Norðlingur - 15.06.1880, Blaðsíða 3
51
inn ræður öllu. Aldrei mundi þetta hafa verið gjört, ef Jón
Sigurðsson hefði lifað og getað talað. Landshöfðinginn veit
við hverja hann á. Hann er í rauninni góður maður, en vér
getum ef til vill sagt, að hans vegir sðu ekki vorir vegir, og
að vér skiljum ekki hans ráð, einsog vér ekki skiljum Drottins
ráð. En vér verðum nú að þegja, og láta oss lynda það sem
við oss er gjört Síðan Jón Sigurðsson hætti að geta látið til
sín taka, heflr alþingið verið miklu Ijúfara og viðráðanlegra, og
sjálfsagt stjórninni miklu hugþekkara. það hefir sett nefndir,
og í öllum þessum nefndum er landshöfðinginn og stjórnar
þeim. Enginn hefir neinn annan vilja en landshöfðingjans, og
samlyndið er svo æskilegt sem orðið getur. Með sanni getum
vér sagt: Vér höfum grafið Jón Sigurðsson!
*
* *
Yér höfum tekið þessa lýsing á jarðarför Jóns Sigurðs-
sonar og konu hans í Norðling, bæði af því, að hún er vel
samin og efnis meiri en allar þær heinagrindur til samans,
er sézt hafa hingaðtil i blöðum um jarðarförina; svo eru líka
í lýsingu þessari þær historiskar upplýsingar, er vér höfum
hvergi séð áður; en það er svo sem auðvitað að vér skrifum
ekki hérmeð undir og samþykkjum allar hinar pólitisku kenn-
ingar og dóma hins heiðraða höfundar, er koma fyrir í lýs-
ingunni, og allrasízt erum vér honum samdóma um, að „ófært
hefði verið að fresta jarðarförinni, af því menn væru að tín-
ast svona smám saman“. því var alþýða eigi látin vita af
jarðarförinni ítíma? sem þó varílófa lagið með annari póst-
ferð. þá gátu allir íslendingar fengið að vita um jarðarför-
ina í tíma, og einmitt með þeirri póstferð kom áskorun ísfirð-
inga til landshöfðingja um að haga þannig jarðarförinni að
allir sem vildu gætu mætt við hana, einsog vér stungum uppá
í Norðlingi. það er og fánýt viðbára að likin hafi eigi mátt
geyma eins hér á landi og erlendis jafnvel sem um þau var
búið í tvöföldum líkkistum. — f*essi ónærgætni hins hæst-
virta landshöfðingja við okkur íslendinga er og verður oss
hulin ráðgáta, og hún því óskiljanlegri, sem hann í mörgum
málum kemur betur og frjálslegar fram i seinni tíð; en geta
má þess til, að hann hafi eigi verið einn um hituna og að
hinum póhtisku mótstöðumönnum Jóns Sigurðssonar þar syðra
hafi þótt nóg við haft þó heldur væri dregið úr hluttekning j
l'jóðarinnar við þetta tækifæri, og alþýðu eigi gefið jafngott
færi á að bindast við gröf hinnar framhðnu elskuðu þjóðhetju |
föstu eindrægnisbandi að framfylgja Jóns lofsælu stefnu í
velferðarmálum fósturjarðarinnar. En það álítum vér sjálf-
sagt að orðið hefði ef alþýðu víðsvegar að hefði gefizt kostur |
á að standa yfir moldum þessa mikla, góða og elskaða föður- j
landsvinar. — En það er vonandi að íslendingar hafi j
sér þetta hugfast, þó að þetta heppilega tækifæri yrði eigi
notað.
Yér höfum máske í 21—22 tölubl. Norðlings verið held- j
ur harðorðir um fyrirkomulagið við jarðarförina, er oss hlaut i
að sárna sem íslendingi og ástvin þeirra elskuðu ógleyman- j
legu hjóna ; en um það — livort það hafi verið sæmandi að
fara „á sínum ddhúsfótum“ í kirkju við þetta tækifæri, og
hvort þeim er það gjörðu hafi verið ljós hin mikla, tignarlega
þýðing jarðarfarinnar, um það mega aðrir dæma; vér viljum
aðeins taka það fram, að vér höfðum orðið „skríll“ í nefndu
tölublaði í sömu merkingu og „Búi Vestfirðingur“ áður hér í
blaðinu, nfl. „óvitrir menn og óþjóðlegir", og því er hann að
iinna í öllum stéttum, háum sem lágum. — Að öðru leyti
hefir jarðarförin farið vel og sæmilega fram og var víst vel
stjómað.
J>að er eigi vandi vor að orðlengja um orðinn hlut og því
• ndurn vér hér þetta mál með því, að flytja okkar kæru þjóð-
skáldum Gröndal, Steingrími og Matthiasi vort og allrar al-
þýðu innilegasta þakklæti fyrir hin ágætu, hjartnæmu kvæði
þeirra, sem einsog sætta mann við alt þetta mál, því þeir
hafa snildarlega lýst því er við þetta tækifæri bjó í brjósti
hvers viturs og þjóðlegs íslendings. Sú þjóð, er á í einu
þrjú þvílík skáld, er vissulega á framfaravegi. — Að þessu
sinni setjnm vér hér hin fögru, kraptmiklu skilnaðarljóð eptir
Oröndal.
|>ú Isalands fögur ást og von,
Sem opnaðir frelsis sali,
Vér kveðjum þig nú, Jón Sigurðsson!
Með saknaðar hinzta tali.
Um himininn svífur sorgar ský
Og slær yfir íslands dali.
Vér sungum þér áður sigurhljóð,
Og sólin var björt í heiði —
Nú syngjum vér um þig sorgarljóð
Og signum þitt mæra leiði,
Hið íslenzka vor, sem unnir þú,
Nú á það sín blómin breiði.
Æ, farðu nú vel, þú fagra sól!
f>ú forsetinn íslands niðja!
{>ú frægasti son, er öldin ól,
Og upp fæddi menta gyðja!
Sem konungur fyr þú sazt í sal,
Og einn máttir alla styðja.
Um morgun og dag og myrkt um kvöld ’
{>ii mintir oss á að vaka;
{>ú barst yfir oss þinn ægiskjöld
Og aldregi vékst til baka.
Hver verður nú til, þín vopnin góð
í hraustlega hönd að taka?
Jón Sigurðsson kær! vor þjóðin þér
Nú þakkar með beiskum tárum!
A barminum grafar bezt hún sér
J>itt blessaða líf í sárum —
{>inn kraptur og fjör, og þol og þrek,
Oss lýsi með ljóma klárum!
Og takið svo blessan lýðs og lands
Og lítið frá himni skærum,
{>ið elskuðu hjón, á heiðurskrans,
Sem hreldir vér ykkur færum!
Og sofið nú Jón og Ingibjörg,
I friðarins faðmi værum!
Onnnr sýning Byfirðinga
þann 8. jiini-
Eins og afráðið var frjáisuin fundi og sýslunefndar
fundí hér í vetur var önnur sýning Eyfiröinga
haldin á Oddeyri þann 8. þ. m.; og var næstu hreppum
Þingeyjarsýslu gefinn kostur á að sækja og nota sýninguna
með fullu jafnrétti við Eyfirðinga. Sýningarnefndin halði
búizt hið bezta við á sjálfum sýningarstaðnuæ, og leigt
tvíloptað hús, er verið er að byggja á Oddeyri; vorn
hannyrðir, vefnaður, prjónles, smfðisgripir, listarerk,
smærri verbfæri og varningur sýnt þar á fyrsta sal; var
salurinn allur tjaldaður og bekkir fyrir hliðum og stöfnum;
var tnunum þeim er til sýningarinnar kotnu þar öllum vel
fyrirkomið og með góðri röð og reglu. Að þessum hluta
sýningarinnar var svo tnikil aðsókn, að hvað eptir annað
varð að rýma raannfjöldanum af loptinu svo eigi yrði þar
slys, enda var það engin furöa þó tnenn þyrptust mest að
þessum hluta sýningarinnar, því hér mátti sjá margt hag-
leiks- og snildarverkið eptir konur og karla og hafði hérað-
ið verðugan sóma af. Vér gengum um þennan hluta
j sýningarinnar með yfirmönnum aí tveim norskum síldarskip-
um er hér komu daginn áður, og dáðust þeir allir sér í