Fréttablaðið - 14.06.2001, Síða 24
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20
VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á Vf»gr.i« Fyrstur með fréttirnar
552-3200
Oíílcelsuperstore
Skeifunni 17, 108 Reykjavík
Furuvöllum 5, 600 Akureyri
Tœknival
Bakþankar
ÞRÁINS BERTELSSONAR
Reykjavík!
Ó, Reykjavík
Nú er íhaldið komið yfir R-lista-
gengið í skoðanakönnunum og
þær halda enn áfram að rífast kerl-
ingarnar, Ingibjörg Sólrún og Inga
Jóna, og ég skil aldrei um hvað þær
eru að rífast frekar heldur en frétta-
mennirnir á RUV. Þeir kalla á þær
upp í sjónka öðru hverju „til að ræða
borgarmálin", setja þær niður í
stóla, gefa þeim vatn að drekka og
skrúfa svo frá þeim og halla sér
sjálfir aftur á bak í sætunum og
góna á þessar hátignarlegu
kjaftamaskínur eins og furðuverk.
VENJULEGT BORGARBARN
eins og ég situr höggdofa undir
þessum mikla tungufossi. Eftir fjór-
ar fimm mínútur er ég búinn að fá
þoku yfir höfuðið og finn fyrir
svima og fer og hita mér sterkt
kaffi. Svo kem ég aftur og þær eru
enn að - og umræðan engu skiljan-
legri en áður. Önnur segir að hin
bruðli með peninga og hin segist
vera ákaflega hagsýn. Önnur segir
að skuldirnar vaxi og vaxi. Hin segir
að þvertámóti sé fjárhagurinn í fínu
lagi.
—♦—
NENNIR ENGINN að tala um
Reykjavík? Getur enginn í borgar-
■*: málunum lengur talað eins og venju-
leg manneskja um þá umgjörð sem
borgarbúa langar að borgin sé utan
um líf þeirra? Tískan í pólitík eins
og víða annars staðar er að tala
aidrei um neitt nema peninga, pró-
sentur, aukningu, samdrátt, rétt eins
og framtíð borgarinnar byggist á því
að nóg sé lesið upphátt úr efnahags-
reikningum.
—*—
MIG LANGAR til að þessar miklu
mælskukonur hætti eitt augnablik
að rífast um túlkun á fjármálum
borgarinnar og snúi sér að því að
tala við okkur um hvað þær geti lagt
af mörkum til að skapa borgarbúum
umgjörð sem hvetji til fagurs mann-
lífs. Mig langar til að geta aftur
gengið niður Laugaveginn án þess að
blöskra sóðaskapur og níðurníðsla.
Mig langar til að göturnar séu hrein-
ar og að fátæklingarnir og sérvitr-
ingarnir sem sífellt eru að snudda í
öskutunnum eftir flöskum og dósum
séu virkjaðir til þess að tína rusl eða
sópa götur og torg. Mig langar til að
borgin sé friðsöm og allir geti geng-
ið óhultir um göturnar. Mig langar
til að útrýma dópsölum og mellu-
dólgum. Mig langar til að vera stolt-
ur af borginni minni. Hún á að
minnsta kosti að vera hrein. ■
ELGINA FA
A SER BTGSM U
MARSMELLINN SHREK 21. JÚNÍ
BT SAGEM
LJ 'S 55? MC 920
• Þyngd 133 grömm
• 100 númera minni í slmaskrá.
• Raddstýring, titrari, klukka.
• Wap 1,1, SMS chat.
• Allt ad 3x lengri SMS texti ofl.
Verð án áskriftar 20.999,-
• Þyngd 117 grömm
• Titrari, klukka
• Allt að 130 klst. rafhlaða
Hvað er BT 18?
BT18 er 18 mánaða GSM áskrift
sem er skuldfærð á kredit- eða
veltukort.Þannig eru greiddar kr.
999,- x 18 = kr. 17.981,- fyrir
Nokia 3330. Afborganaverð býðst
eingöngu korthöfum VISA og
EURO en í öllum tilfellum er haegt
að staðgreiða simann með kredit-
eða veftukorti. Þá er veittur10%
aukaafsláttur og kr. 17.981,- verða
kr. 16.184,-
Kr. 1.999,- eru greiddar
fyrir símkort og
símanúmer. Mánaðargjald
er kr. 499,-
Þú getur skipt á gamla
simkortinu og fengið nýtt
án endurgjalds.
Verð án áskriftar 12.999,-
JgBOHGUN
Ekkl m«ð kreditkort? Ekkert mál
beingreiðslutilboð - aðeins 9.999,-
ÆVINTYRIÐ GODA SEN ALDREIVAR SAGT FRA ....FYRR EN NU
SÁ GRÆNI SHREK (MIKE MYERS) ER ÓBORGANLEGUR. OG HINN SlMALANDI „ASNI" (EDDIE MURPHY) FER Á KOSTUM
AÐ ÞAÐ HÁLFA VÆRI NÓG. SVO SKEMMIR EKKIAÐ HAFA PRINSESSU (CAMERON DIAZ) SEM KANN AÐ SPARKA FRÁ SÉR.
PÐIJ
united
international
pictures
MYNDIN VERÐUR FRUMSÝND 20. JÚLÍ UM LAND ALLT
Breytir soðinni ýsu og stöppuðum
kartöflum í mannamat á 2,5 sekúndum.