Fréttablaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 1. júní 2001 FÖSTUPAGUR BESTA PLATAN GRÉTAR ÖRVARSSON tónlistarmaður Sumarsmellurinn í ár „Það eru margar góðar plötur í umferð en sú besta er Poppfrelsi. Ég hef hlust- að mikið á hana enda er af mörgu að taka. Sálin er með gott lag, Hinn eini sanni. Einar Ágúst kemur sterkur inn með Frelsi. En Ensími stendur uppúr með Niðurfall. Mikið rokk, æðislegt sánd. Þessi plata verður sumarsmellur- inn í ár." EKKI AFTUR Pamela brenndi sig þegar myndband með henni og Tommy Lee fór í umferð. Pamela kýlir frá sér: Öll eintök eyðilögð mynpbOnp Pamela Anderson og klám- fyrirtækið Internet Entertainment Group hafa náð samkomulagi. Pameia og söngvari hljómsveitarinn- ar Poison, Bret Michaels, kærðu fyr- irtækið þegar það ætlaði að setja myndband af skötuhjúunum í ástar- leik í umferð. Pamela er þessu vön en hún brenndi sig illa þegar myndband með henni og fyrrum eiginmanni hennar, Tommy Lee, fór í umferð. Það lifir ennþá góðu lífi á Netinu. Það vill svo skemmtilega til að sama fyr- irtæki, sem er staðsett í Seattle, stóð fyrir dreifingu á því myndbandi. Það hafði nýlega borgað henni skaðabæt- ur fyrir þá dreifingu þegar það fékk myndbandið með henni og Michaels í hendurnar. Þegar Pamela, sem er 33 ára, og Michaels, sem er 38 ára, frét- tu af fyrirhugaðri dreifingu heimt- uðu þau 90 milljón dollara hvort og lögmenn settu bann á það vegna rösk- unar á einkalífi þeirra. Fyrirtækið borgaði þeim nokkrar milljónir doll- ara í skaðabætur og eyðilögðu öll ein- tök upptökunnar. „Myndbandið fer ekki í dreifingu úr þessu. Það eru litl- ar líkur á að hægt sé að finna eintök af því,“ sagði David W. Weeks, lög- maður Pamelu. ■ HÁSKÓLABÍÓ HAGATORGI, SÍMI 530 1919 Þar sem allir salir eru stórir | LALLIJOHNS kl. 6 ] |STATE AND MAIN kl. 801; 10.151 'BLOW U. 5.30,8 og 10301 [THEMEXICAN kl. 5.30, 8 og 10.50Í ALFABAKKA 8, SIMI 587 8900 www.samfilm.is [MISS CONCENIALITY kl. 5,50, 5.55 [NYÍSTÍLLINN KEISARANS (jsLtaQ Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.30 VIT 234 [POKEMON 3 (ísl. tal) “-flS [SOMEONE LIKE YOU kL5.50,8ogl0.10fra [SWEET NOVEMBER kLBog 10.150 FRÉTTIR AF FÓLKI að hlaut að koma að því. Rappar- inn Marshall „Erninem" Mathers er að fara að leika í sinni fyrstu kvikmynd. Leik- stjórinn Curtis Hanson mun halda um taumana. Mynd- in f jallar um rapp- stjörnu sem á við vandræði að stríða. Hún á ekki að byg- gja á staðreyndum. Samt er rappstjarn- an í myndinni frá Detroit, rétt eins og Eminem, og sér ljósið í gegnum rappið. Búist er við því að Eminem semji nokkur lög fyrir myndina með læriföður sínum, Dr. Dre. Curtis Hanson hefur áður gert myndirnar L.A. Confidential og Wonder Boys. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að skortur Eminem á leikhæfi- leikum eigi eftir að koma niður á myndinni. „Að vinna með leikurum er það sem mér líkar best við að gera myndir. Eminem er hæfileika- ríkur listamaður sem hefur sýnt það og sannað að hann getur búið til og leikið mismunandi persónur," sagði Hanson. Einnig er uppi á paílborð- inu hjá Eminem að leika í myndinni Lazarus með rapparanum DMX. Eminem var í deiglunni nú í vikunni þegar fjölskyldusamtök Ástralíu lögðust gegn komu hans til landsins og vildu neita honum um dvalar- leyfi. Ellen DeGeneres var eflaust ekki ánægð með fréttirnar sem voru tilkynntar á miðvikudaginn. Fyrrum kærasta hennar, leikkonan Anne Heche, er búin að trúlofa sig. Hún ætlar að giftast Coleman Laffoon, tökumanni sem hún kynntist síðastliðið sumar við gerð heimildamyndar um Ellen. Mánuði seinna tilkynntu stöllurnar að þær væru hættar sam- an. Þær voru saman í rúmlega þrjú ár. Heimildamyndin fjallar um það þegar hætt var við grínþáttin Ellen . og DeGeneres sneri aftur í uppi- standsgrín á næturklúbbum. Ellen leikur í nýjum þætti sem byrjar í haust og mun kynna Emmy verð- launin í september. Hin trúlofuðu Heche og Laffoon vildu ekkert segja um hvenær stóra stundin rynni upp. NABBI HUÓMSVEIT VIKUNNAR Á heimasíðu tónlistarskráaskiptaforritsins Napster er Sigur Rós hljómsveit vikunnar. Vitnað er í Rolling Stone, Spin og The New York Times og sagt að hún sé hljómsveitin sem eigi að fylgjast með á árinu. Í>rír dagar í Höllinni Laugardalshöll undirlögö af tónlist um Hvítasunnuhelgina. Langt er síðan svo margar íslenskar hljómsveitir hafa komið saman. tónleikar Þó að tónlistarunnendur fái ekki Reykjavík Music Festival þetta árið þurfa þeir ekki að ör- vænta. Nú um helgina spila tæp- lega tuttugu hljómsveitir í Laugar- dalshöll á Reykjavík Mini Festival. Ballið hefst í kvöld á stórtón- leikunum Poppfrelsi. Þar koma saman vinsælustu popparar lands- ins til styrktar SÁÁ. Á tónleikunum koma fram Land og synir, Butt- ercup, Sóldögg, Irafár, Einar Ágúst, Páll Óskar, Two Tricky, Ens- ími og Andlát, sigurvegari Mús- íktilrauna. Allur ágóði rennur til meðferðar- og göngudeilda fyrir unglinga. Samhliða gefur SÁÁ ein- nig út geisladiskinn Poppfrelsi. Á honum eru 14 lög með jafn mörgum flytjendum sem allir gefa vinnu sína. Á laugardaginn hefst Upprisu- hátíð Hljómalindar. Þá stígur á stokk bandaríska hljómsveitin Blonde Redhead. Hún er í miklum metum í heimalandi sínu sem og annars staðar og á eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Hún er skipuð japanskri söngkonu og ítölskum tvíburabræðrum. Kapp- arnir í Propellerheads sjá um plötuspilarana það kvöldið auk þess sem íslensku hljómsveitirnar Maus, Kuai og Úlpa koma fram. Kuai og Úlpa ætla báðar að gefa út plötur í haust. Á sunnudagskvöld blæs Kiddi í Hljómalind í stóra lúðurinn. Þá eru íslehsku stórsveitirnar Hljómar og Sigur Rós í aðalhlutverki. Það er ljóst að þetta verða með eftirminni- legri tónleikum ársins. Sigur Rós er búin að vekja mikla athygli upp á síðkastið og heldur ekki marga tónleika hérlendis í ár. Að gömlu kempurnar í Hljómum skuli spila sama kvöld og Sigur Rós er ein- stakt. Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson og félagar eiga ekki eft- ir að valda vonbrigðum. Órafmagn- aða hljómsveitin Gras stígur einnig á sviðið á sunnudagskvöld. Hún er skipuð einvala liði tónlistarmanna, Jóni skugga, Teena Palmer, Dan Cassidy, Magnúsi Einarssyni o.fl. Alex Gifford úr Propellerheads ætlar að snúa skífum. Rúsínan í pylsuendanum er miðaverðið. Því er stillt í hóf. Miði á Poppfrelsi í kvöld kostar 1500 krónur. Miði á Upprisuhátíð Hljómalindar á morgun kostar 2000 krónur. Á sunnudaginn kosta miðar í stæði 2500 krónur en í stúku kosta þeir 3000 krónur. Þeir fást í versl- unum Skífunnar og í Hljómalind. ■ Ég er ekki jafn svekktur að foreldror mínir eru eins og faeir eru eins og ég er spældur fyrir að þau eru ekki eins og ég vildi að þau væru.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.