Norðlingur - 23.09.1880, Síða 3

Norðlingur - 23.09.1880, Síða 3
79 á Kaupmannahöfn og Kaupmannahafaarbúum, sem peir álíta höfuðvörð apturhaldsmanna og ráðaneytisins, og er máske eigi örgrant um, að vinstrimenn unni Hafnarbúum, að fá að pola yfirgang óvina, einsog Jótar hafa nú mátt pola tvisvar hvað ofaní annað í slesviksku stríðunum, er óvinaherinn hefir farið herskyldi yfir alt Jótland, en Kaupmannahafnarbúar hafa getað setið heima rólegir á rúmi sínu og lesið fréttirnar, pví hingaðtil hefir Dönum enginn ótti staðið af sjóliði Prússa; en nú er hérum alt öðru máli að gegna, pví Prússar hafa aukið svo mjög lierflotann síðustu árin, að hann mun nú tlanska fletanum langt um yfirsterkari: en eigi er ólíklegt, að Prússar réðust nú fyrst á Kaupmannahöfn, ef til ófrið- ar kæmi, pví par er mestur slægurinn í, og hætt við að lítið yrði um vörn af Dana hálfu, er hún væri unnin. — í ráðaneyti konungs hefir verið skipt um kirkju- og kenslu- málaráðgjafa; hét sá í'ischer er frá fór (24. ágúst), en hinn Scavenius, er kom í staðinn. Fischer var aflvel lærð- ur maður, og hafði orð á ser fyrir að aðliyllast nógu mik- ið skynsemistrú áðuren hann varð ldrkjumálaráðgjfi. Hann hefir lítil prekvirki unnið sem ráðgjafi, og nú síðast pótti hægrimönnum, að hann hallast urn of til vinstri og pá voru dagar lians sem ráðgjafa líka taldir. Eptirmaður EÍschers, „kammerherra“ Scavenius, er tíginn maður. og á jarðagóss mikið, einsog flestir ráðgjafa peirra, er nú sitja að völdum, hann er va.nur pingmaður og hefir lengi verið óháður báðum pingflokkunum og pykir hann líklegur til góðra framkvæma. — Síðari hluta sumarsins hefir í Danmörku og víðast annarstaðar í útlöndum verið mjög hagfeldur, en einkum varð nýting á uppskerunni ágæt, svo henni var pví nær lokið fyrir lok ágústmánaðar og er pað mjög sjald- gæft. Blöðin segja pví uppskeruna i bezta lagi. Síðast í ágúst seldist nýr rúgur, er afhendast skyldi snemma í sept- ember, fyrir c. 7 kr. 50 aura 100 pund. í Noregi stendur alt i ramma ríg með prefið milli pingsins og stjórnarinnar og vifl hvorugur láta undan. Norðmenn hafa nýlega mist einhvern sinn nafnfrægasta mann, fiðluleikarann Óla Bull, varð hann gamall maður, og hafði farið um allan liinn mentaða heim við rnikinn orðstýr. Hann var hinn mesti Islands vin, og var, pá er vér töluðum við hann í Kaupmannahöfn, ákafur með pvi að ísland sameinaðist aptur Noregi með fulla sjálfsforræði. Uli Bufl var liinn kempulegast: maður, fríður sýnum, liinn ljúfmannlegasti og mesta valmenni. Kafli úr brefl frá mcistara Kiríki Magnússyni. Fréttir eru fáar. Stórveldin urðu ásátt á hinum nýja Uerlíflafundi — sendiherra ráðstefnu — um landamerki Grikklands og Tyrklands, og tilskilja að Tyrkir láti allstórar landspildur og borgir af hendi við Grikki. Tyrkir hafa tekið pessum málalyktum illa, sem við mátti búast, er þeim var synjað atkvæðis ( málinu. Heflr stjórnin svarað sammála- tilkynningn stórveldanna á þá leið, að hún mundi eigi verða ófús að skrafa við stórveldin um málið En jafnframt hafa Tyrkir úti herbúnað og láta sem eigi muni verða ódýrt seldir landskikar sínir. Ef þeir hlýðnast eigi úrskurði Stór- veldanna, er ráðið af að fara að þeim með herflota Stórveld- anna, Englands, Frakklands, Ítalíu, Austurríkis, þýzkalands og Rússlands, og kuýja þá til að gegna kostaboðum Norður- álfunnar. Stórveldin hafa komið sér saman um að senda tvö herspip hvert um sig. (úr þessu hefir litið orðið enn sem komið er). Sagt er og að veldin hafi orðið ásátt um að hafa enga landhermenn með flotanum, og mun það vera af viðsjár-varúð þeirra sjálfra hvers við annað, en eigi vegna þess að þau horfi í að ýta hinum rammstaða Tyrkja áframm til frammkværndar með sínum byssusting ef á lægi. Annars virðist nú fokið f flest skjól fynir þessum óstjórnar-sæg. Fet fyrir fet færist Tyrkinn aptur á bak út úr Norðurálfunni, en sjálfur er hann hutaður um alt það veldi er hann ræður vfir. Tyrkir eru allrar annarar ættar, en þjóðir þær, er byggja lönd Soldáns. Finna þær því, að annarlegt fólk situr yör hlut þeirra, og gjörir það svo sem Tyrkjum einum er lagið. J*eir hafa aldrei kunnað að stjórna í orðsins eiginlega skilningi. Ótti sverðs, báls og morðs hefir komið í stað hygginna laga. Hefir því jafnan gengið i skattlöndum ríkis- ins ýmist á blóðugustu hryðjuverkum róstu og uppreista, eða á þrælslegri kúgun og kyrrlæti. Löndin verða auðari og snauðari ár frá ári. Embættismanna-sægurinn, sem menn nefna Pacha, eru hinir spiltustu embættismenn ef til vill f heimi — rússneskir embættismenn koma þeirn næst — og reita og flá héruðin sem þeir eru settir yfir, svo rækilega, að þeir fara með vopnum og eldi ofan í vasa þeirra er fé verður eigi öðruvísi kúgað af. þessu gengur koll af kolli, upp að Soldáni sjálfum, er situr í miðri hringiðu þessa ófagnaðar, h|rð sinni og kvennabúri sínu. Enginn hyggur högum að því, hve fráleitlega siðlaust hallar-og hirðlíf Tyrkj- ans er. Ómentaðir hrekkjamenn bora sér framm á allar lundir; samvizkuiausar konur sem alt af hafa afbrýðissamt hornauga hver á annari, beitast brögðum, og beita hónda sinn vélum um leið, til þess að koma framm hinum eða þessum hirðsnáp, er komist hefir í þeirra náð, og að fá penna eða hinn feldan, er náðarlaus væflast um hallarinnar krákostíga. það er merkiiegt dæmi um réttlætið i Mikla- , garði, að Tyrki myrti rússneskann mann, nú fyrir mörgum j mánuðum, er var ofursti og hermála-skrifari hjá sendiherra I Rússa. Morðinginn var tekinn fastur, og mál hans rannsakað, . og það sannaðist, að hann hafði unnið illverkið. En til þessa dags hetir hann gengið laus og liðugur. verið skotið undan dómi hvað eptir annað, þrátt fyrir kröfur Rússa, að fá houurn hengt, svo sem lög og réttur standa til, og enn í dag stendur við hið sama, og morðinginn lifir þægilegu hirð- liti hjá soldáni. Osman Pasha, er bezt varðist Rússum í hitt eð fyrra við Plevna, er nú talinn oddviti þessa flokks í Miklagarði, er harðasta viðstöðu veitir öllum stjórnlegum endurbótum meðal Tyrkja. Sendiherra Breta, Goschen, hefir re'ynt með öllu móti, að fá manni þessum vikið frá embætti, en það hefir eigi komizt lengra, en að hafa ráðherra- embættið tekið af honum, að nafni, en f staðinn hefir sá verið kvaddur í embættið, er að öllu leyti dansar eptir Osmans pípu, en sjálfur heldur hann embætti við hirðiua, er gefur houum færi á að liggja soldáni daglega í eyrum. Einsog nú horfir við, standa máí Tyrkja með miklum voða, uema þeir iáti undan í tíma, og gegni hirtingarrödd stór- veldanna. I Afganistan hefir aplurkippur komið í framkvæmdir Brefa. þeir voru búnir að mjaka svo fram hinu erfiða máli þar, að komnir voru á undirbúnings samningar við Abdurra- hman, einu hinna mörgu höfðingja landsms, er hafið hafa erfðakrötur tii hásætisins, er Yakob Emir váít^ftir. Hann hefir verið laudflótta í mörg ár nndir vernd Rússa í Tur- kestan, en er nú horfinn heim aptur og hag hans komíð þar er eg sagði fyrr. En rétt um sarpa leyti sem hann hóf að semja við Breta um hásæti sitt, komu fregnir frá Candahar, einni af aðalborgum landsins, að annar höfðingi, Ayoub Khan, sem og er af konungsættinoi og keppir við Abdurra- hmau um hásætið, hefði átt orustu við hershöfðingja Breta, Burrows aö nafui, og hefði haft mikinn sigur og höggvið niöur lið hans alt að tveim þriðju hlutum. Situr hann nú á vegunum milli Candahar og hinnar eiginlegu höfuðborgar Kabul, og er búizt við, að hann muni hið bráðasta ráðast á lið Breta, er situr i Candahor, þangað er leifarnar af liði Burrows hefir líka drifið. Hjálparlið drífur upp og vestur til Atghanistan úr lndlandi, en hér er verið að búa út hvert skipið á fætur öðru, til að flytja her austur á Indland i skarð þeirra hermanna, er senda verður til að brjótu nið- ur vald Ayoubs og friða Afghanistan og koma hinum nýja Emir að kyrru hásæti þar. Að öllum líkum lengir þetta hersetu Englendinga í Afghanistan um hálft aða heilt ár, því þótt helnd verði komið frarn um skamt á Ayoub Iíhan, verdur lengi verið að Iriða það land og koma þar lögfastri skipun á, er Ayoub hefir tarið um með launæsingum í lang- an tfma. Ofaná Englands þrautir þar eystra bætist nú sú er mðnnum oilir hér mikillar áhyggju. Fyrsti ráðgjafinn, Gladstone, lagðist veikur á laugardaginn, 31. júlí, og hefir heldur þyngt en batnað síðan. Hann hafði lagt á sig harða viunu a föstudaginn, er var heitur dagur, sat á morg- uctundi f þingi, kvartaði mn vesöld er hann kom út, og ætla menn að kulda hafi slegið að honum þreyttum er lagzt hafi á vinstra lungáð neðanvert, og hefir þetta lagt öldunginn j rúmið síðan (hann er nú 71 ára). Stimum segir þungt liugur um heilsu hins mikla manns, því hann hefir unnið meira en menskuiú mönnum þykir vera fært að afkasta, síð- an haun tók við völdum að nýju; og hafði reyndar unnið allan tíman er haun var valdalaus meira en flestir, er með völdum lara; hann er þar að auki ákafamaður f lund, á- byggjumaður mikill og ant um að stjórnarathöfn sín fari svo ur hendi, sem samboðið megi vera hinum mesta stjórn- vitringi þessarar aldar. Annar maður í heiminum er lasinn — það eru nú reyndar fleiri eins og lesendur Norlings munu ráma í — eu cg á við maun sem hefir verið á sjúkra-lista allra helztu

x

Norðlingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.