Fréttablaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 3. maí 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
15
Heimsmeistaramótið í Þýskalandi:
T ékkarnir valtir
ísknattleikur Ólvmpíu- og heims-
meisturunum í ísknattleiksliði Tékka
hefur ekki gengið sem skyldi á
heimsmeistaramótinu í Þýskalandi.
Tékkarnir eru nú öruggir í aðra um-
ferð en þurftu að sætta sig við niður-
lægjandi jafntefli, 2-2, við Þjóðverja
um daginn. Þjóðverjar hafa ekki ver-
ið í toppbaráttunni síðan 1997. Tékk-
arnir bættu fyrir það með 3-1 sigri á
liði Sviss á þriðjudag, sem var einnig
komið í aðra umferð.
Með því að jafna í leik við Norð-
menn, 4-4, tókst ítölum að komast
áfram. Þetta kemur á óvart þar sem
ekki var búist við miklu af ítölunum
fyrir keppnina og þeir töpuðu fyrsta
leik sínum á móti Rússum, 7-0. Bæði
Noregur og Ítalía voru á botni D-rið-
ils með tvö töp og eitt jafntefli. Eftir
jafnteflið voru það mörkin sem giltu,
Ítalía hafði skorað 14 sinnum en Nor-
egur 13 sinnum.
Þá völtuðu Svíar yfir Úkraínu-
menn, 5-0, og skildu þá eftir úti í
kuldanum. í næstu umferð mætast
Tékkar, Þjóðverjar, Svisslendingar,
Finnar, Slóvakar, Austurríkismenn,
Svíar, Bandaríkjamenn, Úkraínubú-
ar, Rússar, Kanadabúar og ítalir.
í gærkvöldi mættust annarsvegar
Svíþjóð og Bandaríkin, sem rembast
við að standa sig vel vegna Ólympíu-
leikanna í Salt Lake City, og hinsveg-
HINGAÐ OG EKKI LENGRA
Rússar möluðu Noreg í Þýskalandi á sunnudaginn, með 4 mörkum gegn engu.
ar Kanada og Rússland. Það var í endurnir frá Kanada og Rússlandi
fyrsta skipti í fjögur ár sem erkifj- mættust. ■
EN GARDE
Albert Mónakóprins hitar upp fyrir skylm-
ingamót fræga fólksins sem haldið var í
Monte Carlo á sunnudaginn.
I MOLAR 7
Sænski knattspyrnumaðurinn
Henrik Larsson, sem var valinn
leikmaður ársins í úrvalsdeildinni í
Skotlandi, er á góðri leið með að
vinna Gullna skóinn en honum fylgir
titillinn markakóngur Evrópu. Sví-
inn er búinn að
skora alls 50 mörk
fyrir lið sitt Celtic
á leiktíðinni, þar af
34 í skosku deild-
inni. Larsson, sem
er með 51 stig, er
þó ekki öruggur um
Gullna skóinn því
fast á hæla hans kemur Mateja
Kezman, leikmaður PSV Eindhoven
í hollensku úrvalsdeildinni, með 44
stig. Mörk í skosku deildinni gefa þó
ekki jafn mörg stig og mörk í öðrum
deildum. Kezman fær t.d. tvö stig
fyrir hvert mark á meðan Larsson
fær 1,5. Kevin Phillips, leikmaður
Sunderland, vann Gulina skóinn í
fyrra en hann veita ýmis íþrótta-
tímarit í Evrópu.
Meira um Celtic. Þrír leikmanna
liðsins fengu sér full mikið
neðan í því í veislunni á sunnudag-
inn þar sem Larsson var valinn leik-
maður ársins í Skotlandi. Chris
Sutton, Jonathan Gould og Johan
Mjállby tóku sig til og léttu á sér í
móttöku hótelsins þar sem verð-
launaafhendingin fór fram. Þessi
framkoma vakti litla kátínu meðal
stjórnenda hótelsins. Leikmönnun-
um þremur var umsvifalaust vísað
út af hótelinu og eiga þeir nú yfir
höfði sér allt að sex milljón króna
sekt frá forráðamönnum Celtic. DV
greindi frá.
Engir peningar fyrir Wembley
Möguleiki á þjóðarleikvangi í Birmingham.
Klúður á við Þúsaldarhvelfinguna, segja íhaldsmenn.
knattspyrna Enska knattspyrnusam-
bandið fær ekki meira en 300 millj-
ónir punda frá ríkinu til að byggja
nýjan þjóðarleik-
vang í stað
Wembley. Ný
kostnaðaráætlun
hljóðar upp á tæp-
lega 200 milljónir
punda í viðbót, en
ríkisstjórn Tony
Blair hefur lýst því
yfir að aukinn
kostnaður við
byggingu vallarins
muni ekki koma
„Wembley skan-
dall," „hrun
Wembley" og „á
hvergi heima"
var á meðal
þess sem slegið
var upp í ensku
blöðunum I
gær.
frá skattgreiðendum. Mögulegt er
því að verkefnið falli um sjálft sig
og tekið verði tilboði um þjóðarleik-
vang frá Birmingham.
Fyrirsagnir ensku blaðanna í
gær báru mikilli hneykslun vitni, en
blöðin gagnrýndu bæði ríkisstjórn-
ina og enska knattspyrnusambandið
fyrir að geta ekki séð almenningi
fyrir þjóðarleikvangi. Bentu þau á
að almenningur vildi hafa þjóðar-
leikvang á hinum hefðbundna stað í
útjaðri London. „Wembley skan-
dall,“ „hrun Wembley" og „á hvergi
heima“ var á meðal þess sem slegið
var upp í gær.
Benda íhaldsmenn á að ríkis-
stjórn Tony Blair sé minnug þeirrar
almennu hneykslunar sem Þúsald-
arhvelfingin (Millenium Dome) hef-
ur valdið, en hún fór langt fram úr
upphaflegri fjárhagsáætlun. Til að
koma í veg fyrir að slíkt endurtaki
sig treysti stjórnvöld sér ekki til að
sinna hlutverki sínu gagnvart unn-
endum knattspyrnu.
Bent var á að „Millenium Stadi-
um“ í Cardiff sem byggður var fyrir
heimsmeistarakeppnina í rúgbí árið
1999 og tekur 74.000 manns í sæti
hafi aðeins kostað 120 milljónir
punda, eða um fjórðung af nýju
kostnaðaráætluninni vegna
Wembley. Ríkisstjórninni og knatt-
spyrnusambandinu hafi því tekist að
klúðra málum.
Yfirmaður Knattspyrnusam-
bandsins, Adam Crozier, sagði að
kostnaðurinn væri einfaldlega of
mikill fyrir sambandið. Því væri
nauðsynlegt að skoða möguleika á að
byggja þjóðarleikvang annarsstaðar
en í London. Kom fram að næst-
stærsta borg Englands, Birmingham,
hefur boðist til að sjá um byggingu
vallar fyrir meira en helmingi lægri
upphæð. Sú gæti því niðurstaðan orð-
ið ef fram fer sem horfir. ■
Hörð barátta á toppnum
Guðjón og félagar í góðri stöðu fyrir Iokaumferðina.
Þurfa sigur á laugardag.
knattspyrna. Guðjón Þórðarson og fé-
lagar eiga nú einn leik eftir í deildar-
keppninni sem getur ráðið úrslitum
um það hvort liðið fái sæti í úrslita-
keppni fjögurra liða um sæti í fyrstu
deild á næsta tímabili. Þeir rauðhvítu
leika á laugardag gegn Swindon á
Britannia Stadium, en Swindon er
eins og stendur í sjötta neðsta sætinu
og enn í fallhættu. Ætla má að þeir
muni berjast hatrammlega til að falla
ekki í neðstu deild.
Stoke er nú í 5. sæti í deildinni, en
liðin í 3. til 6. sæti leika sín á milli um
eitt laust sæti í fyrstu deildinni. Liðin
í 6. og 7. sæti, Wigan og Bournemouth
gætu mögulega með sigri á laugar-
dag skilið Stoke eftir í 7. sæti, en eins
og áður sagði þarf íslendingaliðið á
sigri að halda á laugardag til að koma
í veg fyrir það. Walsall, sem er sæti
ofar en Stoke, á leik í kvöld, en
frammistaða Walsall gæti haft áhrif
á stöðu Stoke í úrslitakeppninni. Tapi
Walsall til dæmis bæði í kvöld og á
laugardag getur Stoke komist upp í
fjórða sæti.
Sigur Stoke City á Oldham á úti-
velli um síðustu helgi þýðir að liðið
er í góðri stöðu fyrir síðustu um-
ferðina. Brynjar og Ríkharður skor-
uðu mörkin eftir að Stoke hafði lent
undir snemma í leiknum, en mark
Brynjars var að sögn Guðjóns með
þeim glæsilegustu á leiktíðinni í 2.
deild. ■
GUÐJÓN UPP?
Stoke á nú góða möguleika á að komast upp um deild og launa þar með fjárfestunum stuðninginn.
e
fenUaUciotlobnfð
m
öli fimmtudagskvöld!
Allt um Fóstbrœður VÍS1Uf.IS
Wý geislaplata væntanleg
Góða skemmtuni