Fréttablaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 18. maí 2001 FRETTABLAÐIÐ 15 Neðri deildirnar að fara í gang: Norðurland áberandi í 1. deild knattspywna í kvöld hefst fyrsta um- ferð 1. deildar með þremur leikjum. Á Valbjarnarvelli tekur Þróttur Reykjavík á móti Víkingum, Þór Ak- ureyri tekur á móti Leiftri fyrir norð- an og á Sauðárkróksvelli taka heima- menn í Tindastóli á móti Stjörnunni. Allir leikirnir hefjast klukkan 20.00. Fyrsta deildin verður spennandi í sumar enda mörg lið sem ætla sér ÞEIR RÖNDÓTTU Þrótti R. er spáð sjöunda sæti í 1. deíld. Liðið hefur þó dyggan stuðnings- mannahóp að baki sér, Köttarana, og er því til alls víst sæti í úrvalsdeild að ári. Samkvæmt spá þjálfara er Stjörnunni og KA spáð efstu sætunum og Þór því þrið- ja. Þórsarar burstuðu aðra deildina í fyrra og ætla sér líklega að komast SPÁ ÞJÁLFARA í 1. DEILD 1. Stjarnan 73 stig 2. KA 72 stig 3. Þór A 68 stig 4. Víkingur 63 stig 5. Leiftur 45 stig 6. ÍR 40 stig 7. Þróttur R. 38 stig 8. Dalvík 19 stig 9. Tindastóli 18 stig 10. KS 14 stig beint upp. Leiftur og Víkingur eru óskrifað blað en líklegt þykir að þessi lið eigi eftir standa fyrir sínu. Fall- baráttan á eftir að standa á milli KS, Tindastóls, Dalvíkur og Þróttara. SPÁ ÞJÁLFARA í 2. DEILD 1. Haukar 74 stig 2. Skallagrímur 66 stig 3. Afturelding 65 stig 4. Sindri 60 stig 5. Selfoss 54 stig 6. Leiknir R. 32 stig 7. Víðir 32 stig 8. Nökkvi 27 stig 9. Léttir 22 stig 10. KlB 18 stig Þróttur átti herfilegt ár í fyrra og hafa þeir misst nokkra lykilmenn úr liði sínu. Það þykir nokkuð merkilegt hve mörg norðanlið spila í deildinni í ár, en af tíu liðum eru sex lið að norð- an. Önnur deildin hefst einnig í kvöld. Selfoss tekur á móti Skallagrimi á Selfossvelli og Víðir tekur á móti Haukum á Garðsvelli. Haukum er spáð toppsæti deildarinnar, Skalla- grími er spáð öðru sæti og Aftureld- ingu því þriðja. Fallbaráttan mun lík- lega standa á milli Léttis, KÍB, Nökkva og Víðis úr Garði, en ekki má vanmeta síðasttalda liðið sem hefur náð langt á seiglunni einni. ■ Norðurlandamótið í Vaxtarækt: Vaxtaræktarmenn í víking vaxtarækt Magnús Samúelsson kepp- ir á Norðurlandamótinu í vaxtarækt sem fram fer í Svíþjóð, nú um helg- ina. Hann keppir í -90 kg. flokki, sem er næst þyngsti flokkurinn, en hann er núverandi íslandsmeistari og náði öðru sæti í heildarkeppninni. Magnús er eini keppandinn sem fer frá ís- landi en auk hans keppir Gunnar Þór Guðjónsson, núverandi Danmerkur- meistari, í +90 kg. flokki, en hann er búsettur þar ytra. Með Magnúsi í för verða nafni hans Bess og Guðmundur Bragason sem eru margreyndir kappar í greininni. Magnús hefur æft af kappi s.l. vikur en segist ekki vita hvaða möguleika hann eigi enda hef- ur hann ekki séð mótherja sína. „Maður er allavega í góðu formi, það er eina sem maður veit.“ Þetta er í fyrsta skipti í ellefu ár sem íslend- ingar senda keppanda í karlaflokki á Norðurlandamót en þá náðu þeir ekki í úrslit. M a g g Sam. og M a g g i B e s s , líkt og þeir eru yf irleitt kallaðir, fóru á alþjóðlegt mót í Hollandi nú í febrúar til að afla sér reynslu. „Það var að vísu allt öðruvísi mót og við fór- um í það með hálfum hug. Það voru rosa sterkir og flottir kepp endur þar og við náðum engu sæti“ segir Magn- „Ég tel að hann eigi jafngóða möguleika og hver annarr. Hann er góður. að sjá myndir af Danmerk- urmótinu og hann á góða möguleika í keppendur þaðan. Danir hafa verið til- tölulega framarlega í vaxta- rækt.“ segir Guðmundur Braga- son um möguleika lærisveinsins Magga Sam. Kraftakarlarnir fyrst til Kaupmanna- og fara síðan til Lund- ar í Svíþjóð þar sem mótið fer fram á laugardaginn kemur. ■ KEMPUR A KAJAK Austurríski skíðakappinn Herman Maier siglir fram úr félaga slnum Alberto Tomba í úrslit- um kajakkeppni Snapple ofurstjörnumótsins í Montego Bay á Jamaica. Þar kepptu þeir ásamt öðrum iþróttastórstjörnum í hinum ýmsu íþróttum. ^ M [■ JL • m O J kr Lágmarksdvöl: aðfaranótt sunnudags. Hámarksdvöl: 1 mánuður. Síðasta heimkoma er 31. maí. Bamaafsláttur: 25% fyrir börn 2ja-l 1 ára, böm yngri en 2ja ára greiða 10%. Ferðatímabil: 26. apríl - 31. maí. Þetta tilboð gefur 3000 ferðapunkta. Innifalið: Flug með flugvallarsköttum. Blómstrandi maí í London Vortilboð með síðdeeisflui Hafið strax samband við söluskrifstofur Flugleiða eða í fjarsölu Flugleiða í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-20, laugard. frá kl. 9-17 og á sunnudögum frá kl. 10 - 16).

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.