Fréttablaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 18
18 FRÉTTABLAÐiÐ 14. júní 2001 FIIV’, IVITUDAGUR Safn Ásgríms Jónssonar: Mjaðveig myndlist Sagan af Mjaðveigu Mána- dóttur var Asgrími Jónssyni listmál- ara einkar hugstæð. Ásgrímur gerði á annað hundrað mynda um Mjaðveigu og grófa og gráðuga risann sem girnist hana, tákn hreinleikans og sakleysis- ins. Þessi mynd er frá 1957 - 58. ís- lenskar þjóðsögur og ævintýri er þema sumarsýningarinnar sem opnuð hefur verið í Safni Ásgríms Jónssonar við Bergsstaðastræti 74 í Reykjavík. ■ | METSÖLUBÆKURNAR | LISTINN ER BYCCÐUR Á SÖLUTÖLUM PENN- ANS EYMUNSSON OC CILDIR 11.-18. JÚNÍ Patricia Cornwell The Last Precinct ► Sidney Sheldon The Sky Is Falling ▲ Ed McBain og Evan Hunter Candyland Q Minette Walters The Shape of Snakes 0 Iris Johansen The Search Q Rosamunde Pilcher Winter Solstice Sandra Brown The Standoff Ken Follett Code to Zero ▼ Donald Westlake The Hook ► 0 Jeffrey Deaver The Empty Chair ▼ Erlendar metsölubækur: Spennusögur á sumri bækur Spennusagnahöfundarnir Pat- ricia Cornwell og Sidney Sheldon eru í efstu sætum vinsældarlista er- lendra bóka í bókabúðum Pennans og Eymundssonar. Bók Cornwells er framhald á síðustu bók hennar, Black Notice, en bók Sheldons fjallar um fréttakonu sem grefst fyrir um dularfull dauðsföll í vinsælustu fjöl- skyldu Bandaríkjanna. Aðrar bækur á listanum eru und- antekningarlítið spennusögur og greinilegt að það sem íslendingar ætla að lesa af erlendu lesefni í sum- ar eru sögur af morðum og óhugnaði Undantekningin er bók Rósa- mundu Pilcher sem er í sjötta sæti og segir sögu af fjölskyldu, fimm ólíkum manneskjum sem hittast á skosku sveitabýli. Öll koma þau frá ólíkum stöðum í þjóðfélaginu og öll hafa þau mismunandi væntingar til iífsins. Þægileg saga á björtum sum- arnóttum. ■ Sýningaropnun: Skúlptúr við Silfurtún myndlist Sýningin Skúlptúr við Silf- urtún verður opnuð í dag kl. 17.15. Sýningin er liður í hátíðarhöldum vegna 25 ára afmælis Garðabæjar og er haldin á túninu við Silfurtún í Garðabæ, elsta skipulagða íbúða- hverfi bæjarins. Á sýningunni sýna listamennirnir Garbríela K. Friðriks- dóttir, Helgi Gíslason, Magnús Tóm- asson, Pétur Bjarnason, Rebekka Rán Samper og Valgerður Guðlaugs- dóttir útilistaverk sem þeir hafa ým- ist gert fyrir sýninguna eða lána til sýnis á henni. Sýningin verður opin til 14. október. ■ Starfsþjálfun fatlaðra í Hringsjá: Stökkpallur út í lífið stARFSÞiÁLfun „Þetta er hugsað sem starfsþjálfun eða starfsendurhæfing fyrir fólk sem hefur orðið fyrir sjúk- dómum eða slysi eða einhverjum öðr- um áföllum sem valda því að menn geta ekki haldið áfram því sem áður var,“ segir Guðrún Hannesdóttir, for- stöðumaður Hringsjár sem er sjálf- stæð stofnun sem rekin hefur verið frá því 1987. „Það getur í rauninni verið hvað sem er. Sjálft námið er miðað við framhaldsskólastig en bakgrunnur fólksins er ólíkur og ástæðan mismun- andi, sumir eru kannski varla búnir með grunnskóla en aðrir eru með há- skólapróf. Það sem er sammerkt með öllum sem hér hafa verið er að þau þurfa á einhverjum stökkpalli að halda til þess að geta komist áfram í störf eða frekara nám. Aðalatriðið í því sem við erum að gera er að vinna með sjálfs- traustið og sjálfsþekkinguna." Hringsjá býður upp á þriggja anna nám auk styttri námskeiða. Mikil áher- sla er lögð á tölvutengda vinnu af ýmsu tagi. Alls geta um 40 nemendur stund- að þar nám í einu og nú hafa samtals 196 nemendur útskrifast. Opið hús var í Hringsjá á mánudag- inn í tengslum viö menningardagana í túnfætinum í Hátúni 10.12 og 14. Þar sýndu nemendur í Hringsjá bæði myndverk eftir sig og tvö örleikrit voru flutt. Menningardögum fatlaðra lýkur í kvöld með því að slegið verður upp balli. ■ NEMENDUR í HRINCSJÁ Guðrún Hannesdóttir forstöðumaður er lengst til hægri á myndinni. FIMMTUDACUR 14. JÚNÍ NÁMSKEIÐ_________________________ 19.00 Reykjavíkurdeild RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp í kvöld. Kennt verð- ur frá kl. 19-23. Einnig verður kennt 18. og 19. júní. Að lokn- um þessum námskeiðum fá nemendur skírteini sem hægt verður að fá metin í ýmsum skólum og við sum störf. FUNDIR___________________________ 20.30 Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð heldur fund á veitingahús- inu Catalínu, Hamraborg 11 í Kópavogi, í kvöld. Á fundinum verður fjallað um viðhorfin varð- andi komandi sveitarstjórnar- kosningar. Fulltrúar flokksfélaga munu ávarpa fundinn. ÚTIVIST__________________________ 20.00 Fræðsluganga um Njáluslóðir á Þingvöllum í leiðsögn Jóns Böðvarssonar. Jón gerir m.a. grein fyrir stjórnskipan á Þingvöllum. LEIKHÚS__________________________ 20.00 Einn vinsælasti söngleikur lið- innar aldar, Syngjandi í rigning- unni, er sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins, söngur, dans og rómantík. 20.00 Píkusögur eru sýndar á þriðju hæð Borgarleikhússins. Höf- undur leikritsins er Eve Ensler og Sigrún Edda Björnsdóttir leik- stýrir. Með hlutverkin fara leikkonurnar Halldóra Geirharðs- dóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Sóley Elíasdóttir. SKEMMTANIR_______________________ 21.00 í dag er síðasti vinnudagur al- mennings fyrir útgjöldum hins opinbera. Þetta er 166. dagur ársins og skattbyrði fólks því rúm 45%. Heimdeliingar halda upp á daginn með ýmsum hætti og selja skattlausan bjór í Húsi málarans kl. 21 í kvöld. TÓNLEIKAR Gallerí Ófeigur: Kyrrð hversdagsleikans MARCRÉT MACNÚSDÓTTIR „Við erum alltaf að endurtaka hlutina." myndlist „Ég var laumumálari í mörg ár,“ segir Margrét Magnús- dóttir myndlistarmaður sem nú sýnir í Gallerí Ófeigs við Skóla- vörðustíginn. Á sýningunni eru 11 málverk auk tveggja annars konar verka. „Ég hef aldrei sýnt málverk áður en ég hef gaman af að mála og hef alltaf verið hrifin af málverk- inu. Ég hef svona verið að pukrast með þetta heima hjá mér.“ Málverkin bera nöfn á borð við Nótt, Ástand, Heimsókn og sýna einföld form, kyrrð og fáeina hluti. „Þetta er kyrrð hversdagsleikans," segir Margrét. „Málverkin eru þannig að það er eins og verið sé að horfa inn í rými. Allir eiga sitt heimili, sitt rými og þessa undir- stöðuhluti í kringum sig, borð og stól og svo framvegis. Þessu fylgir alltaf ákveðin kyrrð og endurtekn- ing. Þegar maður hefur mikið af fólki í kringum sig og mikið um- leikis þá fer maður að þrá kyrrð- ina, einfaldleika í formum og hversdagsleikann. Hversdagurinn er í raun og veru bara endurtekn- ing. Við erum alltaf að gera það sama aftur og aftur og dagurinn í dag er endurtekning á deginum í gær.“ Þrjú málverkanna kallar Mar- grét rímmyndir. Þau heita nöfnum eins og þvottur/pottur og kjóll/stóll. „Þetta er svona dæmi- gerður veruleiki fjögurra barna móður," segir Margrét. En hvað þá með þriðju rímmyndina, sem ber heitið borð/morð? Þar má sjá borð og blóðpoll á gólfi. „í dag eru morð svo sannarlega hluti af daglegum veruleika fjölskyldunnar," segir Margrét. „Afþreyingin í sjónvarp- inu gengur út á endalaus morð. Það er voða skrýtið að mannskepnan skuli alltaf þurfa þennan hrylling til afþreyingar.“ Margrét segir málverkin öll máluð á síðustu tveimur mánuðum. Auk málverkanna eru tvö önnur verk á sýningunni. Þarna er skond- inn hattur sem gerður er úr smá- steinum og sama hattinum bregður einnig fyrir á einu málverkanna. Við gluggann svífur svo dúkað borð og yfir því hanga þrjú vín- glös, en neðan í dúknum hanga hnífapör hringinn í kring. ■ Basic á Kringlukránni Hljómsveitin Basic heldur tónleika á Kringlukránni. Aðal stefna hljómsveitarinnar er frum- samin tónlist en hún spilar einnig mellódískt rokk,allt frá U2 til Creed. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og aðgangur er ókeypis. Tena Palmer og Cru halda tónleika í Kaffileikhúsinu í kvöld og hefjast þeir kl. 21. Tena Palmer er löngu orðin landsþekkt fyrir söng sinn og sérstak- an og fjölbreyttan spuna. Að þessu sinni ætlar hún ásamt Matthíasi Hemstock trommu- og slagverksleik- ara og Kjartani Valdimarssyni sem leikur á píanó, hljómborð og ýmsa hljóðgerfla að leika tónlist sem er byggð á Ijóðum eftir hana sjálfa. Miða- verð er 1200 kr. SÝNINGAR________________________ íslenskar þjóðsögur og ævintýri er þema sumarsýningarinnar sem opnuð Takmarkalaus list: Bíll með offituvanda myndlist Á miðvikudaginn hófst í borginni Basel í Sviss heilmikil myndlistarhátíð sem ber yfirskrift- ina Art Unlimited eða „takmarkalaus list“. Þar sýna ein 262 listhús um það bil fimm þúsund listaverk í risastór- um sal. Þar getur meðal annars að líta þennan feita bíl sem þýski listamað- urinn Erwin Wurm lét búa til. Bílar eru venjulega hafðir straumlínulag- aðir og bæta yfirleitt ekki á sig aukakílóum eins og mannfólkið. Þessi bíll er þó greinilega undantekn- ing þar á, því í meðförðum lista- mannsins hefur hann heldur betur bætt við sig í þyngd. Engu að síður er þetta fulikomlega ökufær bifreið. ■ hefur verið í Safni Ásgríms Jónssonar við Bergsstaðastræti 74 í Reykjavík. Á sýningunni sem stendur til 1. septem- ber eru margar af frægustu þjóðsagna- myndum listamannsins. Þar má einnig sjá vinnustofu, heimili og innbú hans. Önnur af sumarsýningum Listasafns Reykjavíkur - Kjarvalsstaða ber nafnið Flogið yfir Heklu. Sýningarstjóri er Ein- ar Garibaldi Eiríksson myndlistarmað- ur og prófessor við Listaháskóla íslands. Á sýningunni getur að líta mismunandi myndir Heklu sem sýndar verða hlið við hlið. Sýningin stendur til 2. septem- ber. í miðrými Kjarvalsstaða sýnir Gretar Reynisson verkefni sem hann hefur unnið að frá 1. janúar 1997 og sér ekki fyrir endann á enn. Þetta er vaxtarverk- efni af þeirri tegund sem á ensku væri kallað „work in progress. Sýningin stendur til 19. ágúst. „Tena Palmer og Cru“: Spinnur út frá eigin ljóðum j tónust Kanadíska söngkonan Tena j Palmer er með tónleika í Kaffileik- ; húsinu í kvöld ásamt þeim Mattíasi i Hemstock trommu- og slagverks- leikara og Kjartani Valdimarssyni i sem leikur á píanó, hljómborð og ýmsa hlóðgervla. Þau ætla að | leika tónlist sem byggð er á i ljóðum eftir hana sjálfa og i skreyta þau með sameigin- i legum spuna sem þróast . i hefur út frá samvinnu þeir- i ra á geisladiskinum Crucible i frá árinu 1998. ■ TENA PALMER Löngu landsþekkt fyrir söng sinn og sérstæðan spuna. dk

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.