Norðlingur - 23.09.1880, Blaðsíða 4

Norðlingur - 23.09.1880, Blaðsíða 4
80 heimsins dagblaða nú í eítthvað 35 daga eða svo. J»essi maður er «Dr. Tanner af New York», frammtakssamur maður og að öllum líkura elskari að frægð af einhverju tagi en að mat nú sem stendur. Hann setti sér, að fasta eins lengi og Móses og Kristur, eður í 40 daga; he6r uú haldið áfram með föstu sína í 36 daga og ætlar að halda út með hana til enda, nema því að eins, að hann fái hungur-hita, þá ætlar kallinn að hætta að berjast við skaparann og náttúruna og hyrja að ðta, eða hann hnigí dauður niður ella.* Ef hann kemst fyrir hornið þá verður hann sá eini maður í heiminum sem, sagt getur undrandi skríl: sjáið, hfer em eg einn af þremur í sögum-ii, og einn af öllum upp í 1880 ár! það heflr verið töluvert hlegið að þessum svelti-postula, en það er nauðsynlegur skilmáli fyrir allri húmbúgs-frægð, að nokkuð sé hlegið að húmbúgginu. (■iráiiiifélagið og hr. Cggert JLaxtlal. J>ótt eg játi með kaupstjóra Gránufélagsins í grein hans „Gránufélagið og herra E. Laxdal“ (sjá „Eylgiskjal með Norðanfara nr. 55—56“ og Norðanfara 1880, nr. 56—58), að engin þörf sé „að eyða tíma til að svara grein“ E. Laxdal í Norðanfara 1880, nr. 53—54, fyrir þálesendr blaðanna Norðlings og Norðanfara, er þekkja gjörla til verzlunar Gránufélagsins og herra E. Laxdals, þá hefir þó félagsstjórnin áhtið nauðsynlegt, fyrir sakir hinna er miðr til þekkja, að koma fram með fylgjandi vottorð frá sér og öðrum þeim mönnum er hljóta að takast fullgildir vottar um það er þeir bera, svo menn geti gengið úr skugga um, hvað satt sé eðr ósatt í aðalatriðum téðra greina. Arnljótr Olafsson. — Eg undirskrifaður votta hér með, að eg hali keypt í vor 19. apríl fyrir peninga við verzlun þá er herra E. Laxdal veitir forstöðu eptirfylgjandi hluti með hér settíí verði. 1 pd. hellulit 80 a., 1 pd. blástein 66 a., ’A pd. vitr- iol 13 a., 1 pt. brennivín 90 a. lpd. kaffilkr., 1 pd. brent- sykur 55 a., 1 pd. hvítasykur 50 a.. 1 pd. hveitimjöl 33 a., 1 pd. sagógrjón 50 a. 25 pd. rúg (á 11 a.) 2,75 a. Kífsá í sept. 1880. Jónas E'iríksson. — Að eg undirskrifaður hafi í dag keypt neðanritaðar vörur með hér settu verði í sölubúð E. Laxdals, það votta eg hér með. — 1 pd. grænsápa 40 a., 1 pd. högl 50 a,., 1 pd. púður 2 kr. 40 a., 1 pd. blýhvita í krukku 75 a., 1 pd. fernisoliu 75 a. Bandagerði, 15. september 1880' Oddur Kristjánsson. — Eg undirskrifaður votta hér með að eg í dag hefi keypt fyrir peninga eptirfylgjandi vörur með hér settu verði í sölubúð hr. E. Laxdal: 10 pd, hrísgrjón lakari 16 a., 1 pd. soda 16 a., munn- tóbak 2 kr. 10 a.. 1 ljáblað 1 kr. 50 a.. 1 ljáblað 1 kr. 75 a., 1 linuáshespu 60 faðma 2 kr. 50 a., 100 af 4 þml. sleignum 1 kr. 15 a., 1 pd. púöursykur 45 a., 1 pd. rúsínur 50 aura. frá Garði 15. sept. 1880. Jón Jónsson. Herra verzlunarstjóri E. Laxdal hefir í Nf. nr. 55—55 borið það á borð fyrir almenning, að Gránufél. hafi með lögsókn neytt fátækhnga til þess að láta kindur upp í verzlunarskuldir. Hvað Gránufélagsverzlun á Oddeyri snertir þá lýsi eg yfir því, að þetta eru einber ósannindi. Síðan eg kom til verzlunarinnar hér, hef eg aldrei beitt þeirri aðferð til þess að ná inn skuldum, þótt eg hafi orðið þess var, að hk aðferð hafi átt sér stað við eina verzlun hér nálægt, sem hr. E. Laxdal mun þekkja. Eigi er mér heldur annað kunnugt, en að hver einn hafi verið alveg frjáls að verzla við aðrar verzlanir en Gránufélagið, þótt hann hafi átt hlutabréf þess, og því síður að hann hafi mist hlutabréf sitt fyrir þá sök. Oddeyri 17. september 1880. ,7. V. Havsteen. Herra stórkaupmaður F. Holme hefir árið 1879 feng- ið í ársrentu hjá Gránufélagi 5 af hundraði, og umboðs- laun samkvæmt samningi hans við félagið, nema hvað hann gaf lítið eitt eptir. í rentur og umboðslaun af skuldinni sem var við nýár 1879, og þeirri upphæð, er hann lagði út fyrir félagið á árinu, fékk hann tæpa 5 af hundraði; en ef umboðslaunum fyrir söluna á íslenzkum vörum er bætt þar við, þá hefir hann fengið als tæpa 7 af hundr- aði; og hin árin í sömu hlutföllum. J>annig hefir herra E. Holme eigi fuhan helming af því er herra E. Laxdal segir að hann fái „minnst 14% kostnaðarlaust af allri verzlunarveltunni“ (Norðanfari 6. ágúst 1880 nr. 49—50). Eins hefir kaupstjóri Gránufé- lagsins eigi tekið, að ineðaltali hin síðustu 5 ár, laun til helminga við landshöfðingja,* að skrifstofu kostnaði ótöldum hjá báðum (sbr. Nf. 10. sept. 1880, nr. 55—56 og máls- háttinn: „Fáir ljúga meira en helmingnum“). í stjórnarnefnd Gránufélagsins 17. septemb. 1880. Davíð Guðmundsson. Arnljótr Olafsson. Jón A. HjaUalin. Að framanskrifað sé samkvæmt reikningum Gránufé- lagsins vottum við undirskrifaðir endurskoðunarmenn. Arni Jóhannsson. Gunnar Einarsson. Výir alþiii^isiiicun I Iteykjavík: yfirkennari Haldór K. Friðriksson. , í Eyjaijarðarsýslu: séra Arnljótur Ólafsson, dbrm. E. Ás- mundsson. I Suðurþingeyjarsýslu: dbrm. Jon Sigurðsson. í Norðurþingeyjarsýslu: próf. Benidikt Kristjánsson. I Skaga- fjarðarsýslu: Friðrik Stefánss., Jón landritari. í Árnessýslu: séra Valdimar Briem og cand. theol.' Magnús Andrésson. „ftrctnrtis“ kom hingað þa.nn 12. þ. m., og fór eptir fárra tíma dvöl til Reykjavíkur. Með Arcturus kom kenn- ari við Möðruvallaskólann, porvaldur Thoroddsen, en fór suður snöggva forð með skipinu til Rvíkur og kemur það- un með því aptur. Margir voru aðrir farþegjar með skip- inu. skólapiltar, kaupafólk o. fl. „Camoens“ kom hingað þ. 21. þ. m. og með því um- boðsmaður Eggert Gunnarsson með ýmsar vörur til verzl- unar sinnar. Camoens fer héðan með sauði til Skotlands. Stórkaupmaður Shmon ætlar að kaupa lika tvo skipsfarma af sauðum 1 haust á Borðeyri. Hölmar í Reyðarfirði veittir prófasti R. af Dbr Dan- iél Haldórssyni á Hrafnagili og Oddi á Rangárvöllum séra Mutthiasi Jochumssyni. Verðlag á vörum á Oddeyri 20. sept. 1880: 100 pd. rúgur 10 kr. 50 a. — 100 pd. bankabygg 15 kr. — 100 pd. baunir 12 kr. 50 a. — 1 pd. hálfgrjón betri sort 17 a. — 1 pd. hálfgrjóu smærri 15 a. — 1 pd. hveitimjöl nr. 1. 25 a. —■ 1 pd. sagó nr. 1. 30 a. — 1 pd. kaffi 95 a. — 1 pd. kandissykur 50 a. — 1 pd. hvítasyk- ur 50 a. — 1 pd. púðursykur 40 a. — 1 pd. kanel 1 kr. — 1 pd. línsterkja 60 a. —■ 1 pd. rúsíuur 45 a. — 1. pd. fíkjur 30 a. — 1 pd. steinfíkjur 45 a. — 1 pd. sóda 10 a. — 1 pd. vigtriól 10 a. — 1 pd. blásteinn 40'a. — 1 pd. hellulitur 65 a. — 1 pd. munntóbak 2 kr. — 1 pd. ról- tóbak 1 kr 50 a. — 1 pd. tjargaður kaðall nr. 1 65 a, — 1 pd. stjórafæri nr. 1 (Jakob Holm & Sönner) 65 a. — 100 sænskir naglar 4 þl. 80 a. — 100 sænskir naglar 3 þl. 60 a. — 1 strangi þakpappír (Asphalt nr. 1) 5 kr. 75 a. — 1 linuás 60 faðmar 2 kr 10 a. — 1 pd. grænsápa 30—35 a. — 1 pd. högl 40 a. — 1 pd. púður 2 kr. — 1 al. forhlauparaketting 46 a. — 100 öngultaumar 75 a. — hestajárn 4 boruð 1 kr. Nú hafa 26 piltar sókt um inntöku í Möðruvalla- skólann á þessu hausti, en rúmföt og borðpláss er eigi til nema fyrir 25; inntökupróf er aðeins bundið við lestur og skript, svo líklegt er, að allir komizt að. Fyrir því aug- lýsist hérmeð, að fleirum getur eigi orðíð veitt móttaka næstkoinandi vetur. Möðruvöllum 13. september 1880. Jón A. Hjaltalín. iig- Vér viljum biðja kaupendur „Norðlings“ gjöra svo vel og borga oss 5. árgang blaðsins eígí seinna en í haustkauptíð. í>á sem ver eigum enn hjá fyrir fyrri árganga, biðjuin vér að draga nú eigi lengur borgunina. — Allar Gránufélags-, Akureyrar-, Húsavíkur- og öauðárkróksverzlanir og verzlunarstjóri F. Möller á tíkagaströnd veita innskriptum móttöku. Skapti Jósepsson. *) Landshöfðingi hefir 10,000 kr. i laun. Ritst. Eigandi og ábyrgðarmaður: Skapti JÓSepSSOn, cand. phil. ) Dr. Tanner heíir nú endað föstuna og líður allvel. Ritst. Fmntaii: BJðrn J á n s s o ».

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.