Norðlingur - 15.06.1880, Blaðsíða 2

Norðlingur - 15.06.1880, Blaðsíða 2
50 hefði tekið báðum höndum við því, sem hann sjálfur áleit hvorki heiit nð hálft. Gn þegar eptir þjóðhátíðina 1874 kom svo mikil apturför f heilsu Jóns Sigurðssonar bæði til líkams og sálar, að það var ekki einleikið, enda vitum vér vel orsak- irnar til þess; þær voru tvær: hin fyrri orsökin voru stöðu-r og stjórnarlögin og valdboð þeirra, því hann fann að þar með var gengið fram hjá alþingi og allri þeirri baráttu, sem hann hafði háð alla æfi sína. Hin síðari orsökin var sú, að Íslend- ingar voru þeir aumingjar, að hálda þúsund ára hátíð sína án Jóns Sigurðssonar; þeir buðu honum ekki til hátíðarinnar sem heiðursgesti; þeir buðu ekki þeim manni, án hvers þús- und ára afmæli vort aldrei hefði haldið orðið; þeim manni, sem hefir verið sálin og lífskrapturinn í öllu voru þjóðlífi, og sem hefir kent oss að sjá, að vér værum menn með mannleg- um réttindum. |>essum manni var ekki boðið,* sem var mið- púnktur allrar þjóðhátíðarinnar; það var sagt, að «menn hefði vænt hans« — en ef satt skal segja, þá hafði Jón Sigurðsson ekki svo mikið fé urn þær mundir, að hann gæti kostað sig til þjóðhátíðarinnar; hann vonaðist fram t síðustu lög eptir að fá boð um að koma, en engin boð komu; og enginn veit bet- ur en sumir þeir er þá voru nærri honum, hversu mikils hon- um fékk þetta. |>essir kaflar í ræðunum eptir Jón Sigurðsson voru því bygðir á ósannindum, og þarf ekki að segja oss neitt um það efni. En annars fórust biskupinum mæta vel orð; hann 9agði og að »þegar allir gugnuðu, þá gugnaði hann ekki«, og yör höfuð gaf hann honum þá viðurkenningu, sem skyldugt var, jafnvel þó allur blærinn á ræðunni væri eitthvert ergelsi útaf «Oppositionínni», útaf því, að Jón Sigurðsson ekki hafði kropið á kné fyrir stjórninni og «beygl sig lyrir Baal». |>aö kom og fyrir I ræðunni, að Jón Sigurðsson hefði þó hitt á hið rétta, og séð hið rétta, þegar öllu væri á botninn hvolft. Ergo: stjórnin, og biskupinn, sem hefir verið einn af köppum stjórnarinnar og þessvegna mótstöðumaður Jóns Sig- urðssonar, hefir því séð hið ranga og haldið biuu ranga fram, og við það hefir biskupinn opinberlega kannast með þessum sinum orðum. Vér metum hann því miklu meira eptir en áður, svo mikils sem vér mötturn hann. — Vér getum einnig bætt því við, að það sannaðist á Jóni Sigurðssyni, að útleud- ingar kunna eigi að meta nokkurn islenzkan mann, nema hann sé stjórnarsleikja eða eitthvað þess konar; því það er alveg víst og ómótmælanlegt, að í sögu íslands og flestum fornum norrænuui Iræðuin var enginn samtíðamaður á við Jón Sigurðs- son ; en saint var altaf gengið fram hjá honum; ekki gátu há- skólarnir í Kristjaníu og Uppsölum gjört Jón Sigurðsson að heiðursdoktor, jafnvel þó háskóiunum væri það gagnkunnugt, hverr Jón Sigurðsson var, og hversu mikið gagn hann hafðj unuið einmitt þeirn háskólum. JNei, þeir kusu alt öðruvísi menn. Einu sinni á æfi Jóus Sigurðssonar vildi það til, að hann varð á sama máli og stjórnin, en á móti íslendingum — það var í fjárkláðanum ; þá varð stjórninni svo hverft við, að húu rauk upp til handa og fóta og gjörði hann að riddara ; en Jón Sigurðsson hirti í rauninni aldrei um þann riddarakross, og bar hann nærri því aldrei, ekki einusinni band í hnappa- gatinu. En hann varð samt ekki stjórnarmaður, einsog þeir hafa Ifklega búizt við; það var einungis í þetta skipti, að hon- urn kom saman við stjórnina, af því það var sannfæring hans aö svo ætti að vera. í annað sinn ætlaði stjórnin að fá Jón Sigurðsson á sína hlið, sumsé þegar hún bauð honuin rektors- emhættið við Beykjavíkurskóla; því honum var boðið það, en 'liann sókti aldrei um það, þótt svo sé frá sagt i dönskutn blöðum, tii að mynda í «Dagstelegrafen» 30. maí 1873, þar sem stendur með fullum stöfum, að þetta hafi átt að gjöra hann að stjórnarsinna. En það varð ekki af þessu, því Jón Sigurðsson tókst aldrei á hendur þetta embætti ; hann fór rauuar til ráðgjafans og talaði við hann, en ráðgjaönn vildi ekkert heyra um þær endurbætnr á skólanum sein Jón Sig- urðsson heimtaði, og hanu hefir aldrei gefið stjórninni ueiun *) þetta eiguin vér íslendingar einkum og sérílagi að þakka Haldóri Friðríkssyni, sem veitti þjóðhátíðinni á þingvelli 1874 hina alkunnu forstöðu. Ritst. kost á sér með því skilyrði að hann hætti að spyrna á móts stjórninni og yfirgefa Islendinga. f>etta vitum vér af Jóns Sigurðssonar eigin munni. Enn var það eitt, sem kom fyrir í ræðu séra Matthfasar, að hann hefði átt sér mótstöðumenn, en engan óvin. J>að er nú svo; það er skrítin heimspeki, skrítin sálarfræði. Vér skulum minna á það, hversu hörð sú barátta var, sem Jón Sigurðsson hlaut að heyja til þess að geta liíað, til þess að geta unnið fyrir oss ; því til þess hlaut hann að fá fé einmitt hjá mótstöðumönnum sínum, nefnilega dönsku stjóminni, og það má nærri geta, að hann hefði eigi getað það, hefði bann eigi haft til að bera það sálarþrek, þá ró og stillingu, sem svo fáum er gefin, enda kom hann hvorki í orðum né ritum nokkurn tfma með styggðaryrði eða frekju. Hann barðist fyrir hugmyndinni, en persónur lét hann í friði. En hvort mótstöðumenn ekki séu óvinir, þegar þeir leitast við að svipta einn mann atvinnu og þvi sem hann þarf til iffsins, þar uin getur hver dæint, óvinátta getur átt sér stað án skammarvrða og barsrníða. Jón Sigurðsson var lengi skjala- vörður (Arkivsecreteri) með 1600 króna launum; en í verzlun- arstríðinu var þetta tekið af honum — vér getum nærri hvers vegna. í formálanum fyrir fyrsta bindi fornbrjefasafusins (1876) segir haun : «Eg hefi fengið um nokkur ár 400 rd. árlega, en þurfti og beiddi um 800; seinast urðu ymsar orsakir til þess, að þeir 400 rd. voru dregnir af». IVleð þessari hóværð talar hann um það, hvernig stjórnin svipti hann atvinnu og iífsnauð- synjum , sem auk þess voru veittar af íslandsfé. Vér geturn einnig nærri hversvegna þetta muni hafa verið tekið af honum. |>að má nærrí geta, að stjórnin muni hafa fagnað, þegar hún loksins sá þennan grjótgarð hrynja er ójafnaðaröldur hennar höfðu skollið á og ekki getað brotið f fjörutfu ár. Hún hefir orðið fegin og unnað oss vel að fá hann dauðan og fylgja honum til moldar. Eptir þetta var sungið í kirkjunni, söngur eptir Matthías Jochumsson með fögru lagi, er landshöfðingjafrúin hafði gjört; þar sungu stúdentar saman, og frú Ásta Hallgrímsson, kona Tómasar læknis, og kand. Steingrímur Johnsen, sitt versið hvort einraddað, og var unaðlegt að heyra fyrir þá, sem heyrt hafa sðfig í útlöndum. j>á var suugið úthafningarkvæði eptír Matthías og kista Jóns Sigurðssonar siðan hafin út af stjórn bókmentaíélagsins, en frú Ingibjargar af helztu bændum og öðrum merkismönnum. Meðan gengið var upp í kirkjugarðinn var leikið á horn og lúðra, en allar túnbrekkurnar voru alsetl- ar fólki, og má ætla að yfir tvær þúsundir roanua hafi verið þar saman komnar. |>egar komið var upp í kirkjugarðinn, þá voru kisturnur látnar í múraða gröf, með öllurn krönsum og silfur- skrauti, og síðan múruð hvelflng yfir; en áður flutti Huldór Friðriksson kveðju frá ísörðingum, og kvæði eptir Benedict Gröndal var sungið yfir gröfinni. þar eptir gengu menn í kirkju, og var þar sunginn hinn latínski sálrnur eptir Prudentius, sem vant er að syngja við lát höfðingja. Svo var jarðarförinni lokið. Marmaralíkneski það, sem hinn norski myndasmiður Bergslien gjörði að Jóni Sigurðssyni lifandi og gaf fslandi, mun verða reist í hinu nýja alþingishúsi þegar það er búið. En það verður nú eigi bygt á Arnarhól — hinum einasta stað, sem það átti að standa á — því landshöfðinginn hefir bannaö það(?); hann vill ekki missa grasið frá landshöfðingja kúnum; heldur á að reisa hið nýja alþingishús vort í Tjarnarleðjunni og þétt við kirkjuna, á hinum Ijótasta og versta stað sem hugsast getur, og til þess hefir verið keyptur lítill kálgarðspartur af tlaldóri Friðrikssyni fyrir tvœr þúsundir og fimm hundruð lcróna', dýrt er jarðnæðið, og betra að kaupa kálgarðspart fyrir tvær þúsundir og fimtn hundruð króua, heldur en að taka hús- stæði á Arnarhóli fyrir ekkert, því Arnarhólsland er landsins eign, og hefðí ekkert þurft að borga fyrir það; nú kostar og mikið að fiytja alt grjótið, sem búíð var að hrúga sarnan þar sem húsið átti að standa í öndverðu. |>etta er verk alþingis(?j, og óskum vér því til lukku með stjórnina og peningana I Alþiugið lelur landshöfðingjanum alt, og í rauninni þurl'um vér ekkert alþing, einsog nú er farið að verða; landshöfðing-

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.