutskarpastur var son Ala jarls Jakub, og hefndi hann sín grimmi- lega á frændum sínum, konum þeirra og öðru skylduliði. Hann lét í fyrstu alllíklega um sættir við Englendinga, en þær drógust þó, og voru allar líkur til þess að ekkert mundi verða af þeim er síðast fréttist. Hann hefir og tekið sér fyrir ráðgjafa þann mann er lítt mun draga saman sættirnar með honum og Englendingum, en það er kennari hans gamall, versti fjandmaður Englendinga, og hefir hann mesta álit á sér þar i Iandi fyrir viturleik, og er jafnvel þegar talinn með helgum mönnum. Englendingar hafa iengi átt nýlendu á syðsta odda Afríku, þar sem að Gap heitir, hafa þeir verið að færa þar smátt og smátt út kviarnar, en ekki gengið með góðu opt og tíðum; hefir villiþjóð- um þeim, er löndin áttu, þótt þeir helzt til nærgöngulir og veitt þeim þungar búsifjar, og hafa Englendingar opt orðið að verja ný- lenduna með oddi og egg. Einn af þessum illu nágrönnum eru Zúlu-Kaffar, það eru hraustir menn og herskáir og eira þeir illa nágrenninu við Englendinga, og vilja þeir f engu fara að ráð- «m þeirra og milda og bæta stjórnarháttu sfna, en veita opt árásir innf nýlenduna; hafa Englendingar lengi ætlað þeim þegjandi þörf- ina. Fyrir Zúlu-Köffum ræðurnú sem stendur Cetewæyo konung- ur, hinn mesti grimdarseggur. Á hans fund gjörði landshöfðinginn á Cap, Sir Bartle Frere sendimenn og bað hann milda stjórnar- háttu sína og láta af ránum og áhlaupum á eignir Englendinga, en hann svaraði illu einu, og þá sagði landshöfðingi, án fulls leyfis frá stjórninni á Englandi, konungi strið á hendur. Heima á Eng- landi skeyttu menn lítt þessum ófriði og sendu ekkert herlið þang- að suður í viðbót, en þeir voru þar fáliðaðir og hið þarlenia lið ótraust, en þeir treystu vopnum sínum og hernaðar kunnáttu. Varð þeim því æríð bilt við er sú fregn barst heim til Englands snemma í febrúarmánuði, að ein af hersveitum þeirra hefði beðið algjörðan ósigur fyrir Zulu-Köffum 27. janúar. Hafa menn nú sannar sögur af þeim óförum. Herforinginn, Lord Chelmsford hafði látið setja herbúðir þar sem að Isandúla héitir, og reið sjálfur á njósn brott með nokkuð af liðinu og yfirforingjum sínum. A meðan réðust Zúlu-Kaffar á herbúðirnar með óvígan her, vörðust Englendingar vel, en enginn má við margnum og féllu þeir hver um annan þver- an, og svo iauk að allir féllu er í herbúðunum voru. Zúlu-Kaffar höfðu miklu betri vopn en Enlendingar höfðu búizt við, og þegar þeir komu svo nálægt að þeir gátu notið spjóta sinna þá féllu Eng- lendingar undvörpum, köstuðu Zúlu-Kaffar þeim dauðu ávopnEng- lendinga og fengu þeir eigi notið byssustingjanna. Englendingum varð það að miklu ógagni að þeir höfðu ekki búið til vagnborg að sið Hollendinga, því að þeim var ioks sótt öllu meginn, og náðu Zúlu-Kaffar skotfærum Englendinga, og varð þá lítið um vörn ept- ir það, og engum grið gefið, en hvert mannsbarn drepið. Féllu þar margir íoringjar af hinum beztu ættum á Englandi, það lá nærri að herforinginn sjélfur, yfirforingjarnir og hersveit sú er þeim fylgdi hefðu farið sömu förina. þarlendir menn höfðu sagt hers- böfðingja, þar sem hann var á njósn með sveit sinni, að Zúlu-Kaff- ar hefðu ráðist á herbúðirnar, en hann hélt öllu óhæit, og sneri aptur til herbúðanna, en skamt frá þeim mætti honum yfirfor- ingi Lonsdale, og bar hann honum harmasöguna. Lonsdale hafði verið sjúkur og var á leið til herbúðanna, og grunaði haun ekk- ert, því að hann sá menn á hinum rauða herbúningi Englendinga í herbúðunum, en fáa faðma frá þeim tók hann eptir því að öll and- litin voru svört, vissi hann þá, að þar mundi hafa orðið ill um- skipLi, og sneri sem skjótast við hesti sinum, rigndu skotin á ept- ir honum, en til allrar hamingju hitti hann ekkert þeirra. Hefði Lonsdale ekki hitt lord Chelmsford, þá voru öll líkindi til, að foringinn og menn hans hefðu haldið áfram í graDdleysi til herbúðanna, og ekki uggt að sér fyrren um seinan og fallið þar allir; en nú sneru þeir við sem skjótast og gjörðu hinum hersveitunum aðvart. Síð- an hefir sú fregn borizt þaðan að sunnan, að Cetewæyo konungur hafi sent friðarboða til Englendinga sem segja að stríðið og mann- drópin við lsandúla bafi verið á móti vilja hans? því sjálfur sé hann hinn sáttfúsasti, en Englendingum þykir ufriðarboðum hans lítt treystandi, þarsem að þeir hafa staðið konung að því að egna þegna þeirra f Transvvaal, sem eru óánægðir með yfirráð þeirra, til uppreistar, sem þegar kvað vera byrjuð. — En eiga EDglend- ingar í töluverðum vanda á Egyptalandi. þeir og Frakkar bafa lánað jarlinum þar mikið fé, en hann þykir fara illa með, og eyða þvi mestu í bíjífi og munaði. Frakkar og Englendingar hafa því sent honum sinn manninn hvorir um sig, er fengu sæti í ráða- neyti hans og réðu mestu um fjármál og iandstjórn, undi jarl þessu hið versta og hefir nýlega vikið báðum sendiinönnum úr ráðaneyt- inu að fornspurðum Englendingum og Frökkum, sem una þvi illa, og var helzt í orði að fá jSpldán til þess að setja jarlinn af, qg ar þar þá eitt ófrið.arefni.ð iij, þvi ekki mun jarl fara viljugur, enda eru likur til að herjnn mupi vera honum fylgisamur, því að hann var mjög óánægður með stjórn þeirrg sendjherranna, Wilsons og Blignieres. — Á Egyptalandi hefir JNílá brotið flóðgarðana og skemt stórum. Á Englandi hefir verið töluvert af gjatdþrotum og vinnumenn lagt á allmörgum stöðum niður vinnuna og heimtað hærri laun ; hafa mest brögð orðið að þessu í Liverpool. þar genguöO—BOþúsundir iðjulausar í vetur, voru það helzt sjómenn, burðarkallar og vagn- menn, og horfði þar til vandræða. Af öllu þessu þykir mönnum að frægð sú, er lord Beaconsfield gat sér á Berlinarfundinum í fyrrasumar, sé nokkuð farin að fölna, og reyna mótstöðumenn hans að nota sér það sem bezt; en þó þeim hafi nokkuð vaxið fiskur urn hrygg, þá hefir Beaconsfield ennþá allmikinn atkvæðafjölda í «parlamentinu». — 13. dag marzmánaðár gekk hertoginn af Con- naught, son Victoriu drottningar að eiga prinsessu Lovisu Mar- grétu, dóttir prins Carl, hróður Vilhjálms keisara, og var þá mikið utn dýrðir. Hertoginn er settur jarl yfir Irland. því verður eigi neitað, að svo lítur út, sem eigi sé ennþájkomin næg festa á þjóðveldið á Frakklandi. f þau rúm 8 ár er það hefir setið að völdum þar í landi frá því að keisaradæmið leið und ir lok 4. sept. 1870 hafa setið að vöidum 9 ráðaneyti og í þeim 22 innanríkis-, 7 utanríkis-, 8 lögreglu-, 9 fjárhags-, 9 kenslumála-, 9 hermála-, 10 herflota- og 11 akuryrkju-ráðgjafar. Ráðgjafar er sjá skyldu um alsherjar störf hafa verið 11 á þessu tímabili. það er eptirtektavert, að það hefir langoptast verið skipt um innanrík- isráðgjafa, en embætti þeirra er, einsog á stendur á Frakklandi, hið ábyrgðarmesta og vandasamasta. Hafi nú verið jafnmargar höfuðstefnur í stjórn innanrfkismála og ráðgjafarnir hafa verið marg- ir þessi árin, þá virðist talsvert los á ástándinu, enda stefna liluir «rauðu» lýðveldismenn beint að óbundnu frelsi, svo öllum hinum gætnari mönnum ofbýður. Eptir það að Gambetta varð þjóðþing- is forseti þá heitir sá Clemen[cau er mest er fyrir þeim, hann stagast altaf á því að þingið verði að vera sjálfu sér samkvæmt* hafi það sagt a, þá megi það líka segja b. Clemencau er mað- ur vel mentur, kaldlyndur, en grályndur, og fjarska metoröagjárn, og þykir honum svipa töluvert til hinna fornu Jakobina. það var einkum að kenna hans flokki að Mac-Mahon varð að segja af sér, og er hann var úr sögunni var rekinn fjöldi manna úr embættum, og gjörðu þá lýðveldismenn sig seka í sama athæfi, er þeir höfðu álasað mótstöðumönnum sínum svo mjög fyrir. Clemencau vildi og neyða stjórnina til þess að náða alla «Communista», eins þá sem höfðu gjört sig seka i opinberuiri glæpum, einnig vildi hann að stjórnin höfðaði mál gegn tVeim fyrrverandi ráðaneytum, Broglie og Rochebouet, en því fékk hann eigi framgengt, enda hótaði ráða- neytið Waddington, og jafnvel sjálfur rfkisforsetinn, Grevy, að segja af sér, ef þeirri uppástungu yrði framgengt, og við það heyktust margir. Nú vill þjóðþingið fyrir hvern mun flýtja frá Versailles til Parísarborgar, eu öldungaráðið var því heldur mótfallið, þó var tvisýní á að það mundi fá staðist fyrir ákafa þjóðþingsins og æs- ingum Parísarblaðanna, er hóta ráðherrunum hinu versta ef þeir láti eigi undaa. það mun eigi gjöra hina gætnari þingWienn fús- ari á að flytja þin-ið, að yfir því hefir nýlega verið kvártað í sjálfu þinginu, að rán og morð færu dagvaxandi í Parísarborg> óg það á almannafæri. Jules Ferry kenslumálaráðgjafinn hefir lagt fyrir þing- ið ný skólalög er svipta klerka einkarélti þeim er þeir hafa haft að miklu leyti til kenslu uhgmenna um langan tíma þar i landi. Er þegtr risin hin harðasta rimma útaf þvf, ög er vandséð, hvort login muni ná fram að ganga, þv'í énnþá er klerkastéttin mjög voldug á Frakklandi. Jesúítar, er mest gefa sig við uppfræðingu ungmenna, eiga líka það lof skilið fyrír að þeir segja ágætlega til, og eru þeir sugðir að jafnaði betur að sér, sem hjá þeim nema en þeir sem útskrifast úr stjórnarskólunum. Af því, er vér höfuiri hér sagt, má sjá að ennþá eru mörg og stór deiluefni á Frakklandi, og er hælt við að litið muni batna samkomulag og umburðarlyndi ‘) þetta prédiknbn líka hiuir fyrri stœknstn Jakobinar, og er þaí) knnnngt, ab af þv( leiddn hinar verstu ofsókuir og morb hinna beztu manna, hœbi þingmann- anna sjálfra (Qirondista) og annara, þar á meíal lfflát konnnga og drdttniDgar.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.