Fréttablaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 1. júní 2001 FÖSTUDAGUR Fjórði bekkur Öskjuhlíðarskóla: Mikil ævintýri bíða sumargleoi Þau voru glaðbeitt börnin í 4. bekk í Öskjuhlíðarskóla þegar blaðamaður Fréttablaðsins rakst á þau í gær. Skólastarfinu er nú lokið og eftir þeim bíður sumar fullt nýrra ævintýra. Sumir krakkanna töluðu um að fara á ævintýranámskeið hjá Öskjuhlíðarskóla, aðrir ætluðu sér í sveit og enn aðrir töluðu um fram- andi lönd og sögur sem lesa má í Þús- und og einni nótt. Einn ieiðbeinenda krakkanna, Jóhann Kristjánsson, sagði að í tilefni þess að í gær var síð- asti skóladagur vorsins hefði verið ákveðið að bregða undir sig betri fætinum, hoppa upp í strætó og halda niður í bæ. Þegar þangað var komið fengu allir ís, Borgarbókasafnið var skoðað hátt og lágt og síðan skundað niður að tjörn þar sem öndum, svön- um, gæsum og öðrum fiðurfénaði var gefið brauð. Krakkarnir eiga vafalít- ið eftir að koma mörgu í verk í sum- ar þar sem skólastarf í Öskjuhlíðar- skóla hefst ekki aftur fyrr en 24. ágúst n.k. ■ ÖNDUNUM GEFIÐ BRAUÐ Krakkarnir voru mjög ánægðir með að vera búnir að Ijúka önninni og hlökkuðu mikið til þess að halda út i sumarið. Margir hverjir ætla að leggja land undir fót, sumir ætla í sumarbúðir á vegum Öskjuhliðarskóla og enn aðrir eru að spá í að skella sér i sveit og jafnvel að takast á við mjaltir. Vatikanið: Biskup bannfærður? brúpkaup Hinn 71 árs gamli erkibiskup, Emmanuel Milingo, sem gekk að eiga Mariu Sung, 43 ára kóreskan svæða- nuddara, við fjöldabrúðkaup Moonista í New York á sunnudaginn, mun vænt- anlega verða bannfærður af kaþólsku kirkjunni, að því er fram kemur í frétt frá Vatikaninu í dag. Milingo, sem hef- ur verið viðriðinn andalækningar segir „Þetta snertir mig ekkert," Mér ber skylda til að gera það sem Drott- inn býður mér og það er það sem ég er að gera ... Ég hef ekkert á móti kaþ- ólsku kirkjunni, en allt verður að byg- gja á kærleika," sagði hinn aldni brúð- gumi. Trúarleiðtoginn Moon valdi konu handa Milingo. ■ Eins og við sögðum frá í gær barst hluthöfum í Baugi í vikunni fréttabréfið „efst á baugi“ þar sem Hreinn Loftsson, stjórnarformaður, gerir gagnárás á þá sem gagnrýnt hafa Baug fyrir „yfir- verð“ á matvöru og að hafa ekki staðið við stóru orðin um „viðnám gegn verð- bólgu“. Hréinn heldur því fram að matarverð hafi lækkað um 2,7% miðað við almennt verðlag í landinu, og telur að verð- hækkanir á grænmeti og verðspreng- ing vegna gengisfellinga sé á ábyrgó þeirra sem stjórna efnahagsmálum og ráðuneytum. Og svo er komið að Valgerði Sverr- isdóttur: “Viðskiptaráðherra sak- ar kaupmenn um gróðabrall og rök- styður mál sitt með því að láta undir- stofnun sína reikna út hækkun álagn- FRÉTTIR AF FÓLKi ingar en fæst ekki til að horfa á kostn- aðarhækkanir á móti! í stað þess að styrkja gjaldmiðil- inn með því að laða erlent fjármagn til landsins og draga þannig úr hættu á verðbólguskriðu í kjölfar óhagstæðr- ar gengisþróunar, dregur þessi sami ráðherra að taka ákvarðanir og heim- ila t.d. álver á Vesturlandi, þar sem erlendir fjárfestar bíða með fjár- magn sitt, vegna þess að hún vill koma upp álveri á Austurlandi þar sem flokkur hennar ræður ríkjum, en allt er á huldu um fjármagn til framkvæmdanna." Starf skólameistara Borgarholts- skóla var auglýst laust til umsókn- ar um daginn, en Eygló Eyjólfsdóttir sem gegndi starfinu fór til vinnu í menntamálaráðuneytinu. Umsóknar- frestur rann út föstudaginn 25. maí síðastliðinn. Sex umsækjendur voru um stöðuna. Þeir mættu á fund með kennurum skólans í fyrradag og í kjölfarið fór fram atkvæðagreiðsla meðal kennara varðandi þeirra vilja. Niðurstaðan var send skólanefnd sem síðan sendir menntamála- ráðherra sína umsögn. Niðurstaða kennara var þessi: Bogi Ingimarsson, aðstoðarskólameistari Ármúlaskóla 2 atkvæði, Guðmundur Guðlaugsson, áfangastjóri Borgarholtsskóla 1 at- kvæði, Magnús Ingólfsson, deildar- stjóri Borgarholtsskóla 19 atkvæði, Ólafur Grétar Kristjánsson, deildar- sérfræðingur menntamálaráðuneyt- inu 1 atkvæði, Ólafur Sigurðsson að- stoðarskólameistari Borgarholtsskóla 16 atkvæði og Pétur Rasmussen kon- rektor Menntaskólanum við Sund 0 atkvæði. Kennurum Borgarholts- skóla er að sögn mikið í mun að Björn Bjarnason menntamálaráð- herra taki mið af þessari niðurstöðu við ráðninguna. Danmörk í sumar Billund tnm Verð frá 26.545 ___ InnifaliA nrflnn nn flnnunllnrskntfnr kr, Innifalið erflug og flugvallarskattar. Flogið er alla mánudaga. www.plusferdir.is BH Blönduós Borgarnes ísafjörður Sauðárkrókur Akureyri Egilsstaðir Selfoss Vestmannaeyjar Keflavik Grindavík S: 452 4168 S: 437 1040 S: 456 5111 S: 453 6262 S: 585 4200 S: 471 2000 S: 482 1666 S: 481 1450 S: 585 4250 S: 426 8060 Söluskrifstofur Plúsferða: Faxafeni 5 • 108 Reykjavík og Hlíðasmgra 15 • 200 Kópavogi Sími 535 2100 • Fax 535 2110 • Netfang p!usf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is ’ EFLING STARFSMENNTA Stefnt er að því að mennta íbúa til nýrra starfa i litlu samfélagi sem býr við hnignun í atvinnulífi, sögðu þeir Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Davíð Stefánsson for- maður Starfsmenntaráðs á blaðamannafundi Sjálfsmynd íbúa í litlu samfélagi Starfsmenntaráð styrkir verkefni sem snúast um tölvulæsi opinberra starfsmanna, þekkingarþörf í málmiðnaði og einelti og áreitni á vinnustöðum menntir Starfsmenntaráð hefur gengið frá styrkveitingum til hátt á þriðja tug samtaka og félaga á þessu ári fyrir alls 43 milljónir króna. Ákveðið var í upphafi árs að þrenns konar verkefni skyldu styrkt árið 2001; í fyrsta lagi þau er tengjast notkun Netsins í starfs- menntun (20 milljónir), í öðru lagi verkefni sem stuðla að auknum gæðum starfsmenntunar (20 millj- ónir) og í þriðja lagi þau er stuðla að starfsmenntun erlends vinnu- afls (5 milljónir). „Við getum tekið dæmi af stærstu verkefnunum sem fengu hæstu styrkina, 3 millj- ónir króna hvort“, segir Davíð Stefánsson formaður Starfs- menntaráðs. „Bandalag starfs- manna ríkis og bæja hyggst efla notkun upplýsingatækni meðal sinna félagsmanna. Markmiðið er að efla tölvulæsi og draga úr mis- ræmi í þekkingu milli þeirra sem kunna á tölvur og tölvutækni og þeirra sem kunna það ekki. Hitt verkefnið er á vegum Fræðsluráðs málmiðnaðarins, sem mörg félög standa að, og snýst um að leiða í ljós núverandi þekkingarþörf í málm- og véltækni og skilgreina framtíðarþarfir í samvinnu við óformlegan hóp manna innan traustra fyrirtækja. Horft verður til ófaglærðra, málmiðnaðar- manna, millistjórnenda og stjórn- enda.“ Alls bárust umsóknir um styrki til 78 verkefna og hlutu 33 þeirra styrk. Flestir styrkirnir eru að upphæð frá 300 þúsund krónur að 2,5 milljónum króna. „Verkefnin eru mjög fjölbreytt," segir Davíð. „Eitt þeirra snýst um það að efla sjálfsmynd íbúa í litlu samfélagi á landsbyggðinni sem býr við hnign- un í hefðbundnu atvinnulífi. Stefnt er að því að mennta íbúana til nýrra starfa sem tengjast meðal annars ferðaþjónustu. Annað verk- efni snýst um það að útbúa vef með upplýsingum á erlendum málum og á íslensku á vegum Nýbúamið- stöðvar á Vestfjörðum. Vefnámskeið um einelti og áreitni á vinnustöðum var einnig styrkt, svo og námskeið til undirbúnings launþega VR undir árlegt starfs- mannaviðtal við yfirmenn sína.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.