Fréttablaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 4
SVONA ERUM VIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 3. maí 2001 FIMMTUDACUR ÚTFLUTNINGUR Breytingar á útflutningí milli ára geta gefið vísbendingu um þróun. Hér er sýnd hlutfallsleg breyting á útflutningi nokkurra vörutegunda milli janúar og febrúar í ár og sömu mánaða í fyrra. Borgin leigir jarðgerðartunnur: Kostar 2.000 kr. á ári enpurvinnsla. 1000 reykvískum heim- ilum býðst að fá leigðar frá borginni tunnur til að breyta lífrænu sorpi í frjósama gróðurmold. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd borgarinnar hefur samþykkt þetta og falið hreinsunar- deild að hrinda málinu í framkvæmd sem fyrst. Tekin verður 2.000 króna leiga á ári fyrir hverja tunnu, að sögn Hrannars B. Arnarssonar, formanns nefndarinnar. „Með þessu erum við að stíga risa- vaxið skref í átt til þess að minnka losun sorps og auka flokkun og end- urvinnslu," sagði Ifrannar við Frétta- blaðið. Hann sagði að þetta væri gert samkvæmt stefnu borgarinnar í sorphirðumálum og starfsáætlun árs- ins samkvæmt Staðardagskrá 21, sem er áætlun um sjálfbæra þróun. Tillagan var samþykkt með þrem- ur atkvæðum gegn tveimur í nefnd- inni en tillaga minnihlutans um að borgin keypti ekki tunnurnar heldur léti nægja að ráðleggja borgarbúum um jarðgerð úr lífrænum úrgangi var felld. Heimilin 1000 munu losa lífrænan úrgang eins og grænmetishýði og garðúrgang í tunnurnar og fá upp úr þeim frjósama mold, sem hægt verð- ur að nota í garðinn og draga úr magninu sem fer í sorptunnurnar um allt að 30%, að sögn Hrannars. ■ MOLD ÚR MATARLEYFUM Með því að setja lífrænan úrgang og garð- úrgang í jarðgerðartunnur ætti að vera hægt að draga úr heimilissorpi um 30%. Ítalía: Pavarotti mætti ekki modena. ap Luciano Pavarotti óp- erusöngvari mætti ekki til réttar- halda í gær, miðvikudag, í Modena á Ítalíu þar sem taka átti til meðferðar ákæru á hendur honum vegna skatta- mála. Hann er sakaður um að hafa talið rangt fram tekjur á árunum 1989 til 1995, en lögfræðingur hans vildi ekki segja um hve háar fjárhæð- ir væri að ræða. Pavarotti telur sig ekki þurfa að telja fram í Modena þar sem lögheimili hans sé í skattaparadísinni Monakó. Réttar- höldunum var frestað þangað til í september. ■ ASI íhugar samúðar- aðgerðir með sjómönnum Verkalýðshreyfingin varar stjórnvöld við lagasetningu á verkfall sjómanna. Áhrifin gætu orðið umfangsmikil. STAÐAN í SJÓMANNAVERKFALLINU VAR RÆDD Á MIÐSTJÓRNARFUNDI ASÍ í GÆR Áhrifa þess er farið að gæta af miklum þunga í mörgum sjávarbyggðum. FYRSTI GEIMFERÐAMAÐURINN AF MÖRGUM? Tito leikur sér ásamt tveimur rússneskum geimförum í Alþjóðlegu Geimstöðinni Rússar þurfa pening: Vantar fleiri auðmenn geimfebðir. Yfirmaður rússnesku geimferðastofnunarinnar, Yuri Koptev, segir að skortur á fjármun- um hamli geimferðaáætlunum þeir- ra, að því er Reuters sagði frá. Leit stæði nú yfir að næsta geimferða- manninum sem að öllum líkindum yrði ekki Rússi. Ríkið er í erfiðri að- stöðu en fyrr í mánuðinum sagði for- setinn Vladimir Pútín að reynt yrði með öllu móti að halda geimferða- áætluninni gangandi. Geimferðir eru eitt af fáum tæknisviðum sem Rúss- ar eru enn leiðandi afl 1 og benda um- mæli Koptev til þess að Rússar líti á sölu geimferða til áhugamanna sem framtíðarleið til. fjáröflunar. Fyrsti geimferðamaðurinn, Denn- is Tito, lenti í geimstöðinni á mánu- dag og reiknað er með að hann snúi tilbaka um næstu helgi. Allt gekk vel á leiðinni upp ef frá er talin smá- vægileg ógleði sem Tito varð fyrir eftir að hafa drukkið ávaxtasafa og gætt sér á þurrkuðum ávöxtum sér til endurnýjunar. ■ BURTON VONAST TIL REYKINGABANNS Eigendur skemmtistaða gætu átt málsókn yfir höfði sér vegna óbeinna reykinga Obeinar reykingar: Barþjónar fá bætur sydney. ap Kona sem fékk krabbamein í hálsinn af völdum óbeinna reykinga vann í gær mál á hendur gamla vinnustaðnum sínum. Marlene Sharp, 62 ára Ástrali, vann um árabil sem barþjónn. Hún höfðaði mál á hendur vinnustað sínum og hélt því fram að krabbameiníð hefði orsakast af tó- baksreyk viðskiptavina. Sharp voru dæmdar andvirði rúmlega 23 millj- óna ísl. kr. í skaðabætur. Áströlsk samtök gegn reykingum vonast til þess að dómurinn leiði til þess að tó- baksreykingar verði bannaðar á bör- um þar í landi. ■ sjómannaverkfall. Grétar Þorsteins- son forseti ASÍ segir að það komi vel til álita að hvetja aðildarfélög sam- bandsins til samúðaraðgerða með sjó- mönnum ef stjórnvöld setja lög á sjó- mannaverkfallið. Hann segir að það sé sjálfgefið, enda sé lögboðin vinnu- stöðvun hluti af mannréttindum launafólks. Enda yrði litið á það sem mannréttindabrot gagnvart sjómönn- um ef stjórn- völd gripu inní deiluna með ein- hliða lagasetn- ingu. Staðan í verkfalli sjó- manna og áhrif þess á fiskverk- unarfólk var rædd á mið- stjórnarfundi ASÍ í gær, en verkfallið er farið að hafa víðtæk áhrif í mörgum sjávarplássum. Á sama tíma gengur hvorki né rekur í samningaviðræðum í Karphúsinu. Innan verkalýðshreyfingarinnar virðist vera vaxandi fylgi við því að styöja við bakið á sjómönnum ef stjórnvöld grípa inn í deiluna með lögum. Hinsvegar er viðbúið aó allar samúðaraðgerðir mundu verða ílla séðar bæði af stjórnvöldum og at- vinnurekendum sem vafalaust mundu reyna að fá þær dæmdar ólög- legar í Félagsdómi. Áhrifin af þess- um hugsanlegum aðgerðum verka- lýðsfélaga gætu orðið umfangsmikil í samfélaginu og jafnvel lamað það ef verkalýðshreyfingin leggst á eitt í skopje. ap. Óeirðirnar í Bitola, þriðju stærstu borg Makedóníu, héldu áfram í gær þegar að minnsta kosti tíu verslanir í eigu fólks af albönsk- um uppruna voru lagðar í rúst. Er um að ræða framhald á atburð- um þriðjudagsins þar sem hundruð manna af slavneskum uppruna köst- uðu steinum og öðru lauslegu að verslunum albanskra meðborgára sinna. Fólkið var þá í hefndarhug eft- ir jarðarfarir fjögurra lögreglu- manna sem voru meðal þeirra átta sem skotnir voru til bana af albönsk- um öfgahóp um síðustu helgi. Ekkert manntjón hefur orðið í götuóeirðun- um. Ríkistjórn Makedóníu gaf það ný- lega út að henni hafi tekist að upp- ræta uppreisnarhi-eyfingu Albana en árásin á laugardag sýnir að mótstaða er enn fyrir hendi. Foi'seti landsins, Boris "frajkovski, er nú í Bandaríkj- unum þar sem hann ræðir við Coliri Powell um stuðning þaðan til að halda aftur af uppreisnarmönnunum. Árás albanska öfgahópsins á laugardag var sú mannskæðasta síðan ófriður braust út í landinu í febrúar. andófi sínu gegn mögulegri lagasetn- ingu stjórnvalda á sjómannaverkfall- ið. Forseti ASÍ segist auðvitað lítast ílla á það hvernig þróunin hefur ver- ið í kjaradeilu sjómanna við útvegs- menn. Hann segir að það sé að koma betur og betur í ljós að ákvörðun Albanir segja að litið sé á þá sem annars flokks þegna í Makedóníu og krefjast þeir þess meðal annars að stjói’narski'áin verði endurskrifuð með það í huga að veita þeim jöfn stjórnvalda að fresta verkfallinu um nokkurn tíma vegna loðnuvertíðar- innar hafi verið til mikils skaða. Hann bendir einnig á að þessi deila hafi sérstöðu umfram margar vegna þess að deiluefnið um verðmyndun sjávarafla sé búið að vera viðfangs- efni í samningum á annan áratug, eða réttindi á við fólk sem er af slavnesk- um uppruna. Tvær milljónir manna búa í Makedóníu og þar af telst tæp- lega þriðjungur vera af albönskum uppruna. ■ frá því fiskmarkaðir tóku til starfa á seinnihluta níunda áratugarins. Hann áréttar þó að ákvörðun um samúðar- aðgerðir yrði að fara í ákveðinn far- veg til að það yrði löglegt með tilliti til vinnulöggjafarinnar. -grh@frettabladid.is 1 STUTT | Afkoma Volvo var verri en búist hafði verið við á fyrsta árs- fjórðungi ársins. Tilkynnt var í gær um 801 milljón skr. tap, tæplega átta milljarðar íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. 55% söluaukning varð hjá fyrirtæk- inu á fyrsta fjórðungi ársins 2001, miðað við sama tíma í fyrra. Skýr- ingin á tapinu er fyrst og fremst sögð tengjast minnkandi hagvexti í Bandaríkjunum. —♦— Frelsi fjölmiðla jókst almennt í heiminum á árinu 2000, þrátt fyrir afturför f Rússlandi og Kína og vandræðamál í Tékklandi, að því er fram kemur í skýrslu frá banda- rísku samtökunum Freedom House sem kom út á mánudag. Rússland er í skýrslunni talið í hópi þeirra 53 ríkja sem flokkast „að hluta til frjáls“, en Kína fellur í hóp 62 ríkja þar sem fjölmiðlar teljast ekki frjálsir. Tékkland fékk að vera áfram í hópi 72 ríkja þar sem fjöl- íniðlar teljast frjálsir, þrátt fyrir að blettur hafi fallið á frammistöðu þess þegar fréttamenn ríkissjón- varpsins þar í landi fóru í verkfall til að mótmæla yfirmanni sínum, sem valinn hafði verið í starfið á pólitískum forsendum. Grétar Þorsteins- son forseti ASÍ: Verkalýðshreyf- ingin lítur á það sem brot á mannréttindum sjómanna ef lög verða sett á verk- fall þeirra ........♦-.. Spenna eykst milli þjóðarbrota í Makedóníu: Áframhaldandi óeirðir RÚSTIR I BITOLA Slavar hafa safnað liði tvisvar í vikunni og beint reiði sinni að verslunum I eigu fólks af al- bönskum uppruna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.