Norðlingur - 04.04.1881, Blaðsíða 4
20
Gautaborg er mestur verzlunarstaöur í Svíaríki, og
telur ná yfir 64,000 íbúa. Hán stendur í ósum Gaut-
elfar og renna vötn árinnar um síki bæjarins í aHar
áttir. Allur svipur þessa staðar ber vott ura auð mikinn
og verzlunargengi, húsum einstakra manna, eigi að tala
um þau er standa í þeim götum er mest er um verzlun,
avipar hvervetna til halla íremur en heimila einstakra
manna, En fyrir því, að bærinn stendur lágt og alt
í kring er láglent, þá fær maður hvergi litið yfir borg-
ina í víðsýni og sðr eigi í einu annað en götu eða síki
og húsaraðirnar hvoru megin. — Það var Gustaf Adoif
sem setti bæinn á stofn og heiir það ráð hans, einsog
mörg önnur, borið drjúga og ríka ávexti, til heilia fyr-
ir landið. A „Gustaf Adolfs Torg“ er honuin reist veg-
leg stytta úr eir, eptir hinn fræga Fogelberg, myuda-
smið. Lðt Fogelberg steypa mynd af Gustaf fyrst í
Munchen og sendi liana heim til Svíaríkis með skipi frá
Hamborg. Skipið braut við flelgoland en styttunni varð
borgið. En þeir er björguðu heiintu svo há björgunar-
laun, að bæjarstjórnin i Gautaborg kaus heldur að hafa
nýja styttu gjörfa, en að borga björgunarlaunin, og sú
er nú stendur á Gustafs ^torgi er önnur steypa úr móti
Fogelbergs. — Hin sviplegasta gata í borginni er Södra
Hamngatan : rennur breitt síki eptir henni iniðri, og er
fult af skipum npp og niður svimandi; á báðar hendur
eru breiðir vegir fyrir vagna og lótgangendur, og þar
utarfrá feikna há granft-hús alla leið og ilest í sainu
eða líkri gjörð og jafnhá. JÞegar niður kemur að höfn-
inni er alt á iði og í Ös, og svipar injög til Tempsár
neðan Lundúna bryggju. Ser þess fljótt vott, er litið
er yfir höfnina, að megin verzlun bæjarins er við Eng-
land og Hainborg. Smærri skip liggja upp undir llóð-
görðunuin, er ganga með allri hafuarfjörunni og hlaðnir
eru uppúr heljar miklum höggnum granítbjörgum ; en
hin stærri liggja úti í álnum, bundin við stjaka, og af-
ferma þar og ferma.
í forngripasafni bæjarius fann eg eigi allfáa lúna-
stafi; og suma merka; á tveimur voru rúnainyndir er
eg eigi hafði seð fyrri. Eg ritaði þá af sem eg komst
yfir og skrifaði lýsingu hinna. Einhversstaðar ofan úr j
sveit var mðr sendur rúnastafur ineðan eg var hcr, til j
að leysa úr, var hann erfðaeign einhvers barons, sem
eg nú man eigi livað liðt. Prikið var æíagamalt, en
hafði verið vel geymt, og voru á því allrahauda íorn
merki hatíða og merkidaga er eg eigi hafði seð fyrri.
Meðan við stóðuin við í Gautaborg fórum við upp
til Trollháttan, hins mikia foss í Gautaelíu þar er hún
steypist vestur af fjallsbrún niður á láglcndið, er færir
hana tii sjáfar. Við íossinn er bær er heitir sama nafni
og eru þar margar verk-smiðjur af ýmsu tagi. Fyrir
oían fossinn er lygnt lón allstórt, klettum lokað á alia
vegu. Fossinn sjálfur er eiginlega ckki einn, heldur
margir er taka við hvor aö öðrum niður á jafuslðttu.
Vatnsmegníð er feikna mikið og kastast um klettaþröng-
iua í rjúkanda hvítfyssi með voðalegum olsa. Eigi heyrir
mannsins mál er niður að fossum kemur, en alt kletta-
riöið á báðar hendur og furuskógarnir er her læðast upp-
úr hverri tó standa döggvotir alt samarið og hrímstokknir
allan veturinn. IJað ser hðr er óvíða sör annarsstaðar
að bærinn stendur þðttast á klettanöfum er slúta jafn-
vel fram yfir lossana, og annað það, að allstórar fossa-
bnnur slanda út úr húsunum sjálfum; cru það vötn þau
er veitt er á sögunar- og pappírsmyllur og aðrar verk-
smiðjur. Hðr sýndi Aroseuius mér mikið mannvirki
eptir sjálfan sig : járnbrautarbrú yíir elfuna ofan loss,
ieidu oían á klettana báðum megin. Brú þessa setti
hann saman á nökkva er hann leigði tii smíðarinnar og
iét liggja á lóninu ineðan á smíði stóð. Flaut; nökkvi
3vo hátt er brúin var íullgjör aö hanri fleytti henni yfir
klettanafirnar þar er hún skyldi liggja. Þegur búið var
að miða hana niður við grópið er hún skyldi falla í,
dróg Arosenius ueglu úr nökkva og fylti hann vatni
þangaðtil hann sé svo að brúin tók heima í klettagróp- |
inu, en uökkvi ilaut undan fram á lónið, var svo dreg-
inn til lands og ausinn þurr.
En hið mesta inannvirki hér, og reyndar hið mesta
á Norðurlöndum er lok-síkið er flytur skip neðan af
jafnsléttu um níu aflokur upp í lónið fyrir ofan fossinn,
þaðan er þau halda áfram upp í Vænir. Fessi lok-síkí
hefja skip upp 120 fet yfir jafnsléttu og stendur tvo
tíma á flutningnum. Þegar staðið er á jafnsléttu verður
ókunnuga auga hverlt við að sjá skipasigiur mæna við
loít uppi á inilli kletta og furuskóga. Alt er þetta lok-
síki sprengt gegnum granít klctta eg er furðuverk mann-
legs áræðis.
Tveimur ágætismönnum kynntist eg f Gautaborg
er við mig fórst eins og bræðrum við bróður. Dr. Hed-
lund, er gelur út „Göteborgs Handels og Sjöíai tstidning*,
sem nú er annað stærst blað í Svfaríki en „Aftonbladet“,
og Victor liydberg, hinum fræga rithöfundi, og mesta
skáldi Svía. Hedlund er fjörmaður mikill, öflugnr rit-
stjóri og brennheitur fósturjarðar vin. Islendinguin, ís-
landstnálum c.g bókmect.um ann hann hugástum og hefir*
lengi haft í hyggju að koma á einskonar bókmentalegu
sambandi milli íslands og Islands vina á Norðurföndum,
en hefir eigi en fengið þær undirtektir er svara eldleg-
uni ábuga hans. Hann bauð mér til miðdegisverðar ?á
veitingastað fyrir utan Gautaborg er Lorenzberg heitir.
Var þar liydberg og fleiri manna í boði Kydberg er
meðal maður vexti, ljóshár, fölleitur, höfuðstór og herða-
breiður. Áður en hann er tekinn tali virðist liann vera
djúp og diirím alvara, íklædd mannlegu holdi. En er
hann fer að tala hverfur hinn harði alvörusvipur, anð-
litið bliðkar alt upp og hin snöru Ijósbláu augu tindra
af hýru. I tali er haun líkur því sem hann er í rituin
sfnum, hjaitnæmur, maiinúðlegur, djúpur, framlegur og
glæsilega sléttmáll, en viðmótið innilega alúðlegt, nærri
því viðkvæint. Þegar miðdegisirláii, er hófst utn kl. 4,
var lokið, um kl. 6, settmust við að drykkju út við
opinn glugga er inn um lagði andvara og angan úr
görðunum á Loreuzberg, og vard nú margt til skrafs ylir
víni, banco og toddy; varð Kydberg, sem aðrir fjörugur vel
og rnælska hans attisk. Síðar um kvöldið bættust þær við
samsætið, Sigríður og frú Arosenius og urðu þau Sigríður
og liydberg mestu mátar, áðmen samsæti sleít, kl. 2. næsta
morguri. í ritlist er Rydberg taliun frægastur meðal Svía;
virðist honum ait jafnlagið hvort er hann semur ímyndaða
skáldsögu, svo sem Singoalla, eda sögulega skáldsögu,
einsog Fribytaren pá Ostersjön, eða hiua meistaralega
rituðu bók Den sista Athenaren, eða hann yrkir, eða
hauri rannsakar dýpsta söguleg rök trúarfræðinnar. Ef til
vill er hans feikna styrkur mestur þar er til fornfræðinnai'
kemur. þegar hann skýrir fornöldina, þá fer hann eigi rneð
hana einsog dauðan grip fundinn í haugi, er menn iýsa rneð
nákvæmu máli á alla vegu, að breidd, hæð, lengd, þykt, segja,
eða geta tii úr hverju gjör sé, til hvers hafi verið hafður,
o. s. frv. Ilanu fer með hana einsog líf, en ber í því af
öðrum skáldsagnariturum er finna ritum sínum stað í forn-
öldinni, að hann gefur henni hennar eigið lif aðeins einsog
það var, en lætur aldrei síðari ulda hugsunarhátt, siði, störf,
aðbúnað ué sambáöarvenjur renna þar inn er þetta á eigi
við. þenna vanda þykir hariu einkum hafa leyst meistara-
lega af hendi í Den sista Athenaren, er þegar hefir verið
snarað á flest aðalmál Nordurálfunnar. En um leið og hann
sjálfur fer þannig rneð fornöldina, heíir mál hans það töfra-
magn á lesaudann, að hann sér alt, er Bydbcrg lýsir, eins-
og það stæði houum í lifanda lifi fy i'ir augum; þessn fær
enginn orkað, nema sá, ergræddur er skapanda anda, hvassri
hugsjón, miklum lærdómi og biudur mál sitt reikanlausuin
hugsunarregluin.
þessi okkar síðasti dagur í Svíaríki vaið einn liinna
mörgu unaðardaga er við áttum í landinu, sem mig svo opt
hafði dreymt um, og eg nú, er eg hefi litið það sjáandi aug-
um, fæ aldrei gleymt. Endir.
Eigandi og ábyrgðarmaður: Skapti Jósepsson, cand. phil.
freuUri: llj iiru J ó k ss » n.