Fréttablaðið - 17.08.2001, Síða 11

Fréttablaðið - 17.08.2001, Síða 11
FÖSTUPAGUR 17. ágúst 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Seyðisfjörður: ERLENl Fjórir handteknir við hasssmygl smycl Fjórir menn eru í haldi lög- reglu á Seyðisfirði en þeir voru handteknir í gær þegar þeir reyndu að smygla nokkrum kíló- um af hassi inn í landið. Einn mannanna fjögurra var um borð í Norrænu og henti hann pakkningu með hassinu fyrir borð. Menn um borð í skipinu urðu varir við að pakkanum var hent fyrir borð og sáu mann á sæsleða hirða pakkann og þeysa á brott. Smyglararnir virðast hins vegar ekki hafa gert ráð fyrir að varðskipið Týr væri statt í firðin- um en varðskipsmenn veittu sæs- leðanum eftirför á gúmbáti. Sæsleðinn kom að landi í Mjóa- firði og tóku þar tveir menn á móti manninum. Þremenningarn- ir komust hins vegar ekki langt því lögregla sat fyrir þeim þar sem þeir voru að keyra upp úr firðinum og færðu þá til yfir- heyrslu. Fjórði maðurinn, sem var um borð í skipinu, var handtekinn síðar í gær og færður til yfir- heyrslu ásamt félögum sínum. Lögreglumaður sem Fréttablaðið ræddi við í gær sagði að vissulega hefðu menn stundum reynt að smygla efni með Norrænu en sagði að menn hefðu aldrei séð nokkuð þessu líkt áður. ■ NORRÆNA Atburðirnir við lok ferðar Norrænu minna einna helst á hasarmynd. Tuttugu og þrír farþegar, þar af 10 börn, létu lífið í rútu- slysi í Kenýa. Rúta fór út af veg- inum og ofan í á skammt frá höf- uðborginni Nairobi í gær. Rútan hafði leyfi til að flytja 23 farþega en 58 farþegar voru í rútunni þegar slysið varð. I apríl síðastliðnum létust 35 manns þegar tvær rútur skullu saman á brú nærri strandbænum Malindi, en árlega látast u.þ.b. 2.000 manns í umferðarslysum í Kenýa. Ástæðan er sögð hraðakstur og virðingarleysi fyr- ir umferðarlögunum, en einnig sú staðreynd að fólki er endalaust troðið inn í yfirfullar flutninga- bifreiðar til að tryggja eigendum þeirra sem mestan gróða. Hætta á misnotkun Störf í boði alltaf fyrir hendi Tölvukerfi geta verið misnotuð af starfsmönnum sem og „innbrotsþjóf- um", Siðferðislega kröfur og undirskrift um trúnað eina trygging fyrir auknu öryggi. Beiðni Símans um lögreglurannsókn barst í gær. samskipti „í raun mundi ég segja að starfsmaðurinn, sem grunaður er um að hafa lesið póst viðskiptavin- ar Landssímans, hafi gert okkur greiða með því að vekja fólk til vit- undar um að þetta sé ekki traust flutningsleið,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, formaður Netverja, sem er hagsmunafélag fólks sem notar Netið. „Þegar upp er staðið er ekki hægt að líta svo á að Netið sé full- komlega áreiðanlegur miðill hvað varðar öryggi með tölvupóst eða hvort pósturinn berist yfir höfuð. Það er ekki hægt að ætlast til þess með þessum samskiptaaðferðum sem eru notaðar," segir Guðmund- ur. Fréttablaðinu hafa borist vís- bendingar um að fjöldi lykilorða veffyrirtækis á íslandi hafi verið aðgengileg á vefnum. Viðskiptavin- ur fyrirtækisins, sem átti eitt lykil- orðið sem notað var til að komast inn í póst hans, fékk þá skýringu hjá þjónustufulltrúa fyrirtækisins að svona væri alltaf að gerast og öðrum kvörtunum hans var ekki svarað. Guðmundur segir að brotist hafi verið inn á alla helstu vefþjóna sem vitað er um og sú hugmynd, að hægt sé að geyma lykilorð í skrá á nettengdri tölvu, sé fráleit. Það er ekkert sem heitir algilt öryggi. Ut- anaðkomandi menn, starfsmenn, menn í ábyrgðastöðum eða kerfis- stjórar geta alltaf komist yfir eða misnotað upplýsingar. Það eru gerðar ríkar siðferðis- legar kröfur til þeirra sem þurfa að hafa þennan aðgang til að laga það sem fer úrskeiðis. Þessir aðilar, eða þeir sem brjótast inn í tölvukerfi, geta samt sem áður komið málum þannig fyrir að tekið sé afrit af öll- um tölvupósti, sem sendur er EKKERT ER ÖRUGGT A NETINU Brotist hefur verið inn á alla helstu vefþjóna í heiminum. Við verðum að gera okkur grein fyrir áhættu sem fylgir gagnaflutningi um Netið. Eins er með umferðina, en fráleitt er að álykta sem svo að hún sé örugg leið til að ferðast þó við nýtum okkur okkur ýmsa far- kosti. Það verður bara að fara varlega; bæði í umferðinni og á Netinu. ákveðnum einstaklingum, eða lesið póst sem vistaður er á tölvu fyrir- tækisins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglustjóranum í Reykjavík hefur beiðni um opinbera rannsókn frá Landssímanum, vegna gruns um að starfsmaður hafi lesið tölvu- póst viðskiptavinar, borist embætt- inu. Beiðnin hefur verið send skýrsludeild þar sem hún fær málsnúmer og eftir það hefst rann- sókn. bjorgvin@frettabladid.is Útvarp Kántrýbær: Telur Skjá einn hafa brotið á sér útvarpssendincar „Síminn hefur ekki stoppað frá því það var klippt á útsendingar okkar og áheyrend- ur mínir í Reykjavík eru allt annað en sáttir við þetta“, segir Hall- björn Hjartarson útvarpsstjóri Út- varps Kántrýbæjar en Skjár einn sagði í síðustu viku upp samning- um við hann um útsendingar stöðvarinnar í Reykjavík og hófu útsendingar á Muzik á sömu tíðni í staðinn. Hallbjörn segir stjórnendur Skjás eins hafa brotið samninga á sér. Annars vegar hafi þeir sagt samningnum upp með dags fyrir- vara þegar kveðið væri á um það í samningnum að gagnkvæmur upp- sagnarfrestur væri þrír mánuðir og hins vegar með því að hefja út- sendingar á nýrri útvarpsstöð á út- sendingartíðni sem væri skráð á Útvarp Kántrýbæ og öðrum óheimil afnot af henni. Aðspurður um hvað hann hyggðist gera í framhaldinu sagð- ist Hallbjörn hafa krafið stjórn- endur Skjás eins um að fá tíðnina aftur og að hann hafi við sama tækifæri lýst því yfir að hann hyggðist leita alls þess réttar sem hann ætti. ■ HALLBJÖRN HJARTARSON Ég læt ekki traðka á mér með þessum hætti. Starfsfólk vantar í Póstmiðstöð íslands- pósts á Stórhöfða við skráningu og flokk- un bréfa og böggla. Um er að ræða vaktavinnu í góðu starfsumhverfi. Umsóknir liggja á skrifstofu Póstmið- stöðvar íslandspósts að Stórhöfða 32. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu íslandspósts http://www.postur.is V. Nánari uppiýsingar fást í síma 580 1250 J Iblrilú.J.J.lúifl/'LÍI' Aðstoðarfólk óskast í prentsal, dag og næturvaktir. V6 Magnum 3,9L ekinn 82 þús. sjálfskiptur, líknarbelgir, ABS, cruse control, aksturstölva og dráttarkrókur. Verð 1660 þúsund stgr. Upplýsingar í síma 896-7825. Topp hjói Suzuki GSXR 1100 92 ekið 40.000 km Er í toppstandi Verðhugmynd 400 þúsund Uppl.s. 564 1512 & 863 0012

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.