Fréttablaðið - 14.06.2001, Side 2
KJÖRKASSINN
FRÉTTABLAÐIÐ
VARNARÆFINCAR
Naumur meirihluti
netverja telur að
varnaraefingar hér á
landi eigi enn fullan
rétt á sér.
Eru varnaræfingar hér á landi
tímaskekkja?
Niðurstöður gærdagsins
á www.vfsir.is
Nei
Spurning dagsins í dag:
Hefurðu áhyggjur af verðbólgu?
Farðu inn á vlsi.is og segðu I
þína skoðun __
Skuldir heimilanna vaxa í
verðbólgunni:
Mesta verð-
bólga í tíu ár
hagtölur Verðbólga frá áramótum er
4,2 prósent sem þýðir að skuldir
heimilanna hafa hækkað um rúma 20
milljarða. Venjulegt húsbréfalán upp
á sex milljónir hefur hækkað um 252
þúsund frá áramótum, vegna vísi-
tölubreytinga. Hagstofan sendi frá
sér vísitölu neysluverðs í júní og hef-
ur vísitalan hækkað um 1,5 prósent á
einum mánuði. Þetta er hæsta verð-
bólga sem mælst hefur milli mánaða
í meira en tíu ár.
Neysluvísitalan án húsnæðis
hækkaði um 1,8% milli mánaða, en
húsnæði lækkaði um 0,5%.
Síðastliðna 12 mánuði hefur vísi-
tala neysluverðs hækkað um 6,8%
sem er yfir þeim viðmiðunarmörkum
sem Seðiabankinn hefur sett sér í
peningamálastefnu sinni. Bankinn
mun því skila ríkistjórninni greinar-
gerð um stöðu mála og mun hún birt-
ast opinberlega. ■
Verðbréfaþing íslands:
Íslandssími
lækkaði fyrsta
daginn
verðbréf. Viðskipti með bréf íslands-
síma í gær námu tæplega 29 milljón-
um, fyrsta dag félagsins á Verðbréfa-
þingi íslands. Útboðsgengi félagsins
var 8,75 krónur og lækkaði i viðskipt-
um gærdagsins niður í 8,20, eða um
6,3%. Innan dags fór verðið þó niður
í 7,50 og töpuðu þeir sem seldu á því
verði 15% fjárfestingarinnar.
Úrvalsvísitalan lækkaði í gær um
1,19% og mælist nú 1.054 stig, og voru
heildarviðskipti dagsins 2.957 milljón-
um króna. Marel iækkaði um 12%,
Opin kerfi um 8,4% og Nýherji 6,3%.
Fremur lítið fór fyrir hækkunum í
gær en Olíufélagið, sem tekið verður
inn í Úrvalsvísitöluna um næstu mán-
aðmót, hækkaði um 3%. ■
Makedónía:
Óttast ófrið
velesta. ap. Fjölmargir söfnuðust sam-
an í Makedóníu í gær til við útför á
Makedóníumanni af albönsku bergi
brotnu. Maðurinn, Naser Hani, var
skotinn til bana af hermönnum þegar
hann streittist á móti tilraun þeirra
til að nema hann á brott. Óttast er að
morðið á Hani grafi undan friðarvið-
ræðum albanskra skæruliða og ríkis-
stjórnarinnar. Hani hafði sinnt milli-
göngu á milli skæruliða og
makedónískra stjórnmálaflokka. At-
vikið átti sér stað í bænum Struga
sem er í grennd við höfuðstöðvar
uppreinsarmnna.
Friðarviðræðurnar héldu áfram í
gær þrátt fyrir að barist hafi verið í
grennd Tetovo í gærmorgun. Ríkis-
stjórnin og skæruliðarnir lýstu yfir
vopnahléi sl. mánudag. Boris Traja-
kovski, forseti Makedóníu, krefst
þess að skæruliðarnir afvopnist, ella
muni herinn berjast við þá. ■
Taki Bretar upp evru:
Skiptir ekki sköpum
myntbandalag „Rúmlega þriðjungur
af okkar utanríkisviðskiptum eru við
evrulöndin þó að talsvert stærri hluti
sé við Evrópusambandið. Bæði Dan-
mörk og Bretland eru utan við evr-
una og við eigum mikil viðskipti við
þessi lönd,“ segir Gylfi Magnússon
dósent í viðskipta- og hagfræðideild
Háskóla íslands.
Eftir að Verkamannaflokkurinn
vann kosningar í Bretlandi hafa
spurningar vaknað hvort Bretar taki
upp evruna. Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, hefur sagt að ef til
þess kæmi yrði haldin um það þjóðar-
atkvæðagreiðsla.
Gylfi segir það ekki skipta sköp-
um fyrir utanríkisverslun íslendinga
þó Bretar taki upp evruna. Ef af því
verður þá er þó umtalsvert stærri
hluti af okkar utanríkisviðskiptum
við evrusvæðið. Það ýtir undir það
sjónarmið að við tökum upp evru þó
ekkert sé borðleggjandi í þeim efn-
um.
Tæknilega er hægt að taka upp
evru án þess að ganga í Evrópusam-
bandið. Gylfi telur þó auðveldara og
fýsilegra að taka upp evruna ef við
erum innan Evrópusambandsins.
Jafnvel er tæknilega mögulegt að
taka upp dollar eða aðrar myntir. ■
GYLFI MAGNÚSSON HAGFRÆÐINGUR
Segir að taki Bretar upp evruna ýti
það undir það sjónarmið að
íslendingar taki hana einnig upp.
14. júní 2001 FIMMTUDAGUR
Kolbrún Halldórsdóttir:
Spyrna þarf
kröftuglega við
efnahagsmál Kolbrún Halldórsdótt-
ir, þingmaður Vinstri grænna, segir
að efnahagsstefna ríkisstjórnar
Davíðs Oddssonar hafi mistekist og
það að verðbólguþolmörk hafi rofn-
að séu til marks um það.
„Ríkisstjórn hefur ekki brugðist
við með þeim hætti sem eðlilegt
hefði talist. Það þarf að spyrna við
viðskiptahalla íslendinga með kröft-
ugri hætti en hingað til hefur verið
gert,“ sagði Kolbrún. Hún bætti því
við að nauðsynlegt væri fyrir ráð-
menn að horfa meira til grunnein-
ingar þjóðfélagsins - heimilisins -
og stýra þurfi efnahagsmálum þjóð-
arinnar á sama hátt og fjöldskyldan
stýri efnahagsmálum heimilisins. ■
JjtíSb* wiÍAfe mt *e*é V&>\,
Sóítúfi híaut bönnun^fvetðUun
Byggíngarnefndm R&ykjavíkur árié 2ÖÖQ,
„Eg á minna en 7%
í Aðalverktökum ‘4
Jón Ölafsson þarf að gefa stjórn Aðalverktaka skýringar á eignarhlut sínum, segir Jón Sveinsson
stjórnarformaður Islenskra aðalverktaka. Reynist hann yfir 7 prósentum verður því beint til hans að minnka
hlut sinn í því skyni að vernda tilnefningu félagsins til verka fyrir varnarliðið.
Sottún og Mánatún
***mt
m <m *
e* ti&m. ráwá.
** f/vmitx* «* s*y**i»
&»$* *>■
Upjpiýsingiar t sims j530 4200
...... A
hlutabréfaviðskipti „Tilkynningar um
að eignarhlutur minn í íslenskum að-
alverktökum hafi farið fram úr 7%
hámarki eru byggðar á misskilningi
verðbréfafyrirtækis. Við höfum ritað
Verðbréfaþingi ís-
lands (VÞÍ) bréf þar
sem þess er farið á
leit að tilkynning-
arnar verði leiðrétt-
ar“, sagði Jón Ólafs-
son í samtali við
Fréttablaðið í gær-
kvöldi. „Ég er ekki
vanur að tíunda mín
persónulegu mál en
ég get fullyrt að eignarhlutur minn í
þeim félögum sem um ræðir er sam-
anlagt undir sjö prósentunum."
Stjórnarformaður íslenskra aðal-
verktaka segir að reynist Jón Ólafs-
son eiga meira en 7% hámarkshlut í
félaginu verði því beint til hans að
minnka hlut sinn til að vernda til-
nefningu félagsins til verka fyrir
varnarliðið. „Samkvæmt hluthaf-
alistanum er enginn aðili kominn yfir
7%.“ Stjórn félagsins mun óska eftir
því að Jón Ólafsson, sem sjálfur situr
í stjórn félagsins, geri grein fyrir
eignarhlut sínum í félaginu. Eins og
fram kom í Fréttablaðinu í gær sýna
gögn Verðbréfaþings íslands að hlut-
ur Jóns í Aðalverktökum sé 8,83%,
sem er umfram það sem hver hlut-
hafi má eiga í félaginu.
Utanríkisráðuneytið fer með
nærri 40% hlut ríkisins í Aðalverk-
tökum og hefur tilnefnt félagið til
ýmissa verka fyrir Bandaríkjaher og
hefur sagst munu gera það áfram til
loka árs 2003 að því tilskyldu að eng-
inn eignist meira en 7% í féjaginu.
í athugasemdinni til VÞÍ segir að
Jón Ólafsson eigi persónulega engan
hlut í Aðalverktökum. Staðreyndin sé
sú að það sé félag að hluta í hans
eigu, Jón Ólafsson og Co, sem hafi
keypt 0,69%, í Aðalverktökum, og
önnur tvö félög sem hann hafi stofn-
að ásamt öðrum fjárfestum, Nasalar
Constancy Lt.d og Jamieton
International Ltd., eigi hvort um sig
2,93% og 7% hlut. Samanlagður hlut-
ur Jóns í þessum félögum nái ekki sjö
prósentum og séu fullyrðingar um
hið gagnstæða misskilningur verð-
bréfafyrirtækis.
„Hugsunin með eignarhámarki
einstakra hluthafa hefur eflaust ver-
ið sú að enginn einn aðili færi með
meira en 7% hlut og væri þar af leið-
andi ekki ráðandi í félaginu. Ef það
kemur í ljós að hluturinn hjá þessum
einstaklingi reynist stærri en 7% má
gera ráð fyrir því að félagið beini því
til viðkomandi aðila að koma hlutun-
um í eðlilegt iag til að vernda hags-
ÍSLENSKIR AÐALVERKTAKAR
Nú er þess krafist að Jón Ólafsson, sem
er einn stjórnarmanna fyrirtækisins, geri
grein fyrir eignarhlut sínum. Hlutur Jóns
skekur einkarétt fyrirtækisins á fram-
kvæmdum fyrir herinn.
muni félagsins og passa upp á til-
nefningar til framtíðar," segir Jón
Sveinsson. ■
„Hugsunin hef-
ur eflaust verið
sú að enginn
einn aðili færi
með meira en
7% hlut og væri
þar af leiðandi
ekki ráðandi í
félaginu."
Tónabær fær andlitslyftingu:
Taka barnafötin völdin
á dansgólfi æskunnar?
endurnýjun Þessa dagana er unnið
hörðum höndum við að rífa allt sem
hægt er utan af og innan úr Tónabæ.
Endurnýjun hússins á að vera lokið í
september og þá munu nýir leigjend-
ur geta farið að koma sér fyrir í hús-
inu. Samkvæmt upplýsingum frá
Þyrpingu hf„ eiganda byggingarinn-
ar, er nú unnið að frágangi leigu-
samninga. Gert er ráð fyrir að fyrst
og fremst verði verslunarrekstur í
húsinu en að einhver skrifstofustarf-
semi kunni að verða þar einnig.
Samkvæmt óstaðfestum heimild-
um Fréttablaðsins verður einn af
framtíðarleigjendum í gamla Tóna-
bæ ný barnafataverslun úr danskri
verslunarkeðju og mun vera stefnt
að að verslunin verði sú stærsta sinn-
ar tegundar á íslandi. Ef rétt er munu
unglingar fortíðarinnar þannig eiga
afturkvæmt í Tónabæ í þeim erinda-
gjörðum að fata upp afkvæmin í stað
þess að fetta sig á dansgólfinu eins og
forðum daga. ■
BEINAGRINDIN
Það er sannarlega ekki mikið eftir af
Tónabæ sem eitt sinn veitti skemmtana-
þyrstum unglingum borgarinnar athvarf.