Fréttablaðið - 14.06.2001, Page 11

Fréttablaðið - 14.06.2001, Page 11
FIMMTUDACUR 14. júní 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Plastprent: Afkoman 100 millj - ónum króna lakari fyrirtæki. „Þetta mikla tap var alls ekki fyrirséð í upphafi ársins. Við keyptum meirihluta í Akoplast á Ak- ureyri í fyrra og höfum náð einhverri hagræðingu í kringum það,“ segir Bernharð Hreinsson, fjármálastjóri Plastprents, en fyrirtækið varaði í gærmorgun fjárfesta á Verðbréfa- þingi íslands við því að afkoman á fyrri helmingi ársins verði mun lak- ari en gert hafði verið ráð fyrir. Verð- ur gengistapið um 100 milljónum meira en það var á sama tímabili í fyrra. Bernharð segir að ekki verði farið út í sérstakar hagræðingaraðgerðir til að bregðast við tapinu, þegar hafi nokkuð verið gert með sameining- unni við akureyrska fyrirtækið. „Við búumst ekki við viðsnúningi næstu mánuði en erum samt bjartsýnir á framtíðina. Við stefnum að því að sameiginleg skili Plastptrent og Akoplast hagnaði, en þau eru enn rekin sem sjálfstæðar einingar." Tap Plastprents í fyrra var um 115 millj- ónir og hefur fyrirtækið verið rekið með tapi síðustu 4 ár. Hluturinn í fé- laginu kostaði í gær 1,45 krónur en tvær krónur á sama tíma fyrir ári. ■ PLASTPOKAR f UMFERÐ Mikil tap hefur verið af rekstri Plastprents, en fyrirtækið framleiðir meðal annars plastpoka. umhverfismál Eitt af þeim verkefnum sem Gatnamálastjóri leysir af hendi yfir sumartímann eru gatnahreinsan- ir. Öllum hlýtur að vera akkur í því að hafa snyrtilegt í kringum sig og ættu því að taka því fagnandi þegar hreinsanir fara fram. En það er því miður ekki alltaf raunin og að sögn Guðna Hannessonar, sem hefur um- sjón með hreinsunum á götum borg- arinnar, er æði misjafn árangur af því að fá fólk til að færa bíla sína þegar hreinsun er framundan. „Fólk er þó stöðugt að vakna til vitundar og framför er greinileg." Guðni sagði hreinsanir erfiðastar í götum norðan Hringbrautar og í Þingholtunum. „Fólk er kannski vilj- ugt að færa bílana sína en þá vill brenna við að annað fólk leggur jafn- óðan í stæðin og á það sérstaklega við í Þingholtunum." Guðni sagði að við hreinsanir væru notaðir tveir vatns- bílar, tveir stórir götusópar og tveir minni til að taka horn og kverkar. Hann vildi biðja fólk um að sýna þol- inmæði þegar hreinsanir færu fram. „Við eigum það til að fara oftar en einu sinni yfir göturnar og viljum við því biðja fólk um að láta einn til tvo tíma líða áður en það leggur aftur í stæðin." Fréttablaðið ætlar að birta dag- lega lista yfir þær götur sem hreins- aðar verða þann daginn fólki til SNYRTILEGAR GÖTUR Það er oft erfitt fyrir menn að athafna sig i götum norðan Hringbrautar, bæði geta þær verið þröngar og fólk færir ekki bíla sína. glöggvunar og í dag eru það göturn- ar: Samtún, Sóltún, Miðtún, Hátún, Höfðatún, Mjölnisholt, Ásholt, Ein- holt, Meðalholt, Stórholt, Stangar- holt, Skipholt, Skarphéðinsgata, Karlagata, Vífilsgata, Mánagata, Skeggjagata, Auðarstræti, Unnars- braut, Bollagata, Guðrúnargata, Kjartansgata, Hrefnugata, Rauðarár- stígur, Háteigsvegur, Flókagata, Vatnsholt, Hjálmholt, Stakkahlíð, Út- hlíð, Skaftahlíð og Bólstaðarhlíð. ■ Gatnahreinsun: Fólk misjafnlega viljugt að færa bílana Bandaríkin: Unglingar með kynsjúkdóm kynsiúkdómar Fimmti hver unglingur á aldrinum 15 til 19 er með kynsjúk- dóm er niðurstaða bandarískra vís- indamanna. Þeir komust að þessari niðurstöðu eftir að hafa sent búnað til unglingsstúlkna þannig að þær gætu athugað sjálfar hvort þeir væru haldnir ýmsum kynsjúkdómum. Greint er frá þessum niðurstöðum í tímariti um kynsjúkdóma, Sexually Transmitted Diseases, að sögn frétta- vefjar BBC. Niðurstöðurnar eru ugg- vænlegar að mati vísindamannanna vegna þess að þær gefa vísbendingar um að fleiri ungar konur en talið var séu með sjúkdóma á borð við klamidýu sem getur valdið ófrjósemi ef ekkert er að gert. ■ LÖGREGLUÞJÓNN AÐ STÖRFUM Ríkissjóður var dæmdur til að greiða lögregluþjóni á Akureyri vangoldin laun. Héraðsdómur: Dæmir lögg- unni í hag pómsmál Héraðsdómur Reykjavík- ur dæmdi ríkissjóð í gær til þess að greiða lögreglumanni 710.295 krónur auk vaxta og málskostnað- ar í vangoldin laun meðan hann var við nám í Lögregluskóla ríkis- ins. Maðurinn var ráðinn til starfa hjá lögreglunni á Akureyri í des- ember 1997 en vorið 1999 stundaði hann nám á seinni önn við Lög- regluskólann. Til ágreinings kom milli lögreglumannsins og yfir- manna hans um hvort það ætti að greiða honum vaktaálag, dagpen- inga og ferðakostnað þann tíma sem hann stundaði nám á seinni önn í lögregluskólanum. Lögreglu- maðurinn sagði laun lögreglu- manna bundin í kjarasamningi lög- reglumanna og ríkisins og þar sé skýrt kveðið á um að lögreglu- menn skuli fá greidd föst laun og vaktaálag, ferðakostnað og dvalar- kostnað meðan á námi stendur. Dómsmálaráðuneyti taldi hins vegar að breytingar sem gerðar voru á námsfyrirkomulagi við Lögregluskóla ríkisins 1996 hefði haft í för með sér að ákvæði þessa efnis hefði fallið niður. Því hafnaði Héraðsdómur og dæmdi ríkissjóð til greiðslu vangoldinna launa auk vaxta og málskostnaðar. ■ Gíslamálið á Filippseyjum: Samkeppnisstofnun: Hvetur landa sína til samstöðu 2AMB0ANGA, FILIPPSEYIUM. AP. Forseti Filippseyja, Gloria Macapagal Ayor- ro, hefur hvatt landa sína til að stan- da saman og láta til sín taka gegn hópi múslimsku uppreisnsarmann- anna sem haldið hafa á þriðja tug manna í gíslingu, þar á meðal þremur Bandaríkjamönnum. Hún gerir sér þó grein fyrir því að stríð geti brotist út í kjölfarið. Hermálayfirvöld á Fil- ippseyjum hafa dregið í efa fullyrð- ingar skæruliðanna um að þeir hafi hálshöggvið einn bandarísku gíslana, eftir að viðfangsmikil leit að honum bar engan árangur. Abu Sabaya, leið- togi skæruliðanna sagðist í fyrradag hafa hálshöggvið Bandaríkjamann- inn Guillermo Sobero, sem afmælis- gjöf til Filippseyja á 103 ára afmæli þess. í staðinn fundust lík af þremur öðrum, þar á meðal múslimskum klerki. Þess má geta að í fyrra myrtu skæruliðar tvo filippseyska kennara sem afmælisgjöf handa þáverandi forseta landsins. ■ TALAR í SÍMANN Ayorro, forseti Filippseyja á blaðamanna- fundi í gær. Hún ætlar sér ekkert að gefa eftir í gíslamálinu Geta sektað um 10 milljónir verðmerkingar. „Víðtæk könnun er í gangi núna. Við erum ekki eingöngu að athuga verðmerkingar hjá mat- vörubúðum heldur líka hjá bygging- arvörubúðum. Athuganir eru alltaf í gangi,“ segir Anna Birna Halldórs- dóttir, forstöðumaður Markaðsmála- sviðs Samkeppnisstofnunar. Telur hún að nýleg skýrsla á vegum Nor- rænu Ráðherranefndarinnar þar sem segir að herða og samræma þurfi lög um verðmerkingar eigi vart erindi við ísland. Breyting á Samkeppnis- lögum hafi gengið í gildi í byrjun mánaðarins og samkvæmt þeim geti stofnunin í fyrsta sinn beitt öflugum viðurlögum við brotum á löggjöfinni um verðmerkingar. „Núna erum við komin með öll tækin. Áður var illmögulegt að fram- fylgja lögunum, en núna er klárlega hægt að fylgja þeim og geta sektirn- ar numið allt að 10 milljónum," segir Anna Birna. Segir hún að lagabreyt- ingin auðveldi stofnuninni að sinna hlutverki sínu varðandi neytenda- vernd umtalsvert. „Til dæmis könn- uðum við ástandið á bensínstöðvum nýlega og töldum það óviðunandi. í VERÐMERKINGAR MUNU LAGAST Matvörubúðir fengu frest til að koma skikki á verðmerkingar sínar og olíufélögin þurfa einnig að athuga sinn gang varðandi verðmerkingar á bensíni. Færst hefur í vöxt að Samkeppnisstofnun áminni fyrirtæki. kjölfarið sendum við olíufélögunum bréf og í framhaldinu munum við at- huga hvort þau koma þessu í lag, en ef þau gera það ekki verður gripið til viðurlaganna, sem nú eru möguleg." Einnig gerði stofnunin athugasemd við verðmerkingar í nokkrum mat- vörubúðum í maí sl. þar sem verð reyndist vera mismunandi inni í búð og á kassa. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.