Fréttablaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTABLAÐIÐ 1. júní 2001 FÖSTUDACUR HVERNIG FER? 14 Hvernig fer ísland- Malta? PÉTUR PÉTURSSON PJÁLFARI KR Ég spái 6-0 fyrir (sland. Ef Andri Sigþórsson er með á hann eftir að skora fjögur. Eiður Smári Guðjohnsen og Ríkharður Daðason eiga síðan eftir að setja sitthvort. ARNÓR GUÐJOHN- SEN FYRRVERANDI LANDSLIÐSMAÐUR Ég held að það fari 4-0 fyrir (sland. Vonandi skorar strákurinn eitt. Maður hefur ekki séð liðið spila lengi svo það verður gaman að sjá hvernig þeir standa sig í fyrsta leiknum hér heima á þessu ári. 1 IVIOLAR Samkvæmt nýjust fréttum getur verið að Adrian Newey, einn af aðal tæknimönnum McLaren kappakstursliðsins, muni brátt klæð- ast liðsbúningi Jagúarsliðsins. Jagú- arliðið hefur boðið Newey fimm ára samning og 17 milljónir punda sláist hann í hópinn, en þetta er hluti af framtíðaráætlun liðsins um að gera Jagúar eitt af bestu liðum Formúlu 1. Talið var að Newey myndi ganga til liðs við Jagúar í fyrra þegar Bobby Rahal skrifaði undir samning við liðið í fyrra en hann hætti við á síðustu stundu. Samningur Newey rennur ekki út fyrr en í ágúst á þessu ári og hafa samstarfsmenn hans hjá McLaren krafist þess að hann verði kyrr hjá þeim. Eric Snow var hetja Philadelphia ‘76 ers gegn Millwaukee Buck í fimmta leik liðanna í úrslitum aust- urstrandarinnar. Snow skoraði átján stig í leiknum þótt i hann væri tognaður á ökkla, þar af skoraði hann tvær körfur á loka mín- útum leiksins og tryggði liðinu sigur 89-88. Meiðsli Snow voru verri en talið var í upphafi en sem betur fer fyrir 76’ers ákvað hann að spila leikinn en Allen Iver- son átti vægast sagt hörmulegan leik og hitti aðeins úr fimm skotum af 27. „Kona mín er svolítið stressuð. Hún styður mig heilshugar en er hrædd um að ég eigi eftir að meiðast svo illa að ég geti ekki spilað körfu- bolta framar,“ sagði Snow í samtali við blaðamenn. „Eg vildi láta reyna á þetta og sem betur fer tókst það, og það líka svona vel.“ Snow var spelkaður og límdur saman til að koma í veg fyrir að löppin á honum snerist ekki um 90 gráður. Steven Gerrard leikmaður Liver- pool, lýsti aðdáun sinni á franska miðvallarleikmanninum Patrick Viera þegar hann fagnaði 21 árs af- mæli sínu. „Hann er frábær leik- maður. Þú áttar þig ekki á því í hve góðu formi hann er. Þegar þú ert 21 árs og hefur spilað takmarkaðan fjölda leikja getur þú bætt nánast allt,“ sagði Gerrard. „Ég reyni að horfa á eins marga leiki með honum og ég get, því það er mjög spennandi að fylgjast með honum." Tiger Woods veit það manna best hvernig það er fyrir Casey Mart- in að labba holurnar átján í golfi en þeir spiluðu saman á Stanford vellin- um nú fyrir stuttu. Casey þessi vann mál hjá Hæstarétti fyrir stuttu og gerir þ'að honum kleyft að notast við golfbíl á PGA móta- röðinni, en honum hafði áður verið synjað um það. Margir af frægustu golfurum heims eru á mót dómnum og segja Casey sleppa við einn stærsta hluta leiksins sem er að ganga holurnar átján. Tiger Woods hefur hinsvegar aðrar skoð- anir á málinu. „Ég er einstaklega ánægður fyrir hönd Casey. Að geta séð hann spila án þess að eiga við verki að stríða er alveg frábært," sagði Tiger um málið. Hann gagn- rýndi einnig forsvarsmenn PGA og sagði að þeir þyrftu að fara endur- skoða reglurnar. Yngsti keppandinn: Þrettán ára, brosmild og með spangir colf Sá keppandi sem vakti hvað mesta athygli þegar Opna banda- ríska mótið í golfi kvenna hófst í N- Karólínufylki í gær, var Morgan Pressel, frá Boca Raton í Flórída, sem í síðustu viku hélt upp á 13 ára afmæli sitt. í stað þess að fara í fé- lagsfræðipróf, eins og vinir hennar í Boca Raton, keppir hún nú á meðal þeirra bestu á móti, þar sem fyrstu verðlaunin eru rúmar 50 milljónir króna. Hin brosmilda Pressel, sem enn er með 'spangir, er yngsti keppand- inn í sögu mótsins til að öðlast keppnisrétt á því. Síðast þegar hún hitti hina keppendurna var á móti í Miami, en þá var hún þar að safna eiginhandaráritunum. Nú er hún sjálf að gefa eiginhandaráritanir. „Mínir stuðningsmenn eru litlir,“ sagði Pressel. „Kannski svona 8 til 10 ára gamlir.“ Pressel, hafði mikinn áhuga á tennis þegar hún var yngri, en fyrir um fjórum árum dvínaði sá áhugi og þá hóf hún leika golf. Mike Pressel, faðir hennar, sagði að hún fengi kennslu á um þriggja vikna fresti, en að hún nyti þess best að leika með afa sínum. Morgan Pressel hefur þegar látið til sína taka í golfheimin- um, en á þessu ári hefur hún keppt á mótum fyrir 18 ára og yngr og sigr- aði hún á þremur mótum í röð. Annar keppandi sem vakið hefur athygli á Opna bandaríska mótinu er Brenda Corrie Kuehn, en hún er ófrísk, komin átta mánuði á leið. „Ég hef kortlagt völlinn vel,“ sagði Kuehn. „Ég veit nákvæmlega hvar öll baðherbergin eru.“ ■ HIMINLIFANDI Wlorgan Pressel er yngsti keppandinn i sögu Opna bandaríska mótsins í golfi kvenna. Ætla sér sigur gegn Möltu Hermann Hreiðarsson er á góðri leið með að ná sér. Atli Eðvaldsson segir að varast beri eldfljóta framherja Möltu. Byrjunarliðið verður tilkynnt eftir æfingu sem hefst klukkan 16 í dag. knattspyrna Atli Eðvaldsson, lands- liðsþjálfari íslands í knattpspyrnu, sagði að menn ætluðu sér ekkert ann- að en sigur í leiknum gegn Möltu, sem hefst á laugardaginn klukkan 16. Hann sagði að menn þyrftu hins veg- ar að vara sig á því að vanmeta ekki landslið Möltu, þar sem það hefði náð athyglisverðum úrslitum í leikjum sínum m.a. gert jafntefli við Tékka á Möltu og tapað naumlega fyrir Norð- ur-írum í Belfast. „Það er góð stemmning í hópnum og við erum staðráðnir í því að ná þremur stigum í leiknum gegn Möltu, þannig að eftir hann verðum við með níu stig í riðlinum, það er mjög mikil- vægt fyrir okkur,“ sagði Atli. „Við munum leggja leikinn upp svipað og við gerðum úti og reyna að nýta okk- ur líkamlega yfirburði okkar og styrk okkar í loftinu.“ Atli sagði að liðið myndi reyna að sækja upp kantana og koma boltan- um fyrir markið þaðan. Hann sagði afar brýnt að liðið sýndi aga og þolin- mæði, líkt og leiknum gegn Norður- írum í október á síðasta ári, þar sem sigurmarkið var skorað á lokamínút- um leiksins. ísland sigraði Möltu 4-1 í fyrri leik liðanna í Valletta á Möltu, þann 25. apríl. „Þeir eiga örugglega eftir að sitja aftar en í leiknum úti,“ sagði Atli. „Én þeir eru með alveg öskufljóta stráka í framlínunni sem við verðum að passa okkur á. Við munum því þurfa á allri okkar einbeitingu að halda til þess að sigra Möltu. Þetta er lið sem að æfir allt árið um kring tvisvar sinnum í viku og er miklu sterkara en það var fyrir nokkrum árum.“ Atli sagði að ekki væri alveg útséð um það hvernig byrjunarlið Islands TILBÚNIR íslenska landsliðið I knattspyrnu mun leika gegn Möltu á morgun og segir Atli Eðvalds- son að menn verði að vara sig á því að vanmeta ekki Möltu-liðið, sem sé miklu sterkara en fyrir nokkrum árum. yrði skipað í leiknum á morgun, en það verður tilkynnt eftir æfingu landsliðsins í dag klukkan 16. Hann sagði að Hermann Hreiðarsson væri eini leikmaðurinn sem ætti við ein- hver meiðsli að stríða, en að hann væri á góðri leið með að ná sér og ætti jafnvel að geta verið með í leikn- um gegn Möltu ef á þyrfti að halda. Atli vildi lítið tjá sig um mögu- leika liðsins á að komast upp úr riðl- inum en sagði þó að allt væri mögu- legt. Hann sagði að ef sex stig næðust út úr næstu tveimur leikjum, væri það stórkostlegt, en á miðvikudaginn leikur liðið gegn Búlgörum á Laugar- dalsvellinum. ■ HM 2002 - RIÐILL 3 LEIKIR u J T MÖRK STIC Tékkland 5 3 2 0 6:0 11 Búlgaría 5 3 1 1 10:6 10 Danmörk 5 2 3 0 9:3 9 ísland 5 2 0 3 7:9 6 N-írland 5 1 1 3 5:7 4 Malta 5 0 1 4 1:13 1 Leikir 2. júní: N-lrland - Búlgaría kl. 15 Island - Malta kl. 16 Danmörk - Tékkland kl. 19.15 Opna franska: Sampras fallinn úr leik tennis Bandaríski tennis- leikarinn, Pete Sampras, féll úr leik í annarri um- ferð Opna franska meist- aramótsins í París. Sampras, sem var númer 5 á styrkleikalista mótsins tapaði fyrir Spánverjanum Galo Blanco, sem er í 76. sæti heimslistans, í þrem- ur lotum, 7-6, 6-3 og 6-2. Sampras, sem um tíma var nánast ósigrandi, hef- ur ekki náð sér á strik und- VONBRIGÐI Pete Sampras klórar sér í höfðinu eftir slakan leik. anfarin misseri. í fyrstu um- ferð mótsins lék hann gegn Frakkanum Cedric Kauff- mann, sem er númer 250 á heimslistanum, og rétt marði sigur, en Kauffmann fékk fjög- ur tækifæri til að gera út um leikinn. Andre Agassi, félagi Sampras, virðist hins vegar vera í fínu formi. Hann komst þriðju umferð mótsins eftir að hafa sigrað Frakkann Julien Bouttier, 6-3, 6-2 og 6-2. ■ Smáþjóðaleikamir í San Marinó: r- Islendingar mala gull NBA: Bryant betri en Jordan? körfuknattleikur Phil Jackson, þjálf- ari Los Angeles Lakers, segir að Kobe Bryant sé besti alhliða leikmað- ur sem hann hafi þjálfað, jafnvel betri en Michael Jordan, þegar kem- ur að því að stjórna heilu liði. „Kobe er orðinn stjórnandi liðs, sem sárvantaði leikstjórnanda," sagði Jackson. „Leikmaður sem get- ur ekki bara skorað, heldur einnig gefið stoðsendingar og staðist álagið á örlagastundu með því að gera út um leiki. Ég hef alltaf gert gífurlega miklar kröfur til Kobe og hann hefur staðist þær og gott betur en það. Hann hefur oft gert miklu meira en ég hef beðið hann um.“ Þegar Jackson var spurður að því hvort Bryant sé virkilega betri leik- maður en Michael Jordan hafi verið, sagði hann að erfitt væri að bera þá saman, þar sem hann hefði gert allt aðrar kröfur til Jordan sem leik- manns, en hann geri til Bryant. Hann hefði aldrei beðið Jordan um leika stöðu leikstjórnanda og því sé erfitt að bera þá saman að því leiti. Þegar LEIKSTJÓRNANDINN Phil Jackson, þjálfir LA Lakers, segir að Kobe Bryant sé besti alhliða leikmaðuri sem hann hafi þjálfað. öllu sé á botnin hvolft sé Jordan hins vegar besti körfunknattleiksmaður sögunnar. ■ smAmóðaleikar íslensku keppendurn- ir hafa náð í 41 verðlaunpening á Smáþjóðleikunum í San Marinó. Sjö gullverðlaun bættust í safnið í gær og eitt íslandsmet vár sett. Lára Hrund Bjargardóttir setti íslandsmet í 200 metra skriðsundi á tímanum 2.04.86 mín. Jakob Jóhann Sveinsson setti mótsmet í 200 m bringusundi og kvennalandsliðssveitin setti nýtt mótsmet í 100 m fjórsundi á tímanum 4.25.25 mín. Guðmundur Guðmunds- son fékk brons í skotfimi með loft- skammbyssu en þetta eru fyrstu al- þjóðlegu verðlaunin í þessari grein. Guðmundur Stephensen, borðtennis- leikarinn knái, hefur staðið sig frá- bærlega. Hann leiddi lið íslands sem vann silfurverðlaun í liðakeppni og er kominn í undanúrslit í einstak- lingsekeppni. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.