Norðlingur - 06.04.1880, Blaðsíða 4

Norðlingur - 06.04.1880, Blaðsíða 4
28 Ólafsson segir þar á móti í ritdómnum að Bjarni hafl engin sterkari orð en oþetta er ekki skemtilegt», en það segir Bjarni áður en hann veit að konan er dáin, einsog allir geta séð, sem ritið lesa. J»etta sýnir að Jón annaðhvert hefir ekki lesið ritið eða þá lesið það rangt; honum væri þó víst betra að lesa með eptirtekt rit þau sem hann ætlar að dæma, og, ef mögulegt er, skilja þau rétt, því þá væri ekki öldungis ó- hugsandi að eitthvað kynni að finnast satt í þeim dómum, sem hann lætur á þrykk út ganga um þau. Eg þarf annars ekki að furða mig yfir því, þó Jón kasti til mín og leiks þessa smá hnútum, það má segja um þetta eins og stendur í »Jón Ólafsson, söngvar og kvæði»: «Jafnt má hár það líða og lár». Eitt með öðru segir Jón um mig, að það sé auðséð að eg þekki enga ást; um þetta efni má hann vel úr flokki tala, því af ritum hans og kvæðum má sjá að hann þekkir ástina á marga vegu. Á 7. bls. í kvæðabók sinni segir hann, að hefði ástmey sín svikið orð og eiða gæti hann stytt sitt leiða líf í bylgjum sjávarins, en hefði hann sjálfur rofið trú við hana mundi hann brátt hafa búið sér og henni bana. þetta er nú ekki kraptiaus ást, hún er sterkari en dauðinn. Kvæðið á bls 99—103 sýnir nokkuð aflminni ást, þar gjörir Ásta nokkur mann sem skáld er nefndur ástfanginn í sér, hann lýsir ást sinni til hennar með áhrifamiklum orð- um; hann fékk að fylgja henni heim að húsi hennar, þá greip sorgin hann af því að hann þurfti að kveðja hana, [>ó kysti hann hana tvo kossa og þrýsti hönd hennar um leið, og seinna í kvæðinu segir hann , að það hafi hún þolað sér brosandi, og það segist hann «halda klárt að þolað hefði hún sér fleira», en þó varð hún samt «hálf skrítin», já, hún varð «bálvond» og hljóp burt. [>etta háttalag hennar herti nú á ástinni í skáldinu, og fór hann heim til sín með sneipu og yðrun og huggaði sig við þá von að fá að deyja af örvæntingu og lofaði að skjóta sig með degi, en morguninn eptir var alt gjörsamlega komið af honum og fann hann ekki neitt til ástarinnar, og segir hann að það hafi komið til af því, að sárlítið hafi verið í Ástu þessa varið, og af því haíi hún flúið sig, að hún hafi séð það á sér, «að hann vildi ekkert meira». llefði það nú verið rangt af Astu að bera á móti þessu, og segja að hún hafi flúið af því, að hún hati þózt sjá það á skáldinu, að hann hafi viljað fá eitthvað m eira? Jeg bið stúlkuruar að dæma um það fyrir mig, hvort skáld þetta er öllu virðulegri persóna, en Bjarni bóndi er látinn vera. Asla þessi heíir verið öðru vísi en sú sem Jón kveður þetta um á bls. 106 «[>ornalundi þekkt var sprund, það var undur gaman». Suml í kvæðum Jóns sýnir hvað hann elskar kvennfólkið yfir höfuð, t. d. þetta, sem hann kvað um systur sínar áfslandi: «Hvað kunna þeir heima? að gjöra graut og geta böru . . . . og þá er búið», og þetta: «lslandsmeyja olskuríkt opt er hjarta þannin, þær elska stétt og auð og slíkt, en ekki sjálfan manuinn». Líka mætti nefna kvæðið: »Sankti Pétur og sálin», sem hann prýddi Baldur heitinn með. Föðurást Jóns finst mér mega marka af því, hveruig hann lýsir «Skuld», dóttur sinni 1879, nr. 88, þar fer hann fram úr öilum blaðamönnum á Islandi og máske a'stað- ar í veröldinni að hæla blaði sínu, mér finst þó að sú rusla- skjóða eigi lítið lof skilið, alt að þessu álít eg hana vera þjóðminkunarblað. Uefði síra Sigurður Gunnarsson lifað leng- ur, mundi hann hafa gefið út blað sem Austfirðingum hefði verið til sóma, og þá hefði sézt á hvað marga skjái Skuld hefði orðið. Mér finst menn geti séð af sumu sem Jón hef- ir ritað, hvað ættjarðarást hans er rótgróin, t. d. af því hvað hann hefir ritað um innlendu verzlunina (Gránufélagið) og suma beztu menn þjóðarinnar t. d. Jón Sigurðsson og síra Sigurð Gunnarsson o. fl o fl. INú þykist eg vera búinn að sýna það, að Jón þekkir ástina. En eina vísu hans skil eg ekki, þetta er í henni: «Sanna gleði fyrst eg fæ foldarsverði undir». Skyldi hann ætla að láta heygja sig lifandi að forn- um sið og njóta svo þessarar sönnu gleði í gröfinni eptir dauðann? eg hefi ávalt ímyndað mér að dauður skrokkur geti engrar gleði notið, en gleðin tilheyri lifandi verurn, og því trúi eg að gröfin sé ekki bústaður sálarinnar eptir dauða ‘mannsins. Eg nenni ekki i þetta sinn að vaða í gegnurn öll verk Jóns, mig varrtar líka rosabullurnar sem hann áiítur að þurfi að hafa þegar leir er vaðinn; eg útvega þær seinna ef á þarf að halda. það játa eg að mér þykja sum seinni kvæði Jóns skárri en Símonarljóðin, sem vonlegt er, því Jón hefir fengið talsvert vanavit, en hefði Símon náð annari eins mentun er líklegt að hann hefði orðið Jóni fremri, því færri þarf Símon úrfellingarmerkin. Um «Sigríði Eyjafjarðarsól» dæmi eg ekki sjálfur,* en sá maður, sem Jón Ólafsson hefir kallað skáld, bjó hana undir prentun og dæmdi hann öðruvísi um hana eu Jón, og það má Jón vita, að margir álíta mann þennan betra skáld en hann. Og þó eg þekki máske lítið til ástarinnar, hef eg svo mikið af bróðurást, að eg enda þess- ar fáu línur með þeirri hjartans ósk minni, að Jón Ólafsson læri að þekkja sjálfan sig áður en hann hverfur »undir foldarsvörðinn». Ari Jónsson. Auglýsingar. Lýsing á óskilafé seldu í Húnavatnssýslu haustið 1879. I Vindhælishrepp: 1. hvítur hrútur veturg., stýft gagnbitað hægra, sneitt fr. v. brennimark A. J. 2. hvít gimbur veturgömul, sneitt fr. hægra, heilr. gagnb. v. 3. hv. lambgimbur, blaðstýft aptan hægra, sýlt gagnbitað v. 4. hvít lambgimbur, sýit gagnbitað vinstra. 5. hv. — hvatt fj. fr. hægra, tvírifað í stúf fj. fr. v. 6. hv, lambgeldingur, sneitt aptan v. I Engihlíðarhrepp. 1. Hvítur hrútur velurgamall, hvatt h., stýft gagnbitað v. 2. Svartur lambhrútur, sneitt a. gagnb. h., hvatr. gagnb. v. 3. Hvít lambgimbur, hálft af a. fj. fr. h., gagnfj. v. í Bólstaðarhlíðarhrepp. 1. Ilvítur sauður 4 v., hvatt h., tvístýft fr v. 2. Hvítur sauður 2 v., óþekkjanl. h., sneitt a. biti fr. v. 3. Hvít ær 3 v., stýft gagnb. h , sýlt gagnfj. v. 4 hvít ær 3 v., hvatt h., tvístýft fr. v. 5. hvít gimbur veturg., sýlt fj. fr. h., sneitt og biti a. v. 6. hvít gimbur veturg., stýft hálftaf a. fj. fr. h., sneitt fr. fj. • apt. vinstra; brennimark : J A 7. hvítur lambgeldingur, sneitt a. hangfj. og biti fr. hófr. a. h. 8. hvít lambgimbur, sneiðrifáð fr. h., sneitt og lögg fr. v. 9. hvít lambgimbur, tvístýft fr, fj. a. h., stúfrifað v. 10. hvítur lambhrútur, gagnb. h., tvístýft a. biti fr. v. 11. hvitnr lambhrútur, blaðstýft a. b. fr. h., stúfr. ( hálftaffr. v. 12. Dökkrauð hryssa, tvístjörnótt, 8 vetra? hvítur hríngur á hægra eyra, tamin, aljáruuð, taglskelt, fjaðrir 2 a. h. I Svínavatnshrepp. 1. hvítur sauður veturg., sneiðr. fr. h., hangfj. a v. 2. hvítur sauður vetnrg , slýft gat h., miðhlutað v. 3. hvítur sauður veturg , tvirifað i heilt biti fr. h , sneiðr. a. t. 4 svartur lambgeldiugur, stúfr hangfj a. h., stúfr. hangfj. a. v. 5. grár lambgeldingur, sneitt af hálftaf fr. h., blaðst. a. b fr. v. 6. golsóttur lamgeldingur, sneitt fr. h . stýft fj. fr. v. 7. hvítur lambgeldingur, stýft biti fr. h., sýlt fj. fr. v, 8. hvítur lambhrútur, sýlt bítar 2 fr. h., fjaðrir 2 fr. v. 9. hvftur lambhrútur, blaðstýft og fj. fr. h., vaglsk. og br. a. v. 10. hvítur lambhrútur, gagnbitab hægra, sneitt fr. vinstra. 11 hvítur lambhrútur, hvatt hægra, stýft biti fr. vrnstra 12 hvítur lambhrútur, sýlt f hamar, h , stúfrifað gagnb. v. 13. hvitur lambgeldingnr, sneiðrifað fr h., tvístýft a. biti fr. v. 14. Svört lambgimbur, heilrifað biti fr h, háitaf a v. 15. hv. — stúfrifað biti fr. h. lögg a. v. (Framhald) Tíðarfarið er hið bezta hér einsog áður, og sama er að frétta að austan. Að undanförnu hefir aflazt inikið af síld hér á Pollinum og töluvert af fiski ót á firði. Hákarl hefir og aflast vel á opin skip ; sáu hákarlamenn íshroða nokkurn til hafsins. — Gaulverjabær er veittur séra Páli Sigurðssyni á Hjaltabakka. *) Iteykvfkskur fréttaritari einhvers hins stærsta danska dag- blaðs, «Nationaitidende», hefir meðal annars getið um «Sígríði Eyjafjarðarsól» á þessa leið 15. des. f. á.: «[>ó að sorgar- leikurinn sé í rauninni ekki uema þjóðsaga, sem breytt er í samtal, þá fer margt í leiknum vel á leiksviði; í honum eru og prýðislagleg kvæði, og ber sorgarleikurinn þess órækan vott, að höfundurinn ber gott skynbragð á, hvað komi vel fyrir sjónir, þá leikið er » Ritst. Eigandi og ábyrgðarmaður Skapti Jósepsson cand. phil. Prentari: Björn Júnsson.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.