Fréttablaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 24. apríl 2001 ÞRIÐJUPAGUR Gunnar Birgisson alþingismaður Þetta er allt að koma „Það er mjög stutt í að við skilum af okkur,“ sagði Gunnar I. Birgisson alþingismaður um umkvartanir Guð- jóns A. Kristjánssonar. Gunnar segir að skýrslunni um brottkastið og nið- urstöður skoðanakönnunarinnar vr- eði birt í þessari viku eða næstu og nefndaráliti í beinu framhaldi. Skýrslu um nýtingu fisks í land- vinnslu annars vegar og sjóvinnslu hins vegar verður skilað skömmu síð- ar. Gunnar er ófánlegur til að segja hver niðurstaðan er varðandi brott- kastið. ■ Vinstri-græn- ar paprikur Við upphaf fundc á Alþingi í gær voru menn að gant, st en til stóð með- al annars að ræða v ,;rð á grænmeti. Össuri Skarphéðinssi ni þótti Halldór Ásgrímsson óvenju glaðlegur og kall- aði til hans hverju þetta sætti og spurði hvort ráðherrann hefði kanns- ki verið að borða græna papriku. Hún hlýtur þá að hafa verið vinstri-græn, svaraði Halldór. Þá gall í Guðna Águstssyni; enda var hún vond. Frjálslyndi flokkurinn undirbýr framboð Ákveðið að bjóða fram í Reykjavík Guðjón A. Kristjánsson alþingismaður Kvartar und an seinagangi Það var í ágúst 1999 að sjávarútvegs- ráðherra skipaði nefnd, undir forystu Gunnars I. Birgissonar alþingis- manns, sem var fengið það hlutverk að kanna nýtingu sjávarafla sem ann- ars vegar er unnin á sjó og í landi hins vegar. Þó komið sé vel á annað ár frá því nefndin hóf störf hefur ekkert bólað á niðurstöðum. Mig langar að vita hver niðurstaða nefndarinnar er,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, al- þingismaður Frjálslynda flokksins. Það er fleira sem Guðjón vill fá að vita. Um mitt síðasta ár var ákveðið að kanna brottkast á fiski. Gallup var fengið það hlutverk að kanna meðal sjómanna umfang brottkasts á fiski. | FRÉTTIR AF FÓLKI | „Fyrir nokkrum mánuðum heyrði ég í mörgum sjómönnum sem sögðu mér að haft hafi verið samband við þá vegna þessa máls. Nú heyri ég engann tala um að verið sé að kanna brottkastið. Best gæti ég trúað að þessari vinnu sé lok- ið,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson al- þingismaður. Hann segir að ekki hafi verið hægt að fá þessi mál rædd í sjávarútvegsnefnd Alþingis - þar sem skýrslunnar er beðið. „Ég er orð- inn þreyttur á að bíða. Ég er orðinn þreyttur á þessum seinagangi," sagði Guðjón. ■ GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON Hann undrast hvers vegna ekki er búið að birta niðurstöður tveggja úttekta. Formaður einkavæðingarnefndar, Hreinn Loftsson, hafði sínar ástæður fyrir því að velja Búnaðar- j bankanna og Price i Waterhouse Coopers til þess að annast útboð á hlut- um ríkisins í Lands- símanum. Allir aðr- ir voru nefilega taldir útilokaðir frá útboðinu. MP-verðbréf voru útilokuð vegna eignarhlutar Margeirs Pétursson, að- aleigenda þess, í Islandssima Lands- bankinn var útilokaður vegna fjár- festingar bankans í Landssímanum. Íslandsbanki-FBA gat ekki verið með vegna þess að hann sér um út- boð á Íslandssíma og Kaupþing gat ekki verið með vegna þess að Kaup- þing á hlut í Norðurljósum, sem er á hlut í Tal. Allir eru skyldir öllum á íslandi og eiginlega voru að bara Verðbréfastofan (Jafet Ólafsson) og Búnaðarbankinn sem gátu hreppt út- boðið og umsýslulaunin hér innan- lands og PriceWaterhouse Coopers, sem treystir á vörumerkið og þekk- inguna erlendis. Skrifstofa þeirra í Lundúnum er sögð munu véla um út- boðið á erlendri grund. Samfylkingin í Hafnarfirði með Lúðvík Geirsson í broddi fylking- ar hefur barist hægt gegn útboði skólastarfs í Ás- landsskóla. Svo langt hefur hún gengið að segja það verða sitt fyrsta verk að rifta samn- ingum eftir bæjar- stjórnarkosningar að ári eigi flokkur- inn hlut að bæjarstjórn að kosning- um loknum. íslenska menntasmiðjan er því að leggja í áhælttusaman rekstur gangi hún til samninga við Magnús Gunnarsson bæjarstjóra í Hafnarfirði um skólastarfið. Eins og jafnan er mikill hiti og sviptingar í hafnfirskum stjórnmálum og eins víst að skólabúningar verði aðeins saumaðir til eins vetrar í Firðinum. Greiningardeild Kaupþings er undir stjórn Þórðar Pálssonar sem nú fjarstýrir deildinni frá víðari sjónarhól í fyrirtæki bankans í Dan- mörku.Fróðlegt er að sjá í hvaða félög- um á aðallista Verð- bréfaþings íslands Þórður og félag mæla með kaupum hlutafjár í. Það eru þau félög sem deildin væntir að best á næstu misser- um. Þessi félög eru Bakkavör Group, Baugur.Delta, Grandi.Hampiðjan, Hraðfrystihúsið Gunnvör, Húsa- smiðjan, Jarðboranir, Kögun, Lands- banki íslands, Nýherji, Opin kerfi, Pharmaco, Samherji, Sjóvá-Almenn- ar, Skýrr, Sæplast, Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Tryggingamiðstöðin, Tæknival, útgferðarfélag Akureyr- inga, Þorbjörn Fiskanes og Össur. Þetta er blanda úr sjávarútvegsfyr- irætækjum, hátækni- og hugbúnað- arfyrirtækjum og iðnaðarfyrirtækj- um. Það er semsagt hægt að reka vel fyrirtæki í flesutm grienum. Annar flokkur og ekki ómerkari er sá sem Kaupþing leggur til að eigendur hlutabréfa haldi hlut sínum í. Það eru fyrirtæki eins og EFA, Alfreð heyrir pólitískan ávinning um frestun Sölu Lands- símans frestað Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformað- ur Orkuveitu Reykjavíkur og Línu- Nets, upplýsti á blaðamannafundi í gær að hann hefði heyrt pólitískan ávæning af því að sölu Landssímans yrði frestað. Hann sagði þetta í til- efni af því að Orkuveitan ætlar að selja meirihluta sinn í Línu-neti á svipuðum tíma og Landssíminn og ýmis önnur fyrirtæki hyggja á útboð. Spurningin er hvað hlutabréfamark- aðurinn þolir. Aðspurður um hvað hann hefði fyrir sér í þessum efnum sagði Alfreð að fréttamenn yrðu að spyrja þá sem stæðu að undirbúningi að sölu á bréfum í Landssímanum. ■ Eimskipafélagið, Flugleiðir, Harald- ur Böðvarsson, Hraðfrystihús Eski- fjarðar, fslandsbanki-FBA, íslenskir aðalverktakar, Lyfjaverslun íslands, Marel, Olíufélagið-Esso, Olíuverslun íslands, SÍF, Síldarvinnslan, Skelj- ungur, SR-mjöl,Vinnslustöðin, Þor- móður rammi-Sæberg og Þróunarfé- lag íslands. Aldrei er að vita nema Eyjólfur hressist, og þessi fyrirtæki eru öll öflug á íslenskan mælikvarða þótt rekstur þeirra sé svona la,la um þessar mundir. Athygli vekur að öll olíufélögin eru á sléttlendinu hjá Kaupþingi. Undir forystu Þórðar hefur grein- ingardeild Kaupþings ekki skirrst við að mæla gegn kaupum í ákveðnum hlutafélögum á aðallista VÞÍ. Nú bregður svo við enginn fær þum- alinn nið- ur: Ef til vill er það í sam- ræmi við það mat deildarinnar að það styttist æ frekar í aðp botninum sé náð í nið- ursveiflunni og við förum að sjá við- snúning á ný. hafa beri í huga að horfur í rekstrarumvherfi fyrir- tækja séu mun betri nú en í fyrra, olíuverð hafi haldist nokkuð stöðugt, vrextir hafi verið lækkaðir og ætla megi að sú þróun haldi áfram ef út- lið helst gott og þrátt fyrir nokkrar veikingu krónununnar að undan- förnu sé frekar gert ráð fyrir styrk- ingu hennar þegar líða tekur á ári. Kaupþingsmenn segja gamansög- ur í aprílskýrslu sinni um þróun og horfur: „Á tímum sem þessum þegar fjárfestar horfa upp á eignir sfnar rýrna dag frá degi er ekki úr vegi að rifja upp sögu af skósölu í Afríku. Tveir sölumenn voru sendir af stað og annar þeirra hringdi heim og sagði enga sölumöguleika vera til staðar þar sem í Afríku gengju allir berfættir. Aðstæður horfðu hins veg- ar nokkuð öðruvísi við hinum sölu- manninum sem tilkynnti um næga sölumöguleika því allir gengju þar berfættir! Þetta er ágæt dæmisaga og lýsir á skemmtilegan hátt því hvernig tveir menn geta séð hlutina í sitt hvoru ljósi. Þar sme annar sér ekkert nema svartnættið sé hinn gnótt tækifæra. Þetta má heimfæra upp á verðbréfamarkaðina, þar sem ljóst er að nú eru ótal tækifæri til staðar fyrir langtímafjárfesta, bæði hér heima og erlendis, vilji menn sjá þau.“ Sjómenn á Suðurnesjum halda því staðfastlega fram að Árni Matthí- esen hafi verið að borga kosninga- víxlana þegar hann lagði til að þingið frestaði verkfalli sjómanna til þess að hægt yrði að klára loðnuvertíðina. Það hafi hann gert undir þrýstingi frá útgerðarmönnum loðnuskipa á Suður- nesjum sem greitt hafi drjúgt í kosn- ingasjóð Sjálfstæð- isflokksins. Að- spurðir um sannan- verður fátt um svör og því ekki um annað að ræða en ósannaða kenningu sem flutt er af miklum sannfæringarkrafti í langri kjaradeilu. ÚTGÁFUSTJÓRN VIÐ PRENTVÉLINA í Isafoldarprentsmiðju í gærnótt, útgáfustjórnin, frá v. Sveinn R Eyjólfsson., Einar Karl Haraldsson, Gunnar Smári Egilsson, Pétu Gunnarsson og Eyjólfur Sveinsson, virða fyrir sér nýtt dagblað. Frjálslyndi flokkurinn er að und- irbúa framboð í sveitarstjórnarkosn- ingunum á næsta vori. Lengst eru umræður komnar um framboð í Reykjavík. Hópur flokksmanna vinn- ur að undirbúningi. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins er helst rætt um að Margréti Sverr sJóttir, vara- þingmanni og fram* 1 væmdastjóra flokksins, verði falið að leiða listann. Undirbúningur framboða í öðrum sveitarfélögum eru styttra á veg komin en ákvarðana er að vænta inn- an ekki langs tíma. Ég sit bara hér og les á ísskápshurðina. Hvað ert þú að gera? FRETTABLAÐINU FAGNAÐ Úgáfustjórn Fréttablaðsins í nýju- húsnæði ísafoldarprentsmiðju þegar fyrstu eintökin af Fréttablaðinu runnu í gegnum prentvélina í gærnótt. Það var gleðistund eftir stranga lotu og var blaðinu flett af áfergju.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.