Fréttablaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 22
22
FRÉTTABLAÐIÐ
14. júní 2001 FIIVIIVITUDACUR
HRAÐSOÐIÐ
SIGURÐUR SKARPHÉÐINSSON
gatnamálstjóri
Malbikunarmet
HVERSU umfangsmiklar eru fram-
kvæmdirnar f sumar?
„Fjárveitingar til viðhalds og rekstr-
ar gatna og holræsa á þessu ári eru
um 1730 milljónir króna og er það er
svipað og var í fyrra. Reyndar hafa
verið aukin framlög til malbiksfram-
kvæmda árin 2000 og 2001. Borgin
kom mjög illa undan vetri fyrir rúmu
ári og þá var ákveðið að bæta fyrst
og fremst malbikslitlög, gangstéttar,
kanta og annað sem hafði farið illa.
Sú fjárveiting heldur áfram í ár og
vonandi eitthvað áfram.“
HVERNIG ganga framkvæmdirnar?
„Þær ganga mjög vel þótt votviðri
hafi tafið dálítið fyrir okkur. Við höf-
um malbikað meira á þessum árstíma
en við höfum séð áður frá upphafi.
Við erum með þrjá mjög öfluga verk-
taka sem sinna þessu fyrir okkur. Um
leið og það koma þurrir og hlýir dag-
ar þá skotgengur þetta.“
HVERT
er stærsta verkefnið i ár?
„Það er erfitt að að svara hvert er
stærsta einstaka verkefnið í viðhaldi
og rekstri. Það er frekar nýbygging-
arverkefnin sem standa upp úr en
þar er stærsta verkefnið hreinsun
strandlengjunnar með byggingu
hreinsistöðvar í Klettagörðum."
HVERNIG taka vegfarendur lokun-
um gatna vegna framkvæmdanna?
„Þeir taka þeim yfirleitt mjög vel og
hafa á þeim skilning. Það er helst að
við höfum lent í mjög erfiðum lokun-
um þar sem við nánast lokum þjón-
ustufyrirtæki af kannski í heilan dag.
Við reynum, þegar við sjáum fram á
slíkt, að láta viðkomandi vita. Vanda-
málið er að við getum ekki tímasett
okkur því við erum algerlega háðir
veðri og þurrki. Oft neyðumst við að
hafa þann háttinn á að segja fólki með
tveggja eða þriggja tíma fyrirvara að
einhver gata verði lokuð yfir allan
daginn. Skiljanlega er fólk ekki ánægt
þegar það heyrir þannig frétt."
HVENÆR lýkur sumarvertíðinni i
gatnagerðinni?
„Hún fjarar einfaldlega út samlhiða
því að það kólnar."
Sigurður Skarphéðinsson gatnamálstjóri í
Reykjavík stendur að venju í ströngu í sumar við
gatnagerð og endurnýjun á samgöngukerfi höf-
uðborgarinnar.
Portillo
london. ap. Michael Portillo tilkynnti í
gær að hann myndi falast eftir leið-
togaembætti breska íhaldsflokksins.
Portillo sagði að undir hans stjórn
myndi hann leiða flokkinn inn að
miðju. Portillo sagði að hann myndi
þó ekki breyta afstöðu íhaldsflokks-
ins gegn evrunni, hann myndi berjast
gegn því að Bretar gerðust aðilar að
henni.
Búist hafði verið við því að
Portillo gæfi frá sér yfirlýsingu í vik-
unni en hann er fyrstur til að lýsa yfir
áhuga sínum á leiðtogaembættinu
sem losnaði eftir að William Hague
sagði af sér.
„Við þurfum að sýna ... að við
FRÉTTIR AF FÓLKI
ndrés Sigmundsson og fleiri í
Vestmannaeyjum hafa tekið sig
til og gefið út blað sem heitir Nýi
Eyjamaðurinn og virðist hafa þann
megin tilgang að mótmæla skulda-
söfnun Guðjóns Hjörleifssonar bæj-
arstjóra og meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins. Segja þeir að skuldir bæj-
arsjóðs nemi um 550 þúsund á hvert
mannsbarn. Bæjarstjórinn hefur
mótmælt þessu og segir að skuldirn-
ar séu ekki nema eitthvað á fjórða
hundrað þúsund. Nýi Eyjamaðurinn
segir að bærinn sé að miklu leyti
rekinn fyrir lánsfé. „Til samanburð-
ar má geta þess að sjálfstæðismenn í
Reykjavík fara hamförum í fjölmiðl-
um vegna skuldastöðu Reykjavíkur-
borgar en þar nemur skuld á íbúa kr.
126.000.“
Hvar er kvennapólitíkin hjá Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur
borgarstjóra og Reykjavíkurlistan-
um spyrja þroska-
þjálfar sem eiga í
kjaradeilu við borg-
ina? Við getum upp-
lýst það. Hún er í
ráðum og nefndum
borgarinnar. Þannig
var t.d. tilkynnt um
fyrstu úthlutun úr
Menningarborgar-
sjóði í vikunni og kom þá fram að í
úthlutunarnefnd sitja eftirfarandi:
Þórunn Sigurðardóttir formaður,
Kristín Árnadóttir varaformaður,
Karitas H. Gunnarsdóttir, Þórhildur
Þorleifsdóttir og Katrín Dóra Þor-
steinsdóttir. Það þarf að fara langt
aftur í tímann til þess að finna eins
einlitar nefndir hvað kynjahlutfall
varðar eins og hjá Reykjavíkurlist-
anum í dag. Munurinn er sá að í hina
góðu og gömlu daga voru bara karlar
í nefndunum.
IBifröst, útskriftarblaði viðskipta-
nema á Bifröst, segir Magnús
Árni Magnússon aðjúnkt eftirfar-
andi sögu: Á sautjándu öld varð til
„nýtt hagkerfi" í norðanverðri Evr-
ópu. Af einhverjum óskiljanlegum
ástæðum urðu túlípanar einhver
verðmætasta verslunarvara samtím-
ans. Upphæðirnar sem bláeygir ís-
lenskir fjarfestar eyddu í DeCode
bréf fyrir tveimur árum blikna í
samanburði við það sem hollenskir
og aðrir norður-evrópskir fjárfestar
Breski íhaldsflokkurinn:
tilkynnir framboð
erum fólk eins og annað fólk, að
áhyggjur þeirra eru líka okkar
áhyggjur. Við þurfum að ræða mál
sem Bretar eru að ræða,“ sagði
Portillo er hann tilkynnti framboðið.
Talið var víst að Portillo myndi
bjóða sig fram til formennsku fyrir
fjórum árum. Hann tapaði hins vegar
óvænt þingsæti sínu í þeim kosning-
um og var því ekki kjörgengur. Hann
komst aftur á þing 1999 í aukakosn-
ingum og hafði notað tímann í milli-
tíðinni til að mýkja ímynd sína í
stjórnmálaum og færa sig nær miðju
stjórnmála.
Kynhneigð Portillos hefur verið til
umfjöllunar í Bretlandi, en mikla at-
hygli vakti þegar Portillo viðurkenndi
fyrir nokkrum árum að þegar hann
var ungur maður hefði hann hneigst
til samkynhneigðar. Andstæðingar
hans gagnrýndu hann mjög þá og
sögðu hann hræsnara vegna þess að
hann var andsnúinn því að samkyn-
hneigðir fengju inngöngu í herinn.
Veðmangarar telja Portillo sigur-
stranglegastan í keppninni um leið-
togaembættið. Talið er líklegt að með-
al mótframbjóðenda Portillo verði
hægrimaðurinn Iain Duncan Smith,
Kenneth Clarke og Ann Widdecombe.
Hún ýjaði reyndar að því í gær að hún
myndi ekki bjóða sig fram ef Clarke
færi í framboð. ■
SJÓNVARPSVÆNN
Hinn spænskættaði Michael Portillo þykir
vera meiri sjarmör en William Hague og
stal stundum senunni frá honum I nýaf-
staðinni kosningabaráttu.
Mikill uppgangur hjá Ferðaþjónustu bænda:
Upp í 100% nýting
á vinsælustu stöðunum
BÆNDAGISTINC
„Við rekum stærsta hótel á landinu", segir Sævar Skaptason framkvæmdastjóri Ferða-
þjónustu bænda sem hér er lengst til hægri i hópi starfsmanna. í aftari röð frá vinstri
Inga Þór Ingadóttir, Hildur Hreinsdóttir.Maria Leifsdóttir og Oddný Björg Halldórsdóttir. f
fremri röð Sólrún Jónsdóttir, Nanna Bergþórsdóttir og Sigríður Björnsdóttir.
ferdamennska Átta nýir gististaðir
hafa bæst við hjá Ferðaþjónustu
bænda í ár og eru þeir nú 120 um
land allt með 2700 uppbúin rúm.
„Það má segja að á háannatímann
frá því í miðjum júní og fram til
loka ágúst sé allt fullt og upp í 100
% nýting á vinsælustu stöðunum.",
segir Sævar Skaptason fram-
kvæmdastjóri ferðaþjónustunnar.
Þar er um að ræða aðal ferðamanna-
staðina eins og á Suðurlandi, Skafta-
fellssýslu, Mývatnssvæðinu og við
Eyjafjörð. Á ýmsum jaðarsvæðum
þar sem þjónusta er einnig í lægra
gæðaflokki, og ekki er boðið upp á
Gullfoss og Geysi, er aðsókn minni.
„Það eru fyrst og fremst útlending-
ar sem nýta sér Ferðaþjónustuna á
annatímanum en íslendingar meira
á jaðartimanum í apríl og maí og í
september og október. Það mætti þó
vera meira og það hlýtur að vera
sameiginlegt verkefni okkar, Ferða-
málaráðs og stjórnvalda og lengja
nýtingartímann."
Ferðaþjónustan hefur nýverið
dreift bæklingi í 40 þúsund eintök-
um þar sem gististaðir og ferða-
þjónusta bænda eru kynnt. Einnig á
sér stað veruleg kynning erlendis.
„Það er mikill uppgangur í ferða-
þjónustu á vegum bænda og bjart
yfir greininni“, segir Sævar. „Við
segjum oft að þetta sé besta leiðin
til þess að tryggja byggð í landinu.
Margir bændur, sem hafa selt full-
virðisrétt, hafa snúið sér alfarið að
ferðaþjónustu. Aðrir reka gistingu
og bjóða upp á afþreyingu í smærri
stfl, og segja að það færi þeim vasa-
peninga sem geri þeim kleift að búa
áfram á jörðum sínum.“ Bændur
sjálfir eiga hlutafélagið Ferðaþjón-
ustu bænda sem annast þjónustu
við bændagistingar og kynningar-
starf. Hjá henni vinn 6 manns allan
ársins hring en 2 bætast við yfir
sumartímann. Sjálfur hefur Sævar
unnið hjá Ferðaþjónustunni í þrjú
ár. ■
eyddu í fallega
túlípana á þeim
árum. Menn eyddu
ævitekjum í einn
litríkan og sjald-
gæfan túlípana-
haus og verðið
hækkaði og hækk-
aði. Þar til einn
góðan veðurdag að einhver vaknaði
og spurði sig: Hvaða endemis della
er þetta? Hvers vegna er ég að eyða
öllum þessum peningum í eitthvað
sem er í rauninni bara venjulegt
blóm?“ Sá hinn sami seldi alla túlíp-
ana sína fyrir metfé, en þessi hugs-
un skaut rótum. Allt í einu vildu all-
ir selja. Ein fyrsta spákaup-
mennskusápukúlan sprakk. Fjöldi
svartklæddra kaupahéðna varð
gjaldþrota á einni nóttu. Ótal menn
sáu uppi með einskis verða túlípans-
ka svörtu-pétra. Þessi saga endur-
tekur sig reglulega.
Nýja heimasiðan, réttarheimild.is,
sem Sólveig Pétursdóttir dóms-
málaráðherra, opnaði í gær, hefur
alla burði til að verða fróðleg og
gagnleg heimild yfir ný lög og
reglugerðir svo og gildandi laga-
reglur. Þar getur
m.a. að líta hverjir
fengu íslenskan
ríkisborgararétt í
lok þings sam-
kvæmt sérstökum
lögum. Það voru
ellefu manns, tveir
fæddir í Banda-
ríkjunum og einn í hverju eftirtal-
inna landa: Póllandi, Egyptalandi,
Kenya,Sovétríkjunum,Rússlandi, Ví-
etnam, íran, Kólombíu og íslandi.
Flestir eru verkamenn en í hópnum
eru einn prjónavélasérfræðingur og
einn körfuboltamaður.
samspU
jnótan
Útsala á hljóðfærum
11. -16. júní
Við eigum 1 árs afmæli.
Af því tilefni bjóðum við afslátt sem um
munar, einnig af nýjum vörum.
20 - 50% afsláttur
Tónlistarfólk komið og gerið góð kaup.
Samspil - Nótan, Skipholti 21, sími 595 1960
,Á morgun? Auðvitað komum
við í mat! Hver er þetta?"