Fréttablaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 18. maí 2001 13 Bretland: „Löng hefð fyrir eggjakasti" london. ap. Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, sagði í gær að vanhugsað hafi verið af varafor- sætisráðherra sínum, John Prescott, að kýla mótmaelandann sem kastaði í hann eggi. Viðbrögð Prescott sýndu þó að hann hefði „átríðufullar" stjórnmálaskoðanir, sem væru af hinu góða fyrir kom- andi kosningar. Talsmenn Ihaldsflokksins gagn- rýndu í gær árás stjórnarliðans og taldi Roseanna Cunningham, að- stoðarleiðtogi íhaldsins í Skotlandi að víkja ætti Prescott úr embætti á meðan rannsókn fari fi-am. „Mót- mælendur ættu ekki að kasta eggj- um, en stjórnmálammenn ættu undir engum kringumstæðum að bregðast við á þennan hátt,“ sagði Cunningham. „Að kasta eggjum að stjórmála- mönnum byggir á langri og heiðvirðri hefð ... Það væri mjög slæmt nýmæli í breskum stjórnmálum ef það hefði ávallt í för með sér ofbeldi," sagði leiðtogi skoska íhaldsflokksins, Sir Malcolm Rifkind. Charles Kennedy, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, var hinsvegar á þeirri skoðun að Prescott hafi misstigið sig í hita leiksins og ætti að fyrirgefa honum. „Allir vita að Prescott er með skapmeiri mönnum, blaðamenn þekkja það margir af eigin raun. Ég held ekki að við ættum að gera of mikið úr málinu,“ sagði Charles Kennedy. ■ BIÐST EKKI AFSÖKUNAR Prescott vann til verðlauna fyrir box þegar hann vann sem sjómaður á yngri árum. Útliafskarfinn: Veiðin gefur sig hægt fiskveiðar Miðað við fréttir sem borist hafa af erlendum togurum á Reykjaneshrygg virðist úthafskarfa- veiðin hafa farið heldur hægar af stað í ár heldur en í fyrra. Erlendu skipin eru að veiðum við landhelgislínuna og hafa verið að fá um eitt tonn á togtímann nú en þrjú tonn á togtímann þegar mest veiddist í fyrra. Aðeins eitt skip hefur leitað að úthafskarfa fyrir innan íslensku landhelgina, Polar-Siglir, og hefur hann lítið fundið. Vonast er til að meira finnist þegar íslenski frysti- togaraflotinn mætir á svæðið. Fyrstu togararnir voru væntanlegir á miðin í nótt. ■ arrásin myndi verða en það var mat vettvangsstjóra slökkviliðsins að kalla ekki eftir þyrlunni. Nokkurn tíma tekur að ræsa þyrluna út því áhafnar- meðlimir eru venjulega ekki á staðnum. Hafsteinn segir að þyrlan hafi fram til þessa fljótust verið 12 mínútur að komast í loftið frá því að beiðni um aðstoð barst. Sam- kvæmt skýrslu frá Slökkvilið- FORSTJÓRINN „Fýluferð betri en að koma of seint.," segir Hafsteinn Hafsteinsson. inu var gúmbátur þeirra kominn að slysstaðnum 13 mínútum eftir slysið, eða klukkan 20.48. í skýrslunni segir síðan að fyrstu tveir farþegarnir sem bjargað var úr flakinu hafi verið komnir í land 20.57, eða 22 mínútum eftir slysið en þá var mikill viðbúnaður hjúkr- unarliðs í fjörunni gegnt slysstaðnum. gar@frettabladid.is Upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar: Hvað átti þyrlan að gera? skerjafjarðarslysið Heimir Már Pét- ursson, upplýsingafulltrúi Flug- málastjórnar, segir að eftir að ljóst var hvar flugvélin sem hrapaði í Skerjafjörð var niðurkomin hafi björgunin færst úr höndum Flug- málastjórnar til Slökkviliðsins og að allar ákvarðanir hafi verið teknar af vettvangsstjóra þess. Heimir Már segir að allir sem hann hafi rætt við hjá Flugmálastjórn séu sammála um að þyrlan hefði ekki getað gagnast við björgunina. Bæði hafi menn Slökkviliðsins verið mjög snöggir á slysstaðinn og eins hafi mann með pramma borið fljótt að. „Hvað átti þyrlan að gera? Hún gat bara sveimað þarna yfir engum til hagsbóta. Hún hefði ekkki flýtt fyrir því að koma upp með fólkið. Hún hefði hugsan- lega komið að gagni við að flytja fólk frá pramman- um í land en það var miklu fljót- legra að fara með það í bátnum og þegar komið var í land var miklu hraðvirkara að fara með það í sjúkrabílum, sem biðu í fjörunni, upp á Landspítala,'1 segir Heimir Már. ■ HEIMIR MÁR PÉTURSSON Þyrlan hefði ekki hjálpað Eggert Haukdal: Hæstiréttur staðfestir 2 mánaða fangelsisdóm dómsmAl. Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir Eggert Haukdal, fyrrverandi oddvita í Vestur-Landeyjarhreppi fyrir fjár- drátt í opinberu starfi. Eggert var dæmdur til að sæta fangelsi í tvo mán- uði skilorðsbundið. Samkvæmt dómnum misnotaði Eggert aðstöðu sína til að gefa út skuldabréf í nafni hreppsins, án þess að hreppsnefnd samþykkti, og verja meginhluta lánsfjárins til greiðslu á öðru skuldabréfi, sem var rekstri hreppsins óviðkomandi. Þá var hann talinn hafa dregið sér fé með því að hafa látið færa til inneignar á við- skiptareikning sinn tiltekna fjárhæð, sem hafði verið gjaldfærð hjá sveitar- sjóði sem kostnaður vegna vegagerðar í hreppnum án reikninga að baki þeir- ri færslu. Eggert var sakfelldur fyrir fjár- drátt, þar sem ljóst þótti, að tilteknar bókhaldsfærslur hafi leitt til lækkunar á skuld hans við hreppinn. Sem odd- vita hafi honum hlotið að vera kunnugt um þennan frágang reikninga og ekki getað dulist, hver áhrif hans væru. ■ Til sýnis að Helluhrauni 22 Hafnarfirði sími 699-5899 —B Heilsárs bústaður Fullbúinn 60fm með bjálkaklæðn- ingu. Sérlega vandaður, allir gluggar með flugnaneti, tilbúin til flutnings verð kr 6.800.000 1 Það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi frá HTH, enda er þetta viðkunnarlega danska fyrirtæki í forystu á Norðurlöndun í hönnun og framleiðslu á eldhús- og baðinnréttingum. Forvitnilegir litir og nýjar gerðir innréttinga, þaulhugsaðar í smáatriðum, gera það að verkum að þú færð innblástur í hvert sinn sem þú lítur inn í sýningarsal hjá HTH. Láttu sjá þig - Stuttur afgreiðslufrestur ...aðeins betra BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.