Fréttablaðið - 17.08.2001, Síða 4

Fréttablaðið - 17.08.2001, Síða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 17. ágúst 2001 FÖSTUDACUR SVONA ERUM VIÐ RÍKISÚTGJÖLD TIL LANDBÚNAÐAR FRÁ 1988 TIL 1998 (»/o) Hér sést þróun ríkisútgjalda til landbúnað- ar sem hlutfall af heildarútgjöldum ríkis- sjóðs frá 1988 til 1998. Af þessu má ráða að landbúnaðarframleiðsla hafi síðasta áratug færst nær markaðslögmálum. Hag- ræðing varð til dæmis I mjólkurframleiðslu og bændur fengu ekki lengur greitt fyrir framleiðslu sína óháð sölu til neytenda. Skoðanakönnun: Bush óvinsæll í Evrópu washington- ap Meirihluti Evrópu- búa er ósáttur við það hvernig Ge- orge W. Bush tekur á utanríkis- málum og telja ákvarðanir ein- göngu byggðar á bandarískum hagsmunum. Þeir telja hann jafn- framt hafa minni þekkingu á mál- efnum Evrópu en forverar hans í embætti. Skoðanakönnunin var gerð í Frakklandi, Ítalíu, Þýska- landi og Bretlandi, og kom í ljós að tveir þriðju Þjóðverja, sex af hverjum tíu Frökkum, helmingur Breta og helmingur ítala hafa lít- ið álit á utanríkisstefnu Banda- ríkjaforesta. ■ FORSETINN SPERRIR EYRUN Skyldi hann taka mark á skoð- anakönnunum? Lögreglan í Reykjavík: Rauf ekki þagnarskyldu lögreglumál Ríkissaksóknari hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögreglumenn hafi ekki rofið þagnarskyldu þegar þeir veittu tollvörðum upplýsingar úr lög- regluskrám. Taldi Ríkislögreglu- stjóri ástæða til að fá úr þessu skorið en tilefnið var umræða í fjölmiðlum um það að lögreglu- menn hefðu veitt upplýsingar um umsækjendur um störf hjá ís- landspósti hf. sem þeir væri að lögum óheimilt. í niðurstöðu ríkissaksóknara kemur fram að samkvæmt fram- burði lögreglumanna hafi toll- vörðum einungis verið veittar upplýsingar úr lögregluskrám í samræmi við samstarfssamning ríkislögreglustjóra og ríkistoll- stjóra. Einnig kemur fram að nið- urstaðan var fengin með hliðsjón af lýsingu lögreglustjórans í Reykjavik á fyrirkomulagi upp- lýsingamiðlunar og að samkvæmt samningnum þykir ekki vera ástæða til að ætla að lögreglu- menn, hvorki þeir sem voru yfir- heyrðir við rannsóknina né aðrir, hafi í samskiptum sínum við starfsmenn tollstjórans í Reykja- vík rofið þagnarskyldu þannig að varði við almenn hegningarlög eða önnur lagaákvæði um trúnað- ar- og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. ■ Sérstakur viðbúnaður UNDIRBÚNINGUR AÐ HEFJAST Nefnd um einkavæðingu gengur til samn- inga við fjármálafyrirtæki um ráðgjöf við sölu á hlut ríkisins I Landsbankanum og eftir það verður hafist handa við að undir- búa söluna. Sala Landsbankans: Ráðgjafarfyr- irtækið fundið einkavæðing Einkavæðingarnefnd hefur komist að niðurstöðu hverj- ir verða ráðgjafar nefndarinnar við sölu á Landsbanka íslands. Síðustu daga hafa fulltrúar nefnd- arinnar rætt við fjármálafyrir- tækið og verður gengið frá samn- ingum á næstu dögum. í fram- haldi af því hefst undirbúningur að sölu á hlut ríkisins í Lands- bankanum. Tilkynnt verður eftir hádegi í dag við hvaða fyrirtæki verður samið. Sex fyrirtæki sendu inn tilboð í ráðgjöfina og uppfylltu þau öll þau skilyrði sem voru sett í útboð- inu. Fjögur þeirra voru endur- skoðendafyrirtæki og tvö fjár- festingabankar og höfðu öll þekk- ingu á fjármálaþjónustu á al- þjóðamarkaði. Nefndarmenn eru mjög ánægðir með þessi tilboð en hafa valið eitt úr sem talið er að sé best til þess fallið að vinna með nefnd um einkavæðingu. ■ Voðaskot í Bandaríkjun- um: Tveggja ára drengur skýt- ur afa sinn erlent. Tveggja ára gamall dreng- ur skaut afa sinn til bana í Ohio- fylki í Bandaríkjunum nýlega. Drengurinn hafði verið að leika sér með hlaðna .45 kalibera skammbyssu sem var í eigu afans á heimili hans þegar atvikið átti sér stað. Hafði stráksi verið með byssuna á bakvið stól sem afinn sat í þegar skot hljóp skyndilega af. Að því er segir á fréttavef BBC fór það umsvifalaust í sætis- bak stólsins svo að hinn 55 ára gamli afi lét lífið nokkrum stund- um síðar af sárum sínum. ■ 1 erlent f Að minnsta kosti 25 manns lét- ust og þónokkrir slösuðust eftir að sprenging varð í ríkisrek- inni birgðarstöð fyrir sprengiefni í Tamil Nadu á suðurhluta Ind- lands. Málið er nú í rannsókn lög- reglunnar. ■ á Menningarnótt Tuttugu og tveir löggæslumenn verða eingöngu í því að sinna umferðarmálum. Gert er ráð fyrir að 60-75 þúsund manns verði í miðborginni. Hverfisgatan hugsuð sem neyðar- lína úr miðborginni. Umferðardeild mun sinna eftirliti með lokun gatna I tengslum við Menningarnóttina og nota til þess öll sln lögreglubifhjól og einnig má búast við lögreglumönnum á reiðhjólum. LÖGGÆSLA Lögreglan í Reykjavík hefur ákveðið að vera með sér- stakan viðbúnað á Menningarnótt sem haldin er á morgun. Þetta er gert í ljósi atburða síðasta árs þeg- ar töluverð umferðarteppa mynd- aðist þegar flugeldasýningu lauk. Talið er að 100.000 manns hafi séð þá flugeldasýningu samkvæmt skoðanakönnun Gallups. Lögregl- an gerir ráð fyrir að 60-75 þúsund manns verði í miðbænum og mun umferðarlöggæsla aukast til muna til að liðsinna fólki að komast leið- ar sinnar úr miðborginni eftir að hefðbundinni dagskrá lýkur. Við umferðarlöggæslu verða um 22 löggæslumenn og munu þeir aðallega sinna umferð um Sæbraut, Hringbraut/Miklabraut og Bústaðaveg að Suðurhlíð. Verða lögreglumenn á öllum gatnamótum Hringbrautar frá Melatorgi að Háaleitisibraut. Þá verða lögreglumenn á gatnamót- um á Bústaðarvegi frá Snorra- braut til og með Suðurhlíð. Sam- hliða umferðarstjórninni verða umferðarljós á Sæbraut og Hring- braut/Miklabraut tekin úr sam- bandi. Fjölmörgum götum verður lokað á laugardeginum bæði i tengslum við Reykjavíkurmaraþonið og Menningarnóttina. Hefur lögreglan ákveðið að loka Hverfisgötu fyrir allri umferð nema lögreglu, slökkvi- liði, sjúkrabifreiðum og strætis- vögnum. Er gatan hugsuð sem svokölluð neyðarlína með öryggis- hagsmuni í huga. Lögreglan hefur haft samband við leigubifreiða- stöðvar og er þeim bent á að aka Fríkirkjuveg og inn í Lækjargötu en þær götur verða lokaðar fyrir allri almennri umferð. Lögreglan vill einnig beina þeim tilmælum til öku- manna að leggja bílum sínum í ná- grenni miðborgar og nefndi m.a. Vatnsmýrina, bílastæði við Háskóla íslands og Skúlagötuna. Tvöföld löggæsla verður að störfum þessa nótt en að sögn Geir Jóns Þórissonar, yfirlög- regluþjóns, er ekki búist við að sama ástand skapist og varð 17. júní sl. Sagði hann Menning- arnóttina vera meira fjölskyldu- hátíð en þrátt fyrir það yrði fylgst mjög vel með allri hópsöfnun ung- linga. Geir Jón sagði að þrátt fyr- ir þennan viðbúnað lögreglunnar á Menningarnótt yrði fólk samt að gera ráð fyrir því að það yrði lengur úr miðborginni en almennt gerðist og beindi þeim tilmælum til fólks að sýna þolinmæði. kolbrun@frettabladid.is flugdjarfir Filipseyingar: Ráðast til atlögu við eldfjall SANTA JULIANA. FILIPSEYJUM, AP Á annan tug manna af ættflokknum Aeta á Filipseyjum hélt í gær, fimmtudag upp hlíðar eldfjallsins Pinatubo, sem hvað eftir annað hefur valdið óbætanlegu tjóni þar í landi. Ætlun hópsins er að þur- rka upp allstórt stöðuvatn sem myndast hefur í gíg fjallsins, en þorpin við rætur fjallsins búa vjð stöðuga flóðahættu vegna þessa stöðuvatns sem nú er orðið fimm metra djúpt. Ætlunin er að höggva skarð í lægsta hluta gígbarmsins, þannig að vatnið renni úr honum og af- stýra með því flóðahættunni. Hef jast átti handa í dag, föstudag, en fyrsta verkið verður þó að fórna grísi sem hafður var með- ferðis til að friða máttarvöldin. Raymundo Punongbyan, yfir- maður eldfjalla- og jarðskjálfta- stofnunar Filipseyja, sagðist halda að þetta væri í fyrsta sinn sem gerð er tilraun til þess að tæma vatn úr gíg eldfjalls með þessum hætti. A Indónesíu hafi svipað stöðuvatn reyndar verið tæmt með því að bora gegnum gígbarminn, en sú aðferð þótti of kostnaðarsöm. ■ AP /AARON FAVILA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.