Fréttablaðið - 17.08.2001, Side 1

Fréttablaðið - 17.08.2001, Side 1
MENNING Frumsýnt í nýju leikhúsi bls 18 SJÓRINN Ráðherra breytir reglum bls 12 VIÐSKiPTI Markaðurinn lengi að jafna sig bls 10 HEIMAGÆSLA Sfmi 530 2400 FRETTAB : 81. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 17. águst 2001 FOSTUÐACUR Halldór hittir starfsbróður HEIMSÓKN LOUÍS Michel, utanríkis- ráðherra Belgíu, kemur í opinbera heimsókn hingað til lands í dag og hittir Halldór Ásgríms- son, starfsbróður sinn að máli í Þjóðmenningarhús- inu. Þeir ræða samskipti íslands við Belgíu og ESB, sem nú lýtur forystu Belga. Heiðruð fyrir hús og lóðir Þjóðleikhúsið fékk 40 milljónir án leyfis Ríkisendurskoðandi átelur yfirstjórn Þjóðleikhússins fyrir að hafa ekkert aðhafst þótt henni mætti vera ljóst að byggingarnefnd hússins ráðstafaði í heimildarleysi um 40 milljónum króna til hluta sem ekki tengdust nefndinni heldur rekstri leikhússins. Þjóðleikhússtjóri gerði sjálfur tillögur um útgjöldin. umhverfi Borgarstjóri veitir í dag viðurkenningar fyrir fegurstu lóðir í borginni og endurbætur á eldri húsum við athöfn í Höfða. ÍVEÐRIÐ í DAG[~~ REYKJAVÍK Norðlæg átt eða breytileg átt 3-8 m/s. Léttskýjað í kvöld og nótt. Hiti 7 til 14 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður O '-3 Skýjað Qio Akureyri o 3-8 Skýjað ©15 Egilsstaðir O ’-3 Skýjað On Vestmannaeyjar Q 3-8 Skýjað 014 Hver selur stiórnsýsla Ríkisendurskoðun segir að forsvarsmönnum Þjóð- leikhússins hefði átt að vera ljóst að um þriðjungur þess fjár sem byggingarnefnd Þjóðleikhússins ráðstafaði fór til venjubundins reksturs leikhússins en ekki til verkefna á starfssviði byggingar- nefndarinnar. Á tímabilinu sem ríkisendur- skoðandi hafði til skoðunar, þ.e. árin 1996 til 2001, var veitt 146 milljónum króna úr Endurbóta- sjóði menningarbygginga til byggingarnefndar Þjóðleikhúss- ins. Um 115 milljónir króna hafa verið nýttar og segir ríkisendur- skoðandi að af bókhaldi nefndar- innar megi ráða að áður- nefndur þriðjungur upp- hæðarinnar, eða nálægt 40 milljónir króna, hafa farið til annarra verkefna í Þjóð- leikhúsinu en heimildir voru fyrir og gagnrýnir forsvarsmenn leikhússins fyrir að láta það viðgang- ast. Stefán Baldursson þjóð- leikhússtjóri hefur verið annar tveggja meðlima byggingarnefndarinnar auk formannsins Árna Johnsens. Ríkisendurskoðandi segir í skýrslu sinni um Árna að þótt svo virðist sem nefndin hafi haldið fjölmarga fundi liggi ekkert fyrir um efni þeirra því til þeirra hafi jafnan ver- ið boðað með óformlegum hætti og engar fundargerðir haldnar. Ríkisendurskoðandi tekur fram að þjóðleikhús- stjóri hafi ekki verið boðað- ur á og setið ekki nema hluta fundanna. „Ljóst er þó að verka- skipting innan nefndarinnar virðist frá byrjun hafa verið með þeim hætti að þjóðleik- hússtjóri gekk úr skugga um, gjarnan með eða í samráði við sitt starfsfólk, hvað brýnast væri að endurbæta eða kippa í liðinn og kom með tillögur þar að lútandi," segir ríkisendurskoðandi. Sam- kvæmt þessu hefur það verið þjóðleikhússtjórinn sjálfur sem gerði flestar tillögur um útgjöld byggingarnefndarinnar. Hvort þær tillögur fólu í sér útgjöld sem ekki voru á verksviði byggingar- nefndarinnar kemur ekki fram í skýrslu ríkisendurskoðanda sem hann segir þó að verkefnin hafi markast af athugasemdum ýmissa opinberra eftirlitsaðila, eins og t.d. eldvarnareftirlits, um nauð- synlegar úrbætur í byggingunni. Ekki náðist í Stefán Baldursson í gær. gar@frettabladid.is STEFÁN BALDURSSON Þjóðleikhús- stjóri gerði jafn- an sjálfur tillög- ur um útgjöld. fótbolti KA sækir Víking heim í fyrstu deild karla í kvöld klukkan 19. Einnig mætast Leiftur og Stjarnan og ÍR og Tindastóll. KA er efst í deildinni og Stjarnan þarf að sigra til að halda sér meðai efstu liða. |kvöIdið í kvöld! Tónlist 18 Bió 16 Leikhús 18 (þróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 "1 ÞETTA HELST | Björn Bjarnason mennta- málaráðherra segir skort á reglum valda agaleysi. bls. 2 —4— Kaffi Austurstræti veldur deil- um. Vertinn er sakaður um að lána áfengi gegn örorkubót- um. bls. 2 ..♦..- Hasssmyglarar voru hand- teknir í Mjóafirði eftir að hafa reynt að koma hassi frá Norrænu. bls. 11 —♦— Hallbjörn segir Skjá Einn hafa brotið á sér eftir að sendingum frá útvarpi hans var hætt í Reykjavík. bls. 11 Landsbankann? Bók fyrir bók Skiptibókamarkaður Pennans-Eymundsson er opinn á eftirfarandi tímum: í Austurstræti: Mán.-fös: 9-22, lau: 10-22, sun: 13-22. í Kringlunni: Mán.-mið: 10-18:30, fim: 10-21, fös: 10-19, lau: 10-18, sun: 13-17. HLUTABRÉF Eftir há- degi í dag verður tilkynnt hverja einkavæðinganefnd ræður sem ráð- gjafa við sölu á hiut ríkisins í Lands- banka íslands. Sex tiiboð bárust sem öll uppfylltu sett skiiyrði. KA kemur í Fossvoginn BÖRN AÐ LEIK í NAUTHÓLSVÍK Blíðviðri hefur verið síðustu daga og þeir sem hafa haft tök á að leika sér og baða í Nauthólsvík hafa sannarlega notið lífsins. Börnin á myndunum eru hugfangin að leik og skemmtan - en senn er sumarfríið á enda og al- vara námsins tekur við. Veðurfar: Veðrið lék við höfuðborgarbúa veður Veðrið lék við höfuðborgar- búa í gær og var bjart veður allan daginn. Mikil stemmning ríkir jafnan í Nauthólsvíkinni í góðu veðri og var engin undanteking á því í gær. Þangað leitar fólk til að gera sér glaðan dag og til að njóta al- mennrar útiveru. Veðurstofan gerir ráð fyrir léttskýjuðu í dag og norðlægri eða breytilegri átt 3-8 m/s. Á morgun er gert ráð fyr- ir skýjuðu með köflum og stöku skúrum. Hiti á bilinu 7-14 stig. Á sunnudag verður austan- og suð- austanátt og rigning með köflum. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast norðan- lands. ■ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvaða fréttamiðla notar fólk á aldrinum 25 til 59 ára?* 89% 88% (/» <-H 50% * Höfuðborgarbúar sem nota miðlana einhvern tlmann 70.000 eíntök 70% fólk'. Ies blaðíð Í72,5% IBUA HOFUÐBORGARSVÆÐISINS A ALDRINUM 5 TIL 67 ÁRA LESA FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI SAMKVÆMTI KÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS FRÁ JULl 2001. |

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.