Fréttablaðið - 14.06.2001, Qupperneq 8
FRETTABLAÐIÐ
FRETTABLAÐIÐ
14. júní 2001 FIMIVtTUDAGUR
8
Spegilvent umrœða um afkomu borgar og rikis
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson
Fréttastjóri: Pétur Cunnarsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavlk
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á ftéttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Sfmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: IP-prentþjónustan ehf.
Prentun: (safoldarprentsmiðja hf.
Dreifing: Póstflutningar ehf. - slmi 595 6500
Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum
án endurgjalds.
[ BRÉF TIL BLAÐSINS
TIMOTHY MCVEIGH
Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn,
er hugsunarhátturinn í Texas, en er hann
það líka hér?
Stuðningur
við dauða-
Amnesty-félagi skrifar:____________
dauðarefsingar Sérkennilegt er að sjá
þaö í Fréttablaðinu að bæði í
Hraðsoðnu fréttaviðtali á bls. 22 og í
Spurningu dagsins á bls. 6 kemur
fram fólk sem telur það réttlætanlegt
að menn séu teknar af lífi í Banda-
ríkjunum vegna morða sem sannað er
talið að þeir hafi drýgt.Getur það ver-
ið að það sé útbreiddari skoðun á ís-
landi en við höldum að dauðarefsing-
ar eigi rétt á sér. Ástæðan fyrir því að
meirihluti ríkja heims hefur afnumið
dauðarefsingu er sú að það sé ekki
mannúðarstefna að refsa fyrir morð
með morði. Þar með séu ríkin að færa
sig niður á plan morðingjans og í raun
að réttlæta dráp sem slíkt.
Viðmælendur Fréttablaðsins virð-
ast ekki vera þeirrar skoðunar að af-
tökur fanga sem dæmdir hafa verið
til lífláts vegna drápa, bæti fyrir
glæpinn eða sé aðstandenum hug-
hreysting. Séu hins vegar gildandi lög
á þann veg að gera ráð fyrir dauða-
refsingum þá beri að framfylgja
þeim. „Dauði ástvinar er ekki bæri-
legri þó sá sem valdur sé að honum sé
látinn deyja líka. Þannig að tilfinn-
ingalega er aftaka eins og þessi
(Timothy McVeigh- aths. mín) ekki
endilega rétt ákvörðun þó hún sé það
að mínu mati út frá sjónarmiðum
dóms, laga og réttlætis," segir Sigrún
Cora Barker í Texas. En er það rétt-
læti sem felst í „auga fyrir auga og
tönn fyrir tönn“? Heldur er það
Gamla testamentislegt og fjarri kær-
leiks- og fyrirgefningarboðskap Nýja
testamentisins.
Eins og viðmælendum Frétta-
blaðsins virðist vera ljóst þá stendur
baráttan gegn dauðarefsingum um
það að fá ríki og fylki innan þeirra tii
þess að afnema dauðarefsingu úr lög-
um. En einnig að fá stjórnvöld til þess
að fresta uppkveðnum dómum og
efna til umræðna sem gætu leitt til
endurmats. ■
Athyglisvert er að fylgjast með því
hve spegilvent umræðan um af-
komu sjóða borgar og ríkis er. Þeir
sem við völdin eru telja að líta beri á
ríkis- og borgarsjóð út af fyrir sig og
skoða svo þjóðarbú og fyrirtækja-
rekstur borgarinnar
sér. Þeir sem ekki
eru við kjötkatlana
vilja skoða heildar-
dæmið vegna þess
að það er verra en
sjóðastaðan. Sjóðum
borgar og ríkis hefur
vegnað bærilega í
góðærinu. Ríkissjóð-
ur hefur verið rek-
inn með góðum af-
gangi vegna tekna af
miklum innflutningi og aukningu
þjóðartekna og tekna einstaklinga.
rannsóknir Björn Bjarnason, mennta-
málaráðherra, hefur lagt til veiga-
miklar breytingar á Rannsóknarráði
íslands (Rannís). Ráðið hefur það
hlutverk að stuðla að markvissu vís-
indastarfi, tækniþróun og nýsköpun.
Það mótar úthlutunarstefnu sjóðsins
og veitir styrki til vísindastarfs auk
þess að vera stjórnvöldum til ráðgjaf-
ar um stefnumörkun á sviði vísinda.
Einnig metur Rannís árangur vísinda-
starfs og kemur með tillögur um
hvernig bæta megi gerð áætlana um
rannsóknir og þróunarstarf.
Tillaga menntamálaráðherra geng-
HAFLIÐI P. GÍSLASON FORMAÐUR
RANNSÓKNARRÁÐS ÍSLANDS:
Hlutverk
stjórnvalda að
leggja línurnar
rannsóknir Hafliði P. Gíslason, for-
maður Rannsóknarráðs íslands seg-
ist ekki óttast tillögur
menntamálaráðherra.
Það sé hlutverk
stjórnvalda að leggja
línurnar í stefnumót-
un rannsókna í ljósi al-
mannahagsmuna. Þau
hafa umboðið, fjár-
magnið og því völdin.
Hins vegar er það hlutverk vísinda-
manna að leiða umræðuna á hverjum
tíma.
Hafliði segir að faglegar kröfur
muni aukast ef tillögur ráðherra ná
fram að ganga. Tillögurnar gera ráð
fyrir skýrum kröfum um vísindaleg-
an framgang, birt-
ingu og skil á niður-
stöðum í sameinuð-
um Vísinda- og
tæknisjóði. Línur
munu skýrast því
annar sjóður, sem
styrkir nýsköpun og
vöruþróun, gerir
ekki kröfu um rann-
sóknastarf eins og
Tæknisjóður gerir nú. Markmið sjóð-
anna og vísindastarfsins munu því
betur kristallast.
Þessi tvískipting er eðlileg og
æskilegri að mati Hafliða. ■
rannsóknir Mín hugmynd er ekki sú,
að ráðinn verði sérstakur vísinda-
starfsmaður í forsætisráðuneytið
heldur verði starf vegna ráðsins og
nefndanna unnið á vegum fagráðu-
neytanna með þeim hætti, sem þarf. í
því efni er farið að fyrirmynd frá
Finnlandi, þar sem forsætisráðuneyt-
ið styðst við vinnu í fagráðuneytum.
Ef menn óttast flokkspólitísk af-
skipti á ég ekki von á að þau aukist eða
minnki við þessa skipan mála. Ef
menn óttast að stjórnmálamenn
myndi sér skoðun á meginstefnu í
þessum efnum, eru þessir sömu menn
Samt hafa ríkisútgjöld aukist ár frá
ári en það er önnur saga. En ríkissjóð-
ur hefur verið að greiða niður skuldir
sínar. Þjóðarbúið hefur á hinn bóginn
safnað skuldum. Viðskiptahallinn hef-
ur verið mikill síðustu ár og hann þarf
að fjármagna með lánum. í fyrra
versnaði nettóskuldastaða þjóðarbús-
ins meira á milli ára en hún hefur
nokkurn tíma gert áður. Allt þetta
gróf undan genginu sem hefur fallið
verulega. Borgarsjóður þarf nú ekki
lengur að verja öllum sínum tekjum í
rekstur og hefur borð fyrir báru til að
greiða niður skuldir eða fjárfesta.
Fyrirtæki á vegum borgarinnar hafa
hins vegar staðið í miklum fjárfest-
ingum og tekið lán sem stórauka
skuldsetningu borgarbúsins.
Allt þetta liggur Ijóst fyrir. Hins
vegar er deilt um hvort til sé góður
ur út á að samsetning Rannís verði
gjörbreytt. Það starfi undir for-
mennsku forsætisráðherra með þátt-
töku ráðherra, vísindamanna og full-
STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR
FORMAÐUR STJÓRNAR
REYKJAVÍKURAKADEMÍUNNAR:
Hefur sínar
neikvœðu hliðar
Það hlýtur að falla undir verksvið
stjórnvalda að móta stefnu rann-
sókna, þó að vísinda-
mennirnir sjálfir leggi
þar línurnar. Með
beinni tengingu ráðu-
neytanna við íslenskt
vísinda- og tæknisam-
félag hlýtur pólitísk
ábyrgð stjórnvalda á
rannsóknum að aukast.
Breytingarnar hafa þó sínar nei-
kvæðu hliðar. Það gæti til að mynda
reynst hættulegt ef vísindastefnan
sjálf verður pólitísk, þ.e. ef stjórn-
málamenn eiga að ráða áherslum í
rannsóknarsamfélaginu. ■
væntanlega skelfingu lostnir yfir því,
að menntamálaráðherra hafi skoðun á
því hvernig haga skuli heildarstjórn
rannsókna í landinu, það sé annarra
en hans að hafa skoðanir á því. Að
sjálfsögðu verða stjómmálamenn að
mynda sér skoðun á þessum mikil-
væga málaflokki.
Stjórnmálamenn eiga hins vegar
ekki að vera með puttana í því hvern-
ig þessu fé er ráðstafað, enda sé fylgt
sanngjörnum og gagnsæjum reglum
við það starf.
Mér finnst eðlilegt, að menn skipt-
ist á skoðunum um þessar hugmyndir
1/l.ái.iD.a.jma..
Etnar Karl Haraldsson
spáir í hagfræði og pólitík
án talna og prósenta
viðskiptahalli eða bara vondur og góð-
ar skuldir eða bara vondar. Það er góð-
ur viðskiptahalli þegar fyrirtækin og
einstaklingamir eru að fjárfesta í því
sem þau trúa að sé arðbært, segja
menn á stjórnarheimilinu. Nei, segja
stjórnarandstæðingar. Viðskiptahalli
hvernig sem hann er tilkominn er
ávísun á gengishrun og fjár-
málakreppu þegar til lengdar lætur.
Fjárfestingar borgarfyrirtækja munu
skila góðum arði, segja borgarstjóm-
endur. Nei, segir minnihlutinn, verið
er að leggja í áhættusaman rekstur og
trúa atvinnulífs.
Undir þessu stefnumarkandi ráði
starfa tvær stjórnarnefndir, önnur á
vegum menntamálaráðuneytisins og
Ekki heillavœn-
leg þróun
Mér sýnist tillögurnar stuðla að því
að þátttaka pólitískt kjörinna fulltrúa
verði meiri í ákvarð-
anatöku er varða
rannsóknir á íslandi
en nú er. Það teldi ég
ekki heillavænlega
þróun. Leggja þarf
áherslu á fagleg við-
mið við styrkveitingar
til vísindamanna. Þannig fá íslenskir
vísindamenn að vinna að framgangi
rannsókna sinna í anda þróunar á
sínu fagsviði og eftir eigin hugmynd-
um. ■
en ég hef ekki heyrt nein rök, sem
ganga gegn þeim. Eg er vanur því að
heyra menn lýsa ótta sínum við breyt-
ingar, en sjálfur hef ég þá afstöðu, að
menn eigi ekki að óttast vel ígrundað-
ar breytingar heldur nýta sér tæki-
færin, sem í þeim felast. Óttinn er
mikið kyrrstöðuafl eins og við vitum.
Björn Bjarnason í Rannís fréttum 2001
VÍSINDARANNSÓKNIR
Stjómmálamenn eiga ekki að vera með
puttana [ úthlutun fjár til rannsókna.
safna skuldum í góðæri. Hér er um að
ræða sambland af hagfræði og póli-
tískum túlkunum. Hvorutveggja er
óvissu háð eins og afdrif þorskstofns-
ins í sjónum og vísindin sem standa að
baki fiskveiðiráðgjöfinni. ■
hin iðnaðarráðuneytisins. Hlutverk
nefndanna er úthlutun styrkja og veit-
ingar lána á grundvelli innsendra um-
sókna. ■
ÞORLÁKUR JÓNSSON, FORSTÖÐU-
MAÐUR RANNSÓKNASTOFU ÍS-
LENSKRAR ERFÐAGREININGAR:
Tryggja rödd
vísindafólks
Ef breytt skipan Rannsóknarráðs
verður til þess að ráðamenn þjóðar-
innar geri sér betur
grein fyrir þörfum
þjóðfélagsins hvað
varðar rannsóknir og
rannsóknarstyrki, þá
tel ég að þessar breyt-
ingar geti orðið til
góðs. Hins vegar þarf
að tryggja að raddir vísindasamfé-
lagsins og atvinnulífsins heyrist í
hinu nýja ráði, og að fulltrúar þess-
ara hópa endurspegli hina fjölþættu
flóru vísinda á íslandi. ■
-—♦—
Hins vegar er
deilt um hvort
til sé góður
viðskiptahalli
eða bara
vondur og
góðar skuldir
eða bara
vondar.
—♦—
Rannsóknarráð íslands:
Ráðherra vill breytingar
RÓTTÆKAR BREYTINGAR
Tillaga menntamálaráðherra gengur út á að samsetning Rannís verði gjörbreytt. Það starfi undir formennsku forsætisráðherra með
þátttöku ráðherra, vísindamanna og fulltrúa atvinnulífs.
---------
Markmið
sjóðanna og
vísindastarfs-
ins munu
betur kristall-
ast með nýj-
um tillögum
um Rannís.
ORDRÉTT
Ottinn er mikið kyrrstöðuafl
SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR
FRÆÐIMAÐUR
VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS: