Fréttablaðið - 14.06.2001, Page 15
FIMMTUPAGUR 14. júní 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
15
í
I
ip
'M:
Breytingar á Brittania:
Stoke hyggst styrkja liðið
fyrir komandi leiktímabil
knattspyrna Gunnar Þór Gíslason,
stjórnarformaður Stoke City, hefur
beðið aðdáendur liðsins að sýna þolin-
mæði - jafnvel þótt einhverjir leik-
menn muni yfirgefa liðið að.nýloknu
tímabili. Gunnar lýsti því yfir í samtali
við The Sentinel að þeir peningar sem
liðið fær fyrir sölu á leikmönnunum
fari í að styrkja iiðið fyrir komandi
baráttu, en ekki í að laga fjárhagsstöð-
una.
„í nútíma knattspyrnu er alltaf
hætta á því að lið missi leikmenn þeg-
ar það nær ekki tilætluðum árangri og
sérstaklega þegar leikmennirnir hafa
öll tromp á hendi,“ er haft eftir Gunn-
ari. „Það getur verið erfitt að koma í
veg fyrir að leikmenn yfirgefi félög og
ef þeir eru ekki ánægðir er oft betra að
reyna að fylla upp í skarð þeirra með
nýjum leikmönnum."
Stoke gerði nýlega samning við
varnarmann frá Hvíta Rússlandi, Siar-
hei Shtaniuk að nafni, með því skilyrði
að hann fái atvinnuleyfi. Liðið hyggst
styrkja klúbbinn en frekar fyrir næsta
tímabil. „Guðjón Þórðarson og
John Rudge hafa nefnt nokkra
leikmenn sem þeir munu
reyna að fá til okkar á
næstu vikum. Næsta tíma-
bil verður mjög skemmti-
legt og áhugavert tímabil.1
GAUIGLAÐUR
Guðjón Þórðarson er væntanlegur
sáttur núna enda koma nýir læri
sveinar fyrir næsta tímabil. Stjórnar-
menn Stoke ætla ekki að gefast upp
þótt móti blási.
Enski boltinn:
Dómarar með 10
m.kr. í árslaun
knattspyrna Enskir knattspyrnu-
dómarar eiga kost á því að gerast
atvinnudómarar á næsta keppnis-
tímabili, samkvæmt nýju skipulagi
sem Enska knattspyrnusambandið
kynnti nýverið. Bestu dómararnir
munu hafa allt að 10 milljónir
króna í árslaun.
Samkvæmt nýja skipulaginu
verða dómarar einnig í auknum
mæli gerðir ábyrgir fyrir mistök-
um sínum í leikjum, en ekki er til-
greint nákvæmlega á hvaða hátt.
Vonast er til að breytingarnar muni
leiða til bættrar dómgæslu í ensku
knattspyrnunni, sem og auka virð-
ingu enskra dómara á alþjóðavett-
vangi. ■
. Eiður Smári Guðjohnsen:
Engan áhuga að
fara frá Chelsea
knattspyrna Eiður Smári Guðjohnsen,
leikmaður Chelsea, staðfesti það í
samtali við Fréttablaðið að hann yrði
áfram í herbúðum Chelsea á næstu
Ieiktíð. Hann sagði að það eina sem
hann hefði heyrt um hugsanleg fé-
lagaskipti hefði komið frá fjölmiðl-
um. Forráðamenn Chelsea hefðu
aldrei rætt við hann um annað en að
hann yrði kyrr.
„Ég hef engan áhuga á að fara til
annars lið,“ sagði Eiður Smári. „Mér
líður vel hjá Chelsea."
Eiður Smári er þessa dagana í
sumarfríi á íslandi, en undirbúnings-
tímabilið hjá liðum í ensku deildinni
hefst í byrjun júlí. Aðspurður sagði
hann að honum litist vel á komandi
leiktíð.
„Við þurfum náttúrlega að gera
betur heldur en á síðasta tímabili. Við
verðum að vera í topp þremur sætun-
um.“
Nokkrar breytingar hafa orðið á
leikmannahópi Chelsea á síðustu vik-
um. Úrugvæinn Gustavo Poyet hefur
verið seldur til erkifjendanna Totten-
ham fyrir 2,5 milljónir punda, en
áður hafði liðið keypt franska varn-
armanninn William Gallas, frá
Marseille fyrir 6,2 milljónir punda.
Þá standa yfir viðræður við Frank
Lampard, hinn unga leikmann West
Ham, en West Ham hefur samþykkt
tilboð Chelsea í leikmanninn, sem
hljóðar upp á 11 milljónir punda.
Eiður Smári sagðist ekki þekkja
mikið til Gallas, en að Lampard væri
efnilegur. Varðandi brotthvarf Poyet
sagði Eiður Smári að hann hefði ver-
ið ósáttur við að fá ekki að spila
meira en raun bar vitni á síðustu leik-
Anægður
Eiður Smári Guðjohnsen, sem hér sést
fagna marki Jimmy Floyd Hasselbaink, seg-
ist vera ánægður hjá Chelsea.
tíð. Einhver ágreiningur hefði komið
upp milli hans og Claudio Ranieri,
framkvæmdastjóra Chelsea, sem
hefði endað með því að hann hefði
farið.
Aðspurður sagðist Eiður Smári
vonast eftir að fá að spila meira en á
síðustu leiktíð.
„Ég verð náttúrlega bara að sýna
að ég eigi það skilið. Ég vonast auð-
vitað til að standa mig enn betur en á
mínu fyrsta tímabili.“ ■
| MOLAR
Carles Rexach getur andað léttar.
Barcelona hefur boðið honum
þjálfarasamning til tveggja ára.
Rexach hljóp í
skarðið þegar Llor-
enc Serra Ferrer
var rekinn í apríl. í
síðustu viku til-
kynnti Barcelona
að Rexach yrði að-
eins boðinn samn-
ingur til eins árs.
Hann var ekki
ánægður með það og heimtaði
lengri samning. Rexach lék með
Barcelona á árunum 1967 til 1981.
Hann hljóp í skarðið þegar Johan
Cruyff, þáverandi þjálfari, fór í
hjartaaðgerð árið 1991og tók tíma-
bundið við liðinu þegar Cruyff var
rekinn vorið 1996. Rexach fannst
því tími til kominn að liðið launaði
honum trygglyndið. Stjórn liðsins sá
við sér og bauð honum tveggja ára
samning.
Allt er á fullu í herbúðum Bayern
Miinchen. Liðið keypti nýlega
Claudio Pizzarro frá Werder
Bremen og á nú
sex framherja. Því
ætlar liðið að losa
sig við Carsten
Jancker og sænska
varnarmanninn
Patrik Anderson,
ef það fær nógu
góð tilboð. „Ef ein-
hver býður 15
milljón mörk í Anderson látum við
hann flakka. Eins er með Jancker,"
sagði framkvæmdastjórinn Uli
Hoeness. „Við erum með of marga
framherja," sagði forseti liðsins,
Franz Beckenbauer. Þýsk dagblöð
segja Barcelona vera á höttunum
eftir Anderson. „Ég get ekki slakað
á, sagst hafa unnið allt og geta lok-
að sjoppunni. Okkar markmið er að
vinna þýsku deildina næsta ár. Þá
verðum við eina liðið sem hefur
unnið fjögur ár í röð. Við ætlum
okkur einnig að vinna Meistaradeild
Evrópu aftur," sagði Beckenbauer
kokhraustur.
Lausn hefur náðst í deil-
um bílaframleiðenda:
Newey verður
áfram hjá
McLaren
formúla Bílaframleiðendurnir Jagú-
ar og McLaren hafa náð samkomu-
lagi um framtíð bílahönnuðsins Adri-
ans Newey. Fyrir tveimur vikum
lenti framleiðendunum saman þegar
Jagúar lýsti því yfir að Newey myndi
ganga til liðs við liðið þegar samning-
ur hans við McLaren rennur út á
næsta ári. McLaren menn voru síður
en svo sáttir við það og sögðu að hann
yrði áfram aðalhönnuður liðsins.
Málið fór síðan fyrir rétt í London en
nú hefur samkomulag náðst. „Það er
Jagúar og McLaren sönn ánægja að
tilkynna að lausn hefur náðst í máli
Adrians Newey. Hann verður um
kyrrt hjá McLaren," sögðu talsmenn
liðanna í sameiginlegri yfirlýsingu
að loknum réttarhöldunum. Þar kom
m.a. fram að búið væri að útskýra
fyrir Jagúarliðinu í hverju misskiln-
ingur Newey og McLaren væri fólg-
inn. Bæði lið komu síðan með sína
SÆTTIR
Jagúar og McLaren hafa náð sáttum um
einn helsta bílahönnuð heims,
Adrian Newey
eigin yfirlýsingu. „Ég vil biðjast af-
sökunar á öllum þeim misskilningi
sem hefur orðið í þessu máli,“ sagði
Rond Dennis, einn af yfirmönnum
McLaren. „Ég er sáttur við að það
hefur náðst samkomulag í þessari
deilu. Adrian Newey hefur beðist af-
sökunar á öllu saman og við fyrirgef-
um honum,“ sagði Niki Lauda stjórn-
armaður hjá Ford, sem á Jagúar
keppnisliðið. ■
Halldór á Heimsbikarmót í þolfimi:
Vongóður um sigur
polfimi Halldór B. Jó-
hannsson, þolfimimað-
ur úr Ármanni, tekur
um helgina þátt í úr-
slitum Heimsbikar-
móts Alþjóðafimleika-
sambandsins í þolfimi
á Rimini, sem haldið
verður samhliða al-
þjóðaráðstefnu sam-
bandsins um íþróttina.
Haldin hafa verið
BJARTSYNN
Halldór B. Jóhannsson er bjart-
sýnn fyrir mótið á Rimini þrátt
fyrir að hafa átt í meiðslum.
fjögur stigamót til þessa og unnu 8
efstu í hverjum flokki sér þátttöku-
rétt á mótinu á Rimini, þar á meðal
Halldór, sem varð í 2. sæti á móti í
Rúmeníu í október á síðasta ári og 3.
sæti í Búlgaríu í mars sl. Jóhanna
Rósa Ágústsdóttir, sem
tók þátt í stigamótunum
náði ekki að tryggja sér
þátttökurétt í úrslitnum.
Halldór, sem hefur
æft undir leiðsögn Jan
Cerven, fimleikaþjálfara
úr Ármanni, hefur gert
nokkrar breytingar á æf-
ingu sinni frá því í síð-
ustu keppni, sem haldin
var í Búlgaríu eins og
áður sagði. Halldór hefur átt við
meiðsli að stríða undanfarið en þrátt
fyrir það telur hann sig eiga nokkuð
góða möguleika á 1. sætinu. Helstu
keppnautar Halldórs koma frá Rúss-
landi, Rúmeníu og Frakklandi. ■
Símadeild kvenna-leiðrétting
Nokkrar staðreyndavillur voru
í grein um Símadeild kvenna í
Fréttablaðinu í gær. í fyrirsögn
stóð að lið Grindavíkur hefði unnið
stórsigur. Rétt er að það var lið
ÍBV sem vann Grindavík með sjö
mörkum gegn einu. Þá var sagt að
KR hefði unnið FH 3-0 en leikurinn
fór 6-0 fyrir KR. Einnig var sagt að
Valur hefði unnið Stjörnuna 3-1 en
leikurinn endaði 4-1. Að lokum var
rangt farið með nafn leikmanns
Vals í myndatexta. Sú sem sótti að
marki Stjörnunnar var Ásgerður
Ingibergsdóttir en ekki Guðný
Þórðardóttir. ■