Norðlingur - 20.05.1879, Blaðsíða 3

Norðlingur - 20.05.1879, Blaðsíða 3
147 148 með flokkunum þá er binfr alræmdu Communistar, er myrtu, brendu og ræntu i París 1871 koma heim úr útlegðinni í augum hinna ■rauðustu rauðu» sem «píslarvottar frelsisins» ! Rússar hafa loksins samið fullan frið við Tyrki f Miklagarði þann 8. febrúar, og er það 11. friðarsamningurinn, er þeir gjöra við þá í síðustu 200 árin, og verður líklega ekki sá síðasti. Frið- ur þessi fer sem næst því er um samdist í Berlín í fyrra sumar. í hernaðarkostnað eiga Tyrkir að borga Rússum 802,500,000 franka, og þarað auki stórfé fyrir tilkostnað við hald á hertekn- um mönnum, og á það fð að borgast á 7 árum. Tyrkir eiga líka Bð borga 26£ mill. fr. í skaðabætur til þeirra RúSsa er voru bú- settir á Tyrklandi áður en ófriðurinn brautst út, og höfðu beðið þar fjártjón. Rússaher skyldi burtu úr löndum Tyrkja eptir rúman mánuð. Um leið og friðurinn komst á létu Tyrkir laus við Svart- fellinga vigin Podgoritza, Sputz og Zabliac. En við Grikki vilja þeir lítið slaka til, enda var alt með þeim og Tyrkjum laust bundið á Berlinarfundinum. Grikkir hafa kvartað fyrir stórveldunum, en nú sem stendur h'tur eigi út fyrir að nokkurt þeirra ætli að leggja þeim líðsyrði sém dugi, ‘en helzt munu Frakkar þeim vinveittir, enda talaði Waddington, útanríkismálaráðgjafi, þeirra máli bezt á’fundin- um. Nokkru eptir friðarsamninginn á milli Rússa og Tyrkja, setti fursti LobankolT þjóðþing Búlgara í Tirnova með hinni mestu við- höfn og hátíðahaldi, óskaði hann þeim til hamingju með fengið frelsi, en bað þá — að minsta kosti upphátt — að fara nú gæti- lega að öllu og stofna hvorki Rússum, er þeir ættu frelsið að þakka, Dé sjálfum sér í nýjan vanda. En Bulgarar fyrir sunnan Balkan- fjöll una því mjög illa að verða ennþá að lúta veldi Tyrkja, og gjöra þeir sig alllíklega til þess að sækja frelsi sitt og samband við «bræð- urnar» norðanfjalls með vopnum í hendur Tyrkjum er Rússaher fei úr landi. Til þess að eigi rísi upp nýlt stríð þar eystra hafa Rússar stungið uppá þvi að stórveldin öli í sameiningu settu setu- lið i Rumeliu, en þau hafa flest tekið þeirri uppástungu heldur dauflega, og munu stórveldin óttast að þvflfkt margbýli mundi draga illan dylk eptir sér. Trúa margir lítt friðarást Rússa, og er það altalað að þeir hafi að minsta kosti leyft, ef eigi styrkt, Búl- gara báðu meginn við Balkanfjöll að vígbúast. Frlðnum var fagn- að alstaðar á Rússlandi, þó gat keisarinn þess i ræðu sinni jtil herforingjanna á friðarhátíðinni i Pétursborg, að hann treysti öllum Rússum til góðs fylgis við sig ef á þyrfti að halda, en í því efni hefir sá góði herra ekki meira en miðlungi rétt, því að Nihilistar (UMr sóðialtstum) vaða nú hvað mesí uppi á Rússlandi og fremja hvort morðið á fætur öðru án þess að stjórnin fái aðgjört. Nihil- Istar skutu í vetur til bana Krapotkin fursta, fylkisstjóra í Char- kov þar sem að hann ók heim til sín frá dansleik. Furstinn átti bróðir, rammsósialistiskann; hann er útlagi af Rússlandi, og gefur út uppreistarblað eitt á Svisslandi. Áður höfðu þeir skrifað hon- um einsog Trepoff og Mesentzeff, og tilkynt honum að þeir hefðu dæmt bann til dauða. Morðinginn náðistekki heldur en vant er. Annað bréf hafa nihilistar skrifað hershöfðingja Dren- telen sem varð lögregluráðgjaö eptir Mesentzeff, sögðu þeir honum í bréfi sínu, að með því þeir vissu að hann hræddist ekki dauða sinn, þá ætluðu þeir sér að fara öðruvísi að við hann og drepa í stað hans einkadóttir hans, því það mundi valda hon- um mestra harma. En hér bundu bréfritararnir eigi að vanda enda á hótanir sínar, en aptur skaut rfðandi maður á Dreutelen er hann ók til embættishallar sinnar um hábjartan dag um einhverja fólkflestu götu Pétursborgar, en morðinginn hitti eigi hers- höfðingja, sem ekki lét sér bilt við verða, en elti hann í vagni sinum svo sem af tók, en hann dróg undan, hesturinn kollsteypt- ist réyndar með hann, en það var það neyðarlegasta, að til þesS að hjálpa honum undan bestinum varð lögreguþjónn og koma honum í vagn er keyrði burtu um hliðargötu, var vagninn úr allri augsýn þá hershöfðingjann bar þar að sem hans dyggi lög- regluþjón hélt vörð, og hefir eigi ííðan spurst til morðingjans. Mörg fleiri þvilík morð hafa verið framin í vetur áRússlandi, eink- um á lögregluliðínu, en næstum þvi aldrei náðst í morðingjana. , 1 EPTIRMÆLI eptir séra Ólaf þorvaldsson prest að Yiðvík. (dáinn 21. janúar 1878). Samblönduð sorgum er gleði, æ sérhver þess gæti! völt bæði er lukkan og lífið sem léð var af drottni, hniginn er höfðingi úr sæti, frá helgu embætti, grátþögull söfnuður situr. og syrgir hann látinn. Likams þó leifarnar byrgi, hinn leirtroðni akur, sál þin á sælunnar landi nú sýngur lof drottni, minning þín mun ekki deyja vor mlkli þjóðvinur, geymist hún glöðum ( hjörtum, en gleymist þar eigi. Ráðhollur, réttsýnn, tryggfastur, þú reyndist hvervetna, síljúfur, sáttgjarn, hreinlyndur, því sannleiknum fylgdir, þjóðhög þín mund framdi miklar og margbreyttar lystir, trúleiki’ og flýtir þar fylgdi með fegurð á verki. Hjálparfús hendur útréttir til hinna fátæku, kærleiks með krapti guðsorða af kappi þú studdir, farsældar friðs til og gleði, að frelsarans boði gestrisinn, glaður, trúrækinn þú göfugt stórmenní. Grátþrungna göfuga ekkja, æ gleðstu þvf bráðum, finnist þið friðar á landi, ( frelsarans hönduml samrómað söng engla verður, þá sýngið þið drottni, iofgjörð um ellífar aldir í alsælli gleði. Sigtr. Jónatansson. FÁ ORD UM SVEITÁRSTJÓRN. Ekki er það um skör fram gjört, þó hreppsnefndirnar láti í Ijósi skoðanir sínar og umkvörtun út af ófrelsinu sem þeim er sagt á hendur, méð Tilskipun 4. maí 1872 í sveitarmálefnum. Yér erum f öllu samdóma hinum heiðruðu hreppsnefndarmönnum úr þingeyjarsýslu í «Norðanfara» nr. 41—42 f. á. j>ví það ertilfinn- anlegt og á hæðsta stigi ósanngjamt, að skylda bændur til slíkra starfa endurgjaldslaust, og margur eyðir þar tíma og miklum vinnu- krapli frá nauðsynlegum búþörfum á öllum tíma árs, eigi hann svo vel sé af leysa að hendi sem hreppsnefndarmaður þessa níðandi skylduvinnu sém hvervetna er illa ræmd, og það ekki sízt eptir því sem meðvitund frelsisins tekur að glæðast hjá alþýðu fyrir al- mennu jafnrétti. Eins og kunnugt er, hafa hreppstjórar um langan tfma gegnt sveitárstjórnarstörfum, án þess að fá nokkur laun fyrir verk sín; en samt voru þeir af háyfirvöldum landsins með reglugjörð frá 24. nóv. 1809, frfaðir við útsvar til fátækra og alt «þinggjald»; þetta kom að visu ekki jafnt niður, því fátækir voru og eru líka margir hreppstjórar gjaldið þes3vegna lítið en verksvið þeirra eigi að siður jafn umfangsmikið sem hinna efnaðri eptir því hvernig stærð og erf- iðleik hreppa er varið á ymsan hátt. En hugulsemin hefir smámsaman rýrnað, fyrst var hreppstjórum með konungsboði frá 14. apríl 1819 og kansellibréfi frá 11. júlf 1818 gjört að skyldu, að greiða útsvar til fátækra og jafnaðarsjóðsgjald, svo að lyktum nú með nýju skatta- lögunum frá 14. des. 1877 eru þeir sviptir undanþágu á «þing- gjöldum* sem hingaðtil hafði haldist sfðan 1809. Oss virðist af sögðum ástæðum að hreppstjórnar embættið hverfi af sjálfu sér, eða sé þegar horfið úr stjórnarbendunni. Sveitastjórnar tilskip- unin getur heldur ekki hreppstjóranna að nokkru verulegu, þeirra verkahringur lýtur því að mestu ef eigi öllu leyti undir sýslumenn, og væri því ekki óhugsandi að þeir bættu á sig skriptum og öðr- um starfa sem hreppstjórar gjöra i opinberar þarfir fyrst það þykir einskis virði. það er æskilegt að æðsta stjórn landsins og alþingi i samein- ingu, taki málefni þetta til fhugunar og verulegra umbóta á næst- komandi sumri, en fari svo, móti von, að þessu máli verði engin gaumur gefin, og haldið áfram með að dýngja, sfvaxandi bókfærslu og skýrsluskriptum m. m. á nýtustu menn sveitanna, þeim til hnekkis, endurgjaldslaust, verður að lfkindum þetta mál eigi látið hér niðurfália. Bóndi f Eyjafjarðarsýslu.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.