Fréttablaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 10
f I M E G n m símstöðvar henta bæði heimilum og fyrirtækjum •elmeg % ELMEG ISDN slmkerfi eru þýsk hagæðavara og herrta vel ðllurri minni og meðalstörum fyrirtækjum. Sala, uppsetning og þjönusta er unnin af fagmönnum. Leitlð nðnari upplysinga l verslun okkar a Hamarshöfða 1. RAFLAGIMIR ÍSLANDS VIRSLUN - MEILOSALA Hamarthöfða 1 • 110 Raykjavik • Simi E11 1122 • Fax S11 1123 Varkstwðl og vörulagar; 811 112* • Natfang: ris®&Smnat,is • Vsffang: www.simnat.ls Betri lausnir iiup < /vwví.nytwji .i& www.firmaskra.is 1. júní 2001 FÖSTUDAG JR Flugmaður er draumastarfið MUN SAKNA BORGÖ Guðni segir námið alltaf hafa gengið fyrir hjá sér. Árangurinn er að sönnu glæsilegur, á einkunnaspjaidinu eru eingöngu níur og tiur. Gudni S. Guðjónsson útskrifast frá Borgarholtsskóla í dag. Hann lauk náminu á þremur og hálfu ári og hefur verið að vinna síðan um áramótin. I haust er ætlunin að fara utan. nýstúpentar „Ég hef alltaf stefnt að því að verða flugmaður," segir Guðni S. Guðjónsson sem útskrifast úr Borgarholtsskóla í dag. Guðni er þeg- ar farinn að hrinda draumnum í framkvæmd því hann hefur tekið nokkra flugtíma. „Flugnám er ansi dýrt en ég er að skoða þann mögu- leika að komast á styrk hjá erlendu flugfélagi og laera þannig til atvinnu- flugmanns." Guðni lauk náminu í Borgarholts- skóla á þremur og hálfu ári. „Við gerðum þetta nokkur en það var ákveðið að við myndum útskrifast með hinum.“ Síðastliðið hálft ár hef- ur Guðni því verið á vinnumarkaðn- um. „Það hefur alltaf legið vel fyrir mér að læra og því lauk ég náminu hálfu ári fyrr. Eg sé hins vegar mjög mikið eftir skólanum. Það var mjög skemmtilegt þar, bæði námið og fé- lagslífið." Guðni, sem flutti 16 ára til Reykjavíkur frá Vestmannaeyjum, segist hafa ákveðið á síðustu stundu að fara í Borgarholtsskóla sem þá var nýtekinn til starfa. „Ég bý í Grafar- voginum og valdi þann skóla sem er næst mér. Því sé ekki eftir. Þetta var svo lítið batterí fyrst að það tengdust allir svo persónulegum böndum. Kennararnir höfðu líka mjög mikinn metnað til þess að leggja fyrir okkur óvenjuleg verkefni." Félagslega hliðin var ekki síður vel heppnuð segir Guðni. „Ég eignað- ist mjög góða vini. Ég sá í félagi við aðra um þjálfun spurningaliðsins og við gerðum ýmislegt saman strák- arnir sem tengdumst því.“ Guðni segir að auk þess að vinna í sumar ætli hann að nota tímann með vinunum til að ferðast um ísland, fara í útilegur og þess háttar. „Ég hef hugsað mér að safna peningum í sumar og stefni svo á Bretland, mig langar til að ná fullum tökum á ensk- unni. Síðan gæti verið að ég myndi fara í flugnám þar.“ Ekki er þetta þó frágengið segir Guðni og aldrei að vita nema áætlan- ir breytist. „Það gæti verið að maður tæki upp á því að fara í Háskólann eins og vinirnir, hver veit?“ sigridur@frettabladid.is Smfóníuhlj óms veitin: Samið um fleiri tónleika kjaramál Félag íslenskra hljómlistar- manna og ríkið hafa samið um nýjan kjarasamning fyrir hljóðfæraleikara í Sinfóníuhljómsveit íslands. Björn Th. Árnason formaður FÍH segir að samningurinn hafi í för með sér miklar breytingar á vinnutíma hljómsveitarmeðlima með ákveðn- um sveigjanleika. Þá ér i samningn- um ákvæði um fleiri tónleika. Hann segir að þarna sé í raun um að ræða uppstokkun á kjarasamningnum. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um innihald samningsins fyrr en hann hefði verið kynntur fyrir hljómsveitarmeðlimum. Það verður gert eftir helgina. Félagar i Sinfóníuhljómsveitinni felldu ekki alls fyrir löngu gerðan samning í atkvæðagreiðslu. Björn segir að áátæðan fyrir því hafi hugs- ánlega verið að í honum hafi verið of mikill sveigjanleiki á vinnutíma. Hann segist þó vonast til að samn- ingurinn frá því í gær verði sam- þykktur. Gildistími samningsins er frá undirskriftardegi til október 2004 en hljóðfæraleikarnir höfðu Kynning og atkvæðagreiðsla um nýjan kja- arsamning verður eftir helgi haft laúsa samninga frá sl. áramót- um. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.