Fréttablaðið - 24.04.2001, Page 11

Fréttablaðið - 24.04.2001, Page 11
ÞRIDJUPflCUR 24. april 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 ERLENT Filippseyjar: Læknar síamstvíburans Jodie segja aö mjög líklega verði hún útskrifuð af St MaryYs spítala í Manchester innan tveggja vikna. Þar hefur hún dvalið frá því að hún var aðskilin frá systur sinni Mary í nóvember síðastliðnum. Systir henn- ar Mary lést við aðskilnaðinn en sú aðgerð tók um 20 klukkustundir. Mary og Jodie fæddust í ágúst á síð- asta ári. Þær voru samvaxnar við kvið, en hjarta og lungu Jodie héldu lífi í Mary þar til þær voru aðskild- Bandarísk börn horfa að meðaltali á 1000 klukkustundir af sjón- varpsefni á ári sem þýðir þrjár klst. á dag. Á sama tíma þjáist eitt af hverjum 15 börnum á skólaaldri af offitu. Ríkið hyggur á herferð til að koma börnunum út að leika. Estrada vill útskýra MANiLA. flp. Fyrrum forseti Fil- ippseyja, Joseph Estrada, hefur beðið þarlend réttaryfirvöld að fresta handtökuskipun á hendur honum. Það muni gefa honum tækifæri til að svara ásökunum um stórfelllda spillingu og þjófnað á 4 milljörðum pesóa (jafnvirði rúmlega 7 milljarða íslenskra króna) af almannafé. Estrada var komið frá völdum 20 janúar sl. eftir kröftug mót- mæli almennings á götum úti í Manila. Lögfræðingar hans sögðu að verði handtökuskipun niðurstaðan muni Estrada ekki reyna að komast undan. ■ STUÐNINGUR VIÐ ESTRADA Kvikmyndastjaman fyrrverandi heldur vinsældum þrátt fyrir spillingu. ÉRZJANA AHMETZJANOVA Við nýbúar viljum að ísland verði gott land áfram jr „Island er líka mitt land“ Erzjana Ahmetzjanova er 28 ára gömul. Hún flutti til Islands frá Kazakstan fyrir fjórum árum. Henni finnst starfskraftar sínir vera illa nýttir hér á landi. NÝBúflR „Ég gæti unnið svo miklu meira en ég geri,“ segir Érzjana Ah- metzjanova. „Sjálfsmyndin er svo tengd vinnunni sem maður vinnur og það er mikilvægt að hafa nóg að gera.“ Érzjana hefur búið á íslandi í fjögur ár, síðan hún flutti hingað með íslenskum eiginmanni sínum frá heimalandinu Kazakstan. Á þessum tíma hefur hún unnið ýmis störf, skúrað og borið út blöð. í Kazakstan lagði hún stund á tónlist- arnám og vann síðan sem blaðamað- ur í lausamennsku. Að sögn Érzjönu hefur hún sótt um „500 störf“ síðan hún flutti til landsins, störf af öllum toga, en nánast alltaf verið hafnað. „Ef það sækja tveir um starf og ann- ar er útlendingur en íslendingurinn alltaf valinn,“ segir Érzjana og bætir við að hún skilji þá afstöðu að mörgu leyti vel þrátt fyrir að hún vildi gjarnan fá fleiri tækifæri. Eru fslendingar þá svo fordóma- fullir gagnvart útlendingum? „Það spilar ýmislegt inn í þetta, þetta er lítið land þar sem persónuleg sam- bönd skipta máli,“ segir Érzjana sem vill almennt ekki kalla íslend- inga rasista. „En ég verð reyndar al- veg brjáluð þegar ég heyri í þeim sem tala um Island fyrir íslendinga. ísland er líka mitt land.“ Því nýbúar auðga þjóðfélagið segir Érzjana. Hún bendir á að gera þyrfti þeim auðveldara um vik að ná tökum á ís- lenskunni, sjónarmið sem heyrist víða í hópi nýbúa. „Kennslubækur og kennslan miðast allt of mikið við málvísindaáhugafólk, ég vil læra að tala málið og bera fram orðin.“ Ér- zjönu liggur mikið á hjarta og þrátt fyrir ýmsa neikvæðar hliðar á reynslu sinni hér á landi þá er hún þokkalega bjartsýn og mjög tilbúin til að leggja hart að sér fyrir góða vinnu á Islandi. Hún er að ljúka vet- urlöngu námi í vefsmíðum. „Ég hef áhuga á tölvum og er að reyna að grípa þau tækifæri sem vonandi gefast í tölvuheiminum." Érzjana situr því við og semur atvinnuum- sóknir sem hún vonar að lendi ekki í ruslinu heldur endi í atvinnutilboði, „Það er svo niðurdrepandi að fá ekki vinnu." sigridur@frettabladid.is Missa leyfi til tóbakssölu Heilbrigðis- og umhverfisnefnd Reykjavíkur hefur tekið upp harða afstöðu gegn brotum á tóbaksvarnarlögum. Þeir útsölustaðir sem staðnir verða ítrekað að því að selja tóbak til unglinga 18 og ára og yngri munu missa leyfi til tóbakssölu í allt að þrjá mánuði. Þetta var ein- róma samþykkt á fundi heilbrigðis- og umhverfisnefndar Reykjavíkur sem haldinn var nýlega. Fyrir nokkru voru 46 útsölustaðnir staðn- ir að því í tvígang að selja ungling- um tóbak í könnun sem íþrótta- og tómstundaráð gerði. Komi í ljós að einhverjir þeirra hafi haldið upp- teknum hætti í könnun sem stendur yfir munu þeir verða sviptir leyfi til tóbakssölu. Búist er við að niður- staða þessarar könnunar muni ligg- ja fyrir innan tíðar. Hrannar B. Arnarsson formaður heilbrigðis- og umhverfis- nefndar telur einsýnt að skiptar skoðanir verði um þessa afstöðu nefndarinnar og m.a. megi búast við hörðum viðbrögðum frá hagsmunasamtökum smá- sölukaupmanna. Hann seg- ir að það sé einsdæmi í sögu tóbaksvarna að sam- staða skuli hafa tekist um að taka jafn hart á þessum brotum og samþykkt nefnd- arinnar ber vitni um.l HRANNAR B.ARNARSSON BORGARFULLTRÚI Hann gerir ráð fyrir að skiptar skoðanir verði um þessa afstöðu borgaryfirvalda. Auglýsing um inntöku nýnema í Lögregluskóla ríkisins 2001 UM NÁMIÐ: Lögregluskóli ríkisins er sjálfstæð stofnun sem starfar samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 og reglugerð um Lögregluskóla ríkisins nr. 490/1997. Grunnnám miðar að því að veita haldgóða fræðslu í almennu lögreglustarfi. Nám í skólanum stendur í a.rn.k. 12 mánuði og skiptist í þrjár annir. Fyrsta önnin, Grunndeild I, (GD I), er ólaunuð. Þeim nemum sem standast próf á önninni skal ríkislögreglustjóri sjá fyrir launaðri staifsþjálfun, GD II, í lögreglu ríkisins í a.m.k. fjóra mánuði. Starfsþjálfun fer fram á höfuðborgarsvæðinu. Að lokinni starfsþjálfunarönn tekur við launuð þriðja önn, GD III, í Lögregluskólanum sem lýkur með prófum. Nemar í GD I teljast ekki til lögreglumanna. Þeir klæðast búningi almennra lögreglumanna en nota ekki lögreglueinkenni. Nemendur fá búninginn endurgjaldslaust. Engin skólagjöld eru greidd en námið er ekki lánshæft. Þeir sem búa úti á landi geta sótt um styrk til jöfnunar námskostnaðar til námsstyrkjanefndar, sbr. rg. 779/1999. Nemar í starfsþjálfun, GD II, og þeir sem stunda nám í GD III, teljast til lögreglumanna. Samkvæmt kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðhena eru mánaðarlaun lögreglunema í starfsþjálfun og í GD III greidd skv. 67. launaflokki. Næsta skólaár hefst í janúarbyrjun 2002. Alls verða 40 nýnemar teknir inn að þessu sinni. ALMENN SKILYRÐI: Skv. 38. gr. lögreglulaga skulu lögreglumannsefni fullnægja eftirtöldum skilyrðum: a) vera íslenskir ríkisborgarar, 20-35 ára en þó má víkja fiá alduishámarkinu við sérstakar aðstæður, og ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, b) vera andlega og líkamlega heilbrigð og standast læknisskoðun trúnaðarlæknis, c) hafa lokið a.m.k. tveggja ára almennu framhaldsnámi eða öðru sambærilegu námi með fullnægjandi áiangri eða starfsþjálfun sem jafna má til slíks náms. Þau skulu hafa gott vald á íslensku, einu Norðurlandamáli auk ensku eða þýsku, þau skulu hafa almenn ökuréttindi til bifreiðaaksturs, lögreglumannsefni skulu synd, d) standast inntökupróf með áherslu á íslensku og þrek. SKIL UMSÓKNA OG ÚRVINNSLA: Þeir sem hafa áhuga á námi í Lögregluskólanum og uppfylla framangreind skilyrði skulu skila umsóknum til valnefndar Lögregluskóla ríkisins, Krókhálsi 5a, 110 Reykjavík, fyrir 1. maí 2001. Umsóknareyðublöð fást hjá lögreglustjómm og Lögregluskóla ríkisins, en einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is ,undir liðnum “Eyðublöð”. Konur sem uppfylla skilyrðin em sérstaklega hvattar til að sækja um inngöngu í skólann. Þegar umsóknir liggja fyrir mun valnefnd Lögregluskólans vinna úr þeim og m.a. sjá um fiamkvæmd inntökuprófa og taka viðtöl við þá umsækjendur sem koma til greina. Inntökupróf hefjast 16. maí 2001. Nánari upplýsingar um námið og inntökuprófin fylgja umsóknareyðublöðum en jafnframt er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu lögreglunnar, www.logreglan.is, undir Lögregluskóli rfkisins. Reykjavík 23. apríl 2001 RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.