Norðlingur - 27.07.1881, Blaðsíða 1
«t-
25.-26.
Kemur úf 2—3 á inánuði , ,
31 Wöð als uiii árið Akureyri 27. Juli 1881
Kostar 3 kr. árg. (erlendis
4 kr.) stök nr. 20 aura.
1881
Al|»ydii-atieiitiin.
Með lögum 9. janúar 1880 er svo /yrirskipað, að
auk þeirrar uppíræðsluskyldu sem prestar haía á Islandi,
skuli þeir sjá uin að öll börn scin til þess eru hæf, að
áliti prests og ineðhjálpara, læri að skrifa og reikna, og
að reikningskensJa þessi nái að minsta kosti yíir
samlagning, frádrátt, margföldun og deilingu í heiium
tölum og tugabrotum. Þessum lögum hefir verið mjög
misjaínlcga tekið; ilestir menn tóku þeiin með þakklátum
fögnnði; en þegar koma átti til framkvæindanna á seinast-
liðnu hausti skijitust þessir menn aftur í tvo ilokka,
vildu þeir sem nokkurn framfarahug hafa alt til
vinna að kenslan yrði framkvæmd, jafnvel þó menn
haíi viljað gjöra sðr hana setn lðttasta, sem eðlilegt er.
Iiinir viidu að sönnu í orði kveðnu fá kenslu börnum
sínum, en þóttust gjöra fullvel að fæða konnarann borg-
unarlast, og vildu eigi skiJja í því, að hann þyríti nokkurn
til að kosta vegna kenslunnar, jafnvel þó það væri sá
maður, sem ckkert hefði verið kent, en sein þó var
nokkurnvegin skrilandi, og hafði í æsku lært dálítið í
rcikningi, eins og kent var í bókum, fyrir meir en 70
árum. þessir memi sögðu líka, að kennarinn þyrfti
engin skril'föng nð bækurtil að kenna á, og allra sízt væri
nokkur þörf á að koma börnum á nokkra íræðslu aðra en
þá sein lögskipuð væri að ininsta kosti. I stuttu máli:
þessir nienn þektu eigi nytsemi mentunarinnar, nð til
kenslu starfa. Marga menn má finna, sem álíta alla
inentun — nema íyrir einbættisniemi — vera cinungis tií
prýði manninum, en eigi íil neíns eöa lítils verulegs gagns.
Pá voru nokkrir, sem undircins, þegar þeir vissu að
von var á þessum lögum, sem töldu þau óhæf vegna
kostnaðar, einkuin hvað sveitarbörn snerti; og sumir settu
á sig spekings- og spádótnssvip og sögðu, að eigi
inyndi búskapurinn ganga betur við þetta, heldur myndi
bin svo nefnda mentun draga úr vinnn þeirra sein nokkuð
lærðu, frain yiir það sem hefði verið. l’essir menn vita
eigi hversu áríðandi hverjum bónda og hverri húsmóðir er
að halda jafnt og stöðugt búreikninga, og bú-áætlanir; og
af því það er óvíða gjört, vita bændur sjaldan hvað efna-
liag sfnum líður, og cigi heldur, hve mikið þeir þurfa
að *eggja heimili sínu til viðurværis, með því að þá vantar
búreikning húsmóðurinnar til að glöggva sig nákvæint á;
roun svo meiga finna dæini til, að bónda þykir mikið
eyöast, jafnvcl -þó húsmóðirin liafi bæði sparnað og
notasemi, einsog henni er frekast mögulegt Til þess
að vita vel um efnahag sinn, og til þess, að ásaka eigi
húsmóðirina fyrir það sem er bóndans sök, og vita sig
breyta ranglega og illmannlega við hana, er bóndinn
skyldugur að færa reikningslega sönnun á áburð sinn, en
hún að verja sig reikningslega, svo þau bæði viti hvað
þau tala; annars er Iiætt við að mentunarleysið valdi
beimsku, heimskan sundurlyndi og illdeilum. En svo
að þau geti komist hjá þessu, og öllu því illa sem þar af
Jeiðir ívrir sál og líkama verða þau bæði aö kunna að
skrifa og reikna, og hafa hirðusemi á þcssu nauðsýnlega
verki. í’að má fullyrða, að ileiri bændur væru sjáifbjarga
og mikið meiri auður í landinu en nú er, ef hver bóndi
vissi hver jöfnuður væri milli tekja lians og útgjalda,
eða tilkostnaðar við búið. JÞegar bóndinn sæi í reikningum
síuum, að tekjurnar myndi eigi ná sömu upphæð og
útgjöldin, þá væri ailað og unnið tneð meiri áhuga og
betri aðferð, og lifandi peningur betur hirtur til að hafa
jneiri og betri afkoinu, freinur en til að hafa sein ilest
höíuðin á haustin, þcgar búið cr að slátra, eius og uú
alt ofmarga hendir; þá mundi margur sá, sem hefir nú
vorið til hvíldar, eða arðlítillar veru dögum saman á
verzlunarstöðum, jafnvel þó í svo kallaðri húsinenska
sð, —finna það og sjá, að aukning grasvaxtarins er hin
arðsamasta vinna, því hún ber ávöxt af ávexti um
ókomna tíma, en hitt er ilest farið, þegar höfuðstóinum
er lokið, þó ineira se í byrjuninni, .þá mundi margur hliðra
sðr hjá lítt þörfum og allra helzt skaðlegum kaupum, og
hugurinn festa sig meira við það nytsama og góða, en
hið óþarfa og skaðlega.
Nú þykist eg hafa sýnt og sannað, hve áríðandi se
að piltar og stúlkur læri að rita og reikna, til þess að
standa viðunanlega í hinni almennustu stöðu manna hðr
á landi. En þaraðauki eru nú þeir tímar koinnir og
fara í hönd, að ilestir bændur verða að taka fyrr eða
síöar opinber störf á hendur. IJað eru til hreppstjórar,
sýslunefndir, hreppanefndir sáttanefndir sóknanefndir,
heradanelndir og hundanefndir, enfremur póstafgreiðslu-
og brðfhirðingamenn (skattanefndir eru gjörðar af hrepp-
stjóra- og hreppsnefndarraönnum); væntanlegar eru bygg-
inga nefndir, og inögulegt er að heilbrigðisnefndir verði að
skyldar frá hreppanefnda störfum, enda virðist þess kyns
eiga betur við bygginga-nefndarstörf. Allir þeir menn
sein eru í þessum nefndom verða að kunna að skrifa og
reikna eins og lögskipað er, ef vel á að fara, og þeir
eiga að vita glögt um gjörðir samnemdarmanna sinna,
Vöntun á þessari kunnáttu er nú tilfinnanlega farin að
láta sig í ljósi í sumum sveituin, þar sem komið er þessvegna
f fuli vandræfti með að f;1 hæfilega menn f hreppanefudirnar
einkum þegar oddvita þarf aö kjósa af bændum, og
jafnvel þó völ se á greindum mönnum, Jafnvel þó fáa
muni langa til að komast f nefnd, verður það eigi umflúið
ef maður, sem er kjörgcngur er kosinu í liana; og er þá
betra aö vita nokkuð um skylduverk sín en ekki og
vera fær utn að leysa þau af hendi en ófær til þess,
ef þeiin sama er nokkuð ant um sóma sinn; en sð honum
það eigi, þá keinur það til af mentunarleysi eða háskalegri
lðttúð. — Enn er það ótalið, að mesta þörf er á, að allar
mæður þekki nokkuö í hverri þeirri fræði, sein hverjuin
manni er nauösynlegt að kunna; því einsog víðast er
ástatt hðr á landi, eru þær hinir íyrstu kennendur
barna sinna, og þeim veitir hægast, hvort heldur er,
að lílga eða drepa mentunarlöngun þeirra, en hún mun
ílestum heilvita inönnum meira og minna tneðsköpuð, eigi
síður konum en köllum, sem von er til, því af blindri
mentunar-fýsn gjöröi Efa það að girnast þekkingu bæði
góðu og illu. Eg bið menn að gæta þess, að eg kalla
mentun, eigi einungis bóklega ogamllcga fræði, heldur
einnig að kunna að vinna haganlega, og þannig að vinnan
sð ekki einungis mikil, heldur svo af hendi leyst, að
sem mest og bezt og sem iangvinnast verði gagnið
og ávöxturinn af henni. IJetta er það vandaverk, sem
fæstir af oss Islendingum munn kunna, án þess að læra
það af öðrum, sem hefir verið kent það áður.
Af því sem að framan er sagt, sem þó mætti vera
mikið fleira, vona eg að engum heilvita manni, sein
kominn er til vits og ára blandist hugur um það, að
það hefir verið, er og verður óumílýanleg nauðsyn, að hver
unglingur læri aö rita og reikna einsog lögskipað er, svo
hann eigi síðar þurfi að eyða mikium og dýrmætum
tíina til þessa, sem verður að vera upphaf oggrundvöllur
allrar annarar mentunar. það er sjálfsagt að hin kristilega
Guðs þekking, á aö ganga fyrir allri annari fræðsiu, en
það er mikið missýni að ætla að unglingarnir hljóti að
hafa sinn vissa tíma til að læra hverja fræðigrein, svo