Fréttablaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 18
FRÉTTABLAÐIÐ 18. maí 2001 FðSTUDACUR Á HVAÐA TÍMUM LIFUM VIÐ? 18 H Birna Bjarnadóttir, bókmenntafræðingur „Nútiminn er og hefur alltaf verið trunta. Ég held að það sem er frábært við okkar tíma er að við þurfum ekki að eltast við hann. Ég held að við eigum að notfæra okkur þá vitneskju og láta það vera að elt- ast við hann. Hvað ætlar þú að gera til að auðga andann um helgina? Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar Ég ætla að hitta gamla skólafélaga úr Núpsskóla í Dýrafirði. Það eru þrír ár- gangar úr skólanum sem ætla að hittast á laugardaginn og þar ætla ég að sjálf- sögðu að vera. Eg fer mikið í sund og út i náttúruna. Ég bý við Elliðaárdal- inn og held mikið upp á hann og Heiðmörkina. Mínir uppáhalds staðir á landinu eru hins vegar á Vestfjörðum. Svo á ég allt eins von á því að ég bregði mér á listsýning- ar á sunnudaginn. Eg geri það oft. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur Ég verð i Helsinki, þeirri miklu menn- ingarborg um helgina. Verð þar á ráð- stefnu um öryggis og varnarmál á Norðulöndum og ég ætla að fjalla um getu íslensku stjórnsýslunnar til að starfa í alþjóða- stofnunum. Ég er sannfærður um að ég finn mér tíma til að fara á bari og veitingahús í miðborginni. Ég hef kom- ið áður til Helsinki og það kom mér á óvart hvað hún er falleg og skemmtileg borg. Byggingarnar eru svo skemmti- legar eins og bókasafnið og dómkirkj- an. Svæðið við höfnina og skerjagarð- urinn setur líka skemmtilegan svip á borgina. Okkar landsfrægu KAFFI fiíaðíwrcf alla sunnudaga Skíðaskáíinn í Hveradölum Sími. 567 2020 Sýning í Bandaríkjunum: Utlitshönnuður Bítlanna cleveland. flp í rokktónlistarsafni í Cleveland í Bandaríkjunum hefur verið opnuð sýning sem er helguð ljósmyndaranum og bassaleikaran- um Stuart Sutcliffe. Hann er stund- um kallaður „fimmti Bítillinn" og var óopinber útlitshönnuður hljómsveit- arinnar á fyrstu árunum. Á sýning- unni getur að líta bréfasafn hans, ljósmyndir og ýmis listaverk eftir hann Sutcliffe kynntist John Lennon í listaskóla í Liverpool árið 1959 og var um tíma í Bítlunum. Hann dó árið 1961, aðeins 21 árs, ári eftir að hann Á ROKKTÓNLISTARSAFNINU Sýningargestir virða fyrir sér Ijós- myndir eftir Stuart Sutcliffe. yfirgaf hljómsveitina en hálfu ári áður en fyrsta lag Bítlanna náði vin- sældum. „Það var hann sem mótaði stílinn, þann listræna innblástur sem gerði þá gjörólíka öllum öðrum,“ segir Shelag Johnston, en hann er safn- stjóri Bítlasögusafnsins í Liverpool á Englandi. Áhrifa Sutcliffes á Bítlana gætti áfram eftir dauða hans. í bréfi sem hann skrifaði árið 1961 eru teikning- ar af kragalausum fötum eins og þeim sem hljómsveitin byrjaði að klæðast árið 1963. Hann átti líka sinn þátt í nafni Bítlanna, The Beatles, með því að stafa það vitlaust í bréfi til tónleika- haldara.l FÖSTUPACURINN 18. MAI RÁÐSTEFNUR________________________ 9.00 Stéttarfélag íslenskra félagsráð- gjafa heldur ráðstefnu sem nefn- ist Börn, áföll og missi. Aðalfyrir- lesari er Dr. Phyllis R. Silverman félagsráðgjafi, en hún hefur ára- tuga reynslu af rannsóknum, kennslu og meðferðarvinnu varð- andi sorg og sorgarviðbrögð. 13.00 Málþing verður haldið í tilefni fé- lagsfundar MENNTAR - sam- starfsvettvangs atvínnulífs og skóla. Frummælendur eru Ari Edwald framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, Runólfur Ágústsson rektor Viðskiptahá- skólans á Bifröst, Björg Árnadótt- ir símenntunarstjóri Fjölbrauta- skólans við Ármúla, Guðrún Anna Finnbogadóttir verkefnis- stjóri á Matra og Stefanía Katrín Karlsdóttir framkvæmdastjóri MENNTAR. Fundurinn fer fram í húsnæði Eflingar að Sætúni 1, Reykjavík og stendur til 16.00. FYRIRLESTRAR______________________ 13.30 Hjördis Sigurðardóttir heldur fyr- irlestur um verkefni sitt til meist- araprófs í rafmagns- og tölvuverk- fræði frá Háskóla íslands. Verkefn- ið heitír Þekkingarleit í heil- brigðisgögnum með tengsla- greiningu og fjallar um notkun gagnanámsaðferða við sjálfvirka leit að þekkingu i heilbrigðisgögn- um. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 158 í VR2 við Hjarðarhaga 2-6 og eru allir velkomnir á með- an húsrúm leyfir. 15.00 Muthafar Emeish heldur fyrirlest- ur um verkefni sitt til meistara- prófs í véla- og iðnaðarverkfræði við Háskóla íslands. Verkefnið heitir „Simulation of Heating Sy- stems in Jordanian Buiidings"og fjallar um hermun á varmabúskap bygginga í Jórdaníu og leiðir til þess að lækka hitunarkostnað með mismunandi stjórnbúnaði hitunarkerfa húsanna. Fyrirlestur- inn verður í stofu 157 í VR2 við Hjarðarhaga 2-6 og eru allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. LEIKHÚS___________________________ 20.00 verður gamanleikurinn Á sama tíma síðar sýndur í Lofkastalan- um. Leikritið er sjálfstætt fram- hald hins geysivinsæla Á sama tíma að ári, en leikarar eru þau Tinna Gunnlaugsdóttir og Sig- urður Sigurjónsson. 20.00 verður söngleikurinn Syngjandi f rigningunni sýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins. Þetta er einn frægasti söngleikur aldarinnar. Það er dansað, steppað og sung- ið af hjartans lyst og meðal leik- enda eru dans- og söngparið Rúnar Freyr Gíslason og Selma Björnsdóttir. 20.00 verða Píkusögur eftir bandaríska Ieikskáldið Eve Ensler. Viðfangs- efnið er óvenjulegt, byggt á við- tölum höfunda við fjölmargar konur en höfundur setur hugsanir viðmælenda sinna fram á einstak- an hátt og lýsir með þessu safni eintala lífi og lífsviðhorfum ólíkra kvenna. Leikkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Sóley Elíasdóttir flytja verkið, en leikstjórn er í höndum Sigrúnar Eddu Björns- dóttur. 20.00 verður Kontrabassinn eftir Pat- rick Siiskind sýndur í Borgarleik- húsinu og fer Ellert A. Ingi- mundarson með hlutverk kontra- bassaleikarans. Þrjátíu og fimm ára einstæður kontrabassaleikari segir frá lífi sínu með kontrabass- anum, mikilvægi hans og eigin- leikum og því ömurlega hlutskipti að lifa og búa með honum. TÓNLEIKAR______________________________ 20.30 verða tónleikar með Davíð Ólafs- syni bassasöngvara og Ólafi Vigni Albertssyni píanóleikara í Tónlistarhúsinu Ými við Skógar- hlíð. Davíð er ungur Keflvíkíngur sem hefur verið að hasla sér völl sem óperusöngvari í Þýskalandi. Þetta eru fyrstu sólótónleikar hans á íslandi en nýverið hélt hann tónleika við óperuhúsið í Lúbeck þar sem hann starfar um þessar mundir. Á dagskrá tóneikanna eru m.a. íslenskar og skandinaviskar söngperlur og svo auðvitað óp- eruaríur. 21.00 Kontrabassi og leikkona er heiti óvenjulegra tónleika í Völundi húsi Leikfélags Hveragerðis við hliðina á Eden. Þar flytja Dean Ferrell kontrabassaleikari og Vala Þórsdóttir leikkona efnisskrá fyrir kontrabassa og leikkonu með ýmis konar tónlist og glensi. Með- al annars verður flutt Velkominn i kontrabassaland eftir Barney Childs, Prufuspil eftir Jon Deak sem er grínverk fyrir bassa og leikara þar sem Vala bregður sér í hlutverk kontrabassaleikara sem er að prufuspila fyrir valnefnd og Dean leikur nefndina, og Síðasti kontrabassinn í Las Vegas eftir Eugene Kurtz, sem er verk um konu sem þráir að eiga náin sam- skipti við kontrabassa. 23.00 Kaffileikhúsið og Kramhúsið hafa sameinast um gleðítónleika með hljómsveitinni Felicidae. Áhersla er lögð á að skapa ást- leitna og hamingjuríka stemningu þar sem gestum gefst færi á að stiga dansspor enda nánast Seiðandi samba og bossanova tónleikar Rómantíkin ræður ríkjum í Kaffileikhúsinu í kvöld í svoköll- uðu dansátaki Kaffileikhússins og Kramhússins. Það er Felicidae sem ætlar að seiða fram tónana og fiðringinn í fótunum. „Þetta eru í raun tónleikar en fólki er mjög velkomið að dansa líka,“ segir Tena Palmer sem er söngkona hljómsveitarinnar. Auk Tenu leika í Felicidae þeir Hilmar Jensson á gít- ar, Matthias Hemstock á trommur, Jóel Pálsson á tenorsaxófón og Guð- jón Þorláksson á bassa. Felicidae hefur spilað saman í nokkur ár og komið fram bæði í Kaffileikhúsinu og á Rex. „Við spilum brasilíska mússík, samba og bossanova," segir Tena. „Það er þessi Kaffi List andi í tón- listinni," bætir hún við og hlær. Tena segir að þessi brasilíska tónlist sé mjög tilfinningarík og rómantísk. „Þetta er öðruvísi en salsa, miklu mýkri ryþmi." Hún segir tónleikana vera alveg kjörið tækifæri fyrir pör að dansa saman. „Við héldum tónleika á bóndadag- inn og það var dásamlegt. Þetta er nefnilega mjög rómantísk tónlist, í raun svipuð tilfinning og hjá Buena Vista, ekki villt heldur mjög tilfinn- ingarík og rómantísk. ógerningur að hemja dansfótinn við þessa kliðmjúku en þó takt- föstu tónlist gleðinnar... og ekki nóg með það, Kramhúsfólk er til alls víst og eins gott að vera við öllu búinn ekki síst einhverju framandi! SKEMMTANIR________________________ 23.00 hefst Reverb-kvöld á Gauk á Stöng og verður opið fram á morgun. Nokkrir fremstu klúbb- plötusnúðar landsins koma sam- an og sjá um fjörið. DJ Frímann, Bjössi Brunahani og DJ Grétar G spila dúndrandi teknó, hús og trans á aðalhæð Reverb. í kjallar- anum mun Mad-Erb spila hipp hopp og uppi á efri hæðinni grúva DJ Tommi White og Ýmír. 00.00 Rokkgyðjan Andrea Jónsdóttir sér um að halda uppi villtri stemningu alla nóttina á Club 22. Hálft i hvoru leika á Kaffi Reykjavík í kvöld og annað kvöld. Gulli Reynis spilar á Jóa Risa Jafnaseli í kvöld og annað kvöld. SYNINGAR Ari Magg sýnir Ijósmyndir á Atlantic í Austurstræti. Þetta er fyrsta einkasýning Ara en hann vakti mikla athygli á sam- sýningu Blaðaljósmyndarafélags l'slands sem haldin var i Gerðubergi í febrúar síðastliðnum. Þar vann hann til verð- launa fyrir bestu Ijósmynd, tiskumynd og portrett ársins. Þema sýningarinnar á Atlantic er íslenski fáninn. Gengið er inn frá Austurvelli. í Borgarskjalasafni Reykjavrk, stendur yfir sýning á skjölum og Ijósmyndum tengdum verkalýðsbaráttunni í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar. Á sýningunni eru skemmtilegar og sjaldséðar Ijósmyndir af fyrstu kröfugöngunni í Reykjavík, þann 1. maí 1923. Margir nafngreindir þekktir íslendingar sjást á myndunum, en Pétur Pétursson, þulur hefur unnið að rannsóknum á Ijósmyndunum. Sýn- ingin er á 6. hæð Grófarhúss, Tryggva- götu 15 og er aðgangur ókeypis. Hún er Kaffileikhúsið: Ljósmyndasýning Ara Magg: Heldur áfram að ögra uóswyndir Ari Magg ljósmyndari er greinilega óhræddur við að ögra. Verðlaunaljósmynd hans sem notuð var til að kynna óperuna Baldur eftir Jón Leifs fór fyrir brjóstið á mörgum vegna augljósra vísana í nasisma. í gær opnaði Ari ljósmyndasýningu á Atlantic þar sem sjá má íslenska fán- ann í óhefðbundu hlutverki. Þetta er fyrsta einkasýning Ara en sýningin er liður í þeirri stefnu Atlantic að sýna verk ljósmyndara sem þykja skara fram úr. Sýning Ara er sú fyrsta en hver sýning mun standa í 2- 3 mánuði í senn. Atlantic er til húsa að Austurstræti 10 en vegna fram- kvæmda er aðgengilegra að koma inn Austurvallarmegin. ■ ÍSLENSKI FÁNINN Hefur ekki áður sést í þessu hlutverki. SYNING Samtal hjóna Hjónin Jón Reykdal og Jóhanna Þórðardóttir sýna saman mál- verk í Ásmundarsal. í stað þess að hengja verk sín upp á sitthvorum staðnum í sýningarrýminu eru verkin hengd upp saman, þannig að sýningin verður nokkurs konar samtal í stað þess að verða tvö eintöl. Þessi uppsetning tekst vel. Verkin eru ólík, en samt sem áður er ákveðinn hjónasvipur með þeim. Verk Jóns eru ljóðræn og fígúratív, litirnir mildir, en bjartir. Verk Jóhönnu eru óhlutbundinn og litirnir sterkari, en kallast skemmtilega á við litina í verkum Jóns. Auk þess að vera falleg sýn- ing er auðvelt að leika sér með vangaveltur það sem sameinar og Staður: Listasafn ASi, Ásmundarsalur við Freyjugötu Lýkur: Um helgina skilur að í samtali hjóna. Það er bjart yfir sýningunni og hvort sem vorið lætur á sér kræla ut- andyra eða ekki er hægt að ná sér í stemmningu þess í Ásmundarsal. Hafliði Helgason Ljóðræn og fjörleg sýning

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.