Fréttablaðið - 17.08.2001, Síða 9

Fréttablaðið - 17.08.2001, Síða 9
FÖSTUDAGUR 17. ágúst 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 9 Stéttakerfi hindúa í Nepal: Mismunun bönnuð KATMflNDÚ. nepal. ap Forsætisráð- herra Nepals skýrði í gær frá því að mismunun gagnvar Dalítum, hinum stéttlausu, yrði bönnuð með með lögum. „Frá og með deginum í dag verð- ur ósnertanleiki og sérhver mis- munun byggð á honum talin afbrot sem sætt getur þungri refsingu," sagði Sher Bahadur Deuba, forsæt- isráðherra. Hann skýrði þó ekki frá því hver refsingin væri. Yfirlýsing- in kom mjög á óvart og stjórnar- andstæðingar hafa hrósað forsætis- ráðherranum fyrir þetta skref. Deuba komst til valda í síðasta mánuði eftir að óvinsæll forveri hans hafði sagt af sér í kjölfar harmleiksins í konungshöllinni þar NÝJU KONUNGSHJÓNIN Gyanendra konungur og Komal drottning á tali við einn þegna sinna. sem konungsfjölskyldan var öll myrt. Á Indlandi hefur mismunun gagnvart Dalítum verið bönnuð í stjórnarskrá frá því 1950, en það hefur þó ekki komið í veg fyrir að Dalítum er enn í dag gróflega mis- munað þar í landi og nánast úthýst úr öllu samfélagi Indverja. ■ %% Æ& fð j T ■ ! fj 'jf,. 4 s J| h " -fji Ji ^ i • ;j -. /v? JÓN MAGNÚSSON Vilji starfsmaður fylgjast með einstaklingnum þá er hægt að sjá hvort hann er að kaupa þetta eða hitt og hefur pánast innsýn ofan í ruslatunnu, hVað þá'trieira." Fráleitt fyrirkomulag Upplýsingar um viðskiptavini banka liggja fyr- ir hunda og manna fótum. persónuvernd Það ei’ gjörsamlega fráleitt að ef þú ert í viðskiptum við banka þar sem starfa t.d. þúsund starfsmenn, að allir geti skoðað ein- staklingsbundnar færslur," segir Jón Magnússon, hæstaréttarlög- maður, sem hefur meðal annars tekið þátt í nefndarstarfi um per- sónuvernd og rafræna greiðslu- miðla. Fréttablaðið sagði frá því í gær að dæmi væru um að starfsmenn fjármálafyrirtækja fylgdust með færslum á reikningum viðskipta- vina, en þar er hægt að sjá hvað er keypt, hvar, hvenær og fyrir hve mikið. „Megin hluti af viðskiptum fólks fer í gegnum rafræn kerfi og sjást sem færslur á reikningum viðskiptavina. Vilji starfsmaður fylgjast með einstaklingnum þá er hægt að sjá hvort hann er að kaupa þetta eða hitt og hefur nánast inn- sýn ofan í ruslatunnu, hvað þá meira. Það er alveg fráleitt að það skuli ekki vera meiri hömlur á þetta aðgengi," segir Jón. Yfirmenn viðskiptabankanna segja að að- gangsstjórnun sé viðhöfð. Misjafnt sé hve mikinn aðgang hver starfs- maður hafi og sé nauðsynlegur svo hann geti sinnt þjónustu fyrir við- skiptavini. Þarna togist því á tveir hlutir; að geta sinnt upplýsingagjöf fyrir viðskiptavini og vernda per- sónuupplýsingar. Ingi Örn Geirsson, forstöðumað- ur tölvudeildar Búnaðarbankans, segir alla helstu stjórnendur útibú- anna hafa þennan aðgang auk fólk í bakvinnslu, sem nauðsynlegt sé svo það geti sinnt sínu starfi. í einstaka tilfellum er hægt að sjá hvaða starfsmaður er að skoða tilteknar upplýsingar eins og myndaskrá Reiknistofu bankanna. Benedikt Geirsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs SPRON, segir þá starfsmenn sem þjónusta viðskiptavini hafa aðgang til að geta brugðist við hans fyrir- spurnum. Rétt sé að starfsmenn í hverju útibúi sjái reikninga allra viðskiptavina SPRON en það sé nauðsynlegt svo hægt sé að leita eftir þjónustu í öllum útibúum sparisjóðsins. Jón Þórisson, framkvæmda- stjóri útibúasviðs íslandsbanka, segir íslandsbanka veita hluta af starfsmönnum sínum takmarkaðan aðgang og þannig sé reynt að stýra aðgangi starfsmanna að það sé í samræmi við þá vinnu sem sinnt er. Þá sé ekki hægt að sjá hreyfingar eða stöðu reikninga viðskiptavina. Allir voru þeir sammála um mikil- vægi þessara upplýsinga og sögðu starfsfólk skrifa undir staðfestingu á fullum trúnaði við viðskiptavini, sem reglulega væri minnt á. Ekki hefur komist upp um brot á þessum trúnaði hingað til. Enginn í Landsbankanum var til- búinn til að tjá sig um málið. bjorgvin@frettabladid.is SAMBÝLIÐ TINDASELI Veðrið lék við heimilisfólkið á Tindaseli og gesti þeirra þegar þau fögnuðu því að kominn er heitur pottur við húsið. Sambýlið Tindaseli: Keyptu heitan pott fatlaðir Sannkölluð karnival- stemmning var þegar heimilisfólk- ið í sambýlinu að Tindaseli 1 bauð velunnurum sínum til fagnaðar en tilefnið var að þakka fyrir veittan stuðning vegna kaupa á heitum potti. Að sögn Sigrúnar Þorvarðar- dóttur, forstöðuþroskaþjálfa að Tindaseli var þetta mögulegt að til- stuðlan André Bachmann og Stein- unnar Friðgeirsdóttur, móður eins piltanna sem býr á sambýlinu. Sagði hún þau hafa rekið málið áfram en kaupin voru fjármögnuð með framlögum foreldra heimilis- fólksins, velvilja Húsasmiðjunnar og iðnaðarmanna sem að verkinu komu. „Þetta er þýðingarmikið og eins má segja fyrir alla hreyfingu því fjölfatlaðir eiga mun betra með að athafna sig í vatni.“ Sigrún vildi þakka þeim sem að málinu og komu og þá sérstaklega André Bachmann. ■ Já, svona gengur þetta, sumarfríið er varla byrjað þegar það er búið. En nýtt skólaár þýðir líka ný ævintýri, nýirvinir, nýirsigrar. Nú þarf að gera allt klárt fyrir skólann og það er góð hugmynd að hefja undirbúninginn í IKEA. Við komum þér á óvart með frábærum skólavörum: Allt frá • hugmyndabönkum til skáldsöguskapara. Komdu við í IKEA. Verslun IKEA er opin sem hér segir: Virka daga kl. 10-18.30 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 12-17 Skáldsöguskapari Hugmyndabanki Biðstöðubakki Skólahjólabretti Langar frímínútur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.