Fréttablaðið - 24.04.2001, Side 2
Á að setja lög
á sjómannaverkfallið??
Niðurstöður gærdagsins
á www.vfeir.is
Nei
Spurning dagsins í dag:
Ertu fylgjandi því að settir séu tollar á
erlent grænmeti?
Farðu inn á vísi.is og segðu I
þína skoðun , , „„, |
2____________________________FRÉTTABLAÐIÐ_____________________________________24. apríl þriðjudacur
Tsétsjenskir uppreisnarmenn láta undan:
FÓRNARLÖIMB SPRENGJUTILRÆÐIS
Gert að sárum slasaðra í Islambad
Sprengja springur í græn-
metismarkadi í Pakistan:
Tuttugu særðir
islambad (aei Itittugu manns særðust,
þar af tveir aivarlega, þegar hetma-
gerð sprengja sprakk á grænmetis-
markaði í Istambad i Pakistan í gær-
morgun. Enginn -hefur lýst ábyrgð á
tilræðinu á hendur sér.
Sprengjan sprakk á háannátíma á
grænmetismarkaðnum. Hdn var fal*
in í grænmetishrúgu. fbúar í grennd-
inni og verslunareigendur fluttu hina
siösuðu til sjúkrahúss í grenndinni.
„Þetta var mjög ö'flug sprenging,
skyndilega sprakk vörubíll og við
tókum tii fótanna," sagði Raja Saeed,
sem staddur var á markaðnum.
Lögregian umkringdi skömmu
síðar svæðið. Hún Ieitar manns af
afgönsku bergi brotnu sem talið er að
hafi verið í grenndinni rétt áður en
sprengjan sprakk. Þetta er í annað
skipti á'sjö mánuðum sem sprengja
springur á sama syæði í september
létust nítján og 80 særðust. Enginn
hefur verið handtekinn í tengslum
við það tilræði en lögreglan hefur af-
ganska flóttamenri sem búa í grennd-
inni grunaða. ■
Hnífjafnt
á Netinu
netmiðlakönnun Fjórðu könnunina í
röð er munurinn á aðsókninni að
tveimur stærstu netmiðlunum vart
marktækur. Hjá Gallup í síðasta
mánuði sögðust 79,8% þeirra sem
hafa aðgang að Netinu hafa heimsótt
á mbl.is en 79,5% höfðu heimsótt
Vísi.is. Munurinn er einungis 0,3% og
svipaðar tölur gefur að líta þegar
skoðaðir eru svokallaðir hánotendur
á Netinu, þ.e. þeir sem fara inn á vef-
ina einu sinni í viku eða oftar. Þeir
eru 61,9% hjá mbl.is en 60,0% hjá
Vísi.is.
Meðalheimsóknafjöldi er einnig
kannaður í könnun Gallup og hefur
hann vaxið um 17,7% hjá Vísi.is frá
því Gallup gerði samskonar könnun í
október, en fjölgunin nemur 15,0%
hjá mbl.is.
Leit.is sýnir talsverðan vöxt frá
síðustu könnun Gallups og nemur
vöxturinn á leit.is 23,0%. Meðalheim-
sóknafjöldi á leit.is er u.þ.b. tveir
þriðju af stærstu miðlunum tveimur.
Næstu miðlar þar á eftir í aðsókn eru
Strik.is og Torg.is sem mælast með
innan við helming heimsóknarfjöld-
ans á leit.is. ■
Okrid hefur kostað milljarða
Segir Ossur Skarphéðinsson um grænmetismál
grænmeti. Össur Skarphéðinsson al-
þingismaður fékk Þjóðhagsstofnun
til að kanna verðbreytingar á mat-
vælum hér á landi á árunum 1995 til
2000. í ljós kom að verð á matvælum
hækkaði á þessum árum um rétt um
17 prósent en verð á grænmeti hækk-
aði um 35 prósent á sama tíma. Össur
segir að ef grænmeti heföi hækkað
jafn mikið og aðrar matvörur hefðu
neytendur þurft að borga tveimur
milljörðum króna minna fyrir græn-
meti á þessu tímabili en raun varð á.
„Á sama tíma og verð á grænmeti
hækkaði um 35 prósent hér á landi
lækkaði verð á grænmeti í Svíþjóð
um 11 prósent. Ef íslendingar hefðu
notið sömu verðbreytinga og Svíar
hefðum við greitt fimm milljörðum
króna minna fyrir grænmeti á síð-
ustu fimm árum,“ sagði Össur.
Þessa staðreyndir sýna að sú ein-
okun, sem þrífst í skjóli landbúnað-
arráðuneytisins, hefur slæm áhrif á
afkomu neytenda og að það verður
að lækka tolla strax og síðan afnema
þá. Grænmetisokrið hefur kostað
neytendur miUjarða króna,“ sagði
Össur Skarphéðinsson alþingismað-
ur. ■
ÖSSUR SKARPÉÐINSSON
Hann segir að verðhækkanir á grænmeti
hafi kostað neytendur milljarða.
ERLENT
A' fundi framkvæmdastjórnar
Framsóknarflokksins sem hald-
inn var í hádeginu í dag var ákveðið
að ráða Árna Magnússon, aðstoðar-
mann utanríkisráðherra, sem fram-
kvæmdastjóra Framsóknarflokks-
ins. Hann mun jafnframt verða
framkvæmdastjóri þingflokks
framsóknarmanna samkvæmt því
er kveðið er á um í nýjum lögum
flokksins sem samþykkt voru á síð-
asta flokksþingi. Egill Heiðar Gísla-
son sem verið hefur framkvæmda-
stjóri flokksins síðustu ellefu ár
mun hverfa tii annarra starfa.
KJÖRKASSIN N
Gíslum sleppt í Istanbul
istanbul. ap Uppreisnarmenn sem
berjast fyrir málstað Tsétsjena
gáfust upp í gærmorgun og slepptu
120 gíslum sem þeir höfðu haft í haldi
á glæsihóteli í Istanbul frá því á
sunnudag. Engan sakaói sakaði í um-
sátrinu. Uppreisnarmennirnir gáfust
upp eftir að hafa rætt við innanríkis-
ráðherra Tyrklands, en ekki kom
fram hvað þeim fór á milli.
Skömmu eftir að byssumennirnii'
réðust inn á glæsihótelið, sem stað-
sett er við Bosporussund, lýstu þeir
því yfir að tilgangurinn væri að
vekja athygli á „blóðugum árásum“
rússneska hersins í Tsétsjeníu.
Mennirnir eiga flestir ættir að rekja
til Kákasuslýðveldisins, en alls búa
um 25.000 Tsétsjenar í Istabul og
vesturhluta Tyrklands. Mikill sam-
skipti eru á milli ríkjanna sem bæði
eru múslimsk. Auk þess eru um 80 fé-
lög starfandi í Tyrklandi sem taka
virkan þátt í að kynna málstað
Tsétsjena.
Samkvæmt gíslunum var með-
ferðin á þeim ekki slæm. „Þeir ógn-
uðu okkur ekki og gáfu okkur nóg að
borða og drekka,“ sagði Lefterios
Polemis, grískur ferðamaður. „Fyrst
héldum við að þetta væri rán,“ sagði
ítalskur ferðamaður, „en eftir hálfa
klukkustund varð okkur ljóst að til-
gangur þeirra var pólitískur ... þeir
voru mjög kurteisir við okkur.“
Ferðamálaráðherra Tyrklands
kom þeirri beiðni á framfæri við þar-
lenda fjölmiðla að þeir forðuðust
„æsifréttaumfjöllum11 á þessum við-
kvæma tíma í byrjum ferðamanna-
tímabilsins. Reynslan hefur sýnt
Tyrkjum að atvik á borð við þetta
hafa áhrif á ferðaþjónustu. Sprengju-
árásirnar og hótanirnar sem fylgdu
handtöku kúrdíska uppreisnarleið-
togans Abdullah Öcalan ollu því áð
ferðamönnum fækkaði um 24% árið
1999. ■
LOGREGLA MEÐ TOCKAN
Uppreisnarmennlmir gáfust upp
eftir umsátur
Segir að íslensku græn-
meti verði ekki fórnað
Arni MATTHIESEN
Fjórir af fimm netverj-
um vilja ekki lög á
verkfall sjómanna
Landbúnaðarráðherra fyrir svörum í hörðum umræðum á Alþingi um verð á grænmeti.
Ossur telur ráðherra vera að svíkja loforð
grænmeti „íslensku grænmeti verður
ekki fórnað," sagði Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra á Alþingi í gær
þegar hann átt í orðastað við Össur
Skarphéðinsson aiþingismann um
verð á grænmeti. Össur vildi ganga á
eftir efndum Guðna á orðum
um að lækka tolla á
„Það er flókið innfluttu grænmeti.
að fella niður Guöni kvaóst ekki
tolla," sagði hafa lofað að lækka
ráðherra. tolla °8 bættl við að
ekki væri samstaða
um ti! hvaða að-
gerða verður gripið vegna verðs á
grænmeti. „Því miður er þetta flókið
samspil. Það er flókið að fella niður
tolla,“ sagði ráðherra. Hann sagði
komavtil greina að lækka tolla, greiða
framteiðslustyrki og að leita þurfi
eftir samstöðu áður en hægt verður
að segja hvað verður gert. Ráðherra
sagði að gefa verði svigrúm tii ráða
fram úr hvað ber að gera.
Össur og ráðherrann voru sam-
mála um alvöru hás verðs á græn-
meti.
„Ég tel að Guðni Ágústsson sé að
draga í land og að hann ætli ekki að
standa við loforðin um lækka tolla á
innflutningi. Það liggur fyrir að 90
prósent af dreifingunni er í höndum
þriggja fyrirtækja sem þýðir að þau
• hafa einokun á markaðnum og því
verður- erfitt að útrýma ólöglegu
samráði, sem Samkepnisráð hefur
upplýst, nema með að koma á sam-
keppni og gera það með innflutningi.
Til að það verði hægt verður að stan-
da við loforðin sem voru gefin þégar
GATT-samningurinn var gerður, það
er að lækka tolla og síðan afleggja
þá. Það verður að aðstoða grænmetis-
framleiðendur til að standast sam-
keppnina og það verður best gert
með því að segja þá vera græna stór-
iðju og að þeir fái rafmagn á sama
verði og önnur stóriðja,“ sagði Össur
Skarphéðinsson.
Ljóst er að verð á grænmeti er að
verða þrætuepli á Alþingi og átök um
málið rétt að hefjast. Innan allra fiok-
ka eru þingmenn sem vilja að tollum
verði breytt hið snarasta.
sme@frettabladid.is
GRÆNMETISMAL A ALÞINGI
Össur Skarphéðinsson sagðist telja að Guðni Ágústsson ætli ekki að standa við gefin loforð um lægri tolla á grænmeti.
AP/ERHAN BAGCI