Norðlingur - 15.06.1880, Blaðsíða 1

Norðlingur - 15.06.1880, Blaðsíða 1
IMLINGE. V, 25.-26. Keniur út 2—3 á mánuði 31 blöð als um árið. Akureyri 15. júuí 1880. Kostar 3 kr. árg. (erlendis 4 kr.) stök nr. 20 aura. 1880. Jarðarför Jóns Sigurðssonar (Aðsent ) Jarðarför Jóns Sigurðssonar og konu hans fram fór hinn 4. maí. Landshöfðinginn áleit ófært að fresta jarðsrförinni og bíða, þangaðtil fólk gæti komið úr hinum fjarlægari hðruðum landsins, enda er og hæpið að bíða eptir þvi, þar sem menn eru annaðhvort að tínast svona smám saman, og koma kanske ais ekki, einsog nú varð raun- in á með tsfirðinga, sem höfðu látið þá fregn berast, að þeir ætluðu að koma á stóru hafskipi um leið og von væri á póst- skipinu, en ekkert hafskip kom að vestan, og enginn Isflrð- ingur. Mikill undirbúningur var hafður til þess að gjöra þessa heiðursminningu Jóns Sigurðssonar svo hátíðlega sem kostur var á, og var því öllu stýrt af landshöfðingjanum Llilmari Fin- aen, aðjunkt Birni Ólsen og skólastjóra Helga Helgesen; var þessi stjórn og niðurskipun svo aðdáanleg, að hún lokaði munnum þess fólks, er hafði haft háðsyrði og hinar venjulegu pólitisku dönskuslettur um feril og aðgjörðir Jóns Sigurðsson- ar. Jarðarförin var því svo tignarleg og stórkostleg — þrátt fyrir það að fáir komu úr fjærsveitunuin — að hún tók öllu slíku fram er menn muna eptir, og raun lengi að minnum höfð. Klukkan 10V» söfnuðust þeir menn saman hjá latínuskól- antim, sem gengu hátíðisgönguna og mynduðu hina eiginlegu líkfylgd; ætlum ver það muni hala nuinið fimm hundruðum rnanria. Tólf marskálkar stjórnuðu göngunni ; voru það stúdentar læknaskólans og prestaskólans, og voru einkendir með breiðum axlarfetlum hvítum og svörtum. Fremstir gengu skóla- piltar, yfir hundrað að tölu; þá kennarar hinna æðri stofnana, bœjarstjórn Reykjavíkur og embættismenn, þá handiðnamenn og margir aðrir. Stór merki, blá með fálka og öðrum mynd- um, voru borin á háum stöngum. þessi langa mannaruna gekk nú fjórskipuð ofan hjá kirkjunni og niður að bryggjuhúsinu, þar sem kisturnar áttu að komu að frá skipinu. Jarðsetningarnefadin fór á stóru íslenzku skipi að sækja líkin út á skipið. í nefndinni voru þeir Helgi Helgesen, Björn Olsen, Steingrímur Thorsteinsson og Matthías Jochums- son, en landshöfðinginn var sjálfur hjá þeim sem biðu við hrvggjuhúsið; voru þar settir tveir pallar svartklæddir, til þess að setja kisturnar 4, meðan kvæði væri sungið. Bryggjuhúsið var prýtt með grænum sveigum og krönsum, en á öllum hús- 111,1 °S skipnm voru merki dregin npp í hálfa stöng. Fjöldi frakkneskra og danskra herforingja var þar saman kominn, en allt fólkið stóð í kring um pallana, og sást ekki yfir mann- fjöldann. Tveir bátar frá «IngólfÍH drógu náskipið í land, og stóðu oefndarmenn við líkkísturnar, en á eptir fylgdi söng- flokkur frá herskipinu á öðrum bát og Iðk sorgarlög; en allir meun á öHum herskipunum stóðu á borðstokkunum berhöfð- aðir með höfuðfötin í hendinni, þegar líkin fóru um sjóinn. 'oru kisturnar síðan settar á líkpaliana, og sungið kvæði Steingríms Thorsteinssonar. Síðan báru skólapiltar líkin í kirkjuna, en urðu opt að hvíla, því kisturnar voru afarþungar. þær voru gular að lit með grískum borða, og að öllu leyti einsog tíðka.st við konunga og stórhöfðingia; alsettar blóm- krönsum og grænum sveigum; á kistu Jóns Sigurðssonar lágu og tvær pálmaviðargreinar, og þar voru þeir silfurskildir og silfurkransar, sem gefnir höfðu verið ytra (en hér gaf enginn neitt, sem ekki var við að búast). Ðómkirkjan var tjölduð með svörtu klæði og skrýdd græn- um sveigum og blómhringum. Víð fordyrin beggja megin stóðu hermenn með brugðnum sverðum, og sömuleiðis við dyrnar á sakristíinu, þar sem kvennmönnum var ætlað að ganga inn um. Fyrir kórdyrunum eða kórboganum voru tveir svartir stöplar, og tuttugu og eitt ljós á hvorum þeirra, en öll kirkjan var Ijósum prýdd — þar voru um 300 Ijós. Kirkj- an var alveg full af fólki, og hin íslenzku bláu merki voru borin þar inn og blöktuðu yfir mannþrönginni; en alt fór fram með reglu og án nokkurs troðnings, og var það marskálkun- um að þakka; kvennfólkið var uppi, og var engin í hinum íslenzka skrautbúningi til hátíðabrigðis nema kona Benedikts Gröndals, en alt hitt var á sínum eldhússfötum, og þannig ler það optastnær ( kirkju hér. Eptir að búið var að syngja fyrsta kvæðið eða «sálminn», þá hélt dómkirkjupresturinn Hk- ræðuna, og þótti oss honum heldur en ekki takast vel; hann talaði alveg blaðalaust, snjalt og frjálsmannlega, og fanst oss þá, er vér sátum undir ræðunni, að þannig ætti einmitt að tala. f>ar næst hélt séra Matthías ræðu af blöðum »í nafni ættingjanna»; var margt gott i ræðunni, og margt skrítið. Loksius hélt bitkupinn ræðu, og gat það eins verið ávítnnar- ræða fyrir það, að Jón íugurðsson sleikti ekki upp stjórnma, eins og hrós fyrir staðlestu hans og þrek. þar var minst á, hversu laginn Jón Sigurðsson hefði verið að laða til sín hina ungu — sami söngur og vér höfum heyrt um það, að Jón Sigurðsson »forfærði» oss — en vér þurfum víst ekki að pré- dika hér um það, hvað ungum mönnum lízt bezt á (eða leizt bezt á, þvi nú eru hioir ungu menn orðnir svo fullorðinslegir og ráðsettir) i þessu efni, það vitum vér allir. Eu eitt var það, sem kom fram í ræðu biskupsins og kanske hinna líka. það var minst á stöðulögin og sljórnarlögin 1874, sem gefin voru á þjóðhátíðinni, eins og væri þau óViðjafnanleg og al- fullkomin náðargjöf; það var sagt, að það hefði verið Jóni Sigurðssyni að þakka, og að eptir að þau voru komin, þá hefði hann álitið verk sitt fullkomnað I Aldrei höfum vér heyrt aðra eins vitleysu, og það framborna á helgum stað yfir helg- um moldum. Jón Sigurðsson var einmitt sár og reiður útaf stjórnarlögunum 1874, eigi einungis valdboðnum og keyrðum uppá íslendinga áu samþykkis alþingis, heldur og þannig úr garði gjörðum, að vér höfum í raun og veru ekkert unnið (?) — stjórnin getur gjört við oss hvað sem henni þóknast einsog áður, enda hafa útlendir menn látið sjá eptir sig á preuti, að stjórnarlög þessi væri eigi annað en leikur og orðaglamur — stjórnin neitar oss enn sem fyrri um alt sem henni þóknasl, þótt alþingismenn og kanske aðrir séu altaf að kveða upp aptur og aptur, að stjórnarlögin geti orðíð oss að mesta gagni, ef vér notum þau réttilega; því hvernig eiguin vér að nota þau öðruvísi en stjórnin í líaupmannahöfn vill? þetta sá Jón Sigurðsson, og þessvegna fyrirleit hann stjórnarlögin 1874, en áleit þau ekki sem hinn æðsta velgjörning og sigurhnút, eða árangur síns starfs, einsog biskupinn var að tala um, enda sagði og biskupinn, að Jón Sigurðsson hefði ávalt viljað annað- hvort alt eða ekkert - það hefði þá verið undarlegt, ef haun

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.