Fréttablaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 18
HVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? Kristján Kristjánsson tónlistarmaður Ég mæli með því að fólk veiði sér til matar til sjávar og sveita. Næli sér í þorsk, ýsu, svartfugl, silung, lax, rjúpu, gæs og borði ís- lenskan harðfisk og lambakjöt og drekki ís- lenskt vatn. Einnig mæli ég með nýbúum og sibúum, að litadýrðin sé sem allra mest. Dagur stærðfræðinnar: Kynning á stærð- fræðiefni kynning Námsgagnastofnun og Skóla- vörubúðin bjóða stærðfræðikennur- um, foreldrum og öðru áhugafólki um stærðfræði til kynningar á stærð- fræðiefni og stærðfræðigögnum í Skólavörubúðinni, Smiðjuvegi 5, Kópavogi, í dag. Sérstakur gestur á degi stærð- fræðinnar er Helene Vernis frá Learning Resources í Bretlandi en það fyrirtæki stendur framarlega í framleiðslu kennslugagna í stærð- fræði. Hún mun m.a. veita áhuga- sömum aðilum upplýsingar um stöðu stærðfræðinnar í Bretlandi og í Evr- ópu ásamt því að kynna nýjungar í stærðfræðigögnum fyrir leik- og grunnskóla. ■ Gervigreind og framtíð ómannaðra geimferða: Er líf á Mars og tunglinu Evrópu? fundur Dr. Ari Kristinn Jónsson heldur fyrirlestur fyrir almenning kl. 17.15 í dag í Háskólanum í Reykjavík um gervigreind og hvern- ig hún kemur við sögu við undirbún- ing ómannaðra geimferða um sól- kerfið. Ari vinnur hjá NASA (Geim- ferðastofnun Bandaríkjanna) og er sérfræðingur í gervigreind. I þessu erindi verður gefið yfirlit yfir þá gervigreindartækni sem verið er að þróa í Ames rannsóknarstöð NASA og hvernig sú tækni hefur verið og verður notuð í geimferðum. Umræð- an mun m.a. snúast um framtíðar- ferðir út í geiminn - m.a. ferðir til að kanna hugsanlegt líf á Mars og á tunglinu Evrópu. Frá 1997 hefur Ari unnið sem vfs- indamaður hjá RIACS, NASA Ames Research Center. ■ Flugleiðahlaupið í dag: Hlaupið í kringum Reykjavíkur- flugvöll heilsurækt Flugleiðahlaupið verður haldið í dag og hefst það kl. 19. Að venju verður hlaupið í kringum Reykjavíkurflugvöll og er vega- lengdin 7 km. Boðið verður upp á sex manna sveitakeppni. Hægt er að skrá sig til keppni frá kl. 17 í dag á Hótel Loftleiðum. Skráningargjaldið er 700 kr. fyrir fullorðna en 400 kr.fyrir börn. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum. Þá verða ferðavinn- ingar og kvöldveróir í boði. Þátttaka í hlaupinu gefur punkta í Vildarklúbbi Flugleiða. ■ 18 FRÉTTABLAÐIÐ 3. maí 2001 FIMMTUDACUR World Press Photo 2001: Þekktasta fréttaljósmynda- keppni sem haldin er uósmyndir Ljósmyndasýningin World Press Photo hefur verið opnuð í Kringlunni og stendur hún til 14. maí. Keppnin hefur verið haldin árlega síðan 1955 og að henni stendur sjóður sem hefur aðsetur í Hollandi. Þessi samkeppni er langstærsta og þekkt- asta fréttaljósmyndakeppni sem haldin. Að þessu sinni bárust í keppn- ina 42.321 myndir frá 3.938 ljósmynd- urum sem koma frá 122 löndum. Sýningunni er skipt í flokka og veitt verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar í hverjum flokki, bæði fyrir myndaraðir og einstakar mynd- ir. Sýningin er flokkuð í fréttaskot, fólk í fréttum, vísindi og tækni, dag- legt líf, íþróttir, listir, náttúra og um- hverfi, almennar fréttir og að lokum er einni mynd veitt verðlaun sem val- in er af sérstakri dómnefnd, einungis skipuð börnum. Alls eru þetta 207 myndir og eru allar verðlaunamynd- irnar á sýningunni í Kringlunni. Við hverja mynd er ítarlegur texti um myndefnið á íslensku. Samhliða sýningu World Press Photo verður ljósmyndasýning Morg- unblaðsins sem ber heitið: Andlit manns og lands. Á sýningunni er úr- val ljósmynda fréttaritara og ljós- myndara Morgunblaðsins ■ FRÉTTALJÓSMYND ÁRSINS Myndina tók ameríski Ijósmyndarinn Lara Jo Regan. Myndin er tekin í Texas af ínnfluttri mexíkanskri móður og börnum hennar að búa til pinatas til að framfleyta fjölskyldunni. FIMMTUDACURINN 3. MAÍ FUNDiR________________________________ 08.30 Ráðstefna um fjarvinnu verður haldin í dag í lðnó. Síminn og Callup standa að ráðstefnunni en ríflega 50 starfsmenn hafa í tilraunaskyni unnið störf sín í fjar- vinnu hjá Símanum um nokkurt skeið. Kynnt verður niðurstaða rannsóknar á því hver áhrif fjar- vinnu hafa verið fyrir starfsmenn og fyrirtækið. Erindi flytja: Sigrún Gunnarsdóttir Hrafnhildur Stefansdóttir, Tómas Bjarnason, Ásdís Jónsdóttir og Eyþór Eð- varðsson. Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Símanum er ráðstefnustjóri. 12.30 í dag verður auka fræðslufundur að Keldum Þar mun dr. Norman Stern, USDA-Agricultural Rese- arch Service, Athens, Georgia, USA, tala um „Campylobacter in poultry: what are we learning". Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er haldinn á bókasafni Keldna. 16.15 Hallgrímur Arnarson flytur fyrir- lestur í dag er nefnist: Saman- burður á erfðaefni visnu-mæði veira úr hjörð sem smitaðist í löngu sambýli við sýkt fé. Mál- stofan fer fram í sal Krabba- meinsfélags íslands, efstu hæð. 20.00 <Aðalfundur Sósíalistaféiagsins verður haldinn í kvöld í MÍR- salnum, Vatnsstíg 10. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Einnig verður rædd aldamótaá- lyktun Sósíalistafélagsins. Allir vel- komnir. Kaffi og meðlæti á boðstólum. 20.00 Síðasta málstofa vetrarins verður haldin í Miðstöð nýbúa v/Skeijanes í kvöld. Rætt verður um nauðsyn erlends vinnuafls fyrir íslenskt atvinnulíf. Framsögu á málstofunni hefur Árni Jó- hannsson frá Samtökum iðnað- arins. TÓNLIST_________________________ Þau Þóra Einarsdóttir, söngkona og Jónas lngimundarson, halda tónleika í Stykkishólmskirkju í kvöld kl. 20.30. Á efnisskránni eru íslenskir og erlendir söngvar ásamt glæsiaríum úr óperum eftir Mozart, Weber, Verdi og Strauss. Kvartett Davíðs Þórs Jónssonar spilar á jazzklúbbnum Múlanum, Húsi mál- arans, i kvöld. Píanistinn Davíð Þór flyt- ur hér frumsamda tónlist frá útskriftar- tónleikum sinum o.fl. Með honum leika þeir Jóel Pálsson á tenór sax, Valdi Kolli á bassa og Helgi Svavar á tromm- ur. Bj argræðiskvartettinn á Norðurlandi: Spilað á asnakjálka og mjólk- urglös tónleikar Bjargræðiskvartettinn er á tónleikaferð um Norðurland með sína geysivinsælu dagskrá með textum Ómars Ragnarssonar við lög eftir ýmsa höfunda. Lögin eru flest vel þekkt en Bjargræðiskvartettinn hefur útsett þau á sinn eigin hátt og gefið þeim nýjan hljóm. Þau sungu á Sæluviku á Sauðár- króki í gærkvöldi og það var allt upp- selt, en í kvöld verða þau í Deiglunni á Akureyri og svo á Gamla bauk á Húsa- vík á morgun, föstudag. „Þetta er mikið gleðiprógramm,“ segir Anna Sigríður Helgadóttir söng- kona. „Það er allt frá Lok lok og læs og yfir í Brú yfir boðaföllin sem er næst- um því trúarlegur texti. Margir hafa ekki áttað sig á því að Ómar hefur ekki bara samið barnalög eða eitthvað glens og grín heldur hefur hann samið fullt af lögum sem hann flutti ekki sjálfur, eins og t.d. Þú ein og Heimkoma sem Hljómar fluttu,“ segir hún. „Hann kom og hitti okkur nokkrum sinnum þegar við vorum að æfa þetta prógram, sagði okkur frá tilurð lag- anna og kom með ýmsar hugmyndir að efni. Hann meira að segja slökkti á far- símanum. Þá sagði hann okkur t.d. að hann hefði samið meira en 2.000 texta." „Svo spilum við á alls konar hljóð- færi,“ bætir Anna Sigríður við. „Við spilum t.d. á mjólkurglös með smjör- hnífum og asnakjálka fyrir utan hai’m- oniku, píanó og gítar auóvitað og allt mögulegt annað." Bjargræðiskvartettinn hefur sömu kynjaskipan og ABBA forðum, eða tvennt af hvoru kyni, allir syngja og allir spila á allskonar hljóðfæri. Kvar- tettinn skipa: Reykvíkingurinn Anna Croove Improve klúbbakvöld fara fram hvert fimmtudagskvöld á Rex og þar má heyra nokkra fremstu plötusnúða þjóðarinnar spinna grúvaða hús og fönk músík. Stundum er boðið upp á lifandi spilamennsku samhliða plötusnúningnum. Groove Improve hefst klukkan 22. Enginn aðgangseyrir. Pétur Kristjáns og Gargið munu rokka feitt feitt á Kaffi Reykjavík. Leikin verð- ur lög í anda Tempó. Bubbi Morthens heldur tónleika i kvöld í Ólafshúsi, Sauðórkróki. Miða- verð 1 .OOO kr. Bjargræðiskvartettinn heldur tónleika á Norðurlandi. i kvöld heldur kvartettinn tónleika í Deiglunni, Akureyrí, eftir leik KA og Hauka og á föstudagskvöldinu á Gamla Bauk, Húsavík. Kvartettinn ætl- ar að flytja sína vinsælustu dagskrá með textum Ómars Ragnarssonar við lög hinna ýmsu höfunda. LEIKLIST___________________________ 20.00 i Þjóðleikhúsinu er sýning á Syngjandi í rigning- unni eftir Comden, Creen, Brown og Fred. Á sýningunni er dansað, steppað og sungið af hjart- ans lyst. Við erum stödd í Hollywood ; þegar fyrsta tal- i myndin lítur dagsins Ijós. Þöglu myndirn- augabragði og gömlu fá skyndilega málið. 20.00 Áhugamannaleikhúsið Hugleikur sýnir í Tjarnarbíói verkið Víst var Ingjaldur á rauðum skóm eftir þær Hjördísi Hjartardóttur og Sigrúnu Óskarsdóttur. Leikstjóri er Sigríður Valbergsdóttir. 20.00 Píkusögur eftir Eve Ensler eru sýndar í kvöld í Borgarleikhús- inu. Leikarar eru Halldóra Ceir- harðsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. 20.00 Nemendaleikhúsið og Hafnar- fjarðarleikhúsið sýna í kvöld Platanof eftir Tsjekhov. Miðinn kostar 700 kr. 21.00 Eva - bersögul! sjálfsvarnarleik- ur verður sýndur í kvöld í Kaffi- leikhúsinu. MYNPHST______________________ Jón Gunnarsson, listmálari, hefur opnað sýningu á olíu- og vatnslitamyndum í Hafnarborg í Hafnarfirði. Jón er þekktur ar hverfa á sljörnurnar SÓLEY ELÍASDÓTTIR FER MEÐ EITT AÐAHLUTVERKANNA Pikusögurnar voru fyrst settar á svið árið 1996, og hlaut sú uppfærsla hin eftirsóttur Obie-verðlaun ári seinna. Sýning á Píkusögum í kvöld: Konur ræða um sína leyndustu parta leikýning Borgarleikhúsiö sýnir í kvöld leikritið Píkusögur eöa „The Vagina Monologues" eftir bandaríska leikskáldið Eve Ensler. Verkið er byggt á viðtölum leikskáldsins við konur, gamlar konur og ungar, um þeirra leyndustu parta, píkuna. Við- fangsefnið er óvenjulegt, en höfund- ur setur hugsanir viðmælenda sinna fram á einstakan hátt og lýsir með þessu safni eintala lífi og lífsviðhorf- um ólíkra kvenna. Sum þessara ein- tala eru nokkurn veginn orðrétt við- töl, önnur eru skálduð upp úr ótal við- tölum. Verkið hefur verið sýnt um öll Bandaríkin, í London, Berlín, Aþenu, Jerúsalem og víðar. Auk hefðbund- inna leiksýninga, hefur texti leikrits- ins verið lesinn á góðgerðar-samkom- um sem kallaðar hafa verið V-Day (1998 í New York, 1999 í London og nú 2001 um allan heim), og hafa þá stórstjörnur lesið upp úr verkinu ásamt höfundinum; Glenn Close, Cate Blanchett, Winona Ryder, Susan Sarandon, Whoopi Goldberg, Marisa Tomei, Rosie Perez, Lily Tomlin, Kate Winslett, Melanie Griffith og Calista Flockhart hafa tekið þátt í þessum viðburðum, en ágóðinn hefur runnið til samtaka sem berjast gegn ofbeldi gegn konum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.