Fréttablaðið - 17.08.2001, Page 13

Fréttablaðið - 17.08.2001, Page 13
FÓSTUDAGUR 17. ágúst 2001 FRETTABLAÐIÐ 13 Sauðárkrókur: Bakkað áungan dreng umferðarslys Ungur drengur fót- brotnaði þegar hann varð fyrir bifreið þar sem hann var að leik á hjóli sínu á Sauðárkróki á sjötta tímanum í gær. Ökumaður bif- reiðarinnar varð drengsins ekki var þar sem hann var að hjóla á bílastæði og bakkaði á hann með fyrrgreindum afleiðingum. Piltur- inn var fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar þar sem gert var að meiðslum hans. ■ Islandsbanki vegna Islandssíma: Gengið frá sölu- tryggingu viðskipti Sölutrygging íslands- banka, vegna útboðs .á íslands- síma, verður greidd Íslandssíma eftir að niðurstaða Verðbréfa- þings var ljós. Eftir það mun bankinn innheimta sjálfur það sem eftir stendur í samræmi við skilmála samnings um sölutrygg- ingu. I tilkynningu frá bankanum minnist hann sérstaklega á mál- efni Fjarskiptafélagsins Títan hf. Þar segir að afkomuviðvörun fyr- irtækisins hafi komið bankanum jafn mikið á óvart og öðrum fjár- festum í útboðinu. íslandsbanki hafnar því að hann hafi ekki byggt útboðslýs- inguna á nýjustu upplýsingum enda hafi verið kallað eftir ítar- legum gögnum um rekstraráætl- anir Íslandssíma. Miðað við þau göng, sem bárust bankanum, var ekki tilefni til annars en að ætla að þau væru efnislega rétt og full- nægjandi. Bankinn minnir á að í útboðs- lýsingunni hafi verið að finna sér- stakan kafla með ítarlegri greina- gerð um þá óvissu og áhættu sem fólgin er í fjárfestingu í íslands- síma. Samkvæmt öllu þessu ítrek- ar íslandsbanki að öll vinna við skráningu Íslandssíma hafi verið unnin eftir bestu vitund og vit- neskju bankans. ■ | LÖGREGLUFRÉTT | Tveir erlendir ferðamenn slös- uðust lítilsháttar í bílveltu sem varð um þrjúleytið í gærdag í Mjóafirði í ísafjarðardjúpi. Talið er víst að ökumaður hafi misst stjórn á bifreiðinni í lausa- möl. Farið var með hina slösuðu á Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði en að sögn lögreglunnar hafði annar mannanna handleggs- og fingurbrotnað, en hinn hlaut minniháttar höfuðmeiðsl. Kongó: Lögreglan skaut dreng handtökur Lögreglan í Kinasha, höfuðborg Kongó, handtók í gær a.m.k. 80 heimilislaus börn sem gerðu aðsúg að lögreglustöð í bænum eftir að lögreglumaður skaut dreng til bana fyrir að stela. Amigo Gonde, talsmaður Mannréttindasamtaka Afríku, sagði að 15.000 börn, sem búa á götunni í Kinshasa, sættu iðu- lega illri og harkalegri meðferð lögreglunnar, en börnin eru fórnarlömb bágs efnahags- ástands í landinu, ofbeldis og sjúkdóma. Eyðni er til dæmis mjög útbreidd. ■ Flensborgarskólinn auglýsir upphaf skólaársins 2001-2002 Nemendur athugið: Stundatöflur verða afhentar mánudaginn 20. ágúst kl. 13:00 - 16:00 og þriðjudaginn 20. ágúst kl. 9:00 - 16:00. Um leið verður innheimt endurinnritunargjald hjá þeim sem það eiga að borga. Nýnemar eru boðaðir til fundar í skólanum mánudaginn 20. ágúst kl. 13:00. Kennsla hefst samkvæmt sérstakri stundatöflu miðvikudaginn 22. ágúst kl. 8:05 og stendur til um ki. 12. Kennt verður skv. stundatöflu frá og með fimmtudeginum 23. ágúst. Kennarar athugið: Kennarafundur hefst kl. 9.00 mánudaginn 20. ágúst. Fundir í deildum, samráðsfundir og aðrir fundir verða mánudag til miðvikudag. Umsjónarkennarar nýnema hitta nemendur mánudaginn 20. ágúst kl. 13:00. Skólameistari FLENSBORGARSKÓLINN í HAFNARFIRÐI BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að eftirtöldum deili- skipulagsáætlunum í Reykjavík; Skólavörðuholt, deiliskipulag. Skipulagssvæðið afmarkast af Bergþórugötu í norðaustur, Barónstíg í suðaustur og Eiríksgötu suð- og norðvestur. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að lóð Hallgrímskirkju minnki, lóð Eiríksgötu 5 stækki, bílastæðum á svæðinu fjölgi auk þess sem gerð er grein fyrir frá- gangi bílastæða, gönguleiða og öðrum minniháttar breytingum. Laugarás, Hrafnista, deiliskipulag. Skipulagssvæðið afmarkast af Sæbraut í norður, lóðum húsa við Norðurbrún og Kleppsveg í austur, Brúnavegi og Austurbrún í suður og lóðum húsa við Selvogsgrunn í vestur. Tillagan gerir ráð fyrir töluverðri uppbyggingu á lóðinni m.a. að við Brúnaveg verði heimilt að byggja nýtt hjúkrunarheimili fyrir allt að 60 vistmenn og heilsugæslustöð fyrir svæði 104 auk þess sem heimilt verði að byggja íbúðarhús með 12 íbúðum norð- austurhorni lóðarinnar. Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir ýmsum viðbyggingarmöguleikum við eldri byggingar, breytingum á bílastæðum, skilgreiningu lóðarmarka o.fl. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 17. ágúst til 14. september 2001. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 28. september 2001. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillögurnar. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 17. ágúst 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur M0SFELLSBÆR Leikskólinn Hlaðhamrar Viltu starfa með góðu starfsliði og hressum krökkum? Eigum enn eftir óráðið í lausar stöður næsta skólaár. Leitum eftir leikskólakennurum, þroskaþjálfa og öðrum áhugasömum einstaklingum. Um er að ræða heildags stöðu og stöðu hluta úr degi. í leikskólanum er lögð áhersla á gæði í samskiptum og skapandi starf í anda Reggió stefnunnar. Kjör leikskólakennara eru samkvæmt kjarasamningi FÍL og launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kjör annarra eru samkvæmt kjarasamningi STAMOS og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir undirrituð í síma 566-6351 Leikskólastjóri BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR I BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að eftirtöldum deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík; Skeifan, deiliskipulag. Skipulagssvæðið afmarkast af Suðurlandsbraut í norður, Skeiðavogi í austur, Miklubraut í suður og Grensásvegi í vestur. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að svokallaðri Iðngarðalóð (Skeifan 11-19 oddatölur og Faxafen 8-14 sléttar tölur) verði skipt upp á milli núverandi eigenda húsa á lóðinni, skilgreindar verði götur og gönguleiðir innan hennar (sem verða í eigu Reykjavíkurborgar) sem og á svæðinu öllu, ákvarðað hámarksbyggingar- magn fyrir hverja lóð á svæðinu og bílastæðakrafa skilgreind. Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir að lóðar- mörk nokkurra lóða, auk Iðngarðalóðarinnar, breytist vegna breytinga á gatna- og göngustígakerfi auk ýmissa smá breytinga frá núverandi fyrirkomulagi. Samkvæmt tillögunni verða mestu viðbyggingar- möguleikar, miðað við núverandi ástand, á lóðunum nr. 1 og 11 við Grensásveg og lóðum nr. 5, 9, 13 og 15 í Skeifunni auk þess sem heimilt verður að byggja allt að 8 hæða bílageymslu- og skrifstofuhús á sameiginlegri bílastæöalóð Iðngarða, norðan Skeifunnar 13. Vatnagarðar 4-28, deiliskipulag. Skipulagssvæðið afmarkast af Vatnagörðum í norður, Sægörðum í austur, Sæbraut í suður og vestari lóðar- mörkum Vatnagarða 4 í vestur. Tillagan skilgreinir m.a. viðbyggingarmöguleika á reitnum, sem að mestu eru sunnan við núverandi hús, bílastæðafjölda, lóðarmörk o.fl. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 17. ágúst til 14. september 2001. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 28. september 2001. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillögurnar. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 17. ágúst 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.