Fréttablaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 22
HRAÐSOÐIÐ KRISTÍN ÁSLAUC GUÐMUNDSDÓTTIR sjúkraliði Kjörin koma í veg fyrir nýliðun HVERJU viljið þið ná fram í samningum? Það sem hvílir kannski hvað mest á okkur að ná fram í samningum er að launin hækki nóg til þess að við fáum aukna nýliðun í stéttina? HVAÐ hafið þið gert ykkur í hugarlund að þurfi að bjóða fólki þannig að nýliðum fjölgi? Við höfum gert kröfu um 150.000 krón- ur í byrjunarlaun. Byrjunarlaun hjá sjúkraliðum í dag, sem eru að koma út úr skóla, eru 89.173 krónur í mánaðar- laun. Það sem þarf að segja um launin er ekki flóknara en það að við fáum ekki fólk í nám. HVERNIG hefur gengið að fá við- semjendur til að gangast við þessu? Við höfum verið með lausa samninga í hátt í sjö mánuði. Við fengum engar viðræður þrátt fyrir að við gengjum eftir því fyrr en samninganefndin vís- aði viðræðunum yfir til ríkissáttasemj- ara. Síðan þá er ríkissáttasemjari bú- inn að boða til sjö eða átta funda. Þrír af þeim fundum hafa verið afboðaðir og á síðasta fundi sem var haldinn slitu viðsemjendur okkar viðræðum vegna þess að sjúkraliðar Landspítal- ans voru á fundi. HVER eru næstu skref i baráttu ykkar? Það sem er búið að gerast er að sjúkraliðar á Landspítalanum, sem er stærsti vinnustaður sjúkraliða á land- inu, funduðu í allan gærdag [miðviku- dag] þar sem þeir fóru yfir stöðuna í samningaviðræðunum. Á meðan feng- ust afar fáir sjúkraliðar til starfa á Landspítalanum og sýnir það þá reiði sem er til staðar meðal sjúkraliða. Því sjáum við hvort hvort það verði ekki til að setja aukinn þrýsting á viðræður svo að málið leysist sem fyrst. vonir bindið þið við samninga- HVAÐA viðræðurnar? Við vonum að sjúkraliðar verði lag- færðir í launum. Við trúum því að skynsemin verði látin ráða. Kristín Áslaug Guðmundsdóttir er 51 árs sjúkraliði. Hún er formaður Sjúkraliðafé- lags íslands sem stendur nú í stappi um launahækkanir við viðsemjendur sína. ■mtim- Taktu smá rispu sikicers* Fáðu litinn þinn á úðabrúsa til að laga grjótbarnlng og smárispur. Sikkens gefur rétta litinn á bfilnn þinn. CÍSJLJ JÓNSSON ehf Bfldshöfða 14 ■ s. 587 6644 22 FRETTABLAÐIÐ 18. maí 2001 FÖSTUDAGUR bilalakk a uðabrusum > Ríkisstjórnin er með allt niður um sig Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega. Guðjón A. Kristjáns- son segir LÍÚ ráða ferðinni í sjómannadeilunni. umræður Geysileg harka var í um- ræðum á Alþingi þegar verið var að samþykkja lög á verkfall sjómanna og verkbann útvegsmanna. Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjáls- lyndaflokksins og fyrrverandi forseti Farmanna- og fiskimannasambands- ins, fór mikinn og sagði að pöntunar- félag LÍÚ, eins og hann komst að orði, væri beintengt Alþingi. Hann benti á að nýfallinn væri dómur í Hæstarétti þar sem útgerð hefði ver- ið gert skylt að selja á hæsta verði - en nú sé verið að gefa væntanlegum gerðardómi fyrirmæli að fara öðru- vísi að. Steingrímur J. Sigfússon sagði málið allt vera ótrúlegt klúður og svo virtist sem stjórnarþingmenn hafi stungið sér í vatnslausa sundlaug. „Það eru rjúkandi vandræði með málið - samt á að keyra það í gegn,“ sagði þingmaðurinn. Hann sagði ein- nig að ríkisstjórnin væri með allt nið- ur um sig í málinu. Halldór Blöndal sakaði Steingrím um dónaskap. Þá bauðst Steingrímur til að endurtaka orð sín utan þings svo sækja mætti á hann- bauðst sem sagt til að svipta sig þinghelgi. ■ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Bauðst til að endurtaka orð sín utan þings svo sækja mætti á hann án þinghelgi. FRÉTTIR AF FÓLKI Hundasúruflokkurinn er nafn- gift sem fer mjög í taugarnar á Vinstri-grænum enda notað stíft af gárungum yfir flokk þeirra um þessar mundir. Höfundarréttinn má rekja til ísólfs Gylfa Pálmasonar, þingmanns Fram- sóknarflokksins. ísólfur lenti í harðri rimmu við Vinstri-græna á dögunum í umræðum á Alþingi um atvinnustefnu, og ásakaði VG um að vera á móti öllum jákvæð- um framförum í atvinnulífi, hvort sem væri líftækni, laxeldi eða stóriðja. „Þessir menn halda að fólk á landsbyggðinni geti lifað af því að tína hundasúrur og hrein- dýramosa," sagði ísólfur efnis- lega. Þingheimur lá í hlátri nema þingmenn VG, sem var lítt skemmt. Stöð 2 sýndi síðan um- mælin, og ummæli ísólfs urðu landsflleyg. Á Alþingi gengur VG síðan undir nafninu hundasúru- flokkurinn. Þingmenn VG eru hins vegar ekki hressir með þetta framtak ísólfs Gylfa, og í eldhús- dagsumræðum á miðvikudags- kvöld snérist verulegur hluti af ræðu Ögmundar Jónassonar um að sýna fram á að það væri rangt að hann væri í hundasúruflokkn- um! Landsbankinn hefur nú skipt 1600 þúsund krónum bróður- lega milli átta námsmanna sem eiga það meðal annars sameigin- legt að vera í viðskiptum við bank- ann í gegn um Námsmannalínuna og að hafa verið í hópi 202 um- sækjenda um styrktarféð. Athygli vekur að hin unga og hæfileika- ríka Anita Briem er ekki látin gjalda fyrir þá tilviljun að föður- bróðir hennar, Kristinn Briem, sat í dómnefndinni sem lagði mat á umsækjendur. Anita ætlar að verða leikkona og hefur fengið inni í Royal Academy of Dramatic Arts í London en það mun fráleitt vera á hverjum degi að íslending- ar fái þar inngöngu. Mála skrattann á vegginn, er vinsælt orðtak, m.a. hjá Dav- íð Oddssyni. Orðin koma fyrst fyr- ir hjá þýska rit- höfundinum Sebastian Franck og hjá Marteini Lúter sem talar um að mála skratt- ann yfir dyrnar. Við upphaf kristni í Evrópu var al- gengt að skreyta kirkjur með svo- nefndum kalkmálverkum. Myndefnið var ávallt byggt á frá- sögnum Biblíunnar. Voru þar þá m.a. myndir af sjálfum djöflinum. Þegar frá leið 1 þótti óviðeigandi að mála myndir af skrattanum á kirkjuveggi crg munu orðin þaðan runnin. Um þetta má lesa í bók Tryggva Gíslason- ar Orð í tíma töluð. Mótmæli gegn lokun Marks & Spencer Uppsagnirnar dæmdar ólöglegar í Frakklandi lundúnir Ákvörðun Marks & Spencer keðjunnar að loka verslun- um sínum á meginlandi Evrópu hef- ur vakið mikla reiði. í gær samein- uðust félagar í verkalýðsfélögum í Frakklandi, Belgíu og Spáni bresk- um starfsfélögum sínum í mót- mælagöngu sem farin var í Lundún- um. Marks & Spencer er stofnun í Bretlandi og víðar og margir þekkja þetta vörumerki og meta það sem breskan gæðastimpil. Það var því mikið áfall þegar tilkynnt var að fyrirtækið hefði tapað 14 5 milljörð- um króna á verslunum sínum á meg- inlandi Evrópu og ákveðið hefði ver- ið að loka þeim. John Monks framkvæmdastjóri Verslunarmannafélagsins í Bret- landi hefur hvatt Marks & Spencer til þess að endurskoða áform sín um lokun. „Þeir héldu að hægt væri að nota hinar rúmu bresku reglur um uppsagnir annars staðar í Evrópu. Þeir reyndust —#— hafa rangt fyrir Þeir héidu að sðr súja nú hægt væri að sárt ennið nota hinar Þe8a/ Þeir hafa rúmu bresku i;erlð ð*mdir nl reglur um upp- Þess af fronskum sagnir annars dðmsíðlllm að staðar í Evrópu ?efja uppsagnar- K fenlinn a ny. ‘ ...a... Forráðamenn french PAR15 wrjobs Q(ir MÓTMÆLAGANGAILUNDÚNUM Starfsmenn Marks & Spencer í Belgíu, Frakklandi, á Spáni og á Bretlandi aetla að berjast til þrautar gegn ákvörðuninni um lokun á meginlandinu. Marks & Spencer munu hafa til- kynnt um uppsagnir og lokun með tölvupósti 10 mínútum áður en til- kynnt var um ákvörðunina og verka- lýðsfélög í Frakklandi fengu þessa aðferð dæmda ógilda. ■ Verslunin Top Shop í Lækjar- götu var opnuð sl. haust og hefur notið vinsælda. Á aðalfundi Útflutningsráðs skýrði Tryggvi Jónsson aðstoðarforstjóri Baugs frá því að Top Shop á Islandi hefði verið næst söluhæsta Top Shop verslunin í heimi, og aðeins verið slegin út af sam- nefndri búð í Os- ford Circle í Lund- únum, og er þar við ramman reip að draga. Samt sem áður mun desemberverslun- in á íslandi hafa slegið allar aðrar Top Shop verslanir flatar. Eitt metið enn og vel í kassann hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Fimm starfsmenn starfa nú hjá Kaupthing Services S.A. í Sviss. Fyrirtækið hóf starfsemi um síðustu áramót og er um að ræða nokkuð öðruvísi áherslur en á öðrum starfs- stöðvum bankans erlendis. Þar er fengist við trygg- ingastýringu og lífeyrisþjónustu fyrir starfsmenn alþjóðlegra fyrir- tækja sem starfa utan síns heimalands. Sigurður Einarsson forstjóri Kaupþings spáði því á aðalfundi Útflutnings- ráðs að þetta gæti orðið öflugasta starfsstöð bankans innan nokkurra ára og ný mjóikurkú fyrir félagið. Siv Friðleifsdóttir lét til sín taka á ráðherrafundi OECD (Efn- hagssamvinnu- og þróunarstofn- unarinnar) í París sem lauk í gær. Þar var samþykkt ítarleg yfirlýs- ing sem er að stórum hluta helguð sjálfbærri þróun. Þar er meðal annars að finna samþykkt, grund- vallaða á tillögu íslands, sem felur í sér að fiskveiði- stefna aðildarríkja OECD skuli fást við sambandið milli skynsamlegr- ar nýtingar fiskistofna og frjáls- ræðis í viðskiptum, um orsakir rányrkju og nauðsyn þess að beita ekki skaðlegum ríkisstyrkjum í sjávarútvegi. f því sambandi er OECD falið að greina skaðsemi þessara ríkisstyrkja í samvinnu við FAO (Matvælastofnun Samein- uðu þjóðanna) og önnur samtök sem við slíkt fást. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra var líka á ráðherrafundi OECD og sagði þar m.a. að nýja hagkerfið myndi hvorki koma í staðinn fyrir ýms- ar hefðbundnar at- vinnugreinar né leysa gömlu efna- hagsvandamálin. Áfram væri mikil- ___ vægt fyrir stjórn- i Kafa góðar gætur á verð- bólgu, viðskiptahalla, atvinnuleysi og fleiri klassískum kvillum í markaðshagkerfinu. + m I +

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.